Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 274. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunbiaösins mJt -K Astin sigraði Li Shuang, 27 ára gömul kfnversk stúlka, horfir hér meö ást og aödáun á unnusta sinn, Fransmanninn Emmanuel Bellefroid, en sl. laugardag hittust þau loks eftir tveggja ára aöskilnaö. I>au Shuang og Bellefroid hittust fvrst í Peking áriö 1981 þegar hann starfaði viö franska sendiráðið þar og felldu þá hugi saman. Kínversk stjórnvöld eru hins vegar andvíg of nánum samskiptum landsmanna viö útlendinga og því var Shuang handtekin og dæmd til tveggja ára endurhæfingar í vinnubúðum fvrir aö hafa „ýtt undir ólifnaö". Síöastliöinn föstudag var henni skyndilega fengið í hendur vega- bréf og leyft aö fara úr landi. AP. Tölvufundur í Stokkhólmi Stokkhólmi, 28. nóvember. AP. YFIRMAÐUR sænsku tollgæslunnar skýrði frá því í dag, að tvær vörusend- ingar, sem taldar væru bandarískur tölvubúnaöur, hefðu fundist í Stokk- hólmi. Björn Ericsson, yfirmaður sænsku tollgæslunnar, sagði, að fundurinn í Stokkhólmi virtist tengdur tölvufundinum í Helsingja- borg og Málmey en augljóst þykir, að KGB, sovéska leyniþjónustan, notar Svíþjóð sem áfanga á leiðinni austur tií Sovétríkjanna fyrir alls kyns vörur og leynibúnað, sem hún lætur stela á Vesturlöndum. Vöru- sendingarnar komu til Stokkhólms hvor í sínu lagi, önnur með flugi en hin með skipi, og höfðu báðar sama viðtakanda, sem engin deili finnast á og hefur ekki látið til sín heyra. Björn Ericsson vildi ekki segja hvaðan vörurnar hefðu komið en tók þó fram, að þær hefðu ekki komið frá Suður-Afríku eins og gámarnir, sem fundust í Helsingja- borg. Kólombía í sinni sjöttu ferð: Evrópsk geimrann- sóknastöð um borð Kanaveralhöfda, 28. nóvember. AP. FIMM Bandaríkjamenn, einn Vestur- Þjóöverji og rannsóknastöö, evrópsk smíði, sem kostaöi nærri 30 milljaröa ísl. kr., hurfu í dag upp í himinblám- ann meö geimferjunni Kólombíu. Ferðin á aö standa í níu daga en þetta er í fyrsta sinn, sem áhöfnin er ekki eingöngu skipuö Bandaríkjamönnum. Nokkur vafi lék á um að geim- skotið tækist á réttum tíma því að á vesturloftinu var mikil óveðursblika og nálgaðist óðum. Ferðin hófst þó eftir áætlun og þegar ferjan var á 28.000 km hraða á klst. í um 250 km hæð yfir jörðu, sagði John Young, skipherra, að allt væri i stakasta lagi og „dásamlegt hér uppi“. Einn geimfara vestur-þýskur I fyrri ferðum geimferjanna hefur verið unnið að ýmiss konar vísinda- rannsóknum en að þessu sinni verða þær enn umfangsmeiri. Veldur þar mestu nýja rannsóknastöðin, sem Evrópuþjóðirnar gáfu og kostaði nærri 30 milljarða ísl. kr., en frá henni munu geimfararnir beina sjónum sínum að jörðu, sól og stjörnum og gera að auki tilraunir á eigin líkama, einkum með tiliiti til geimveikinnar, sem nærri helming- ur fyrri geimfara hefur fundið fyrir. Alls verða vísindatilraunirnar 70 talsins og er litið á rannsóknastöð- ina sem r.okkurs konar undanfara mannaðra verksmiðja á braut um jörðu. Ulf Merbold, 42 ára gamall vest- ur-þýskur eðlisfræðingur, er í áhöfn Kólombíu í þessari sjöttu ferð henn- ar og er það í fyrsta sinn, sem áhöfnin er ekki öll bandarísk. Evr- ópska geimferðastofnunin greiðir helming kostnaðarins við vísinda- tilraunirnar auk þess sem hún gaf bandarísku geimferðastofnuninni rannsóknastöðina eins og fyrr segir. Áhöfnin á Kólombíu heldur um borö { ferjuna. Fremstir eru þeir Brewster H. Shaw majór og John Young skipherra, þá koma þeir dr. Robert A. Parker og dr. Ulf Merbold og síöastir eru þeir dr. Owen K. Garriott og dr. Byron K. Lichtenberg. Rætt um brottflutning skæruliða frá Tripoli Tripoli, Pátagarói og víóar, 28. nóvembcr. AP. SENDINEFND skipuö frammá- mönnum í Tripoli fór í dag til Dam- askus í Sýrlandi til viðræðna við stjórnvöld þar um brottflutning pal- cstínskra skæruliöa frá borginni. Gemayel, Líbanonsforseti, ræddi í dag við Pál páfa og Bettino Craxi, forsætisráöherra Ítalíu, um ástandiö í landinu. Sovétstjórnin hefur sent Yasser Arafat skeyti þar sem hún lýs- ir yfir stuðningi viö hann. Ashir Dayeh, borgarstjóri Trip- oliborgar, hefur forystu fyrir sendinefnd borgarbúa en að öðru leyti er hún skipuð fulltrúum flestra hagsmunasamtaka í borg- inni. Erindið er að ræða við sýr- lensk stjórnvöld um brottflutning allra palestínskra skæruliða frá borginni, jafnt andstæðinga Ara- fats sem stuðningsmanna hans. Fahd, konungur Saudi-Arabíu, sem ásamt Sýrlendingum átti megin- þáttinn í vopnahléinu sl. föstudag, hefur sent fulltrúa sinn til Dam- askus með nýjar tillögur til Assads, Sýrlandsforseta, og eru þær sagðar mjög „mikilvægar". Gemayel, Líbanonsforseti, átti í dag viðræður við Pál páfa og Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, um Jafntefli varð í báðum skákunum London, 28. nóvember. AF. JAFNTEFLI varö í báöum skákun- um, sem tefldar voru í áskorenda- einvígjunum í dag. Korchnoi hefur enn vinninginn umfram Kasparov, en þcir Smyslov og Ribli standa jafnir aö vígi. Korchnoi og Kasparov sömdu um jafntefli í biðskákinni frá í gær án þess að leika nokkrum leik enda frekari uppskipti fyrir- sjáanleg. Korchnoi hefur nú tvo og hálfan vinning en Kasparov einn og hálfan. Skákskýrendur sumir telja Ribli hafa verið kom- inn með vinningsstöðu í skákinni gegn Smyslov en síðan hafi hann gloprað henni niður. Þeir eru nú báðir með tvo vinninga. ástandið í Líbanon. Að síðari fund- inum loknum sagði Gemayel, að frekari tilraunir til þjóðarsáttar í Líbanon hefðu verið til umræðu og hlutverk ítalska gæsluliðsins í landinu. Sovétmenn hafa sent Arafat skeyti þar sem þeir ítreka stuðning sinn við hann og hvetja hann til að hafa samstöðu með öðrum Araba- ríkjum í baráttunni gegn Banda- ríkjamönnum og ísraelum. í skeyt- inu var þó ekki minnst beinum orð- um á ágreininginn og átökin innan PLO. Talsmenn 1100 palestínskra skæruliða og líbanskra vinstri- manna, sem Israelar létu lausa úr haldi, sögðu í Alsírborg sl. laugar- dag, að þeir styddu allir sem einn Yasser Arafat í baráttunni við uppreisnarmenn, sem nytu stuðn- ings Sýrlendinga. 236 farast í flugslysum Lagos, Madrid, 28. nóvrmber. AP. TVÖ mikil og mannskæö flugslys uröu í gær og í dag og fórust í þeim a.m.k. 236 manns. I gær, sunnudag, hrapaði til jarðar skammt frá flugvellinum í Madrid á Spáni farþegaþota af gerðinni Boeing 747 og fórust í slysinu 183 manns en 11 komust lífs af. Hitt flugslysið varð í Nígeríu og fórust þar a.m.k. 53 manns. Sjá nánar á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.