Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 43 Námsmenn í Kaupmanna- höfn mótmæla skertum kjörum námsmanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi Félags ís- lenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn á dögunum: „Aðalfundur Fínk, Félags ís- lenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn, haldinn þann 18. okt. 1983, mótmælir þeirri skerð- ingu á kjörum námsmanna sem kemur fram í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Einnig vekjum við athygli á drætti þeim sem orðið hefur á útborgun námslána í haust. Hann hefur valdið slík- um vanda meðal námsmanna að ekki verður við unað. Aðalfund- ur Fínk skorar á ríkisstiórn að leysa fjárhagsvanda LIN hið bráðasta og fylgja þeim lögum sem sett hafa verið um starfsemi LÍN.“ „Björtu hliöarnar“ — ævisaga Sigurjónu Jakobsdóttur „BJÖRTU hliðarnar" heitir ný bók eftir Gylfa Gröndal. Þetta er ævi- saga Sigurjónu Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra og bókaútgefanda. „Ég hef ailtaf getað séð björtu hliðarnar á tilver- unni,“ segir Sigurjóna Jakobsdóttir, og þetta lífsviðhorf gengur eins og rauður þráður gegnum endurminn- ingar hennar. Sigurjóna giftist ung Þorsteini M. Jónssyni, en hann var um skeið alþingismaður og átti sæti í sam- bandslaganefndinni 1918. Þótt lífsbaráttan væri oft hörð, tókst henni að gera hvort tveggja í senn: veita mannmörgu heimili forstöðu og ala upp stóran barnahóp, en hafði samt tíma aflögu til að sinna áhugamálum sínum og ýmiss kon- ar félagsstarfsemi. Það er uppörvandi og lærdóms- ríkt að kynnast langri og við- burðaríkri ævi þessarar merku konu, unun að fá að njóta lífsgleði hennar og frásagnargáfu í þessari bók. Þetta er áttunda ævisaga Gylfa Gröndal, en hann sendi frá sér í fyrra Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, sem varð metsölubók. „Björtu hliðarnar" er 208 blað- síður auk sérprentaðra mynda. Prentberg prentaði, en Félags- bókbandið annaðist bókband. Ut- gefandi er Setberg. (FrétutilkynnÍBg) Ég veit þú lifir Ný bók eftir Erling Poulsen HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef ur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Eríing Poulsen. Bókin heitir „Ég veit þú lifir“ og er 8. bók- in í flokknum „Kauðu ástarsögurn- ar“. Á bókarkápu segir m.a.: „Það var brúðkaupsdagur Beötu Birk. Eftir fáeinar mínútur átti hún að vera komin í kirkjuna. Hún stóð við gluggann og hlustaði á hljóm kirkjuklukknanna sem hringdu til brúðkaups hennar og Arvids Berg, sem var faðir barnsins, sem hún bar undir belti... Skyndilega var hurðin opnuð. Bróðir Arvids stóð hjá henni. Hann tilkynnti henni að Arvid hefði orðið fyrir slysi og dáið sam- stundis. Brúðkaupinu var aflýst — í staðinn fór fram jarðarför ... Hver var skuggalegi náunginn sem kom til jarðarfararinnar? Hvaða leyndarmál geymdi sumar- húsið Villa Florida? Af hverju stafaði martröð bróðurins, Jasp- ers? Átti hún að ala barn manns sem var eftirlýstur af lögregl- unni? Hvaða efni innihélt CT 22?“ Ég veit þú lifir er 189 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akra- ness hefur annast prentun og bók- band. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Kaupmenn tilgreini aldur kjöts á lækkuðu verði f fréttatilkynningu frá Neyt- endafélagi Reykjavíkur og ná- grennis er vakin athygli á því að þegar verslanir auglýsa tilboðs- verð á kjöti og kjötvörum sé oft um að ræða rúmlega ársgamla vöru. Er bent á að ekki sé tekið fram hversu gamalt kjötið er og því beint til kaupmanna að þeir upplýsi kaupendur um aldur þess. Canon Personal Copier VERÐ ADEINS FRA 38.600 ODYRUST A MARKAÐNUM LJOSRITAR I ÞREMUR LITUM ENGAR STILLINGAR EÐA HREINSANIR LJÓSRITAR Á ALLAN PAPPÍR 40—128 GR. 1M2 BÁDUM MEGIN HEPPILEG FYRIR MINNI OG MEDALSTÓR FYRIRTÆKI, DEILDIR STÆRRI FYRIRTÆKJA, EINSTAKLINGA, FÉ- LAGASAMTÖK O.FL. LANG SÖLUHÆSTA VÉLIN í EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM í ÁR TOPPGÆÐIÁ LÁGU VERÐI Canon Shrifuélin hf Suðurlandsbraut 12. Sími 85277 Skúffu- grindur. Margar Auðveld uppsetning. Góð nýting. STOFNAÐ 1903 +eoÆ>tM0ewi ÁRMÚLA 42 - HAFNARSTRÆTI 21 X Sinfóníuhljómsveit íslands tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 1. des. 1983 kl. 20.30. Éfnisskrá: Jóhannes Brahms: Sinfónía nr. 3. Jóhannes Brahms: Fiðlukonsert í D-dúr. Jóhannes Brahms: Akademiskur forleikur. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Einleikari: Jean-Pierra Wallez. Aögöngumiöar í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og fstóni. Sinfóníuhljómsveit Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.