Morgunblaðið - 27.11.1983, Síða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
tónlistarlífinu
Margrét Heinreksdóttir
Krajsztof
Penderecki
Tæplega er of djúpt í tekið árinni að segja, að
pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki, sé
meðal hinna merkustu, sem nú eru uppi. Hann
er allavega meðal hinna þekktustu og þeirra,
sem mest áhrif hafa haft síðustu áratugina.
Hefur margt ungt tónskáldið sótt áhrif í
smiðju Pendereckis, enda músík hans ægi-
sterk.
Þessa vikuna heldur Krzysztof
Penderecki hátíðlegt fimmtugs-
afmæli sitt með þrennum tón-
leikum vestur í Washington. Þar
mun Þjóðarsinfóníuhljómsveitin
(National Symphony Orchestra)
flytja nokkur verka hans, ásamt
kór og sellósnillingnum Mstislav
Rostropovich, sem jafnframt
stjórnar hljómleikunum, ásamt
tónskáldinu. Á efnisskrá verða:
Sellókonsert saminn fyrir Rostr-
opovich, frumfluttur af honum
og Fílharmoníuhljómsveit Berl-
ínar í janúar síðastliðnum —
síðan fluttur í París og Flórens
en hefur eftir það verið umsam-
inn að nokkru; þá Stabat Mater
úr Lúkasarpassíunni, eitt af
eldri kórverkum Pendereckis
(samið 1962) og þættir úr nýrri
ófullgerðri sálumessu, Pólskri
sálumessu, sem hann hefur unn-
ið að undanfarin ár. Hún er
byggð á atburðum í sögu Pól-
lands síðustu fjörutíu árin og
verða nú frumfluttir nokkrir
þættir: Lncrymosa saminn að
tilmælum landa tónskáldsins,
Lechs Walesa, til minningar um
þá, sem létu lífið í uppreisninni í
Gdansk árið 1970, Agnus Dei,
sem saminn var eftir andlát
Wyszynskis, kardinála, sem
jafnan var Pólverjum and-
spyrnutákn, og loks þátturinn
Recordare Jesu pie til minningar
um heilagan Kolbert, sem lét líf-
ið fyrir samfanga sinn í fanga-
búðum nazista í Auschwitz.
Séð hef ég staðhæft á fleiri
stöðum en einum, að flutningur
Lúkasarpassíu Pendereckis í
dómkirkjunni í Múnster í Vest-
ur-Þýzkalandi 30. marz 1966
megi teljast með merkustu við-
burðum í sögu tónsköpunar; slíkt
tímamótaverk hafi sú passía
verið, að hún ein hefði tryggt
honum sess meðal merkustu
tónskálda 20. aldarinnar. Þó er
Penderecki ekki síður þekktur
fyrir mörg önnur verka sinna,
svo sem strengjasveitarverkið,
sem hann samdi árið 1961 til
minningar um fórnarlömb
kjarnorkusprengjunnar í Hiro-
shima, Tren: Ofiarom Hiroszimy
og hin mögnuðu kórverk hans,
óratoríuna Dies Irae, til minn-
ingar um þá sem létu lífið í
Auschwitz. Utrenja og Kosmo-
gonya, svo einhver séu nefnd en
síðasttalda verkið samdi hann að
tilmælum Sameinuðu þjóðanna í
tilefni 25 ára afmælis samtak-
anna og var það flutt á hátíða-
tónleikum 22. nóvember 1970.
Texti þess verks, sem er á latinu,
ítölsku, rússnesku og ensku, er
meðal annars byggður á tilvitn-
unum í ýmsa merka andans
menn og vísinda á hinum ýmsu
tímum, allt frá Sófóklesi til Gag-
arins. Eftir áramótin stendur til
að við fáum að heyra eitt af
þessum verkum, Dies Irae, í
flutningi Fílharmoníukórsins og
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Hreppti öll verðiaunin
Penderecki fæddist og ólst upp
í smábænum Debica, suður und-
ir landamærum Tékkóslóvakíu, á
tímum mikilla tíðinda, hörm-
unga og þrenginga. Hann hóf há-
skólanám í Krakow 18 ára og
hugðist leggja fyrir sig lista-
sögu, bókmenntir og heimspeki
en tónsmíðarnar tóku hug hans
allan og beindu honum yfir í tón-
listarakademíuna árið 1954. Það-
an brautskráðist hann fjórum
árum síðar með láði og var loka-
prófstónsmíð hans flutt á reglu-
legum tónleikum Fílharmoníu-
hljómsveitarinnar í Krakow.
Hann fékk strax að loknu prófi
kennarastöðu í kontrapunkti og
tónsmíðum við akademíuna og
vann síðan við tilraunatón
smiðju pólska útvarpsins í
Varsjá, sem víðfræg varð á
sjöunda áratugnum. Árið eftir
að hann lauk prófi sendi hann
nokkrar nýjustu tónsmíðar sínar
í samkeppni ungra tónskálda í
Varsjá og hreppti öll þrenn verð-
launin, sem veitt voru — svo
rækilega skaraði hann fram úr
þá þegar.
Á þeim tíma, og reyndar lengi
síðan, var Penderecki mjög svo
félagslega sinnaður í tónsmíðum
sínum, að því er fram kemur í
viðtali hans við bandarískan
tónlistarprófessor, Ray Robins-
on, sem skrifað hefur tvær bæk-
ur um Penderecki og tónlist
hans. En það kveðst Penderecki
ekki lengur vera.
Samfélagshyggjan segir hann,
að hafi mótazt af áhrifum at-
burða og umhverfis á uppvaxtar-
árunum. „Þá fannst mér brýnt,
að tónskáldin gerðu eitthvað
fyrir samfélag sitt — þjóðfé-
lagsvitund mín var ákaflega
sterk, mér fannst tónlistin hafa
mikilvægu félagslegu hlutverki
að gegna. Nú er ég annarrar
skoðunar. Tónlistin er mér nú
orðið meira afstrakt. Nú sem ég
aðeins sjálfum mér til ánægju og
hef ekki lengur trú á því, að tón-
listin geti verið þjóðfélagslegt
afl, virkt afl er hafi þannig bein
mótandi áhrif á fólk.“
Hins vegar kveðst Penderecki
enn trúaður — trúa á Guð — án
þess geti hann ekki verið. Hann
hefur notað mikið trúarlega
texta í tónsmíðum sínum og sótt
hugmyndir og áhrif til texta trú-
arlegs eðlis.
„Fjölskylda mín,“ segir hann,
„var mjög trúuð og trúin hafði
djúp áhrif á 1/f mitt. Biblían var
mér ungum bók bókanna. En
hvers konar trúarleg tjáning var
bönnuð á þeim tíma og ég vildi
þess vegna vinna gegn stjórn-
völdum með því að gera eitthvað
fyrir trúna með list minni,
leggja áherzlu á þýðingu trúar-
innar. Og ég fékk á henni æ
meiri áhuga."
Enn að leita nýrra leiða
Penderecki hefur verið maður
hinna stóru verka. Um það segir
hann: „Mér þykir ekki gaman að
skrifa smáverk. Ég þarf stór
form til að tjá mig — vil lifa
lengi með verkum mínum, vera
lengi að skapa þau og ná valdi á
þeim.“
Þegar strengjaverk hans til
minningar um fórnarlömbin í
Hiroshima heyrðist fyrst á Vest-
urlöndum, þótti það afar sér-
stætt og frumlegt verk: „Alveg
nýtt tungutak í tónlistinni,“ seg-
ir Ray Robinson, „nýtt framlag
til tónsköpunar 20. aldarinnar."
Þegar hann samdi það verk var
hann starfandi sem fiðluleikari
og vann jafnframt í tilraunatón-
smiðjunni í Varsjá. Þar gerði
hann allskonar tilraunir með
hljóðmöguleika fiðlunnar og
annarra strengjahljóðfæra, svo
og mannsraddarinnar og með el-
ektrónísk hljóð og hljóðfæri. „Ég
vildi búa til mitt eigið tónmál,"
segir hann, „ekki vegna þess að
ég vildi eyðileggja það, sem á
undan væri komið, heldur til
þess eins að semja mína eigin
músík. Þessar tilraunir voru mér
mikil og góð reynsla, þessi leit að
nýjum strengjahljóðum og el-
ektrónískum."
Tvær sinfóniur hefur Pender-
ecki samið, þá fyrri þegar hann
var um fertugt. Hæfilegur aldur
til að semja sinfóníu, segir hann,
fyrr séu menn varla til þess fær-
ir. „Það er auðveldara að skrifa í
stóru formi með texta en án —
textinn er manni svo mikill
stuðningur. Til að skrifa sin-
fóníu þarf ennþá meiri reynslu í
tónsmíðum.
Fleiri sinfóníur eru á skrá
ólokinna en fyrirhugaðra verka
— og ekki ólíklegt að sú fjórða
verði kórsinfónía, að hann segir.
Auk þess er hann með nýja
óperu í smíðum fyrir tónlistar-
hátíðina í Salzburg — en hann
hefur þegar skrifað að minnsta
kosti tvær óperur: Paradísar-
missi og Djöflana frá Loudun.
Tónlist Pendereckis hefur tek-
ið stílbreytingum um árin og enn
er hann að leita nýrra leiða. Eft-
ir 1974 kveðst hann hafa sveigt
út af þeirri tæknilegu þræl-
flóknu tónsmíðabraut, sem hann
hafi þá verið kominn út á, og inn
á þungan síðrómantískan stíl,
sem hafi verið ráðandi í verkum
hans síðustu árin. Með nýja
sellókonsertinum hafi hann snú-
ið aftur frá honum og sé tónlist
hans nú kannski ljóðrænni og
látlausari en áður. „En ég er enn
að leita að einhverju nýju.“
Jafnframt kveðst Penderecki
þó leggja meira en áður upp úr
gömlum hefðum tónlistarinnar.
„Ekki svo að skilja, að ég hafi
ekki alltaf metið gildi þeirra, án
þeirra hefði ég hvorki getað
skrifað Lúkasarpassíuna né önn-
ur minna stóru verka. En ég
hefði nú áhuga á að taka upp
þráðinn frá sinfónísku tónskáld-
unum. Síbelíus, Shostakovich og
Prokofieff voru síðustu sinfóníu-
tónskáldin. Stravinsky rauf þá
hefð og fór aðrar leiðir og þeir,
sem á eftir honum komu, Bartók
og tónskáld Darmstadt-skólans,
höfðu engan áhuga á að halda
áfram starfi þeirra. Ég tel mikil-
vægt að því sé áfram haldið og
mundi gjarnan vilja taka við þar
sem frá var horfið og flytja
þessa hefð áfram til næstu kyn-
slóða.“