Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Kapparnir Blomquist og Cederberg skáluðu í kampavíni eftir sigur í RAC-rallinu. Blomquist er nú talinn vera iíklegastur til að hreppa heimsmeistaratitilinn á næsta ári. MorgimbiaM/Gunniuigiir. Skotinn Jimmy McRae hafði ríka ástæðu til að brosa. Hann ók Opel Manta 400-keppnisbfl upp í þriðja sæti og sló nokkrum hinna 360 hestafla Quattro-bflum við. RAC-rallið, Englandi: Svíinn Blomqvist „rúllaði“ andstæðingunum upp SVÍINN Stig Blomquist ók fjórhjóla- drifnura Audi Quattro til sigurs í RAC-rallinu, sem fram fór í Eng- landi dagana 19.—23. nóvember. Var það síðasta rall heimsmeistara- keppninnar og innsiglaði Finninn Hannu Mikkola heimsmeistaratitil ökumanna með því að ná öðru sæti á Audi Quattro. Þriðji varð Skotinn Jimmj McRae á Opel Manta 400. Sigurinn er Blomquist án efa kærkominn, hann hefur oftar en einu sinni náð forystu í röllum heimsmeistarakeppninnar á árinu en þurft að hægja á sér til að hleypa félaga sínum hjá Audi, Hannu Mikkola, fram úr. Ástæðan er sú að Mikkola stóð betur að vígi í byrjun ársins í stigakeppni til heimsmeistaratitils og því þótti líklegra að hann næði árangri þegar liði á árið. RAC-rallið var fyrsta keppnin, sem Blomquist gat gefið „bensín- fætinum lausan tauminn" og hann sannaði hæfni sína og beinlínis „rúllaði" andstæðingum sínum upp og varð 10 mínútum á undan Mikkola. Frammistaða Jimmy McRae á Opel Manta er mjög góð, en hann varð fyrstur ökumanna á afturdrifsbíl og hreppti þriðja sæti, nokkrum mínútum á undan Finnanum Lasse Lampi á Audi Quattro. Fleiri Quattro-bílar voru í rall- inu. Franska stúlkan Michele Mouton ók einum, en féll úr leik. Túrbína í Quattro Darryl Weidner sprakk og hann hætti keppni, en Ameríkaninn John Buffum skilaði sínu „fjórhjóladrifs-trölli" í sjötta sæti á eftir Russel Brookes á Chevette, sem varð fremstur heimamanna að venju. Toyota Celica-bílarnir, sem nýverið urðu í efstu sætunum í Ivory Coast- rallinu, áttu misjöfnu gengi að fagna. Vélin bilaði í Toyota Per Eklund, Björn Waldegard datt út þegar hann fór yfir hámarkstíma á ferjuleið og Finninn ungi Juha Kankunen nældi í sjöunda sæti. Hann er orðinn atvinnumaður í rallakstri eftir góða frammistöðu í tveim röllum heimsmeistara- keppninnar. Tóku Toyota-menn honum opnum örmum eftir að hafa fylgst með honum í ár. Að lokum má geta þess að Skoda 120 LS-bílar unnu sinn vél- arflokk örugglega, náðu 1,—3. sæti, og einum þessara bíla ók John Hauglands, sem m.a. ók tví- vegis í Ljómarallinu íslenska. G.R. Quattro Blomquist varð 10 mínútum á undan bfl heimsmeistarans, Mikkola. Morgunblaóið Martin Holmes. Russel Brookes náði bestum árangri heimamanna á Vauxhall Chevette. Samskonar bfll mun verða í keppni hérlendis á næsta ári. Hveragerði: Gagnfræöaskólmn aftur í gang eftir brunann Hveragerði, 24. nóvember. EINS og kom fram í fréttum í sumar þá kom upp eldur í Gagnfræðaskóla Hveragerðis í ágústmánuði sl. Húsið skemmdist mjög mikið og ýmis kennslutæki, skýrslur og bækur eyðilögðust. Trésmiðja Hveragerðis er eig- andi hússins og annaðist hún við- gerðina, sem stóð yfir í einn mán- uð. Skipta varð um þak á hluta byggingarinnar, gler var endur- nýjað í flestum gluggum, ný teppi og eða dúkar voru sett á gólf á göngum og flestum stofum, brunnir veggir voru endurgerðir og nýjar innréttingar smíðaðar. Allir lögðust á eitt að ljúka við- gerðinni svo snemma að skólahald tefðist sem allra minnst og var þarna unnið mikið og gott verk á mjög skömmum tíma. Kennarar hófu störf í skólanum hinn 12. sept., réttum mánuði eftir brunann, og kennslan var komin í fullan gang hinn 19. sept. Að vísu er brunalyktin enn við- loðandi í skólanum og er hún hvimleið, en bæði nemendur og kennarar sætta sig við það og reyna að gera gott úr öllu, en horfa þó vonaraugum til nýja skólans, sem hafin var bygging á í sumar og hýsa á alla grunnskóla- nemendur í Hveragerði í framtíð- inni. Nemendur í gagnfræða- skólanum eru nú 72, í þrem deild- um og hefur nemendafjöldi verið nokkuð jafn síðustu árin, en í ár fjölgaði um fimm og er ljóst að fjölga mun mikið í skólanum á næstu árum. Kennarar eru 11, skólastjóri er Valgarð Runólfsson. Skólahverfið nær yfir Hvera- gerðishrepp og Ölfushrepp (fyrir utan Þorlákshöfn). Kristján Jónsson sérleyfishafi annast skólaflutningana, en hann sér einnig um flutning nemenda úr Þorlákshöfn og Hveragerði í Fjöl- brautaskólann á Selfossi. Gagnfræðaskólinn hefur lengi Saga um fjölskyld- una í Höll BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak- ureyri gefið út þrettándu bók Guð- jóns Sveinssonar og heitir hún Loks- ins kom litli bróðir. Þetta er saga fyrir börn. Á bók- arkápu segir m.a.: „Sagan gerist í sjávarþorpi og segir frá lífi fjöl- skyldunnar í Höll, en fjölskyldu- faðirinn er sjómaður. Aðalsögu- hetjurnar eru systurnar ösp og Alda, en alls eru systurnar fjórar. Þá koma amma og afi í sveitinni líka við sögu og margir fleiri. Loksins fæðist svo litli bróðir." Sigrún Eldjárn teiknaði kápu og myndskreytti bókina, sem er 120 átt við húsnæðisvanda að stríða, hann var stofnaður 1965 og var fyrst í leiguhúsnæði í Sundlaug- inni í Laugarskarði, en síðustu 10 árin hefur hann leigt húsnæði af Trésmiðjunni. En sem fyrr segir er nú verið að byggja glæsilegt hús, sem leysa á þennan vanda um ófyrirsjáanlega framtíð. Formaður skólanefndar er frú Þrúður Sigurðardóttir. Sigrún Guðjón Sveinsson síður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. MorgunbliAMk/Sigráii. Kennaralið Gagnfræðaskóla Hveragerðis. Skólastjórinn, Valgarð Runólfs- son, er lengst til vinstri. Ást og launráð - ný ástarsaga Bodil Forsberg komin út HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef- ur gefið út bókina Ást og launráð eftir Bodil Forsberg. Er þetta 15. bókin sem gefin er út eftir Forsberg og er ástarsaga. í frétt frá útgáfunni segir, að bókin sé mjög spennandi og að enginn verði fyrir vonbrigðum, sem lesi bækur Forsbergs. í Ást og launráð er sagt frá ungum hjón- um, sem flytja frá Svíþjóð til Kenýa, þar sem þau hafa keypt búgarð. I fyrstu gengur allt vel, en brátt verða þáttaskil í ástarsög- unni. Ást 09 launráé Bókin er 165 bls. að stærð. Þýð- andi er Skúli Jensson. Bókin er prentuð og bundin hjá Prentverki Akraness hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.