Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 73 Þarmagustarnir Músíktilraunir SATT og Tónabæjar: Sanngjarn sigur Þarma- gusta á fyrsta kvöldinu Þarmagustarnir uröu sigurveg- arar á fyrsta kvöldi Músíktilrauna SATT og Tónabæjar, sem fram fór í síöustu viku. Vegna tæknilegra öröugleika var ekki mögulegt aö fjalla um frammistööu einstakra sveita á Járnsíöunni sl. sunnudag, en viö bætum úr í dag. Þannig veröur þaö væntanlega framvegis á meöan Músíktilraunir standa yfir. Fyrst lokaúrslit og síöan skýrt frá frammistööu einstakra sveita. Tídon Það var hljómsveitin Tídon úr Njarövík sem reiö á vaöiö. Þetta er hljómsveit á ööru ári og kom m.a. fram í maraþoninu hjá SATT og Tónabæ í fyrra. Hefur annars mest leikiö á heimavelli. Tídon er fjög- urra manna sveit meö hefðbundna hljóðfæraskipan; trommur, bassi, gítar og hljómborö. Bassaleikarinn söng. Strákarnir í Tídon eru ungir aö árum og þaö kom oft fram í lögum þeirra, aö þeir eiga eftir aö heflast mikiö. Flestum hætti þeim til aö hlaupa út úr taktinum, auk þess sem áherslur trommarans voru mjög misjafnar. Stundum fannst manni eins og þeir væru ekki alveg vissir hvaöa stefnu skyldi taka og í heild bar prógramm þeirra merki þess, aö þetta var ung sveit og mjög leitandi. Eins og hinar sveitirnar lék Tíd- on fjögur lög. Eitt þeira, Elding, bar af og haföi aö geyma skemmti- lega laglínu. Einfalda, en grípandi. Þó skemmdi dálítiö fyrir hversu lagið var langt. Heföi mátt stytta þaö mjög og auka áhirfamáttinn enn frekar. kæmi til meö aö pressa fyrir okkur. Þaö var ekkert annaö fyrir okkur aö gera en aö veröa við þessu, enda allt komiö á síöasta snúning. Þegar við svo mættum þangaö meö peningana var okkur sagt, aö mótin væru ónýt og ekki væri hægt aö steypa um- beöiö upplag meö þeim. Alfa þyrfti fleiri eintök. Viö hringdum náttúrlega út i ofboöi, en fengum þá aö heyra þau gleöitíöindi eöa hitt þó heldur, aö frummótunum heföi veriö hent af misgáningi.“ Sannkölluö sorgarsaga, sem viröist ætla aö fylgja Frökkunum. Ég spuröi Mikka hvaö þeir hygö- ust gera í stööunni. „Það er á hreinu, aö við skipt- um ekki viö Alfa meira. Ég býst meira aö segja viö þvi aö viö leggjum út í þann kostnaö aö senda mann út meö upptökurnar í þriöja sinn og látum skera og pressa plötuna erlendis. Þaö er aö sjálfsögöu kostnaðarsamt, en tæpast dýrara aö pressa þar en hér,“ sagöi Mike Pollock og dæsti. — SSv. Þarmagustarnir Kyndugt nafn á þessari fimm manna „instrumentar-hljómsveit úr Kópavoginum. Hún bar reyndar sigur úr býtum í hljómsveitakeppn- inni þar i bæ eigi alls fyrir löngu og er sosum vel hægt aö ímynda sér hvers vegna. Tónlistin hjá Þarmagustunum, sem bjóöa einnig upp á hefö- bundna hljóöfæraskipan fimm manna hljómsveitar; trommur, bassi, tveir gítarar og hljómborð, var aö uppistööu til venjulegt blátt áfram rokk. Enginn söngvari er í sveitinni og mér fannst vanta dálít- iö á aö bætt væri upp fyrir þann skort. Þegar enginn er söngvarinn veröur a.m.k. aö útsetja lögin þannig, aö menn finni þaö ekki aö eitthvaö vantar. Oft er þetta gert meö því aö láta annan gítarinn „væla“ aöeins eins og um söng væri aö ræöa, en Þarmagustarnir beittu þessu lítiö. Þrátt fyrir öruggan sigur á þessu fyrsta kvöldi eru Þarmagustarnir ekki gallalausir. Þeir skiluöu sínu vel, en meö betri samvinnu gítar- leikaranna heföi útkoman oröiö enn betri. Lögin eru vel æfö og hljóma „þétt" og meö smá auka- vinnu ættu Þarmagustarnir að geta komiö sterklega til álita í úr- slitunum. % Önnur sveit úr Kópavoginum, 3/<, komst í úrslitin á kostnað strák- anna í Tídon. Þetta er ársgömul sveit, sem hefur heitiö fjölda nafna þar til nú. Sjálfir sögöust strákarn- ir, sem eru þrír talsins, leika allra handanna rokk en uppistaöan var graöhestarokk. Ekki er nokkur vafi á aö þessi sveit er „HM-oriented“ eins og sagt er á ensku, þ.e. rætur hennar liggja í bárujárnsrokkinu. Lag þeirra Barniö gaf góð fyrirheit og söngurinn í því var ágætur. Yfirleitt er leitun aö góöum söngvurum sveita, þar sem meölimirnir eru enn á unglingaskeiöinu — enda röddin óþroskuð, en söngvari V* skilaöi sínu vel. Eitthvaö örlaöi á reggae í loka- laginu, en skyndilega var klippt á þaö eins og símasamband og viö tók óheflað bárujárnsrokk, sem hinir 160 gestir Tónabæjar kunnu vel aö meta. Úrslit Krakkarnir í Tónabæ held ég hafi kveöiö upp mjög sanngjarnan dóm þegar þeir skiluöu atkvæöa- seðlum sínum. Þarmagustarnir voru óneitanlega bestir og % kom þar á eftir. í fyrra vildi þaö oft brenna viö, aö ákveönar sveitir smöluöu öllum sínum aödáendum úr hverfinu sér til framdráttar og kom þaö stundum kauöalega út í atkvæöagreiöslunni. Lítiö var á slíkum flokkadráttum þetta fyrsta kvöld og er vonandi aö áframhald- iö veröi í þessum dúr, þ.e. aö hinir bestu njóti góös af framlagi sínu. — SSv. poppfréttir Poppmolar að westan Líf í Marquee Marquee-klúbburinn heims- frægi í miöju Soho-hverfinu í Lundúnum er hressari en nokkru sinni þrátt fyrir 25 ára feril. Stórbönd troöa þar upp alltaf af og til og eitt slíkt lét sjá sig þar fyrir skemmstu. Auglýsingin var látiaus og hljóöaöi eitthvaö á þá leiö aö „that little ol’ band from Tex- as“ myndi troöa upp tiltekiö kvöld. Dyggir aödáendur ZZ Top skildu auglýsinguna strax og kræktu sér í miöa í tíma. Ekki komast nema 400 manns í klúbbinn þegar best lætur og því þröng á þingi. Aö sögn Sounds var haugur af stór- stjörnum á svæöinu og allir skemmtu sér konunglega. Pete Way (fyrrum i UFO nú í Waisted) kvartaöi hins vegar yfir hávaöaskorti. Journey vinsæl Enginn efast um vinsældir popprisanna tveggja í dag, David Bowie og Police. Báöir aöilar hafa nýveriö lokiö tón- leikayfirreiö um Bandaríkin og leikiö fyrir hundruö þúsunda. Reyndar hefur Police í hyggju aö mjólka markaöinn enn frekar og ætlar í frekari tón- (eikaferö innan skamms. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er þaö Journ- ey, sem hefur fengið flesta áhorfendur á tónleika á þessu ári. Kemur nokkuö á óvart. Þeir kumpánar Simon og Garf- unkel slógu þessum þremur aöilum hins vegar öllum viö þegar horft er í aösókn í New York-borg einni. Aöeins 92.000 manns mættu til aö hlusta á tónleika þeirra þar! Endurlífganir Steppen Wolf hefur veriö endurvakin (rétt eina feröina). John Kay og félagar hafa ný- veriö lokiö upptöku á nýrri plötu, sem bera mun nafnið Wolftracks. Önnur sveit, Hot Tuna, hefur ennfremur dregiö fram hljóöfærin á ný og ætlar sér stóra hluti. Fleiri hafa risið upp frá dauöum. Animals hafa tekið upp þráöinn aö nýju og vegnar bara vel, en ekki er hægt aö segja þaö sama um Hollies. Nýja platan þeirra þykir ægileg og tónleikaferða- lag þeirra um Bandaríkin fór allt í hund og kött. Fyrirhugaö var aö sveitin léki í Radio City Music Hall, sem tekur 6.000 manns, en á síöustu stundu voru tónleikarnir færöir í Bott- om Line-klúbbinn. Hann tekur 500 hræöur. Steve Perry, söngvari Journ- ®y Læknastofa Hef opnaö læknastofu í læknastöðinni Áifheimum 74, símatími fimmtudaga kl. 12.30—13.00 í síma 86727. Hafsteinn Sæmundsson, sérgrein: Kven- sjúkdómar og fæðingarhjálp og krabbameins- lækningar kvenna. ra Ding opinBerar (eynáardóma ferar matorgerðartistar Kíraasfe, motmðsí Herm Ding .stjtVfior 2ja maíargcrðarfet { að Hóteí Esju (gengið Náms&eiðw'jam jram 28. - 29. nápember og 1 20.00 Veitingastjári veitir frekari tekur d móti pöntunum Aðdóendur cettuoð #HDTBL# LEIKHÚSSQESTIR - ÓPERUGESTIR Lengið ferðina og eigið ánægjulegri kvöldstund. Arnarhóll býður upp á stórkostlegan matseðil, fyrir eða eftir sýningu. Húsið opnar kl. 18.00. Borðpantanir í síma: 91-18833. MATSEÐILL Rækjumús með kaldri kryddjurtasósu °S MSKÍa korna brauðhleif. Létt steikt rjúpa með lyngsósu. Pina-Colada sorbet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.