Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 25 »ign Larry Holmes og Marvin Frazier á föstudagskvöldiö. Holmes gekk frá Marvin strax í fyrstu lotu. »a strákinn. Hér lumbrar Holmes (t.v.) á Frazier. Holmes er 34 ára, Fraier 23 ára. Holmes ætlar aö Morgunblaöiö/Símamynd AP Fram óheppið gegn Þrótti Þróttarar voru heppnir aö vinna Fram í 1. deild íslandsmótsins í blaki um helgina. Þeir unnu úr- slitahrinuna, 15—12, eftir aö hafa veriö undir mestan tímann. Stúd- entar sigruöu Víkinga og í kvennaflokki tapaöi KA báðum leikjum sínum hér sunnan heiða. Leikur Þróttar og Fram var sá lélegasti sem sést hefur í blakinu hér í vetur. Þróttarar voru afspyrnu slakir og áhugaleysiö var alveg aö drepa þá og haföi maöur stundum á tilfinningunni aö þeir ætluöu sór aö vinna leikinn án þess aö þurfa aö hafa fyrir þvi aö leika hann. Framarar voru á hinn bóginn nokkuö sprækir og böröust mjög vel en þeir voru óheþþnir aö þessu sinni aö fá ekki tvö stig. Liöin skiptust á um aö vinna hrinurnar, Þróttur byrjaöi 15—11 síöan Fram-sigur 15—10 og Þróttar- sigur 15—2. ( fjóröu hrinu fékk Kristján Már 8 stig beint úr uppgjöf án þess aö Þróttur næöi nokkru sinni aö sækja og Fram vann 15—13. í úrslitahrinunni voru Framarar yfir framan af, en undir lokin tókst Þrótti aö jafna og sigra 15—12. Hjá Fram voru þeir Hauk- ur og Kristján Már bestir en hjá Þrótti var Lárentínus góöur aö vanda en aörir leikmenn léku undir getu. ÍS átti í hinu mesta basli meö Víkinga þegar liöin mættust á sunnudaginn. Þeir unnu fyrstu tvær hrinurnar 15—11 og 17—15 en þá þriöju vann Víkingur nokkuö auöveldlega 15—5 en síöustu hrinuna unnu stúdentar síöan 15—5. Þaö sáust oft fallegir kaflar í þessum leik sérstaklega átti Friö- jón góö smöss á miöjunni en hann og Páll Svansson voru bestu menn ÍS. Hjá Víkingum var Siguröur Guömundsson bestur og gekk ÍS- mönnum illa aö eiga viö hann en Arngrímur átti ágætan leik, sér- staklega var hann meö góöar upp- gjafir. í kvennaflokki voru leiknir tveir leikir og voru þaö KA-stúlkur sem tóku þátt í þeim báöum. Fyrri leik- urinn var gegn ÍS og var aö þessu sinni leikið í Háskólahúsinu gamla og stúdínur því á heimavelli. Þetta virtist ekki vera neitt betra fyrir þær því þær rétt möröu sigur í leiknum, 3—2. Úrslit í hrinunum uröu 15—8, 15—13, 11 — 15, 12—15 og 15—4 en þessi viöur- eign stóð í 105 mínútur. Seinni leikur KA-stúlknanna i þessari ferö sinni hingaö suöur var viö UBK og uröu úrslit þau aö Breiðablik sigraöi örugglega, 15—13, 15—9 og 15—5. Tveir leikir áttu aö vera í 2. deild karla, Samhygö átti aö leika gegn Þrótti Nes. á Neskaupstað en þeim leik var frestaö vegna veikinda í liði Samhygöar. — sus Morgunblaöið/Rax ninni í leiknum í Hafnarfirði á sunnudag- ki aö stööva hann aö þessu sinni. Sigurvissir Valsmenn mörðu KA VALSMENN voru heldur betur sigurvissir á sunnudagskvöldiö er þeir mættu KA í 1. deildinni í handbolta í íþróttahúsi Selja- skóla. Þeir héldu greinilega aö leikurinn væri unninn fyrirfram, en svo var aldeilis ekki. KA-menn voru t.d. á allt ööru máli, og tóku fljótlega forystu. En Valsmenn náöu aö sigra, 22:19, eftir að KA haföi haft yfir 13:8 í hálfleik. KA tók fljótlega forystu í leikn- um, og var lengi nokkur mörk yfir. Akureyringarnir leiddu, 16:11, er Valsmenn tóku þaö til bragös aö taka þá Erling Kristjánsson og Sig- urö Sigurösson úr umferö og heppnaöist þaö bragö vel. Leikur KA hrundi gjörsamlega meöan Valsmenn söxuöu á forskotiö, jöfnuöu og komust yfir. Þaö voru ekki nema fjórar mínútur eftir af leiknum er Valur jafnaöi loksins — staöan var þá 18:18. Þeir komust svo í 20:18 og unnu eins og áður sagöi, 22:19. Þaö mátti ekki tæp- ara standa hjá þeim og í leiknum kom vel í Ijós hve hættulegt er aö vanmeta andstæöinginn. KA-menn böröust hetjulega í leiknum en Valsmenn voru sterkari þegar þeir fóru aö spila eins og menn. Valsliöiö var jafnt — Stein- dór og Brynjar voru einna bestir þeirra, en hjá KA voru bræöurnir Erlingur og Jón Kristjánssynir bestir ásamt Siguröi. Jón er ungur aö árum, en engu aö síður kraft- mikill leikmaöur. Maöur framtíðar- innar. Valur — KA 22:19 Mörkin. Valur: Brynjar Haröar- son 5, Guöni Bergsson 5, Valdimar Grímsson 4, Steindór Gunnarsson 4 og Jakob Sigurösson 4. KA: Sig- uröur Sigurösson 5, Jón Krist- jánsson 4, Erlingur Kristjánsson 3, Þorleifur Ananíasson 3, Logi Ein- arsson 2, Magnús Birgisson og Kristján Óskarsson 1 eitt hvor. — SH. ■ • Haukur Geirmundsson reynir hér aö brjótast í gegnum KA-vörnint á laugardaginn en Jón Kristjánsson stöövar hann. Morgunbiaóið/Júiiui KR í vandræðum - en sigraði þó KA á laugardag KR-INGAR lentu f hinu mesta basli með neösta lið 1. deildar- innar í handbolta, KA frá Akur- eyri, er liöin mættust á laugar- daginn í Höllinni. Fáir áhorfendur voru á leiknum, enda hófst hann kl. 13, klukkustund áöur en hann átti aö hefjast, svo leikmenn gætu fylgst með beinu útsend- ingunni frá leik Ipswich og Liv- erpool í sjónvarpinu. KR sigraöi 16:14 eftir að hafa haft yfir, 7:5 f hálfleík. KA náöi aö jafna fljótlega eftir hlé, en síöan komust KR-ingar þrjú mörk yfir aftur. KA náöi ekki aö jafna eftir þaö en er 50 sek. voru eftir minnkuöu þeir muninn í 15:14. Höföu reyndar veriö klaufar aö vera ekki búnir aö því fyrr, jafnvel aö ná KR-ingum. En reynsluleysi KA-manna háöi þeim: skotiö var úr vonlitlum færum. Jakob Jónsson, fyrrum KA- maöur, var í banni í leiknum og sást það á sóknarleik KR. Hann var einhæfur, og einstaklings- framtakiö í fyrirrúmi. Guðmundur Albertsson og Nedeljko þjálfari KR-ingar voru aöalmennirnir hjá Vesturbæjarliöinu, skoruöu fjögur mörk hvor. Björn Pétursson skor- aöi fimm — þrjú úr vítum. Jóhann- es Stefánsson skoraöi þrjú. KA- menn léku ekki vel en þrátt fyrir þaö heföu þeir átt aö geta staöiö meira í þeim röndóttu, því þeir voru einnig slakir. Jóhann Einars- son skoraöi fjögur mörk fyrir KA, Logi Einarsson 3, Þorleifur Ananí- asson 2, Siguröur Sigurösson 2, Erlingur Kristjánsson, Kristján Óskarsson og Jón Kristjánsson eitt hver. S.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.