Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 79 Einar Benediktsson, sendiherra íslands í London (t.v.) og Michael Frenchman, blaöamaður Time Magazine, sem skrifaði um fslar.d í fylgi- riti Time nýlega. Utgáfu aukablaðs Time um ísland fagnað í London SVO SEM kunnugt er fylgdi bandaríska vikuritinu Time Magazine nýlega átta síðna litprentað aukablað um Island, kynning á landi og þjóð án þess að vera hefðbundin auglýsing. Útgáfan var fjármögnuð af fyrirtækjum og stofnunum á Is- landi og í Bandaríkjunum. Blaðamaður Time sem ritaði efni áttblöðungsins heitir Michael Frenchman, fyrrum blaðamaður hjá London Times. Útgáfu blaðsins var sérstaklega fagnað af aðstandendum Time í London og var Einar Benedikts- son, sendiherra íslands í Lond- on, sérstakur heiðursgestur við þá athöfn. Hitti hann þá meðal annars Michael Frenchman og er meðfylgjandi mynd tekin af þeim við það tækifæri. Á milli sín halda þeir á litprentaða aukablaðinu um Island. „Þetta er harður bransi“ segir Hafdís Jónsdóttir „Ég var fjórtán ára, þegar ég byrjaði að læra að dansa, hjá Dansskóla Sigvalda, og ég útskrif- aðist þaöan sem danskennari árið 1980.“ Það er Hafdís Jónsdóttir, sem þetta mælir. Hún er 22ja ára gömul og er nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún stundaði nám í listaskóla í tvö ár. Núna kennir hún dans í grunn- skóla Garðabæjar og i félagsmiö- stöðinni, þar sem hún er einnig gæslumaður. „Ég var í ríkisreknum skóla, sem heitir Florida School of The Arts. Þar eru ýmsar listgreinar kenndar, dans, leiklist og margt fleira. Það var svolítið furðulegt að vera þarna til að byrja með. Allt var svo miklu strangara en maður átti að venjast héðan. Æfingar voru strangar, við æfð- um sex til átta tíma á dag og veikindi voru til dæmis aldrei tekin til greina. Fór með ferðatöskuna upp á von og óvon Nemendafjöldi er takmarkað- ur í þennan skóla. Allir þurfa að fara í inntökupróf. Þegar ég fór í Hafdís Jónsdóttir. Þessi mynd var tekin er hún sýndi frumsaminn dans í Glæsibæ nú á dögunum. Ljósm. Mbl. KÖE. inntökuprófið, vissi ég náttúru- lega ekki hvort ég fengi inn- göngu, svo ég fór bara með ferðatöskuna mína upp á von og óvon. Ég fór út i ágúst og þar sem ég fékk inngöngu varð ég einfaldlega eftir. Ég fékk náms- lán, sem nægðu fyrir uppihaldi og húsnæði en ég bjó á heimavist skólans. Það var mjög gott, mað- ur kynntist hinum krökkunum betur. Við vorum eiginlega eins og systkini, fórum til dæmis saman á skemmtistaði og mál- verkasýningar, félagslífið var í einu orði sagt æðislegt. Ég var valin í sýningarflokk skólans og við ferðuðumst um alla Florida og sýndum dansa. Ég lærði jazzdans og nútíma- dans, sem er frumlegri en jazz- dansinn. Rétt áður en ég kom heim, samdi ég dans fyrir dans- keppni sem ég tók þátt í. Ég komst í úrslit, en það versta var að ég þurfti að fara til íslands daginn eftir, þannig að ég gat ekki tekið þátt í undanúrslitun- um. Auðvitað hefði verið gaman að taka þátt í þeim og sjá hvern- ig maður stendur gagnvart hin- um keppendunum, en svo fór sem fór ... Mesti munurinn á þeim sem læra dans þarna úti og þeim sem læra hér, er að úti taka allir námið mjög alvarlega. Það stefna allir að því að verða at- vinnudansarar og auðvitað dreymir mann um að fá tækifæri til að dansa á Broadway og Hollywood. Þetta er ansi harður bransi og maður bara verður að vera harður sjálfur, allavega ætla ég að reyna..." sagði Haf- dís Jónsdóttir .dansari að lokum. btom. „Tel mig vera frjálshyggjumann“ Ljósm. Mbl. KÖE Haraldur Kristjánsson og forveri hans, Þorsteinn Halldórsson. „ÖLL pólitísk félög ungra manna í Kópavogi eru lífvana, nema okkar félag. Við viljum halda þessu forskoti og reyna að höfða til ungs fólks.“ Sá sem þetta mælir er ungur maður, að nafni Haraldur og er hann Kristjánsson. Hann er einnig nýkjörinn formaður Týs, sem er félag ungra sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Blaðamað- ur ræddi við hann fyrir skömmu, um félagið, starfsemi þess og framtíðaráform. „Aðalfundur Týs var haldinn í október síðastliðnum. Ég var kjörinn formaður og tek við embætti Þorsteins Halldórsson- ar, sem var formaður í þrjú ár en hefur starfað innan stjórnarinn- ar síðastliðin fimm ár. Félagsmenn eru um 500 tals- ins og eru allir á aldrinum 16—35 ára. Markmið félagsins er að stuðla að eflingu og út- breiðslu sjálfstæðisstefnunnar og taka virkan þátt í þjóðmála- umræðunni og bæjarmálum. Starfshópur um skipulags- og lóðamál í Kópavogi hefur nú ver- ið settur á laggirnar. Hlutverk hans er til dæmis að athuga möguleika sem fyrir hendi eru til að auka lóðaúthlutanir í Kópavogi. Það hefur sýnt sig í lóðamálunum, sem öðrum mál- um, að vinstrimennirnir eru ekki starfi sínu vaxnir. Hlutverk okkar er því að benda bæjar- búum á þessa staðreynd og vinna að því að sjálfstæðismenn fái hreinan meirihluta í næstu kosningum. Rætt við Harald Kristjánsson Verst á vorin Flestir félagsmanna eru námsmenn. Félagsstarfið er að sjálfsögðu tímafrekt, en menn eru fullir áhuga þannig að þeir láta félagsstarfið ganga fyrir mörgu öðru, enda er það grund- völlur þess að einhver árangur náist. Helst koma upp vandræði á vorin. Þá eru menn á kafi í próflestri og mega lítinn tíma missa, en þeir eru þeim mun virkari þegar þeir hafa meiri tíma aflögu. Við höfum gott húsnæði fyrir starfsemi okkar í Hamraborg 1, en það hús gengur undir nafninu „Sjálfstæðishúsið", að minnsta kosti meðal okkar sjálfstæð- ismanna. í „Sjálfstæðishúsinu" höfum við viðtalstíma á hverju sunnudagskvöldi klukkan 20.30 til 22.00. Þá er stjórnin til viðtals og eru allir velkomnir, sem óska upplýsinga um starfsemina, eða hafa hug á að ganga i félagið. Fréttabréf og tölvu- vædd félagaskrá Um framtíðaráform er það helst að segja að fljótlega kemur út fréttabréf. Með því ætlum við að flytja bæjarbúum fréttir af störfum félagsins, auk þess að auglýsa framtíðaráform, hverju sinni. Hugmyndin er að koma af stað leshring og verður viðfangs- efnið frjálshyggjan. Ennfremur munum við halda stjórnmála- námskeið, sem útbreiðsludeild flokksins auglýsti á nýafstöðn- um landsfundi. Félagaskrá okkar er nú tölvu- vædd og auðveldar það okkur mjög mikið að ná til félags- manna. Það er aðeins hluti af því markmiði okkar að einfalda og skipuleggja starfsemina betur en verið hefur undanfarin ár. Fullir af baráttuhug Fyrir skömmu héldum við fund um friðarumræðuna í Menntaskólanum í Kópavogi. Það var skemmtilegur fundur og umræðurnar málefnalegar. Það kom í ljós á fundinum að menn eru ekki samála nú frekar en endranær um varnir landsins og friðarstefnuna. Fundurinn var ekki eins fjölmennur og vonir höfðu staðið til, en þetta var nú frumraun og slíkur fundur hefur aldrei verið áður haldinn í skól- anum. Svo kom annað til. Erlend hljómsveit, Psychic TV, hélt tónleika þetta sama kvöld, nú og svo var vinsælasti sjónvarps- þátturinn einnig á dagskrá þetta kvöld, þetta var sko miðvikudag- ur. Það má vera að þessir tveir þættir hafi spilað inn í mætingu á fundinn hjá okkur, en við lát- um slaka mætingu á fyrsta fund- inn ekki hafa nein áhrif á okkur. Við erum rétt að byrja, við erum fullir af baráttuhug og við ætl- um okkur að koma af stað póli- tískri þjóðmálaumræðu, sem ekki hefur verið hér í Kópavogi í áratugi. Hver eru áhugamál þín? „Helstu áhugamál mín eru fé- lagsmál, hugmyndir og góðar bókmenntir. Ég les aðallega bækur um pólitísk efni og skáldsögur. Það má eiginlega segja að ég sé alæta á góðar bókmenntir. Ég hef verið virkur í Iðnnemasambandi íslands nokkur undanfarin ár og svo er ég í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ég tel mig vera frjálshyggjumann og hugmyndir mínar um samlíf mannanna eru að þeir eigi að ráða lífi sínu sjálfir, frjálsir og óháðir, án afskipta ríkisvaldsins. Margir vina minna eru pólitískir og þó flestir þeirra séu sjálf- stæðismenn, á það þó alls ekki við um alla. I pólitísku starfi hjá lýðræðis- flokkunum er aðalvandamálið það, að borgaralegir menn eru mjög pólitískt latir. Þeir hafa ekki trúarhita marxistanna og þeim hættir til að verða tiltölu- lega ánægðir með lífið og tilver- una. Þeir skilja þess vegna ekki að þeir þurfa að standa vörð um frelsi og lýðræði. Afleiðingar þessa geta orðið mjög afdrifarík- ar. Menn verða að skilja að frelsi og mannréttindi eru ekki sjálf- gefin gæði og þess vegna gætum við staðið frammi fyrir því að missa þau einn daginn. — Og það vilja fáir.“ btom.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.