Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 40
Bítlaæðið
DDCADW*
HOLUWOOD
Opiö
H kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Póstur & súni:
Ekki þörf á taxta-
hækkun næsta ár
— segir Jón Skúlason, post- og simamalastjori
„ÞAÐ ER rétt, við höfum lagt til ad taxtar verði óbreyttir á na sta ári og farið
fram á að mega nota 75 millj. kr. vörukaupalán til fjárfestingar á árinu
1984,“ sagði Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, þegar Mbl. innti hann
eftir því hvort rétt væri að Póstur og sími hygðist ekki hækka gjaldskrá sína
á næsta ári.
Jón sagði höfuðástæðuna fyrir
því að ekki þyrfti að hækka taxt-
ann á næsta ári væri minnkun
verðbólgu undanfarið, en einnig
kæmi það til af aukinni hagræð-
ingu, sem verður við það að sveita-
símar verða nú sjálfvirkir í aukn-
um mæli. „Það er alveg ljóst,“
sagði Jón, „að ef verðlag helst
stöðugt og kaupið hækkar ekki,
minnkar þörf okkar til að hækka
gjaldskrána. Við skulum hafa það
í huga að um 50 prósent útgjalda
Pósts og síma er kaup. En við
þurfum einnig að framkvæma og
höfum lagt til að varið verði 340
milljónum króna til fjárfestingar
á næsta ári. Það fé fáum við auð-
vitað hvergi nema frá viðskipta-
vinum okkar, en þó teljum við að
komast megi hjá hækkun taxta
með því að taka 75 millj. kr. vöru-
kaupalán. Annars eru þessi mál til
umfjöllunar hjá fjárveitingar-
nefnd Alþingis, þannig að ómögu-
legt er að segja á þessu stigi hvað
verður," sagði Jón Skúlason.
Lögreglumenn kærð-
ír fyrir harðræði
27 ÁRA gamall maður hefur krafist
þess, að rannsakað verði hvort þrír
lögregluþjónar hafi gerst brotlegir í
starfi þegar þeir með harðræði
færðu hann í fangageymslur lögregl-
unnar aðfaranótt laugardagsins.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur
sent málið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins til rannsóknar.
Maðurinn nefbrotnaði og er all-
ur marinn og blár. Hann var færð-
ur í járnum í lögreglubíl eftir að
dyraverðir báðu lögregluna að
hafa afskipti af honum. Maðurinn
ber að lögreglumaður hafi slegið
höfði hans hvað eftir annað í gólf
bílsins og hafi hann þá nef-
brotnað.
Afstaða borgaryfirvalda:
Sovéska sendiráð-
ið þurfti leyfi
SOVÉSKA sendiráðið hefur nýver-
ið látið setja upp á húsi sinu að
Tungötu 9 stóran sjónvarpsskerm.
Borgaryfirvöld telja að hér sé um
að ræða slíka útlitsbreytingu á
húsi, að skylt sé að leita samþykk-
is bygginganefndar Reykjavíkur.
Til að sovéska sendiráðinu sé gerð
grein fyrir þessari afstöðu borgar-
yfirvalda hefur Davíð Oddsson,
borgarstjóri, nýlega ritað utanrík-
isráðuneytinu bréf og mælst til
þess að ráðuneytið komi athuga-
semdum Reykjavíkurborgar á
framfæri.
Morgunblaðið skýrði frá því
þegar umræddur sjónvarps-
skermur var settur upp á bústað
sovéska sendiherrann að Tún-
götu 9. Er skermurinn á suður-
hlið hússins og stendur þar á
svölum þess.
Jafnframt því sem Davíð
Oddsson, borgarstjóri, mælist til
þess að utanríkisráðuneytið láti
sovéska sendiráðið vita um að
samþykki bygginganefndar hafi
þurft að liggja fyrir vegna sjón-
varpsskermsins á sendiherrabú-
staðnum, fer borgarstjóri fram á
það við ráðuneytið að það komi á
framfæri við sovéska sendiráðið
athugasemdum vegna þess að
starfsmenn þess unnu að fram-
kvæmdum á gangstétt borgar-
innar við hús Sovétmanna að
Garðastræti 33. En það gerðu
þeir ekki með vitund eða vilja
borgaryfirvalda.
Ljósm. Lárus Karl
Þrír háhyrningar eru nú komnir í stærri hvalalaugina í Sædýrasafninu,
þar sem þeir bíða nýrra heimkynna í sædýrasöfnum erlendis. Að sögn
Jóns Gunnarssonar, forstöðumanns Sædýrasafnsins, eru þetta falleg
dýr og vel haldin. Minnsta dýrið er 3,5 metrar á lengd og það stærsta
4,20 og éta þau öll vel og eru spök. Það er skipið Guðrún HF, sem notað
hefur verið við veiðarnar og hafa háhyrningarnir veiðzt út af Berufirði,
sá fyrsti fyrir hálfum mánuði, en hinir tveir fyrir um það bil viku.
Háhyrningarnir verða almenningi til sýnis þar til þeir fara úr landi
seinna í vetur, en enn hefur ekki verið endanlega gengið frá sölu á
þeim.
VISA innanlands
10.—15. desember:
Unnt að fá
greitt af ávís-
anareikningum
VISA-greiðslukortin koma væntan-
lega í almenna notkun á innan-
landsmarkaði 10.—15. desember
nk., að sögn Jóhanns Ágústssonar,
stjórnarformanns VISA-Island, sem
sagði samninga við fyrirtæki og
verzlanir vera í fullum gangi um
þessar mundir.
Eitt nýmæli, sem VISA-ísland
hefur ákveðið að taka upp, er sú
þjónusta við korthafa, að þeir geta
framvísað kortinu í bönkum og
sparisjóðum hvar sem er á land-
inu og fengið greitt út af ávísana-
reikningi sínum í viðskiptabanka,
allt að 5.000 kr.
„Þetta getur verið mikið hag-
ræði fyrir viðskiptavini okkar. Má
nefna sem dæmi mann sem er á
ferð úti á landi og er búinn með
ávísanablöð sín. Hann framvísar
einfaldlega kortinu og viðkomandi
banki eða sparisjóður kannar
hvort innistæða er fyrir hendi og
greiðir síðan korthafa út umbeðna
upphæð," sagði Jóhann Ágústsson.
Jóhann sagði korthafa vera um
4.000 í dag, en það eru þeir sem
fengið hafa VISÁ-kort til notkun-
ar erlendis. „Þessi kort munu
gilda sjálfkrafa til viðskipta inn-
anlands, þegar þau viðskipti hefj-
ast formlega." Jóhann Ágústsson,
stjórnarformaður VISA-ísland
gat þess, að væntanlega yrðu
korthafar um 5.000 þegar innan-
landsviðskiptin hefjast í næsta
mánuði.
Veiðileyfi í ám Stangarveiðifélags Reykjavíkur:
Hækka á bilinu 66%
til 77% á milli ára
VEIÐILEYFI í þeim ám sem Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur hefur á leigu
munu hækka verulega fyrir næsta
sumar, eða á bilinu 66—77%.
Veiðileyfi á besta tíma í Norð-
urá í Borgarfirði mun kosta á
næsta sumri um 10.100 krónur
stöngin en kostaði 5.900 krónur í
fyrra, en hækkunin nemur um
71%. í Leirvogsá verður stöng-
in seld á 5.320 krónur á besta tíma
en kostaði í fyrra 3.200 og nemur
hækkunin 66%. í Gljúfurá í
Borgarfirði mun verð einnar
stangar á besta tíma verða um
4.300 krónur og er þar um 66%
hækkun að ræða, en sambærilegur
stangardagur kostaði í fyrra 2.600
krónur. Veiðileyfin í Brynjudalsá
hækka mest, eða um 77%. Kostar
stöngin á besta tíma um 3.000
krónur, en kostaði í fyrra 1.700
krónur. Þá hækkar verð stangar-
dagsins í Grímsá um 75% og mun
besti tíminn sem Stangaveiðifé-
lagið býður upp á kosta 5.250
krónur dagurinn, en sambærilegur
tími í fyrra kostaði 3.000 krónur.
Þá ber þess að geta aö veiðileyf-
in í Stóru-Laxá í Hreppum hækka
mjög verulega á milli ára, eða úr
860 krónum í 2.100 krónur, eða um
144%, en SVFR hefur ekki ána á
leigu, en selur veðileyfin í um-
boðssölu. Bændur verðleggja leyf-
in sjálfir.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar:
Búist við að útsvarið
lækki úr 11,88% í 11%
BÚIST ER við að vid gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir
næsta ár, sem nú er í vinnslu hjá borgaryfirvöldum, verði lagt til að
útsvarsprósentan verði lækkuð úr 11,88% í 11%. Þessar upplýsingar fékk
Morgunblaðið hjá Davíð Oddssyni, borgarstjóra, í gær.
„Þetta er liður í þeirri stefnu
okkar að lækka skattana í það
far sem þeir voru í áður en
vinstri flokkarnir náðu völdum í
Reykjavík," sagði Davíð í gær, en
á síðasta kjörtímabili var út-
svarsprósentan hækkuð úr 11% í
11,88%.
„Það er ljóst að greiðslubyrði
fólks verður erfið á næsta ári, en
jafnframt er ljóst að sveitarfé-
lögin munu vera með miklar
skuldir vegna þess hve verðbólg-
an var mikil á milli áranna 1982
og 1983, eða rúmlega 80%, og
langt umfram það sem áætlað
hafði verið. Þess vegna eru
breytingar sem þessar erfiðar, en
samt sem áður er talið rétt að
fylgja fram þeirri stefnu sem áð-
ur hefur verið mörkuð um að
lækka útsvörin," sagði Davíð.
Það kom einnig fram hjá Dav-
íð Oddssyni að umrædd lækkun
útsvara myndi kosta borgaryfir-
völdin um 100 milljónir króna í
minnkuðum tekjum og yrði fjár-
hagsáætlun samin með hliðsjón
af þessu.