Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 14

Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Lév Kopelév Ýmist tálsýnir eða hleypidómar Vesturlandabúar hafa yfirleitt mjög rangsnúnar hugmyndir um Ráðstjórnarríkin * A þeim tveimur og hálfu ári, sem ég hef búið á Vesturlöndum, hef ég tekið þátt í mörgum opinberum umræðufundum og átt samtöl við menn í þrengri hópi um „brennandi vandamál“ í samskiptum Austurs og Vesturs. I Vestur-Þýzkalandi, Austurríki, Sviss, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Eng- landi og í Bandaríkjunum talaði ég við fólk á ýmsum aldursskeiðum og í ýmsum starfsgreinum og þjóðfélagsstéttum: Við stúdenta, prófessora, blaðamenn, rithöfunda, stjórnmálaleiðtoga, verkamenn, miðstéttarfólk, at- vinnurekendur, kirkjunnar menn og við hina „æfðu atvinnupólitíkusa“ úr ýmsum stjórnmálaflokkum, jafnt við reynda, sjálfsörugga sérfræðinga í sovézkum málefnum og við barnalega einfalda og auðtrúa blaðalesendur. Hjá nærri því öllum viðmælendum mín- um rakst ég á skoð- anir, sem ýmist ein- kenndust af einhvers konar bjartsýnisórum eða af óttablöndnum hleypidómum. Það kemur á daginn, að vel flestir Vesturlandabúar vita hreinlega svo til ekkert um helztu grund- vallaratriðin í utanríkisstefnu og innanríkismálum ráðstjórnarrík- isins, um lífsafkomu Sovétmanna og þá möguleika, sem fyrir hendi eru þar í Iandi um viðhorf, drauma og óskir allra þeirra afar mismunandi hópa manna, sem eru undir stjórn þessa ríkisvalds. Um öll þessi atriði eru Vesturlandabú- ar nær alveg ófróðir eða þá að menn misskilja þau beinlínis og rangtúlka. Af þessum sökum ætla ég hér að leitast við að drepa lítillega, að minnsta kosti, á nokkra þá þætti, sem mér virðast skipta mestu máli. Skilningur byggður á haldlausum kreddum ISvo mótsagnakennt sem það • hljómar, trúa vestrænir andkommúnistar jafnt og sovét- hollir kommúnistar þvi statt og stöðugt, að innanríkis- og utanrik- isstefna allra sovézkra ríkis- stjórna, allt frá Lenín, Trotzky, Tsjítsjerin, þá Stalín, Lítvinov, Molotov og alveg fram á valda- daga Brézhnevs, Andropovs og Gromykos, ákvarðaðist í einu og öllu af hinni kommúnísku (marx- ísk-lenínísku) hugmyndafræði og af eindreginni hvöt til að koma á „heimsbyltingu öreiganna". Allt frá árinu 1917 hafa flestar íhaldssamari ríkisstjórnir á Vest- urlöndum mótað stefnu sína og baráttuaðferðir í heimspólitíkinni í samræmi við þá sannfæringu, að sovézkir diplómatar, sovézkur her- afli og floti, leyniþjónustumenn, áróðursboðar, svo og allir komm- únistaflokkar veraldar ættu sinn vissa hlut í heimsumspannandi samsæri, og eins eiga flestir sósí- aiistar, friðarsinnar, margir lýð- ræðissinnar og meira að segja ekki ófáir frjálslyndir að vera af ásettu ráði eða ómeðvitað hand- bendi og stuðningsmenn í þessu samsæri. 2Þess háttar sannfæring og • skoðanir spruttu þó ekki upp sem hreinræktuð hugarfóstur. Það er hægt að rekja þær til upphafs síns með því að vitna í fræðileg ritverk og áróðursskrif sovézkra stjórnmálamanna og kommúnista á Vesturlöndum. Ritverk og ræður Leníns, Stalíns, Khrústsjovs, Dim- itroffs, Ulbrichts eða Honeckers hafa inni að halda óteljandi dæmi um mærðarmiklar vangaveltur um hina „vísindalegu forspá" varðandi óhjákvæmilega fram- vindu sósíalískra byltinga í öllum löndum jarðarkringlunnar. Og reyndin hefur svo orðið sú, að hinir æstustu og skeleggustu andkommúnistar, sem treysta þessum pólitísku andstæðingum sínum annars í engu, efast hins vegar ekki hið minnsta, þegar um hugmyndafræðileg grundvallar- atriði í sovézkri stjórnmálastefnu er að ræða. Þeir virðast einfald- lega ekki taka eftir því, hve Stalín í hugmyndafræðilegu tilliti er gjörólíkur Maó, Khrúsjtsjov gjör- ólíkur Berlinguer eða Brézhnev og Dubcek, né heldur veita menn því athygli, hve hin ríkjandi hug- myndafræði í Sovétríkjunum sjálfum gjörbreyttist á stalínstím- anum. Samkomulag milli skyldra póli- tískra viöhorfa Valdamiklir vestrænir stjórn- málamenn eru enn sannfærðir um, að rás veraldarsögunnar ákvarðist framar öllu af baráttu hins frjálsa kapítalíska mark- aðsbúskapar gegn hinum harð- svíraða sósíalíska áætlunarbúskap og þar af leiðandi af baráttu hug- sjónalegra eða trúarlegra marg- slunginna heimsskoðana gegn ein- strengingslegri guðlausri hug- myndafræði, grundvallaðri á efnishyggju. Það eru slíkar tví- víddarskoðanir af „annað hvort — eða“ taginu, sem leitt hafa til ör- lagaríkra mistaka í pólitískum baráttuaðferðum Vesturlanda. 3Það var af þessum ástæðum, • að Hitler-Stalín samkomu- lagið (í ágúst 1939) kom brezkum og frönskum pólitískum ráða- mönnum og herfræðingum á jafn örlagaríkan hátt í algjðrlega opna skjöldu, en þeir höfðu á næstliðn- um árum — á meðan borgara- styrjöldin geisaði á Spáni og jafn- vel svo seint sem 1938 í Múnchen — álitið þá Hitler og Mussolini hina skeleggustu andstæðinga heimskommúnismans, og höfðu enda ekki getað gert sér í hugar- lund, að Stalín myndi gera þá að bandamönnum sínum. Hins vegar vakti skrínlagning Kominterns, svo og endurreisn margra fornfrægra hefða með Rússum — ný gildistaka sumra lagagreina frá veldistímum zar- anna, endurvakning stétta, ein- kennisbúningar — tálsýnir meðal Vesturlandabúa og gáfu haldlitl- um skoðunum byr undir báða vængi um vissar „frjálslyndar endurreisnartilhneigingar" í hin- um stríðshrjáðu Sovétríkjum, og það voru þessar tálsýnir, sem svo á árunum 1944—'45 leiddu leið- toga Bandamanna til samkomu- lagsgjörðanna í Jalta og Potsdam. En þegar herir kínverskra kommúnista náðu öllu Kína á sitt vald á árunum 1947 til 1949, komu hinir æstu og eindregnu, banda- rísku andkommúnistar engan veg- inn auga á, að Stalín óttaðist og hataði hina kínversku félaga sína miklu meira en hann hataði og óttaðist Tító. Af eintómri hug- myndafræðilegri glýju megnaði ríkisstjórn Harry S. Trumans ekki að afla sér yfirsýnar um raun- verulegt ástand mála í Asíu og studdi því eindregið hina gjör- spilltu stjórn Tsjan-Kai-sjeks. Með þeim tiltektum rak Truman hið nýborna, sterka kínverska ríki maóíska kommúnistaflokksins beint upp í arma hinna sovézku andstæðinga sinna, sem voru þá fljótir til að neyða Kínverja til þess að samþykkja reglulega ný- lendusamninga og gera ýmsar til- slakanir, og þvinguðu þá til að fallast á sovézkar herstöðvar inn- an landamæra Kína. Það áttu eftir að líða meira en tveir áratugir, áður en þeir Nixon og Kissinger hófu nýja stefnu í samskiptum Bandaríkjanna við Kína með annan og betri skilning á kínverskum málefnum að leið- arljósi, en þessi stefnubreyting kom samt með seinni skipunum. Síendurtekin mistök 4Ráðandi bandarískir stjórn- • málamenn um utanríkis- stefnu landsins ásamt bandarísk- um hermálasérfræðingum — til- litslausir og ákaflega ein- strengingslegir í hugmyndafræði sinni — stuðluðu dyggilega að því að efla stöðugt áhrif og velgengni sovézkrar utanríkisstefnu með af- stöðu Bandaríkjanna til nýlendu- stríðsins milli Frakklands og Viet- nam (1946—1954), og svo síðar með eigin stríðsrekstri í Vietnam og Kambódíu. Bandarískir ráða- menn höfðu þá enga minnstu þekkingu til að bera á hinum raunverulegu andstæðum milli Vi- etnama og Kínverja, og Vietnama og Kambódíumanna, á svipaðan hátt og þeim var á sínum tíma með öllu ókunnugt um allar mót- setningarnar í samskiptum Sovét- manna og Kínverja. Þegar Castro og „barbúdóar" hans tóku Havana herskildi 1959—1960 voru þeir hvorki kommúnískt sinnaðir, né á neinn .hátt hlynntir Sovétríkjunum; en hinir herskáu norður-amerísku andkommúnistar lögðu sitt af mörkum til að „umturna" Castro og haps liði til kommúnisma, hliðhollum Sovétríkjunum, og þetta tókst Bandaríkjamönnum ólíkt betur en hinum heldur klunnalegu útsendurum Khrúsjtsjovs. í Angola, Nicaragua og í Mósambique er verið að fremja áþekkar yfirsjónir. 5Þær algjöru hrakfarir, sem • sovézk utanríkispólitík fór í Egyptalandi, Sómalíu og í Súdan áttu framar öllu öðru rætur sínar að rekja til þeirra hrokafullu fífldirfskuaðferða, sem sovézkir diplómatar og hernaðarráðgjafar beittu í þessum löndum. Þess vegna eru þeim færari og lagnari kommúnískir útsendarar frá Kúbu, Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu sendir núna á vettvang í Eþíópíu og í Angola. Svo hörmulega vill til, að Banda- ríkjamenn styrkja sjálfir og treysta tilvist þessara sovézku „útlendingasveita" með ástríðu- þrunginni og óbifanlegri trú sinni á goðsögnina um heimskommún- ismann og með trúgirni sinni og mótsagnakenndu ofurtrausti á öll þessi löngu gatslitnu og innan- tómu glamuryrði sovézks hug- myndafræðigaspurs, sem ein- göngu er flutt í áróðursskyni. Sannleikurinn er sá, að Sov- • étríkin höfðu þegar í valda- tíð Stalíns, eða um 1930 og á árun- um þar á eftir, látið endanlega fyrir róða allar sósíalískar og kommúnískar útópíur á sviði efna- hagsmála og stjórnsýslu innan- lands, og eiginlega mun fyrr, að því er sovézka utanríkispólitík varðar. Jafnt á sviði iðnaðar sem Iandbúnaðarmála þróuðust Sovét- ríkin í ríkiskapítalískt, miðstýrt, hernaðarsinnað heimsveldi — og í lögreglu-skriffinnskuríki að því er varðar stjórnun innanlands. Sov-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.