Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Jámblendifélagið:
Mikillar eftirspurnar
vænzt á næstunni
KFTIRSPURN eftir járnblendi hefur
vaxið verulega á heimsmarkaði á und-
anfornum mánuðum, að sögn Stefáns
Reynis Kristinssonar, fjármálastjóra
íslenzka járnblendifélagsins, sem
sagði alla framleiðslu fyrirtækisins á
þessu ári selda.
„Miki! eftirspurn er reyndar
Snjóflóð
skemmdi
hitaveituæð
HITAVEITUÆÐ við Siglufjörð
skemmdist töluvert, þegar snjóflóð
féll á hana í Skútdal sl. laugrdags-
kvöld. Tæplega 200 metrar af æðinni
eyðilögðust og var unnið að viðgerð
alla helgina, en henni lauk í gær-
morgun.
íbúar Siglufjarðar voru því án
heita vatnsins alla helgina og var
því heldur kalt hjá mörgum, enda
6—8 stiga frost um helgina
nyrðra. Samkvæmt upplýsingum
Mbl. hafa snjóflóð ekki fallið áður
á þessum stað.
Lík skipstjórans
á Sandey fundið
LÍK Guðmundar Jónsssonar, skip-
stjóra á Sandey II, sem hvolfdi á
Viðeyjarsundi í októberlok, er
fundið. Líkið fannst skammt frá
slysstað með myndsjá og náðu
kafarar því um klukkan þrjú á
laugardag.
fyrirsjáanleg á næstu mánuðum,
þannig að allar líkur benda til þess,
að framleiðsla okkar seljist upp á
næsta ári, en við gerum ráð fyrir,
að keyra báða ofnana á fullum af-
köstum," sagði Stefán Reynir.
Framleiðsla tslenzka járnblendi-
félagsins á þessu ári verður í nám-
unda við 50.000 tonn, en fram-
leiðslugetan er liðlega 55.000 tonn.
„í upphafi ársins var aðeins annar
ofn verksmiðjunnar keyrður, þar
sem markaðsútlit var fremur slakt.
Þeir hafa síðan verið keyrðir á full-
um afköstum í sumar og haust.
Reyndar var annar ofninn tekinn úr
sambandi nú í viku tíma vegna
viðhalds og hinn verður stöðvaður í
desember vegna viðhalds í um viku
tirna," sagði Stefán Reynir.
Varðandi verðlagningu á járn-
blendi sagði Stefán Reynir að verð
á heimsmarkaði væri enn of lágt.
„Við vonum hins vegar að breyt-
ing verði þar á, en samningar um
verð á fyrsta ársfjórðungi 1984
standa yfir um þessar mundir. Það
sem við höfum frétt af þeim við-
ræðum er allt frekar jákvætt, þann-
ig að útlitið hvað þetta snertir er
ekki sem verst. Verðlagningin á
næsta ári ræðst hins vegar alfarið
af efnahagsþróuninni í heiminum,"
sagði Stefán Reynir.
Að síðustu sagði Stefán Reynir
Kristinsson, fjármálastjóri ís-
lenzka járnblendifélagsins, að
nýgerðar áætlanir sýndu, að
greiðslufjárstaða fyrirtækisins yrði
betri á næstu mánuðum, en gert
hafði verið ráð fyrir í fyrri áætlun-
um. „Þessi bætta staða er fyrst og
fremst til komin vegna vaxandi eft-
irspurnar og hækkunar á verði á
heimsmarkaði."
Sveinn Björnsson
forstjóri SVR
STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í dag að
ráða Svein Björnsson, verkfræðing, í
starf forstjóra SVR. Var samþykkt
þessi gerð með 4 samhljóða atkvæð-
um, en fulltrúi Kvennaframboðsins
sat hjá. Með Sveini greiddu atkvæði
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
fulltrúi Alþýðubandalagsins.
Sex sóttu um starf forstjóra
SVR. Þeir eru: Baldvin Baldvins-
son, framkvæmdastjóri, Hraunbæ
66, Reykjavík; Haraldur Þórðar-
son, forstöðurmaður tæknideildar
SVR, Flókagötu 3, Reykjavík;
Hörður S.M. Þorsteinsson, verk-
stjóri, Hraunbæ 190, Reykjavík;
Magnús Skarphéðinsson, bif-
reiðarstjóri, Grettisgötu 40B,
Reykjavík; Snorri Aðalsteinsson,
félagsfræðingur, Boðagranda 5,
Reykjavík; Sveinn Björnsson,
verkfræðingur, Grundarlandi 5,
Reykjavík.
Sveinn var ráðinn með 4 sam-
hljóða atkvæðum, einn sat hjá, en
einnig lýsti áheyrnarfulltrúi
starfsmanna á fundinum yfir
Sveinn Björnsson
stuðningi við samþykkt stjórnar
SVR.
Ráðning þessi verður tekin fyrir
á fundi borgarráðs í dag, þriðju-
dag.
Segja má að í þessari mynd sé sannkölluð jólastemmning, enda aðeins 26 dagar til jóla. Myndina tók Ólafur K.
Magnússon í Grjótaþorpinu á laugardag.
Hagsveifluvog iönaöarins:
Framleiðsluaukn-
ing á 3. ársfjórðungi
— Framleiðsla jókst ef litið er á fyrstu níu mánuði ársins í heild
HELZTU niðurstöður hagsveifluvog-
ar iðnaðarins um ástand og horfur í
íslenzkum iðnaði á 3. ársfjórðungi
1983 eru, að iðnaðarframleiðsla hafi
aukist um 3% í ár, borið saman við
3. ársfjórðung 1982, en í almennum
iðnaði, þ.e. að ál- og kísiljárnfram-
leiðslu undanskilinni, jókst fram-
leiðsla ívið minna, eða um nálægt
2%. Könnunin sem gerð er ársfjórð-
ungslega er unnin af Landssam-
bandi iðnaðarmanna og Félagi ís-
lenzkra iðnrekenda.
Hagsveifluvogin sýnir, að iðnað-
arframleiðsla hefur aukizt í heild
á fyrstu níu mánuðum ársins, ef
miðað er við sama tímabil á árinu
1982.
Iðnaðarframleiðsla á 3. árs-
fjórðungi þessa árs stóð hins veg-
ar í stað miðað við næstu þrjá
mánuði á undan, en ef frá er talin
aukning ál- og kísiljárnfram-
leiðslu, varð um 6% samdráttur í
framleiðslu í almennum iðnaði.
Sala iðnaðarvöru minnkaði á 3.
ársfjórðungi miðað við 3. ársfjórð-
ung 1982, en jókst heldur, ef sam-
dráttur í álsölu er ekki meðtalinn.
Sama máli gegnir um söluþróun
miðað við næstu þrjá mánuði á
undan, að nokkur samdráttur
varð, þegar litið er á iðnaðinn í
heild, en þessi samdráttur orsak-
ast af því, að sala á áli og kísil-
járni varð ekki eins mikil og
næstu þrjá mánuði á undan.
I lok 3. ársfjórðungs hafði fyrir-
liggjandi framleiðslupöntunum í
iðnaði fækkað frá því sem var í
byrjun júlímánaðar. Þá höfðu
birgðir fullunninna vara dregizt
saman. Hráefnabirgðir jukust
nokkuð, einkum vegna aukins
birgðahalds hjá stóriðjufyrirtækj-
unum. Innheimta söluandvirðis
gekk ámóta vel á 3. ársfjórðungi
og á næstu þremur mánuðunum á
undan.
íslensk menningarvika í Vestur-Berlín:
„Góðar undirtektir og
afbragds aðsókn“
„„Kunst aus Island“, eins og ís-
lenska menningarvikan er nefnd
hér, hefur vakið athygli í Berlín og
hafa fjölmiðlar fjallað á lofsamlegan
hátt um listviðburðina," sagði Stef-
án Edelstein er blm. Mbl. hafði sam-
band við hann í gær. „Heimsókn
Vigdísar hefur einnig verið mjög í
sviðsljósinu en forsetinn mun á
morgun fljúga til Hamborgar. Að-
sóknin að menningarvikunni hefur
verið'afbragðs góð, ekki síst ef við
miðum við sambærilega viðburði og
það gífurlega framboð af listviðburð-
um sem er í Berlín.
Kvikmyndina „Land og Synir“
sýndum við í gær. Leikstjórinn
Ágúst Guðmundsson var viðstadd-
ur og ræddi á eftir við áhorfendur
um myndina, land og þjóð. Einnig
voru í gær haldnir kammertón-
leikar fyrir troðfullu húsi. En við
erum nokkurn veginn í miðjum
klíðum; í gærkveldi las Jón Laxdal
upp íslenskar bókmenntir og í dag
mun Ólöf Kolbrún Harðardóttir
syngja íslensk lög frá tveimur öld-
um. Njáll Sigurðsson mun halda
erindi um íslenska alþýðutónlist
og kveða rímur og kvikmyndin
„Utlaginn" verður sýnd. Jafn-
framt þessum viðburðum stendur
yfir sýning á íslenskum grafík-
verkum og hefur hún hlotið mjög
góðar undirtektir og allar viðtök-
ur hér því eins góðar og hugsast
getur."
Hundurinn bjargaði lífi okkar
„ÞAU ER ekki nokkur vafi á því,
að hundurinn bjargaði lífi okkar,
hann kom inn í herbergið og vakti
okkur upp, en þá var ég búinn að
anda að mér töluverðum reyk og
var orðið þungt fyrir brjósti," sagði
Bernhard Jóhannesson, garðyrkju-
bóndi í Sólbyrgi við Kleppjárns-
reyki í Borgarfirði, í samtali við
Morgunblaðið í gær. íbúðarhús
Bernhards og fjölskyldu hans
brann til kaldra kola á sunnu-
dagsmorgun ásamt öllu innbúi <•8
persónulegum eigum Bernhards,
konu hans og tveggja barna, 9 og
II ára.
„Ég hygg að klukkan hafi ver-
ið um sjö þegar konan mín vakn-
— segir Bernhard Jóhannesson sem slapp nauö-
uglega úr húsbruna á sunnudagsmorguninn
aði við lætin í hundinum," sagði
Bernhard. „Ég var þá búinn að
anda að mér talsverðum reyk, en
hún braut glugga þar sem við
sváfum á neðri hæðinni og við
ferskt loftið náði ég mér fljótt.
Mér tókst að komast í síma og
kalla á slökkvilið frá Reykholti
og síðan réðst ég gegn eldinum
með handslökkvitæki. Við það
hjaðnaði allur opinn eldur, og
fór ég þá að sækja annað tæki á
næsta bæ, en er ég kom aftur
hafði eldurinn náð sér upp á ný.
Ég réðst enn gegn honum og við
fengum tvö handslökkvitæki
lánuð úr skólanum, og reyndum
það sem við gátum, þar til
slökkviliðið kom á vettvang
skömmu síðar. Þá var hins vegar
orðið of seint að bjarga nokkru,
aðeins stendur eftir um tíundi
hluti eins veggjar, hitt er brunn-
ið, sem og allir innanstokksmun-
ir, fatnaður og fleira.“
Bernhard sagði, að nú hefðist
fjölskyldan við hjá vinafólki á
næsta bæ, en um helgina fengist
einbýlishús á leigu, þar sem þau
gætu búið uns byggt hefði verið
á ný. „Við höfum þegar ákveðið
að festa kaup á einingahúsi,"
sagði Bernhard, „og næstu daga
verður byrjað að hreinsa til og
taka nýjan grunn. Nýja húsið
verður vonandi fokhelt í janúar.
Þetta var sæmilega tryggt hjá
okkur, en vitaskuld er dýrara að
byggja nýtt en það sem fæst
fyrir gamla húsið, og svo er mik-
ill kostnaður í að fata fjölskyld-
una að nýju og kaupa allt til
heimilisins á ný. Ég slapp á
nærbuxunum og á kuldastígvél-
um og annað var eftir því,“ sagði
Bernhard að lokum.
Engin til-
boð bárust
ENGIN tilboð bárust í rekstur mötu-
neyta ríkisspítalanna, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Davíð Á. Gunnarssyni, fram-
kvæmdastjóra ríkisspítala í gær.
Davíð kvaðst telja að næsta
skref í málinu yrði rætt á stjórn-
arfundi næstkomandí fimmtudag.
Útboðið náði til allra mötuneyta
spítalanna, eldhúsa og sjúklinga-
fæðis.
Þá fékk Mbl. þær upplýsingar
hjá Davíð að öllum tilboðum sem
bárust í rekstur þvottahúsa spítal-
anna hefði verið hafnað. Bjóst
Davíð við að þetta mál yrði einnig
rætt á fundinum nk. fimmtudag,
enda stæði til að senda ráðherra
heildarsvör við spurningum þeim
sem hann bar fram og útboðin
grundvölluðust á, í desembermán-
uði.
-