Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Vandamál enskra knattspyrnuliða: Grimmir ólátabelgir eru mikil plága fyrir aö vera á leikjunum og gæta þess aö allt fari vel fram, en hvaö gerir Bob Goslin? Hann firrir sig ábyrgðinni. Viö höfum rannsakaö þau vandamái sem sífellt skjóta upp kollinum á völlunum í fleiri ár og getum fullyrt aö aöeins í einu prósenti tilvika eru þaö leikmenn- irnir sjálfir er orsaka ólætin," segir Gordon Taylor. Ekki eru allir tilbúnir aö sam- þykkja orö Taylor hér aö ofan. Leikmennirnir skapa oft á tíöum neikvæöa stemmningu án þess beint aö vita af því. Setjum svo aö dómarinn hafi dæmt vítaspark. Þeir leikmenn sem sparkiö er ÞAÐ ERU engin takmörk fyrir þeim hugmyndum sem ensk blöö setja fram í víðleitninni við að sporna gegn skríl á knattspyrnuleikjum. Sumir vildu að „þessi villidýr" yrðu flengd, önnur að þessi „morðingjar“ yrðu drepnir og eitt blaðið benti lögreglunni á þann möguleika aö drekkja þeim og af því tilefni setja á fót sérstakt vatnslið lögreglunnar. Varla líður sú vika að blöðin veitist ekki gegn óaldarlýönum, en allt kemur fyrir ekki. Eftir því sem meira er um þetta skrifað því ágengari veröa menn. Árið 1976 var ungur maður stunginn á hol í lest er hann var á leið á fótboltavöllinn. „Murder on a Soccer Train.“ — „Morð framið um borð í fótboltalest“ var fyrirsögnin í mörgum blöðum. Síðan fóru fyrirsagnirnar aö verða minni og minni og brátt dró verulega úr öllum fréttaflutningi af ólátum þessum með þeim afleiðingum að þau minnkuöu til muna. Það stóð hins vegar ekki lengi, ólátabelgirnir skutu upp kollinum hver af öðrum og núna líður vart sá mánuður að ekki komi til alvarlegra átaka á enskum fótboltavöllum og utan þeirra, svo ekki sé nú minnst á þegar keppt er á erlendri grundu, og er þá sama hvort á í hlut, landsliðið eða félagsliðin. Andstætt aödáendum Man- chester United sem sjaldan eru til vandræöa á heimavelli sínum — Old Trafford — geta Millwall- og Leeds-menn ekki státað af hinu sama. Aldrei er hægt aö reiöa sig á áhangendur þessara liöa, hvar sem þeir eru staddir og er óhætt að segja aö alis staöar þar sem þeir koma verði þeir sér til skamm- ar. Leeds varö aö greiöa 450.000 króna sekt fyrir þann skaða er áhorfendur ollu á The Hawthorns í leiknum á móti West Bromwich siöasta leikdag síðasta keppnis- tímabils, og viö þaö tækifæri voru teknar til meöferöar 90 kærur á hendur fylgismönnum liðsins. Leeds United fékk síöan sekt á fyrsta leikdegi þessa tímabils sem er nýlokiö þegar skemmdir voru unnar á leikvelli Grimsby og hljóö- aöi hún upp á um 200.000 krónur. Þegar svo Leeds spilaði á móti Chelsea á Stamford Bridge í Lond- on í október síöastliðnum kom til mikilla átaka sem enduöu meö því aö 166 fylgismenn Leeds voru teknir höndum. Hvorki þeir 166 sem teknir voru höndum né þeir er sluppu frá því hlutu meiösli — en kannski má segja aö þaö hafi veriö miöur því i næsta leik á eftir, á móti New- castle, á Elland Road uröu hörku slagsmál og læti sem uröu til þess aö dómarinn varö aö stööva leik- inn í fimm mínútur. Kevin Keegan fékk marmaraklump i höfuðiö og félagi hans John Anderson fékk einhvern álíka hlut i skrokk sinn. Lögreglumaöur handleggsbrotnaöi Dg annar kjálkabrotnaöi er honum nistókst aö hlaupa undan múr- ;tein er kom ofan úr stúku. Fylg- • Þessi heiöursmaöur varö fyrir því aö fá pílu beint í augaö á knattspyrnukappleik. En algengt er aö þeim sé skutlaö af miklum krafti á áhorfendapöllunum. • Þessi litli snáöi þarf greinilega ekkert aö óttast, hann er undir öruggri lögregluvernd. Þaö færi betur aö svo væri meö fleiri. Þeim fjölgar líka stööugt lögregluþjónunum sem halda upp lögum og reglu á knattspyrnuleikjum í Englandi. ismenn Newcastle létu heldur ekki sitt eftir liggja, þeir rifu upp um 70 stóla og fleygöu á eftir Leeds- mönnum. Leeds, sem skuldaöi þegar síö- ast var vitaö 50 milljónir króna var bannað aö selja miöa í stæöi á næstu tvo leiki á heimavelli. Það kom sér afar illa fyrir liöiö þar sem stór hluti áhangenda liösins er á lágum launum og hefur því ekki efni á aö kaupa sér miöa í stúku. Þaö er hins vegar athyglisvert aö þessa daga voru um 32.500 áhorf- endur á rugby-leikjum í Hull, eða eitt þúsund fleiri en á leik West Ham og Manchester United sem var mest sóttur i deildinni þessa umferðina. Hver á sökina? Grimmir ólátabelgir hafa veriö plága á þriðjudeildarliöinu Millwall allt frá árinu 1930. Nú er formaöur félagsins, Alan Thorne, á þeirri skoöun að þessum ólátum sé lok- iö. „Nafn okkar hefur verið svert ákaflega mikiö síöustu árin,“ skrif- aöi hann i leikskrá vikuna eftir aö fylgismenn liösins höföu lagt allt í rúst eftir bikarleikinn gegn Slough fyrr i vetur. „Ef þetta hendir aftur mun ég leggja liöiö niöur. Slíka framkomu er áhangendur liösins sýndu á móti Slough get ég ekki meö nokkru móti þolaö." Alan Thorne hefur enga vissu fyrir því að bragö þetta heppnist en í það minnsta getur hann ekki gert aödáendum liðsins meiri grikk ef hann lætur veröa af hótunum sínum. Þetta fólk er flest úr lægri stéttum þjóöfélagsins og fyrir megin hluta þess er fótboltinn eina lífsfyllingin í annars tilbreytingar- lausu og fábrotnu lífi. En hver átti svo sökina á þess- um ólátum í Slough? Ekki er deilt um þaö aö leikmenn áttu aö nokkru leyti sökina. Þeir sýndu margir hverjir óíþróttamannslega framkomu þegar þeir æstu áhorf- endur upp og hvern annan meö alls kyns fingramerkjum og handa- hreyfingum, auk ýmissa ókvæöis- oröa í garö dómarans. Þaö er einkum ástæðan fyrir því aö Bob Goslin lögreglustjóri í Yorkshire brýndi fyrir leikmönnum aö haga sér sómasamlega inni á vellinum — annars skyldi hann ekki standa með þeim þegar fara ætti aö verja þá gagnvart fjölmiðl- um. „Ég hef gefiö lögregluþjónum mínum skipun um aö gefa skýrslu um þá leikmenn sem gera V-merki (V-merki er tákn sigurs — stendur fyrir oröiö victory), mótmæla dóm- aranum eöa hrópa ósiösamleg orö á meðan á leiknum stendur," segir Bob Goslin. „Þaö er oft leikmann- anna sök aö ólæti brjótast út meö- al áhorfanda á pöllunum. Viö vilj- um náttúrulega ekki handtaka leikmann meöan á leiknum stend- ur — þaö geröi aöeins illt verra. En okkar stefna er aö gera það um leiö og leikurinn hefur veriö flaut- aöur af.“ Þeir vellir sem hér um ræöir eru fimm aö tölu og tilheyra eftirtöld- um liöum: Barnsley, Rotherham, Doncaster, Sheffield United og Sheffield Wednesday. Gordon Taylor, formaöur félags leikmanna, brást hinn versti viö heitingum lögreglustjórans. „Þetta er gott dæmi um þaö hvernig lög- reglan ætlar sér aö vera í aöalhlut- verkinu á fótboltavöllunum," segir hann. „Félögin borga lögreglunni dæmt á mótmæla vitanlega, hrópa og kalla, fórna höndum og stappa niöur löppunum. Þetta hefur sín áhrif á áhorfendur sem fara strax aö baula á dómarann og þeir allra svölustu henda einhverju lauslegu í átt að honum. Síöan magnast ólæti þessi við næsta dóm og und- ir lokin er ástandiö oröiö óbæri- legt. Borðtennis: Tvö liö taplaus FLOKKAKEPPNIN í íslandsmót- inu í borótennis hefur veriö í full- um gangi en er nú lokið fyrir jól. Staöan í unglingaflokki er þessi; Unglingaflokkur: i unglinga- flokki er leikiö í tveimur riölum. A-rióill: I A-riðli eru tvö liö taplaus, þaö eru A-liö KR og B-liö Arnarins. Staöan í riölinum er þessi: Örninn B KR A Víkingur C KRC Örninn C Stig 3 3 0 9—0 6 3309—26 2 1 1 3—3 2 2022—60 40 4 0—12 0 B-riðill: Hér eru þaö B-liö Vík- ings og B-lið KR sem eru taplaus en staöan í riölinum er þessi: Víkingur B 3 3 0 9—4 6 KRB 2206—14 UMFK 2 1 1 3—3 2 Víkingur A 4 13 8—9 2 Örninn A 3 0 3 0—9 0 Næst verður leikið í unglinga- flokki þann 8. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.