Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 11 „Getur leyst byggingamál unga fólksins á skemmtileg- an og mannlegan hátt“ - segir Magnús Thorvaldsson í Borgarnesi um nýja tegund einingahúsa sem hann hefur hannað Borgarnesi, 21. nóvember. „ÞESSAK hugmyndir eru orðnar jafngamlar mér hér í Borgarnesi en svo hafa fæðst hliöarhopp út frá þeim eins og gengur. Ég reisti hús fyrir tengdason minn í Reykjavík fyrir nokkrum árum og er það upp- hafið að þessum járnhúsum mínum, en þau hafa hingað til verið aðallega í formi smáhýsa ýmiskonar. Það var svo fyrir um þremur árum aö hug- myndin um það sem ég er að gera núna skaut upp kollinum," sagði Magnús Thorvaldsson, blikksmíða- meistari í Borgarnesi, í samtali við Mbl. en hann hefur hannað nýja byltingarkennda tegund eininga- húsa og er með í undirbúningi að koma í framleiðslu. „Húsið er byggt úr verkstæðis- framleiddum einingum frá grunni og uppúr,“ sagði Magnús, „og hreinlega skrúfað saman á bygg- ingarstað. Það er byggt upp með römmum úr limtré. Ramminn er samsettur allan hringifffi, er með gólfbita, veggstoðum og sperrum. A milli koma svo tilbúnar eining- ar, 120 cm breiðar. Eru þær ein- angraðar, og með innra og ytra byrði, sem getur verið úr hvaða byggingarefni sem óskað er svo sem áli, stáli, timbri, vatnsheldum krossviði eða hverju sem er. Ein- ingarnar ganga inn í raufar sem eru á römmunum og síðan er húsið hert saman með bolta eftir endi- löngu húsinu. Ekki er einn einasti nagli í öllu húsinu. Eftir að húsið er komið á byggingarstað getur hver sem er sett það upp á tveim- ur dögum eða svo og allt sem til Magnús Thorvaldsson við líkan af hluta húss, sem hann hefur gert samkvæmt aðferð sinni. þarf er stjörnulykill og gúmmí- hamar. Gluggar og hurðir verða í ein- ingunum og læsast þær við á sama hátt. Rammarnir geta verið allt að 12 metra breiðir og ekki eiga held- ur að vera neinir tæknilegir örð- ugleikar á að hafa húsið tveggja hæða. Ótæmandi stækkunar- möguleikar eru fyrir hendi. Hægt verður að lengja það með því að taka gaflinn úr og bæta við bilum og setja gaflinn þar í aftur. Einnig verður hægt að byggja viðbygg- ingu þvert á húsið. Sökklarnir verða úr strengjasteypu í for- steyptum einingum. óþarfi á að Sókn: Mótmælir misrétti í dagvistun barna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Starfsmannafélaginu Sókn: „Fundur haldinn í Starfsmannafélaginu Sókn 14. nóvember 1983 fordæmir harðlega það óréttlæti, sem ríkir innan Rík- isspítalanna hvað varðar vistun barna á barnaheimilum spítal- anna, þar sem börnum ófaglærðs fólks er meinuð vistun meðan börn hærri launaðra stétta sbr. hjúkr- unarfræðinga hafa þar allan for- gang. Að mati Sóknar er þessi mismunun forkastanleg og felst í þessu sú staðreynd að hærra laun- aðar stéttir innan Ríkisspítalanna eru gerðar að forréttindastéttum í þessum efnum sem öðrum. Því hlýtur það að vera réttmæt krafa að ófaglært fólk innan Ríkisspítal- anna og annarra sjúkrastofnana sitji við sama borð í þessum efn- um og faglært fólk. Flutningsmaður var óttarr M. Jóhannsson." Vík milli vina 7 Ný skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símonarson Út er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Vík milli vina eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur hef- ur áður sent frá sér þrjár skáldsög- ur, smásögur og Ijóð. Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan í menntaskóla og sumir lengur. Flest voru þau líka við nám í Kaupmannahöfn á baráttuárunum eftir 1968 þegar átti að breyta heiminum. Nú eru þau ár liðin og hvað er orðið um allt sem þau trúðu á og ætluðu að gera? Vinirnir gömlu leita ekki svaranna saman lengur heldur leitar hver fyrir sig í örvæntingu. Einhverjir eru dæmdir til að verða undir í þeim leik. Sögumað- ur er einn úr hópnum og verður ekki einhlítt hvað er veruleiki og hvað skáldskapur hans. Bókin er 210 bls. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðj- unni Hólum hf. vera að leggja í þann mikla kostn- að að grafa stóran grunn, aðeins verða boraðar holur fyrir tappa sem einingunum verður raðað á. Þar verður einnig lagnastokkur sem kemur upp í einu herbergi hússins. í honum verða allar lagn- ir og hann síðan fylltur upp með einangrun." Hvað með verðið? „Ég vonast til að verðið verði í samræmi við verkfærakaupin og naglanotkunina, þó ég hafi ekki neinar tölur tilbúnar um það. Hægt verður að fá það á öllum byggingarstigum og það er svo einfalt og auðvelt i byggingu að hjón eiga að geta sett það saman um eina helgi. Það er ekki svo lítill kostur og svo er hægt að byrja smátt og byggja smám saman við eftir því sem fjölskyldan stækkar og fjárhagurinn batnar. Viðkom- andi getur verið búinn að stækka húsið á hvaða kant sem er daginn eftir að hann fær viðbygginguna. Ég lít þannig á málið og það hefur verið mér hvatning að sjá þarna möguleika á að leysa erfið- ustu mái unga fólksins, það er byggingarbaslið. Það hefur runnið manni til rifja að sjá hvernig komið hefur verið fyrir ungu fólki eftir að það hefur staðið í þessu byggingarbasli, það hefur verið að missa heilsuna og losnar svo aldr- ei við skuldabaslið. Með þessu móti held ég að hægt sé að leysa þessi vandamál á skemmtilegan og mannlegan hátt.“ Á hvaða stigi er málið hjá þér núna? „Verið er að undirbúa smiði fyrsta hússins og ætla ég bara að vona að það verði smíðað og reist hér í Borgarnesi. Ég hef fengið góða hjálp hjá Húsnæðismála- stofnun ríkisins og Iðntæknistofn- un. Þessar stofnanir hafa veitt mér ómeranlega hjálp og er verið að útfæia tæknihliðar málsins þar. Þeir teikna þetta á blað á formlegan hátt og prófa fyrir mig. Það næsta sem gerist í þessu verð- ur svo að stofna hlutafélag um framleiðsluna, en það geri ég ekki fyrr en ég hef fengið allt á hreint, teikningar klárar og ég hef séð fyrir endann á þessu. Framhaldið veltur svo auðvitað að miklu leyti á því að menn skilji það sem ég er að gera og hafi opinn huga fyrir því...“ Hefur þér fundist eitthvað vanta á það? Ég hef haft það á tilfinningunni að allir hafi talið mann uppi í skýjunum. En ég er reyndar ekki sá eini sem hefur orðið fyrir því. Það hefur verið svo með marga með svipaðar hugmyndir og ég, á íslandi að minnsta kosti. Menn sem hafa verið að baksa svona hafa ekki allir fengið skiining, en einhver verður að ríða á vaðið og svo finnst öllum þessir hlutir sjálfsagðir á eftir. Þessir draum- órar mínir síðastliðin 3 ár eru að verða að veruleika, enda er það minn stærsti draumur í dag og undirtektir hafa verið mjög já- kvæðar, þar sem ég hef sýnt þetta." Hversu mikla atvinnu gæti þessi framleiðsla skapað hér á staðnum? „Ég get ekki nefnt fjöldann, en það gæti orðið talsverð vinna við þetta hér ef af yrði og þetta hús næði vinsældum, sem ég efast ekki um. Rammarnir verða smíðaðir í Límtrésverksmiðjunni á Flúðum, en annað á að vera hægt að smíða hér. Ég reikna með að byrjað verði á að smiða ýmis minniháttar hús, svo sem sumarbústaði og bílskúra, en ekkert er því til fyrirstöðu að byggja allt frá hundakofum og uppúr." HBj. Mótorsport komið út 14. tölublað tímaritsins Mót- orsports er komið út. Forsíðu blaðsins prýðir antik-farkostur sem var á bílasýningu í Essen. Fastir liðir eru í blaðinu eins og bíll mánaðarins, skyggnst er í bílskúra, sérstakur viðgerðar- þáttur er í blaðinu, greinar um hraðskreiðasta bát á íslandi og sparakstur, ökuleikni fornbíla, bílasýningu á Akureyri og fleira. JONSSON FRÁ ÍSLANDI SEINUPPGÖTVAÐ SÉNÍ Við íslendingar gerðum okkur ekki grein íyrir íramlagi Finns Jónssonar til heimslistarinnar íyrr en um 1970. Þá voru málverk hans sýnd við hlið verka heimsírœgra brautryðjenda eins og Kandinskys og Pauls Klees. Frank Ponzi listírœðingur valdi myndirnar, 65 að tölu. Indriði G. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.