Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 69 Hann er nú fastagestur hjá The Philharmonia í London, Concertgebouw Orchestre í Amsterdam og Cleveland Orchestre í Ohio í Bandaríkj- unum. „Það eru ekki nema sjö ár síðan ég fór að fást við hljómsveitarstjórn að ein- hverju ráði,“ sagði Ashkenazy. „Það tekur langan tíma að þróa sína eigin tónleika og finna hvað maður vill frá ákveðinni hljómsveit. Ég hef enn ekki fullkomlega áttað mig á hvort ég vil mína eigin hljómsveit, stundum er ég sannfærður um að það sé nauðsynlegt fyrir mig en stundum ekki. Allar fyrsta flokks hljómsveitirnar eru uppteknar, hafa góða stjórn- þetta væri rútínustarf eins og hvað annað. „Hvað er ég að fást við nýtt?“ spurði hann Þórunni og nefndi svo konsert eftir Mozart og konsert eftir Schumann sem hann hefur ekki fengist við áður. „Ég mun svo stjórna öllum Beethoven- symfóníunum í ár en þeirri 9. hef ég aldrei stjórnað." Þórunn hætti alveg að spila sjálf eftir að hún gifti sig og sagðist ekki sjá eftir því. „Með fimm börn og svona mann er enginn tími til þess,“ sagði hún. „En mín menntun kemur mér að góðum notum. Ég ferð- ast alltaf með honum, sæki alla konserta og langflestar upptökur og við ræðum tónlist og hans starf fram og aftur." horfa á sjónvarpið með frænd- systkinum sínum Brendon, sem er 12 ára, og Sóley, 9 ára. Þeim höfðu nýlega áskotnast tveir gráir kettir sem þau gældu við og létu eins og þetta væru bestu dýr. Dimka, eða Dimitri Þór, spilar nú á klari- nett en spilaði áður á píanó. „Það er ágætt,“ sagði Þór- unn. „Það er svo miklu auð- veldara að æfa sig. Maður get- ur bara pakkað hljóðfærinú niður í kassa og tekið með sér hvert sem er. Eitthvað annað en píanóið. Hann skipti um hljóðfæri eftir að hann slasað- ist á fæti fyrir nokkrum árum. Við vorum á bát í Grikklandi, þar sem við eigum hús, þegar hann datt útbyrðis og fóturinn Krakkarnir og kettlingarnir í sjónvarpsherberginu. F.v. Nadia, Sasha, Brendon, Sól- ey (systrabörn Þórunnar), Sonia og Dimka. (Myndir ab.) endur, og ég myndi ekki vilja taka við öðru en fyrsta flokks hljómsveit. Ég væri kannski kominn með mína eigin ef ég hefði byrjað að stjórna fyrir 20 árum en ég hef ekki verið að þessu svo lengi." Hann hefur hins vegar ferð- ast um og spilað á Vesturlönd- um í 20 ár. Hann hlaut gull- verðlaunin í alþjóðlegu píanó- keppninni í Brússel árið 1956, þá 19 ára gamall. Árið 1958 fór hann í tónleikaferð um Banda- ríkin en sovéskur fylgdarmað- ur fylgdi honum eftir og gaf mjög neikvæða skýrslu um hann þegar þeir komu aftur heim til Sovétríkjanna. Sagt var, að hann væri ekki nógu hreykinn af því að vera Rússi og ákveðið að hann skyldi bara spila fyrir bændur og verka- menn á heimaslóðum næstu árin. Þórunn fór til Moskvu í framhaldsnám í píanóleik haustið 1960. Hún hafði þá lokið píanónámi í Konunglegu tónlistarakademíunni í Lond- on en þangað flutti hún 7 ára með foreldrum sínum og systkinum. Hún var í námi hjá kennara Ashkenazys í Moskvu, þau kynntust og giftu sig 1961. Það bætti ekki úr skák fyrir Ashkenazy „að vera kominn með kapítalista ofan af ís- landi“, eins og Þórunn orðaði það og yfirvöld neituðu honum um tónleikaferðir. Þau fengu þó að fara saman í ferð til Bandaríkjanna eftir að Vladi- mir Stefán, elsti sonur þeirra, var fæddur og þau skildu hann eftir í Sovétríkjunum, 10 mán- aða gamlan. Árið 1963 var Ashkenazy boðið til London og honum sagt að hann gæti farið þangað. Hann sagði að konan sín og barn yrðu að fá að fara með honum. „Hvað á ég að segja konunni minni þegar hún spyr af hverju hún megi ekki fara með mér og sýna for- eldrum sínum sem búa í Lond- on son okkar?" spurði hann yf- irvöld. Þau svöruðu litlu til og hann lagði einn af stað. En tveimur dögum seinna var komið með ferðaleyfi fyrir Þórunni og hún flýtti sér úr landi með soninn. Þau settust að í London. Móðir Ashkenazys var mjög sár yfir þessu og talaði ekki við son sinn í 12 ár. Faðir hans, sem er Gyðingur, reyndi þó að komast í heimsókn til hans og fékk loks leyfi til þess 1967. Hann þurfti að bíða í 9 ár eftir að mega sækja um aft- ur, en 1976 heimsóttu báðir foreldrarnir fjölskylduna á ís- landi. Þremur árum seinna heimsóttu þau hana í Luzern og hálfu ári seinna lést móðir Ashkenazys. Faðir hans sótti þá um brottflutningsleyfi en var synjað um það og bíður nú eftir að mega sækja um aðra heimsókn til Vesturlanda. Hann er 67 ára og vinnur við píanóleik í Moskvu. Ashkenazy segir, að starf píanóleikara eins og hans sjálfs sé að miklu leyti fólgið í því að þjálfa hugann. „Það þarf stöðugt að leggja nýja hluti á minnið, hugsa um tón- verk og leggja þau niður fyrir sér. Fingrafimin er ekki leng- ur aðalatriðið." Hann fæst að- allega við gömlu meistarana, bætir við sig verkum eftir þá eða rifjar upp verk sem hann hefur ekki fengist við lengi. „Nútíma tónlist höfðar ekki til mín, mér finnst hún stundum frekar leiðinleg," sagði hann. Hann hefur þó fengist nokkuð við hana og André Previn er t.d. að semja fyrir hann verk sem verður væntanlega frum- flutt seint á næsta ári. Hann vildi ekki gera of mik- ið úr starfi sínu og lét eins og Hún hló þegar ég spurði hvort hún gagnrýndi hann og sagði að ég gæti nærri. Börnin eru öll músíkölsk en Vovka, eins og þau kalla elsta strákinn, er hinn eini sem tekur tónlistina verulega alvarlega. Hann hef- ur lokið formlegu píanónámi og hélt sína fyrstu tónleika í London á dögunum. „Það gekk bara vel,“ sagði Þórunn. „Hann notar gælu- nafnið í sínu starfi af því að pabbi hans hefur auðvitað Vladimir-nafnið og Stefán Ashkenazy er þekktur þýskur píanóleikari svo að Vovka gat ekki heldur notað Stefáns- nafnið. Nadia Liza, sem er fædd 1963, hefur spilað svolít- ið á flautu en ætlar ekki að leggja það fyrir sig. Hún er enn hér hjá okkur en ætlar að fá sér vinnu í London í haust. Hún ferðast mikið með okkur núna og verður t.d. með okkur allan tímann í Ástralíu í vetur með Sasha, litlu systur sína, með sér. Við verðum þar í þrjár og hálfa viku en hinir krakkarnir koma svo í hálfan mánuð." Sasha er fædd 1979 og var eitthvað að rápa inn og út þennan dag á litlum bol með mynd af íslandi á maganum. Dimitri Þór er fæddur 1969 og Sonia Edda 1974. Þau voru að flæktist í skrúfunni. Þetta var mjög slæmt sár og sérstaklega bagalegt að vera í Grikklandi þar sem læknisþjónusta er pkki eins góð og víða annars staðar. En hann gekkst svo undir mjög fullkominn upp- skurð seinna og taugarnar voru tengdar rétt í fætinum á honum. Hann er nú svo til al- veg góður." Það er töluð enska á heimil- inu en skólabörnin tala líka og skilja sviss-þýsku. íslensku skilja þau og Þórunn talar lýtalaust. Ashkenazy heldur sambandi við ísland og sagði að það hefði verið mjög sárt að fara þaðan en annað hafi bara ekki gengið. Hann hitti Gunn- ar Egilson, tónlistarmann, í Osló fyrir skömmu og þeir töl- uðu um undirbúning tónlist- arhúss í Reykjavík. Ashken- azy sagðist vera tilbúinn að gera sitt til að hjálpa við þann undirbúning og smíði en sagð- ist ekki vita hvað hann gæti gert til að hjálpa. Hann var í hópi þeirra sem komu Lista- hátíðinni af stað á sínum tíma og sagðist enn hafa áhuga á henni. í sumar mun hann koma með Fílharmóníuna frá London og stjórna henni á há- tíðinni. „Það er ærið verkefni fyrir mig að þessu sinni,“ sagði hann. ab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.