Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Öryrkjasamband íslands:
Bætur til öryrkja
verði hækkaðar
AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags
íslands var haldinn dagana 12. og
13. nóvember síðastliðinn og í
tengslum við hann ráðstefna um at-
vinnu-, húsnæðis- og önnur kjaramál
öryrkja.
í ályktun um húsnæðismál seg-
ir, að lán til Húsnæðisstofnunar
ríkisins til öryrkja vegna íbúðar-
kaupa verði jafnhá, óháð því hvort
um gamalt eða nýtt húsnæði er að
ræða, og hærri en almennt gerist,
þar sem öryrkjar hafa ekki jafn-
góða möguleika á lífeyrissjóðalán-
um og aðrir.
Endurbótalán til öryrkja verði
án afborgana og vísitölugreiðslna
meðan þeir búa í eigin eða leigu-
íbúðum, en eftir það hefjist reglu-
legar greiðslur. fbúðir sem byggð-
ar eru á félagslegum grunni séu
aðgengilegar fötluðum og öryrkjar
hafi forgangsrétt að ákveðnum
lámarksfjölda íbúða í verka-
mannabústöðum.
Hvatt er til að fitjað sé upp á
nýjum leiðum til að fjölga
atvinnumöguleikum öryrkja og að
skapa þurfi atvinnumöguleika í
heimahögum. Opinberir aðilar eru
hvattir til að veita öryrkjum at-
vinnu við hæfi og að vinnustaðir
verði aðlagaðir að þörfum öryrkja.
Hvatt er til að bætur til öryrkja
verði lækkaðar frá því sem nú er,
og að lífeyrir taki mið af þeim
kostnaði sem öryrkjar hafi af fötl-
un sinni. Launþegahreyfingin er
hvött til þess að taka þetta mál
upp í samvinnu við Öryrkjabanda-
lag íslands í kjarasamningum.
Hvatt er til að samtök öryrkja
verði formlegur samningsaðili
gagnvart ríkinu og atvinnurek-
endum í kjaramálum, og að tillit
sé tekið til sérhagsmuna öryrkja
við gerð almennra kjarasamninga,
til að mynda varðandi launa-
greiðslur í veikindum þeirra,
þannig að tryggingarkerfið hvetji
atvinnurekendur til að ráða fatl-
aða.
Hvatt er til breytinga á fyrir-
komulagi örorkumats. Þá er lagt
til að hjálpartæki sem Trygg-
ingastofnun ríkisins greiðir ekki
að fullu, en koma fötluðum að
gagni, verði frádráttarbær til
skatts.
Hið nýja sjálfstæðishús á Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði:
Sjálfstæðishúsið fokhelt
Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftfell-
inga gekkst fyrir kaffisamsæti í hinu
nýja sjálfstæðishúsi á Höfn í Horna-
firði sunnudaginn 20. nóvember síð-
astliðinn, en tilefnið var það að hús-
ið var þá nýlega fokhelt.
Mættu fjölmargir sjálfstæðis-
menn til samsætisins og meðal
annarra ráðherrarnir Matthías
Bjarnason og Sverrir Hermanns-
son.
Húsið stendur við Kirkjubraut
1, á fallegum stað niðri við sjóinn.
Fyrsta skóflustungan var tekin 13.
júlí sl. og nú er húsið fokhelt og
mjög frágengið að utan. Vinna við
húsið hefur að mestu verið sjálf-
boðavinna og eins hefur öll véla-
vinna verið lögð fram endur-
gjaldslaust.
Bygging hússins hefur verið
fjármögnuð með happdrætti
Sjálfstæðisflokksins, en einnig
hefur sjálfstæðisfélagið gefið út
blað sem heitir Múli, til styrktar
byggingunni.
I samsætinu fluttu þeir Egill
Jónsson alþingismaður og Sverrir
Hermannsson ráðherra ávarp.
Byggingarmeistari hússins er
Þórketill Sigurðsson, en formaður
sjálfstæðisfélagsins á Höfn í
Hornafirði er Sigþór Hermanns-
son.
Páll Kr. Pálsson í Tónlistardeild Bókasafnsins í Hafnarfirði, sem hann hefur umsjón með.
„Ekki hægt að fjalla
um tónlist með rituðu
máli eingöngu“
„Tónlistarsagan er það yfirgrips-
mikil að ekki er unnt að kryfja
hana til mergjar á 290 blaðsíðum.
Með þessari bók er meiningin að
gefa ágrip af sögunni til gagns fyrir
þá sem eru í tónlistarnámi og læra
tónlistarsöguna sem aukagrein og
þá sem viija kynnast henni í meg-
indráttum,“ sagði organleikarinn
Páll Kr. Pálsson í samtali við blm.
Morgunblaðsins vegna nýútkom-
innar bókar hans um tónlistar-
sögu.
Er það í fyrsta sinn sem tón-
listarsaga er samin á íslensku og
saga íslenskrar tónlistar skráð?
„Það er örðugt að segja hversu
lengi bókin hefur verið í smíð-
um,“ sagði Páll Kr. „Ég hafði
kennt tónlistarsögu í Tónskóla
Sigursveins í fyrirlestraformi og
útskrifað þaðan þrjá hópa þegar
mér fannst tími til kominn að
setja námsefnið niður á blað.
Bókin, sem er í sextán áföngum
er tekin saman úr fyrirlestrun-
um. Fyrstu átta áfangarnir
Rætt við
Pál Kr. Pálsson um
nýútkomna tón-
listarsögu hans
byggja að miklu leyti á History
of Music in Sound og er sá hluti í
tfmaröð. Seinni áfangarnir eru
samantekt úr ýmsum bókum.
Einn kafii er um tónlist á ís-
landi, en það er nú svo einkenni-
legt að það er ekki fyrr en á síð-
ustu þremur áratugum að byrjað
var að kenna íslenska tónlistar-
sögu og menn hættu að líta á
tónlist sem erlent fyrirbæri.
Seinni hluti bókarinnar fjallar
um tónlist á Norðurlöndum og er
þá einn kafli fyrir hvert land.
Bókinni er kaflaskipt bæði eft-
ir ártölum og löndum. Sérstakur
kafli er um rússneska og pólska
tónlist, sem liggur utan aðalfar-
vegs evrópskrar tónlistar. I öðr-
um kafla er fjallað um tónlist í
Afríku, Ameríku og Ástralíu.
Síðan eru æviágrip meistar-
anna og fylgir skrá yfir helstu
viðburði í lífi hvers og eins. I
viðbæti er formfræðiágrip og
söguleg ártöl.
Það er skiljanlega ekki hægt
að fjalla um tónlist með rituðu
máli eingöngu. Þess vegna vitna
ég í textanum til tónlistar sem
gefin var út á 27 plötum hjá His
Masters Voice árið 1956 og tón-
dæmin eru tölusett. Nú, þar sem
þeim hljómplötum sleppir er
bent á aðrar sem eru fáanlegar í
hljómplötuverslunum.
Nei, þessi bók er ekkert stór-
virki," sagði Páll Kr. aðspurður,
„en hún ætti að nýtast þeim sem
hafa áhuga á að kynna sér tón-
listarsögu og þeim sem eru að
læra hijóðfæraleik og þurfa að
kunna skil á helstu þáttum tón-
listarsögunnar."
Framleiðsluráð landbúnaðarins:
Olympia
Omega 001
Ljósritunarvélin
sem beðið
hefur verið eftir
Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt
framköllunarefni (duft).
Verð og greiðsluskilmólar sem vert er að athuga
AÐEINS EITT
FRAMKÖLLUNAR-
EFNI (DUFT).
Kr. 69.750.-
KJARAN
ARMULI 22 - REYKJAVIK - SIMI 83022
Ekki óskað eftir að Sex-
mannanefnd
AÐ GEFNU tilefni lýsir Fram-
leiðsluráð því yfir að það hefur
ekki óskað eftir að Sexmanna-
nefnd verðleggi egg, og engin
hugmynd hefur þar komið fram
um slíkt frumkvæði af hálfu
Framleiðsluráðs, segir í fréttatil-
kynningu frá Framleiðsluráði
landbúnaðarins.
Síðan segir: Framleiðsluráð hef-
ur ekki átt frumkvæði að verð-
lagningu Sexmannanefndar á nýj-
um flokkum búvara sl. 20—30 ár.
Þá lýsir Framleiðsluráð því yfir,
að það hefur ekki veitt Sambandi
eggjaframleiðenda einkasöluleyfí
til heildsölu á eggjum.
Heildsöluleyfið sem Fram-
leiðsluráð hefur þegar veitt Sam-
bandi eggjaframleiðenda er veitt
samkv. 36. grein laga nr. 95/1981
og tekur gildi þegar það hefur
stofnsett eggjadreifingarstöð.
verðleggi egg
Ef Samband eggjaframleiðenda
tekur ákvörðun um stofnsetningu
dreifingarstöðvar og í ljós kemur
að einhverjir eggjaframleiðendur
telja sig ekki geta staðið að stöð-
inni, mun Framleiðsluráð taka
umsóknir um heildsöluleyfi til af-
greiðslu, enda uppfylli umsækj-
endur skilyrði stjórnvalda hverju
sinni um heilbrigðisskoðun og
flokkun eggja.
Leiðrétting
í FRÉTT í Morgunblaðinu á laug-
ardaginn var nýja Heilugæslan í
Garðabæ nefnd heilsugæslustöð.
Það er ekki rétt, heldur er hér um
að ræða einskonar læknamiðstöð
með heilsuverndarþættinum til
viðbótar. M.ö.o. rekstrarformið er
annað. Eru viðkomandi beðnir
velvirðingar á þessu mistökum.