Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Svartsýni í Salvador SKÆRULIÐAR þjóðfrelsi.sfylkingarinnar FMNL hafa náö yfirhöndinni í borgarastyrjöldinni í El Salvador og líkur á ósigri stjórnarhersins hafa aukizt. í Washington hefur veriö haft eftir háttsettum embættismanni aö ef engin breyting verði á ástandinu gæti farið með sigur af hólmi að lokum. lega áhyggjur af ástandinu og skella skuldinni á foringja Salva- dorhers, sem með dugleysi sínu hafi gert skæruliðum kleift að taka frumkvæðið. Bandaríkja- menn hyggjast auka þjálfun for- ingja Salvadorhers, en eru von- daufir um árangur. Það háir Salvadorher að óljóst er hvar valdsvið eins foringja byrjar og valdsvið annars endar, vilja skortir til framkvæmda, leti er útbreidd. Yfirmenn hersins, sem neita að vinna um helgar, neita að taka frumkvæðið. Einn helzti veikleiki hersins er sá að land- varnaráðherrann getur ekkert Skæruliðarnir hafa haft frum- kvæðið síðan þeir hófu mikla sókn 3. september og þótt þeir hafi ekki getað stækkað yfirráða- svæði sitt hefur þeim reynzt auð- velt að ná bæjum á sitt vald á stóru svæði. Þeir hafa einnig sýnt að þeir geta haldið uppi árásum I. mörgum héruðum samtímis og hafa barizt af meiri hörku en áð- ur. Áður en sóknin hófst var ástandið tiltölulega tryggt og stjórnarherinn hélt uppi miklum áróðri til að sannfæra fólk um að skæruliðar hefðu verið bornir ofurliði, að herinn hefði hert á sókn sinni og byggi yfir meiri tækni en áður. Síðan hafa skæru- liðar gert tugi árása á stóru svæði og að engu gert áætlun, sem stjórnin boðaði í júní, um árásir til þess að ná aftur svæðum af skæruliðum og friðun þeirra. Stjórnarherinn hefur fylgt svipaðri stefnu og Bandaríkja- menn í Víetnam á sínum tíma og reynt að hrekja skæruliða frá svæðum, sem þeir hafa haft á sínu valdi, og gera smábændum kleift að setjast að í vel vörðum þorpum, sem notuð eru til að stjórna hér- uðum. Byrjað var á þessari áætl- un í héraðinu San Vicente og stjórnarhersveitum tókst að hrekja skæruliða burtu, en þeir eru komnir aftur til nokkurra svæða. í ráði er að hefjast handa um sams konar áætlun í héraðinu Usulutan austur af San Vicente. Stjórnarherinn hefur verið gagnrýndur fyrir baráttuaðferðir sínar og einkum er fundið að því að hermennirnir hafa verið tregir til að fara í eftirlitsferðir og gera næturárásir, sem eru taldar nauð- synlegar í aðgerðum gegn skæru- liðum. Þreytu gætir í stjórnar- hernum og baráttuhugur stjórn- arhermannanna hefur verið deig- ur. Síðan sóknin hófst hefur setulið stjórnarhersins gefizt upp án mótspyrnu á sumum stöðum. í tveimur bæjum, sem skæruliðar náðu á sitt vald fyrir skömmu, flúðu nokkrir stjórnarhermenn borgaralega klæddir. Ráðizt var úr launsátri á liðsauka, sem var sendur á vettvang, og hann kom of seint. Skæruliðar hafa komizt yfir hundruð nýrra vopna í árásum sínum, allt frá litlum skammbyss- um upp í kröftugar falibyssur. Nú orðið ráðast skæruliðar á bílalest- ir, sem fjölmennir flokkar stjórn- arhermanna verja, og ná gífur- legu vopnamagni á sitt vald. Vegna slælegs eftirlits stjórnar- hersins hefur FMNL getað mynd- að fjölmennari herflokka en áður og átökin líkjast meir og meir venjulegu stríði. Til dæmis tóku um 900 skæruliðar þátt í bardög- um, sem nýlega voru háðir nálægt bænum Sociedad og það þykir gíf- urlegur fjöldi. Orvalsdeild skæruliða, „Rafael Acre Zablah“-herdeildin, sem tók þátt í bardögunum við Sociedad, var á strönd Kyrrahafs, um 75 km austur af bænum, aðeins tveimur dögum áður en bardagarnir hóf- ust og það sýnir að FMNL getur Fótgönguliðar úr Atlacati- hersveitinni, sem Banda- ríkjamenn hafa þjálfaö, undirbúa sókn gegn skæru- liðum í héraðinu Chalaten- ango í El Salvador. flutt herlið sitt tiltölulega fljótt og auðveldlega um landið. Sam- göngukerfi FMNL er gott og hreyfingin á auðvelt með að sam- ræma árásir sínar. Skæruliðar hafa getað lokkað stjórnarherinn hvert sem er og náð svo mörgum og stórum bæj- um á sitt vald að það sýnir að þeir eru að fá reynslu í meðferð nýrra vopna. Frá 3. september fram í miðjan október gerðu þeir 62 árásir á bæi og réðust á nokkra þeirra tvisvar eða þrisvar sinnum. Þeir virðast þó ekki nær því marki að koma sér upp „höfuð- borg“ á landsbyggðinni. Skæruliðar gera samræmdar árásir frá Guazapra-svæðinu, 25 km fyrir norðan höfuðborgina San Salvador, til héraðsins Mor- azan í norðausturhluta landsins, sem lengi hefur verið eitt höfuð- vígi þeirra. Auk Morazan hafa skæruliðar austurhluta Chalaten- ango, norður af San Salvador, á valdi sínu og þeir eiga auðvelt með að ná á sitt vald bæjum í héruðunum Norður-Cabanas og Usulutan, þar sem þeir hafa hreiðrað um sig suður af strand- veginum. Salvadorher telur að skærulið- ar FMNL séu 6—8.000 talsins, en sumir sérfræðingar álíta að þeir kunni að vera a.m.k. 10.000 og virkir stuðningsmenn þeirra 30.000. Talið er að rúmlega 47.000 hafi fallið í stríðinu síðan það hófst fyrir fjórum árum, þar af 39.000 borgarar, a.m.k. 6.000 stjórnarhermenn og a.m.k. 2.000 skæruliðar. í síðustu viku, einni hinni blóðugustu, féllu 269, þar af 211 hermenn og skæruliðar. Bandaríkjamenn hafa skiljan- gert án stuðnings yfirmanna ein- stakra herstjórnarumdæma og því gengur illa að taka ákvarðan- ir. Jafnframt hafa dauðasveitir hægrimanna, sem eru taldir ná- tengdir ríkisstjórninni, aukið að- gerðir sínar síðan í september og það grefur undan stuðningi á Bandaríkjaþingi við þá stefnu Ronald Reagans forseta að styðja við bakið á Salvadorstjórn. Bandaríska sendiráðið hefur lagt hart að stjórninni að láta til skarar skríða gegn þessum sveit- um, en lítið virðist hafa verið gert. Yfirmenn tveggja herstjórn- arumdæma, yfirmenn leyniþjón- ustu tveggja öryggissveita og þrír liðsforingjar eru sagðir viðriðnir starfsemi dauðasveitanna. Land- varnaráðherrann, Carlos Eugenio Vides hershöfðingi, hefur gagn- rýnt sveitirnar, en engar hand- tökur hafa farið fram. Bandarískir ráðunautar í E1 Salvador óttast að næsta skref skæruliða verði allsherjarárás á fjölmenna stjórnarherdeild i því skyni að draga enn meir úr bar- áttuþreki stjórnarhermanna. Skæruliðar segja hins vegar að þeir vilji umfram allt forðast að málin þróist of fljótt í þá átt að sigur blasi við. Það gæti leitt til bandarískrar hernaðaríhlutunar og þá yrðu þeir aftur að byrja á byrjuninni. Stjórn Reagans mun hafa skýrt bandamönnum sínum frá þeim kringumstæðum, sem gætu leitt til bandarískrar íhlutunar í E1 Salvador. Það sem helzt gæti leitt til íhlutunar væri að höfuðborg- inni yrði ógnað og stjórnvöld gætu ekki haldið uppi lögum og reglu. Ýmsir telja að eftir nokkr- ar vikur verði skæruliðar komnir svo nærri höfuðborginni að þeir geti gert stórskotaliðsárásir á hana. En til þess að draga úr hættu á bandarískri hernaðaríhlutun telja sumir að FMNL muni reyna að færa sér hernaðaryfirburði sína í nyt til þess að reyna að semja við ríkisstjórnina um pólitíska lausn. Líkur á pólitískri lausn virðast hins vegar hafa dvínað vegna þess að enn ein sáttatilraun Conta- dora-ríkjanna hefur farið út um þúfur. (AP, Observer.) Heitt í kolunum í deilu milli útgef- enda og prentara Sex af bresku dagblödunum komu ekki út í gær Lundúnum, 28. nóvember. AF. SEX af bresku dagblöðunum komu ekki út í morgun vegna deilna við prentara. Sögðu blöðin nokkrum herskáum prenturum upp í kjölfar ágrein- ings, sem spratt út af því að blaðakóngur í Warrington, skammt utan Man- chester, réð í vinnu menn, sem ekki áttu aðild að verkalýðsfélagi. Þessi ágreiningur blaðaútgefenda og prentara er ekki nýr af nálinni. Meira en 5 mánuðir eru síðan deil- an, sem um ræðir, skaut upp kollin- um. Varðar hún sex dagblöð, sem gefin eru út af Messenger-blaða- samsteypunni í Warrington og dreift ókeypis. Eigandi samsteyp- unnar er Selim „Eddie“ Shah, 39 ára gamall breskur ríkisborgari af írönskum ættum. Stórblaðið Times og önnur þau blöð, sem ekki komu út í morgun, gripu í gær til þess ráðs að loka prentara sína úti, er þeir sneru aft- ur til vinnu í kjölfar tveggja sól- arhringa verkfalls. Áður höfðu blöðin reynt að fá forsvarsmenn prentaranna til þess að gefa loforð um að þeir myndu ekki efna til ann- ars skyndiverkfalls á borð við það nýafstaðna. Sú ákvörðun dagblaðanna, að læsa prentarana úti í gærkvöldi leiddi deiluna inn á nýjar brautir og hleypti illu blóði í forvígismenn þeirra. Er nú talið fullvíst, að deila þessi komi til kasta stjórnvalda úr því ekki tókst að útkljá hana. Talið er að verkfallið á föstudag og laugardag hafi kostað blöðin í Fleet Street, en þar hefur megin- þorri stærstu dagblaða Bretlands- eyja aðsetur, um 10 milljónir sterl- Kosning- ar í Japan Tókýó, 28. nóvember. AP. YASUHIRO Nakasone forsætisráó- herra rauf í dag þing og boðaði til kosninga í næsta mánuði. Ákvörðun forsætisráðherrans fylgir í kjölfar harðra deilna og ásakana á hendur stjórnarflokkn- um, frjálslyndra demókrata, um spillingu og mútuþægni eftir að Kakuei Tanaka, fyrrum forsætis- ráðherra og ötull stuðningsmaður stjórnarinnar, hlaut dóm í fyrra mánuði fyrir að þiggja mútur frá Lockheed-flugvélasmiðjunum bandarísku. Eftir dóminn yfir Tanaka neituðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar að sækja þingfundi og neyddu þannig forsætisráðherrann til að boða nýj- ar kosningar. Aðeins verður kosið til neðri deildar japanska þingsins, Diet, en þar hafa frjálsir demókratar haft mikinn meirihluta, eða 285 af 498 þingsætum. Kosningabaráttan hefst að þessu sinni opinberlega á laugardag, og kosið verður sunnudaginn 18. des- ember. ingspunda (tæpl. 420 millj. ísl. króna). Neyðarfundur var í dag fyrirhug- aður hjá landssambandi breskra verkalýðsfélaga vegna þessa máls og vilja harðlínumenn innan verka- lýðshreyfingarinnar nota tækifærið og grípa til róttækra aðgerða gegn stjórnvöldum. Völd verkalýðsfélaga hafa þrívegis verið skert með laga- setningum í stjórnartíð Margaret Thatchers. Þrátt fyrir að sex dagblöð kæmu ekki út í morgun náðu þó fjögur því marki. Þau hafa öll hótað að fara í mál við landssamband grafískra sveina vegna tjónsins, sem verkfall- ið á föstudag og laugardag olli. Elenu vel fagnað við heimkomu Lugliano I)i Lueca, Ítalíu, 27. nóvember. AP. „ÉG MUN aldrei segja henni frá þessu og ég vona að hún muni ekkert," sagði Isabella Luisi, kornung móðir Elenu litlu Luisi, sem rænt var á Sikiley 17. október. Var Elena með yngstu fórnarlömbum mannránsöld- unnar sem gengið hefur yfir Italíu síðustu árin, en henni var skilaö ómeiddri fyrir fáum dög- um, eftir að lögreglan handtók mann sem grunaður var um að hafa staðið fyrir mannráninu. Móðir Elenu mælti fyrrgreind orð á flugvellinum í Lugliano, er sérstök herflugvél frá ítalska flughernum kom með Elenu heim á ný. Bæjarbúar fjöl- menntu á flugvöllinn og fögnuðu Elenu vel, hrópuðu þeir „ciao, ci- ao, Elena", sem útleggst „hæ, hæ, Elena". Elena var klædd bleikum jakka og nartaði í epli er hún steig út úr flugvélinni og átti hún óumdeilanlega hug og hjörtu allra viðstaddra. Roðnaði hún er hún sá móttökurnar og ætlaði aldrei að trúa því að fólk- ið væri allt saman þarna saman komið til að fagna sér. Meðan að barnið var í prís- undinni urðu margir til að stappa stálinu í foreldra og að- standendur og jafnframt að hvetja ræningjana til að láta af hinum gráa leik. Málgagn Vatí- kansins sagði í ritstjórnargrein í gær, að það væru „stórkostleg tíðindi" að barnið væri komið óskaddað til síns heima, einnig að góður endir þessa vonda máls væri „sigur fyrir bænina og von- ina“. 100 kg af hassi í sendiráðinu Kaupmannahofn, 28. nóvember. AP. LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn handtók í gær 26 ára gamla danska þjónustustúlku við kanadíska sendiráðið þar í borg, einnig þrí- tugan unnusta hennar, eftir að um 100 kg af hassi fundust í kjallara sendiráðsbyggingarinnar. Var talið sannað að Danirnir tveir ættu hassið og enginn úr kanadíska sendiráðsliðinu var grunaður um aðild að málinu. Verðmæti eiturlyfjanna var met- ið á rúmlega 510.200 dollara, en því var smyglað frá Líbanon og er talið að fleiri séu viðriðnir málið, bæði Danir og Englendingar. Við húsleit í íbúð dönsku stúlkunnar fannst efnið um alla íbúð, inni í rúmdýnu, í pappakössum og ferðatöskum. Fundust einnig rúmlega 4000 doll- arar sem einnig voru gerðir upp- tækir. Stúlkan sagðist ekki hafa neitt með eiturlyfin að gera, hún hefði vitað um tilvist þeirra i hús- inu, en maður sem hún þekkti ekki og hafði lykil að húsinu hefði kom- ið með efnið og geymt það þarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.