Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 87 Ali fór víða um heim. Hér æfir hann á Rauða torginu í Moskvu. um Jesúm. Við verðum að hafa svarta engla og síðustu kvöldmál- tíðina með svörtum lærisveinum. Því næst rétti Ali mér myndir af sjálfum sér og páfanum. — Þarna getur þú séð með þín- um eigin augum. Þú og þitt fólk verður að sætta sig við staðreynd- ir. Nú getur þú sagt öllum heimin- um að orð mín eru sannleikur. Muhammed Ali talaði hægt og lágt og minnstu munaði að hann þyrfti á vasaklút að halda. Meðan hann hélt áfram að muldra tók hann fram hverja myndina á fæt- ur annarri. Allar sýndu þær Ali með fyrirfólki víðs vegar að úr heiminum. Eftirfarandi skýring fylgdi mynd af honum og Elísa- betu Englandsdrottningu: — Ég fer brátt til Englands aftur til að hitta Elísabetu drottn- ingu. Ég ætla að opna íþrótta- verslun í Birmingham og ég ætla að fljúga þangað í einkaþotunni minni sem kostaði 40 milljónir £. Viðskiptajöfurinn í sama mund tók hann upp sím- tólið'og gaf í skyn með hvísli og látbragði að nú þyrfti hann að sinna viðskiptum. — Mr. Howard, sagði hann, um leið og hann lagði höndina yfir símtólið, ég er með mikinn við- skiptasamning í uppsiglingu. Síð- an muldraði hann í símtólið: Það er í lagi með þessa 50.000 dollara. Eftir um það til 10 mínútur þegar hann hafði lokið nokkrum símtöl- um um sama efni féll 126 kg lík- ami Alis afturábak í sófann. Hann fékk sér dálítinn lúr! Þegar hann lauk upp augunum aftur sagði hann: — Ég mun eiga viðskipti við alls kyns fólk. Ég fer einnig bráðum til Líbýu þar sem ég mun eiga fund með Gaddafi. Ali drattaðist út úr stofunni og á meðan ræddi ég við fjárhalds- menn Alis. Á hverjum degi gerir Ali slík „viðskipti" í gegnum hvíta símann sinn, en það er enginn við hinn enda línunnar. Meðan á þessu fjögurra klukku- tíma viðtali stóð féll Ali nokkrum ir Ali lífinu með fólki sem neytir kókaíns fyrir andvirði 3.000 $ á dag. Hann er umkringdur fólki sem baðar sig í fortíð meistarans því það hefur jú sjálft enga fram- tíð. Muhammed Ali saknar ljóskast- arans. Hans kærasta eign í dag eru kassar með myndum frá forn- um frægðarferli. Þegar á viðtalinu stóð beygði hann sig oft niður í kassann eftir myndum af Ali ásamt frægu fólki. — Stundum langar mig til að setjast upp í bílinn og aka af stað til þess að fólk geti séð mig, snökti Ali, um leið og hann þrýsti mynd- um að brjósti sínu. — Ég var fyrir skömmu með páfanum, en þú vissir ekkert um það, er það nokkuð? Þú og þitt fólk (þetta hvíta fólk) hefur ekkert fylgst með því. Við páfi töluðum Ali við hvíta símann í lúxusfbúð sinni í Los Angeles. Ali ásamt eiginkonu sinni Veronicu. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Ali skildi við eiginkonu sína og tók saman við Veronicu, sem hafði verið ritari hans. — Nafnið Ali mun lifa að eilífu. Einungis nafnið Joe Louis mun lifa eins lengi og mitt í sögu box- íþróttarinnar. Þá rifjuðust upp fyrir mér örlög Joe Louis. Þegar Ali barðist í síð- asta skiptið um heimsmeistaratit- ilinn árið 1980 á móti Larry Holm- es var Joe Louis viðstaddur í hjólastól. Ali á glæstan feril að baki: Hann vann heimsmeistaratitilinn þrisvar sinnum og varði hann ní- tján sinnum. Allir atvinnuboxarar gera sér grein fyrir að mikil áhætta fylgir þátttöku í íþróttinni sem getur leitt til varanlegs heilsutjóns. Ali stundaði þessa íþróttagrein í 20 ár og það hefur markað sín spor á heilsu hans. 12 ára gamall hóf Cassius Clay, sem áhugamaður, baráttuna og vann tvisvar „Ken- tucky Golden Gloves" eða gull- hanskana, tvisvar bandarísku gullhanskana og tvisvar amerísk- an meistaratitil, sem er met i greininni. Síðan vann hann, aðeins 19 ára gamall, gullverðlaun í létta- Ali í hringnum í einni af síðustu keppnum sínum. Eins og sjá má eru vöðvar hetjunnar farnir að linast. Enda varð Ali auðveld bráð. Ali hafði yndi af því aö umgangast fræga menn þegar hann var á hátindi frægðar sinnar. Á þessum myndum má sjá hann með Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta og Bresjnéf heitnum forseta Sovétríkjanna, og þar sem Ali er í boði hjá frú Indiru Gandhi. sinnum í svefn. Þetta stóra, hnött- ótta, svarta höfuð féll niður á brjóstið — og augun lokuðust. í stofunni þar sem viðtalið fór fram voru, auk okkar tveggja, vin- ur hans Howard, Mickey Duff, Daily Stars, John Dawes og einn enn sem kallaði sig Hans hátign, einhver ónafngreind persóna sem fylgir Ali á trúarlegum augnablik- um. Seinna bættust svo kona Howards og vinkona hennar í hóp- inn. Þær dekruðu við Ali og dáðust að honum þegar hann reyndi að skemmta okkur með alls kyns töfrabrögðum, þær létu með hann eins og hann væri lítið barn að leik. Eiginkonu Alis sáum við ekki og renndi það stoðum undir þann orðróm að þau byggju hvort í sín- um enda hússins. Aumingja Joe Louis og ... Eftir enn eitt mókið opnaði Ali augun og sagði með ánægjubros á vör: vigt á Olympíuleikunum í Róm ár- ið 1960. Þá gerðist hann atvinnu- maður og hver sigurinn vannst af öðrum og 25. febrúar 1964 var heimsmeistartitillinn í höfn, er hann keppti við Sonny Liston á Miami, þá 22 ára. Eftir leikinn sagði meistarinn: — Ég er fallegasti boxarinn sem nokkru sinni hefur komið inn í hringinn. Líkamleg skakkaföll óttaðist hann ekki: — Ég hef meðfædda hæfileika til að fara inn í hringinn og vinna og ganga úr honum án þess að bíða nokkurt tjón af. En árin liðu og mótstöðuafl og úthald Alis fór þverrandi. Eftir leikinn gegn George Foreman duldist engum að Ali fékk fleiri högg á sig en hann þoldi. En hann sagði sjálfur: — Ég er ennþá fallegastur. En áhyggjur nánustu ættingja og vina jukust, og enn meira 11 mánuðum síðar þegar hann keppti við erkióvininn Joe Frazier, og sjálfur viðurkenndi hann seinna að hann hefði í margar vikur eftir leikinn verið lurkum laminn og þjáðst af innvortis meiðslum. Áfram hélt hann þrátt fyrir að- varanir lækna sem sögðu honum að nú væri hann búinn að renna sitt skeið á enda; nú væri komið að leikslokum, ella yrðu ekki einungis vöðvar hans og bein í hættu held- ur einnig lifur, innyfli og heili. Ali skellti skollaeyrum við slíkum ráðleggingum og vildi ekki viður- kenna að ferli sínum væri lokið. Bara einn leik enn, var jafnan við- kvæðið. 1979 keppti hann tvívegis við Leon Spinks sem að nafninu til voru kveðjuleikir Alis. Fégráðugir aðilar fengu hann hins vegar til að keppa um heimsmeistaratitilinn við Larry Holmes og svo aftur gegn Trevor Berbick í lok árs 1981, en þá sá Ali sjálfur að þetta varð að vera hans síðasti leikur og lagði hanskana á hilluna. Síðar viður- kenndi hann að heili sinn hefði skaddast. í dag er líf Alis hreinasta martröð, miðað við það sem ég sá og heyrði í heimsókn minni hjá honum. Ronald Reagan forsetinn segist vera aðdáandi og vinur Alis. Reag- an og öllum hans vinum ber að veita honum, manninum sem við dáum öll, alla þá aðstoð sem við getum. Staðreyndin er sú, að Ali hefur verið sópað undir teppi og það er hreint ógurlegt að horfa upp á örlög þessa mæta baráttu- manns. Þýtt og endursagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.