Morgunblaðið - 27.11.1983, Síða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
kom ekki. Ég lék í öllum sýningun-
um, sem urðu alls 68 talsins."
Nú sætti þart talsverrtri gagnrýni
art rárta reynslulausa og óþekkta
stúlku „af götunni" í þetta veiga-
mikla hlutverk. Varstu vör virt ein-
hverja andúrt, — t.d. frá atvinnuleik-
urunum vegna þess að þú hafðir
enga menntun á þessu sviði?
„Nei, þvert á móti voru allir
ósköp elskulegir og góðir við mig.
Ég man alltaf eftir því að rétt
fyrir þriðju sýninguna fékk ég
hefitarlega tannrótarbólgu, og það
var svolítið skrýtið að ég hafði
aldrei fengið í tennurnar fyrr, —
þetta hefur kannski verið stress,
en ég píndi mig samt á sýninguna
því ég vildi ekki eiga á hættu að
fólk legði þetta út á versta veg og
segði: „Aha, nú er röddin í henni
farin." Ævari R. Kvaran fannst
þetta vel af sér vikið að mæta
svona á sýninguna og sagði: „You
are a real trooper." Nei, ég fann
síður en svo fyrir andúð hjá sam-
leikurum mínum. Hins vegar urð-
um við vör við að það gætti tals-
verðrar tortryggni úti í bæ áður
en sýningar hófust. Talað var um
að þjóðleikhússtjóri væri að
bruðla með fé að leggja út í svona
kostnaðarsama sýningu og einnig
Mert Jóni Gunnarssyni í „Firtlaranum á þakinu" 1970.
Með Bessa Bjarnasyni í „Störtvirt heiminn" 1964.
Viðtal: Sveinn Guðjónsson
Ekið um götur Kaupmannahafnar til art fagna stúdentsprófi. Vala er lengst til hægri.
„Ó, þetta er indælt strírt“, 1966.
var hann gagnrýndur fyrir
ábyrgðarleysi að velja óreynda
stúlku í aðalhlutverkið. Þetta lag-
aðist þó þegar í ljós kom að sýn-
ingin heppnaðist jafn vel og raun
bar vitni.
Hins vegar komust óhjákvæmi-
lega á kreik ýmsar kjaftasögur í
kringum þetta og t.d. áttum við
Snæbjörg að halda við Rúrik og
Guðlaug til skiptis, svo dæmi sé
tekið. Eg tók þessar sögur ekki
nærri mér og fann lítið fyrir
þessu, en hins vegar fannst mér
hvimleiðar hinar ógeðfelldu sím-
hringingar sem ég fékk stundum á
hinum ólíklegustu tímum sólar-
hringsins. Að þessu frátöldu á ég
ekkert nema skemmtilegar minn-
ingar frá þessu tímabili."
Ekki ósvipað
að leika og kenna
Þegar blaðað er í gegnum úr-
klippusafn Völu má sjá að mikið
hefur verið skrifað um sýninguna
í blöð, bæði hér heima og erlendis.
í erlendu greinunum var oftast
lagt út af „hinni fljúgandi Fair
Lady“:
„Já, ég held að Sigurður Magn-
ússon, sem þá var blaðafulltrúi
Loftleiða, hafi átt mikinn þátt í
þessu og verið duglegur við að
koma á framfæri ævintýrinu um
„flugfreyjuna sem flaug inn í hlut-
verk Elízu Doolittle". Annars fékk
sýningin mikið lof bæði hjá gagn-
rýnendum og almenningi og það
var fullt hús á öllum sýningum frá
10. mars til 1. júlí. Síðasta sýn-
ingardaginn voru tvær sýningar
og við Benedikt giftum okkur hjá
borgarfógeta á milli sýninga. í
uppklappinu á lokasýningunni
fann ég einna mest fyrir hlýjunni
og þakklætinu frá áhorfendum og
sú stund verður mér ógleyman-
leg.“
Hver var ástærtan fyrir því art sýn-
ingar voru ekki teknar upp aftur á
næsta leikári þar sem svona vel
hafrti til tekist?
„Leikbúningar og leiktjöld
höfðu verið leigð frá „Det Ny
Scala“ í Kaupmannahöfn og leigu-
tíminn var runninn út svo ég held
að ekki hafi verið um annað að
ræða. Það var áreiðanlega auka-
atriði að ég var orðin ófrísk af
eldri syninum, því ég held að það
hafi aldrei komið til tals að taka
aftur upp sýningar. Ég fór til Vín-
arborgar til að slappa af eftir að
þessu var öllu lokið og bjó hjá
Hedi móðursystur minni, en Bene-
dikt fór að vinna við kvikmyndina
„79 af stöðinni". Við hittumst svo í
Kaupmannahöfn og bjuggum þar í
ár, en fluttum síðan hingað til ís-
lands. Við slitum svo samvistir
eftir nokkurra ára hjónaband."
Og þú hélst áfram art leika í nokk-
ur ár?
„Já, ég byrjaði að vísu ekki aftur
fyrr en 1964, eftir að ég hafði átt
yngri soninn. í millitíðinni hafði
ég þó fengið freistandi tilboð er-
lendis frá og m.a. var mér boðið að
vera með í Ed Sullivan Show í
New York og einnig hafði ég feng-
ið tilboð um aðalhlutverk í Kaup-
mannahöfn á móti Dirch Passer.
En barneignir komu í veg fyrir að
ég tæki þessum tilboðum.
Skömmu eftir að sá yngri fæddist
var ég farin að æfa í söngleiknum
„Stöðvið heiminn, hér fer ég úr“ í
Þjóðleikhúsinu. Eg hef orðið vör
við þann misskilning að margir
halda að „My Fair Lady“ sé eini
söngleikurinn sem ég lék í, en ég
tók þátt í fjórum söngleikjum öðr-
um. Á eftir „Stöðvið heiminn" var
það „Ó, þetta er indælt stríð", síð-
an kom „Hornakórall" og loks
„Fiðlarinn á þakinu". Allt voru
þetta þó gjörólík hlutverk og gáfu
engan veginn sömu möguleika og
„My Fair Lady“ þótt ég hafi haft
mikla ánægju af að taka þátt í
þessum sýningum. Enda var ekki
við því að búast að ævintýri eins
og í kringum „My Fair Lady“
endurtæki sig. Svona nokkuð ger-
ist aðeins einu sinni á ævinni. Eft-
ir að sýningum á „Fiðlaranum"
lauk árið 1970, ákvað ég að venda
mínu kvæði í kross og hætta í
leiklistinni."
Var einhver sérstök ástærta fyrir
því art þú tókst þá ákvöröun?
„Já, það má segja að ég hafi
fengið þá hugsjón að fara út í
kennslu á heyrnardaufum börnum
og ég settist því í Kennaraháskól-
ann og þaðan útskrifaðist ég 1974.
Það varð þó aldrei að ég færi út í
sérkennsluna heldur byrjaði ég að
kenna dönsku strax að loknu prófi
úr Kennaraháskólanum, fyrst í
Ármúlaskóla og síðan í Iðnskólan-
um. Þar er ég nú deildarstjóri í
dönsku og uni hag mínum hið
besta í hlutverki kennarans.
Það er stundum sagt að það sé
ekki ósvipað að leika og kenna. I
Vala á menntaskólaárunum í Kaup-
mannahöfn í einþáttungnum „Basti-
en og Bastienne" eftir Mozart.
báðum tilfellum ertu að miðla ein-
hverju til áhorfenda og hlustenda,
en munurinn er sá að í kennslunni
þekkir þú áhorfendur þína með
nafni. Ég hef mikla ánægju af
kennslunni og mér þykir vænt um
dönskuna og hef gaman af að
vekja áhuga nemenda á því máli.“
Mundir þú vilja breyta einhverju í
þínu lífi ef þú ættir þess kost?
„Ég held ekki svona í meginat-
riðum, enda hef ég tilhneigingu til
að trúa að þetta sé allt fyrirfram
ákveðið. Ég hef haft gaman af
flestu því sem ég hef fengist við
um ævina og mér finnst öll vinna í
sjálfu sér jafn merkileg. Það halda
til dæmis margir að það sé meiri
sjarmi yfir leikhúsvinnu en ann-
arri vinnu, en það eru margir
ókostir sem fylgja því starfi. Eg
hafði gaman af leikhúsvinnunni
en sé þó ekki eftir leikhúsinu sem
slíku. Þetta sem gerðist í kringum
„My Fair Lady“ var auðvitað alveg
einstök upplifun, en það tilheyrir
fortíðinni og er best geymt þar. Ég
myndi ekki vilja endurlifa það í
dag, á gamals aldri,“ segir Vala og
hlær en bætir síðan við: „Það
skemmtilegasta við þetta allt er ef
til vill það, að fólk skuli enn muna
eftir þessu. Ég fór t.d. norður á
frumsýninguna um daginn og þá
kom til mín eldri maður, sem
hafði séð sýninguna í Þjóðleikhús-
inu á sínum tíma, og hann fór að
þakka mér fyrir eftir öll þessi ár.
Mér þótti virkilega vænt um það.
Jú, mér fannst sýningin fyrir
norðan mjög góð. Én það hefur
engan tilgang að vera að gera
samanburð á sýningu Þjóðleik-
hússins fyrir 21 ári og þessari sýn-
ingu, til þess eru aðstæður allt of
ólíkar, — og raunar er hér um
tvær mismunandi sýningar að
ræða, báðar góðar, hvor á sinn
hátt.“
Okkur er nú ekki til setunnar
boðið því Vala er að verða of sein í
dönskutíma í háskólanum. „Maður
kann dönskuna aldrei nógu vel og
það er alltaf hægt að bæta við sig
í því ágæta tungumáli," segir
dönskukennarinn og með það
þökkum við fyrir okkur og kveðj-
um.