Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Dagur neðstu liðanna - á laugardag í Englandi - Liverpool enn á toppnum eftir jafntefli West Ham og Man. Utd. • Garth Crooks, sem er í láni hjá Manchester United frá Tottenham, hefur geysilegan stökkkraft eins og sést vel á myndinni að ofan. Hann stekkur hér upp með Steve Whitton. Aðrir á myndinni eru Ray Stewart og Dave Swindlehurst. Símamynd AP Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. LIVERPOOL er enn á toppi ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu. West Ham og Manchester United léku á sunnudaginn á Upton Park í London og heföi sigurliöið í leiknum skotist upp á topp deild- arinnar. En liöin geröu jafntefli, 1:1, og eru því enn jöfn í ööru til þriðja sæti. Eins og íslenskir sjónvarps- áhorfendur sáu á laugardaginn í fyrstu beinu útsendingunni frá deildarleik í Englandi, skoraói Kenny Dalglish stórglæsilegt jöfn- unarmark Liverpool gegn Ipswich og þaö var hans 100. deildarmark fyrir meistarana. Árangur hans er óneitanlega glæsilegur, sérstak- lega vegna þess aö hann náöi þessum áfanga einnig hjá Celtic í Skotlandi. Hann er eini leikmaöur- inn sem skoraö hefur 100 eöa fleiri deildarmörk bæöi í Skotlandi og Englandi. Glæsimark Þaö var vel viö hæfi aö þetta mark væri þaó hundraöasta. Kenny hefur skoraö mörg glæsileg mörk á ferlinum en þau gerast varla fallegri en þetta. Eftir send- ingu Sammy Lee lék Dalglish á varnarmann til hliöar i vítateignum og sendi knöttinn meö þrumu vinstrifótarskoti í hliðarnetiö fjær. Þetta var á 62. mín. Aöeins einni mín. áöur hafði John Wark náö forystu fyrir Ipswich eftir aö hafa fengið sendingu inn fyrir Liver- pool-vörnina og skorað framhjá Grobbelaar sem kom út á móti. Hættulegasta færiö í fyrri hálfleik fékk Steve Nicol, en Steve McCall bjargaði á linu. Hann bjargaöi einnig vel í síöari hálfleik er Kenny Dalglish skaut af stuttu færi. Leik- urinn olli töluveröum vonbrigöum, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Sá síöari var mun fjörugri. Jafntefli sanngjörn úrslit en Liverpool fékk betri færi. Áhorfendur: 23.826. United betra liðið á Upton Park Ray Wilkins skoraöi mark Manchester United gegn West Ham á 58. mín. en Dave Swindle- hurst jafnaöi tveimur mín. síöar. Hans fimmta mark í fimm leikjum. United lék mjög vel í leiknum og heföi átt sigur skilið. Bryan Rob- son skoraöi mark sem dæmt var af, og skildu fáir á vellinum þann dóm. Góður dagur neðstu liðanna Þaö var heldur betur stór dagur hjá neöstu liðum deildarinnar á laugardaginn. Wolves vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, Notts County burstaði Aston Villa og Leicester vann sinn annan sigur í vetur er Arsenal kom i heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik á The Hawthorns skoraöi Dannie Crainie, Skotinn sem Wolves keypti nýlega frá Celtic, tvö mörk á tveimur mínútum. Síöara markiö var stórglæsilegt. Eftir mikinn ein- leik skaut hann þrumuskoti í netið af rúmlega 20 metra færi. Wayne Clarke geröi þriöja mark Wolves á 73. mín. en Gary Thompson skor- aði eina mark Albion á 88. mín. Áhorfendur: 17.947. Annar sigur Leicester Leikmenn Leicester féku afar vel gegn Arsenal og var staöan oröin 2:0 í hálfleik. Mörkin komu á átta mínútna kafla um miðjan fyrri hálf- leikinn. Gary Lineker skoraöi þaö fyrra, Steve Lynex hiö síöara. Ar- senal kom mun meira inn í leikinn í seinni hálfleiknum og fékk liöið sex hornspyrnur á fyrstu 14 mínútun- um. En á 89. mín. gulltryggöi Alan Smith sigur Leicester er hann komst einn í gegnum Arsenal- vörnina og skoraöi. Áhorfendur voru 14.777. Eftir hroöalega byrjun í deild- arkeppninni hefur Notts County nú unniö tvo frækilega sigra í röö. í fyrri viku sigraöi liöiö Southamp- ton á útivelli og nú steinlá Aston Villa fyrir County 5:2. John Chie- dozie og Trevor Christie skoruöu báöir á fyrstu 15 mínútunum og sýnt var hvert stefndi. Dennis Mortimer minnkaði muninn á 8. mín. síðari hálfleiks en County sótti og sótti. Rachid Harkouk, Christie (úr víti) og Chiedozie skor- uöu mörk á 10 mín. kafla. Alan Evans skoraöi annað mark Villa úr víti einni mín. fyrir leikslok. Áhorf- endur: 8.960. Enn skorar Archibald Steve Archibald skoraöi eitt mark á laugardag og hefur þar meö gert 15 mörk i síðustu 16 leikjum. En þaö var Glenn Hoddle sem enn einu sinni var stjarna leiksins. Hann lagði upp öll mörk Tottenham í 3:2-sigrinum á QPR. Simon Stainrod kom Rangers yfir snemma í leiknum en Mark Falco jafnaöi. Hoddle tók aukaspyrnu, Hucker í markinu varöi en hélt ekki boltanum og Falco skoraöi af stuttu færi. Falco bætti ööru marki sínu viö snemma í síðari hálfleikn- um eftir frábæru Hoddle-sendingu og minnstu munaði aö hann skor- aöi sitt þriðja mark skömmu síöar er Hucker varöi skot hans á síö- ustu stundu. En Hucker náöi ekki aö halda boltanum þrátt fyrir aö hafa variö og Archibald skoraöi. Seinna mark QPR kom úr um- deildri vítaspyrnu á 75. mín. Áhorf- endur: 38.789. Fjórtán leikir í röð án taps Norwich hefur leikiö 14 leiki í röö án taps, vann nú Everton á Goodison Park. Þrátt fyrir góöan leik Andy Gray náöi Everton ekki aö ógna sigrinum. Louis Donowa skoraöi fyrra mark leiksins á 48. sekúndu síöari hálfleiks. Litlu mun- aöi aö Keith Bertschin geröi annaö mark Norwich á 75. mín. er hann átti þrumuskalla í þverslá. John Bailey kórónaöi slakan dag Ever- ton meö því aö senda knöttinn í eigiö net á 88. mín. Áhorfendur: 14.106. Frank Bunn kom aftur í Luton- liðiö og skoraöi sigurmarkiö gegn Watford. Þrumuskot af 15 m færi söng í netinu sex mín. fyrir leiks- lok. Brian Stein náöi forystu fyrir Luton eftir 73 sek. en Nigel Call- aghan jafnaöi. Áhorfendur voru 17.791. Lítið hefur gengiö hjá liö- inu hans Elton John undanfariö og þaö er nú í fallsæti. Sigur eftir 26 ár Sunderland vann Birmingham i fyrsta skipti á útivelli í 26 ár. Paul Bracewell skoraði eina mark leiks- ins frá vítateig á 68. mín. Þetta var fyrsti útisigur Sunderland á tíma- bilinu og þriöja heimatap Birming- ham í röð! Áhorfendur: 11.948. Colin Walsh tók forystu fyrir Nottingham Forest í Stoke strax á fjóröu mín. úr vítaspyrnu eftir aö Peter Davenport haföi veriö felldur inni í teig. Mark Chamberlain gerði mark Stoke fjórum mín. síðar. Eftir þaö gerðist lítiö markvert á vellin- um. Áhorfendur: 11.655. Steve Williams var borinn af velli meiddur á höföi 13 min. fyrir leiks- lok i leik Coventry og Southamp- ton. Steve Hunt braut gróflega á honum og var rekinn af velli fyrir vikið. Liöin fengu ágætis mark- tækifæri en þau nýttust ekki. Marklaust jafntefli fyrir framan 11.579 áhorfendur. Loks tapaöi Wednesday Sheffield Wednesday tapaöi loks í fyrsta sinn í vetur. Crystal Palace lagði liöið aö velli, 1:0, á laugardag á Selhurst Park og skoraöi David Giles eina mark leiksins, sem 11.263 áhorfendur sáu. Newcastle United, meö Kevin Keegan í broddi fylkingar, sigraöi Cambridge á heimavelli sínum. Keegan skoraöi fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu en Peter Beardsley gerði síöara markió. Daniels geröi eina mark gestanna. Áhorfendur: 25.005. Derek Parlane skoraöi enn fyrir Manchester City — hans 14 mark í vetur. Liöiö geröi jafntefli heima gegn Derby. Plummer skoraði fyrir Derby. Áhorfendur voru 22.689. Leeds og Chelsea skildu jöfn. McCluskey skoraöi fyrir Leeds, Kerry Dixon fyrir Chelsea. Hann hefur gert 17 mörk í vetur. Mikiö var skoraö i Portsmouth. Biley, Howe og Webb skoruöu fyrir heimaliöiö. Ward, Cross, 2, og Palmer geröu mörk Oldham. • Kenny Dalglish skoraöi sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool á Portmand Road í Ipswich á laugardag. Frábært afrek þessa snjalla Skota, en hann náöi þessum áfanga einnig meö Celtic í Skotlandi. Hér sést hann meö boltann í leik Ipswich og Liverpool á Portman Road í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.