Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 4
4 Peninga- markaðurinn GENGISSKRÁNING NR. 224 — 28. NÓVEMBER 1983 Kr. Kr. TolF Ein. Kl. «9.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 28,24» 28,320 27,940 1 Stpund 41,209 41,326 41,707 1 Kan. dollar 22,784 22,849 22,673 1 Dönsk kr. 2,8886 2,8968 2,9573 1 Norsk kr. 3,7537 3,7643 3,7927 I Sarn.sk kr. 3,5405 3,5505 3,5821 1 Fi. mark 4,8791 4,8929 4,9390 1 Fr. franki 3,4288 3,4386 3,5037 1 Belg. franki 0,5138 0,5152 0,5245 1 Sv. franki 12,9625 12,9992 13,1513 1 Holl. gyllini 9,3072 9,3336 9,5175 1 V-þ. mark 10,4293 10,4589 10,6825 1 ÍL líra 0,01723 0,01728 0,01754 1 Austurr. sch. 1,4812 1,4854 1,5189 1 Port escudo 0,2189 0,2195 0,2240 1 Sp. peseti 0,1816 0,1821 0,1840 1 Jap. yen 0,12028 0,12062 0,11998 1 írskt pund 32,420 32411 33,183 SDR. (Sérst dráttarr.) 25/11 29,5984 29,6822 1 Belg. franki 0,5080 0,5094 V Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. nóvember 1983 INNLÁNSVEXTIR: 1. SparisjóösbaBkur.................27,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3mán.1)....30,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán.1)... 32,0% 4. Verötryggöir 3 mán. reikningar..0,0% 5. Verðtryggöir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávisana- og hlaupareikningar... 15,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstaeöur í dollurum......... 7,0% b. innstæður í sterlingspundum.. 7,0% c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færóir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir...(22,5%) 28,0% 2. Hlaupareikningar ... (23,0%) 28,0% 3. Afuröalán, endurseljanleg (23,5%) 27,0% 4. Skuldabréf ......... (28,5%) 33,0% 5. Visitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 24% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán.........4,0% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóöur starfsmanna rflrisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundlö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óskl lántakandl þess, og elns ef eign sú, sem veö er í er lítllfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsuþphæö er nú eftlr 3ja ára aöild aó lifeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast vlö lánlð 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóðnum. Á timabllinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuóstól leyfi- legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftlr 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Hðfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísltðlu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 tll 32 ár aó vali iántakanda. Lánskjaravisitala fyrir nóvember 1983 er 821 stig og fyrir desember 1983 836 stig, er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavisitala fyrir október—des- ember er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. 4 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Jflt>rgTmI>Iní>it> MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 i Sigurjón Friðjónsson, sonur hans, Bragi Sigurjónsson, og sonarsonur hans, Sigurjón Bragason. Útvarp kl. 20.40: Kvöldvaka Á kvöldvökunni í kvöld hefur Baldur Pálmason lestur Ijóða eftir þrjá feðga. „Þetta eru Ijóð eftir þá Sigurjón Friðjónsson, Braga Sigur- jónsson son hans og Sigurjón Bragason,“ sagði Baldur í spjalli við blm. Mbl. „í kvöld les ég úr bók eftir Sig- urjón eldri, á miðvikudagskvöld úr ljóðum Braga og á föstu- dagskvöldið næstkomandi, les ég úr ljóðabók Sigurjóns Bragason- ar. Bragi er sá eini sem er á lífi af þeim feðgunum. Hann var um tíma alþingismaður, eins og fað- ir hans og sat auk þess í ráð- herrastól um skeið. Hann var ritstjóri „Alþýðumannsins" á Akureyri og er nú bankastjóri Alþýðubankans á Akureyri. Bragi og faðir hans, Sigurjón, voru miklir náttúruunnendur. Ljóð þeirra bera þess glögg merki. Sigurjón yngri tilheyrði annarri skáldakynslóð og er hann sá eini feðganna, sem yrkir órímað. Ekki er laust við að í ljóðum hans örli á svartsýni, en það á kannski orsakir að rekja til hinna langvarandi veikinda sem Sigurjón bjó við áður en hann lést, fyrir aldur fram, árið 1976. Auk lesturs Baldurs Pálma- sonar, flytur Árni Vigfússon seinni hluta frásögu sinnar, „Baslasaga Jóns Sigurjónsson- ar“, í Kvöldvöku kvöldsins, sem hefst að venju kl. 20.40. Umsjón- armaður er Helga Ágústsdóttir. Sjónvarp kl. 20.50: SNIFF Endurtekinn þáttur frá sídastliðnu föstudagskvöldi Síðastliðið föstudagskvöld fjallaði hluti þáttarins Kastljóss um svonefnt sniff. Þátturinn, eða nánar tiltekið, þessi ákveðni hluti þáttarins, vakti mikla at- hygli og verður hann endursýndur í kvöld klukkan 20.50. í þættinum, sem ber heitið „Sniff - lífshættu- legur leikur", er meðal annars rætt við einn að- standenda drengs, sem liggur lamaður á sjúkra- húsi eftir notkun sniffefna. Einnig er rætt við lækni á viðkomandi sjúkrahúsi. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurveig Jóns- dóttir. Þessi stúlka mun vera að „sniffa“ kókaín, sem er mun sterkara eiturefni en það sem fjallað er um í þættinum í kvöld. Hér á landi er talið að helstu efni, sem ungmenni „sniffa“ séu lím, þynnir og fleiri efni af svipuðum toga. Utvarp kl. 20.00: Tordýfill- inn flýgur í rökkrinu - áttundi þáttur - þungur hlutur í kvöld klukkan 20.00 verður fluttur áttundi þáttur fram- haldsleikritsins „Tordýfillinn flýgur í rökkrinu" og nefnist hann „Þungur hlutur“. í sjöunda þætti voru þau Anna, Jónas og Davíð sann- færð um að eitthvað gruggugt væri á bakvið skrif Smálanda póstsins um egypsku stytt- una. Þau urðu því undrandi þegar séra Lindroth boðaði Önnu á sinn fund og sýndi henni gamalt bréf, sem faðir Andreasar hafði skrifað. í bréfinu segist hann hafa lof- að Emilíu, á banasæng henn- ar, að jarða hana á Gálga- hæðinni, þar sem hún hélt að Andreas hvíldi. Hann segist hafa sett þungan hlut í stað- inn í kistu hennar í grafhvelf- ingu Sealander-ættarinnar. Síðan hafi hann að beiðni Andreasar jarðað hann við hlið Emilíu. Krakkarnir fá séra Lind- roth í lið með sér. Þeir eru ekki í vafa um hvaða hlutur það var, sem settur var í kistu Emilíu. Leikendur í áttunda þætti eru: Ragnheiður Arnardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sigurðarson, Guðrún Gísla- dóttir, Valur Gíslason, Jón Hjartarson, Róbert Arnfinns- son, Þorsteinn Gunnarsson, Sigríður Hagalín, Jórunn Sig- urðardóttir, Guðmundur Ól- afsson, Karl Ágúst Úlfsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert Ingimundarson. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Útvarp Reykjavík w ÞRIÐJUDKGUR 29. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þátt- ur Erlings Sigurðssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Sigurjón Heið- arsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín“ eftir Katarína Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra“. Málm- fríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Við Pollinn. Gestur E. Jón- asson velur og kynnir iétta tón- list (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍDDEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Létt popp frá árinu 1977 14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir: Dóra Ingva- dóttir. 14.30 Upptaktur — Guðmundur BenedikLsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. „Tre Musici“ leika Tríó í G-dúr fyrir píanó, flautu og selló eftir Friedrich Kuhlau / Barokk- kvintettinn í Winterthur leikur Sónötu í D-dúr op. 4 fyrir flautu, fiðlu, fagott og sembal eftir Gaspard Fritz, Tríó í G-dúr fyrir flautu, óbó og fagott eftir Gius- eppe Demachi og Sónötu í B- dúr op. 1 nr. 4 fyrir fiðlu, fagott og sembal eftir Nicolas Scherr- er. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Tordýfillinn flýgur í rökkrinu" eftir Mariu Gripe og Kay Poll- ak. Þýðandi: Olga Guðrún Árnadóttir. 8. þáttur: „Þungur hlutur". Leikstjóri: Stefán Bald- ursson. Leikendur: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sigurðsson, Guðrún S. Gísladóttir, Valur Gíslason, Jón Hjartarson, Þorsteinn Gunnarsson, Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Ólafsson, Sigríður Hagalín, Ell- ert Ingimundarson og Karl Ág- úst Úlfsson. 20.40 Kvöldvaka a. „Heyrði ég í hamrinum". Baldur Pálmason les Ijóð eftir Sigurjón Friðjónsson. b. „Baslsaga Jóns Sigurjóns- sonar". Árni Vigfússon flytur seinni hluta frásögu sinnar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Guðmundur Arnlaugsson. 21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns" eftir André Malraux. Thor Vilhjálmsson les þýðingu sína (31). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þýsk sálumessa op. 45 eftir Johannes Brahms. Edith Math- is og Dietrich Fischer-Dieskau syngja með Kór Edinborgarhá- tíðarinnar og Fílharmóníusveit Lundúna; Daniel Barenboim stj. — Helga Þ. Stephensen les ritningarorðin. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Snúlli snigill og Alli álfur Teiknimynd ætluð börnum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugs- dóttir. 20.50 Sniff — lífshættulegur leik- ur Endursýndur kafli úr „Kast- ljósi“ föstudaginn 18. þ.m. Um- sjónarmaður Sigurveig Jóns- dóttir. 21.20 Derrick 4. Morðið í hraðlestinni. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 22.25 Víti að varast Breskur fréttaþáttur um ný sjónarmið í vígbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna og hug- myndir um varnarkerfi í geimn- um. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.