Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 15 Páll H. Jónsson Ólafsson, Gísli Rúnar Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Árni Tryggvason, Þorsteinn Gunnars- son, Vaidemar Helgason, Pétur Einarsson, Pálmi Gestsson og Helgi Skúlason. Að öðrum ólöst- uðum heyrðist mér þeir vera í ess- inu sínu Jón Sigurbjörnsson, Árni Tryggvason, Valdemar Helgason og Helgi Skúlason. Jón Hjartarson kom vel til skila því sem Bjarna óðalsbónda er lagt i munn, en án innlifunar. Það var eins og hann væri að lesa upp. Honum var að vísu vorkunn vegna þess texta sem honum var fenginn og sama er að segja um hlutverk Margrétar Helgu Jóhannsdóttur. Árdís húsfreyja er eins konar tæknimaður í verkinu, fær bónda sinn til að leysa frá skjóðunni, en verður sjálf óskýr persónugerð. Páll H. Jónsson þekkir sinn Guðmund Friðjónsson. En veru- lega sannfærandi i leikútgáfu er Guðmundur ekki. Þó var þetta ekki óskemmtilegur fundur við Gamla-fsland og á sér margar hliðstæður í samtímanum. Jean Bennett spillti annars áhrifaríkri senu. Rismikið lokaatriði annars þáttar komst hins vegar mjög vel til skila. Húsfyllir var að venju og er ánægjulegt til þess að vita hversu vel fólk sækir sýningar óperunnar. Myndverk Ingunnar Eydal Myndlist Bragi Ásgeirsson Tvær efnilegar listakonur hlutu sem kunnugt er starfs- laun Reykjavíkurborgar sl. ár, þær Ingunn Eydal grafík- listamaður og Messína Tóm- asdóttir leikmyndahönnuður o.fl. Báðar hafa þær verið fljótar að þakka fyrir sig og má sjá afrakstur vinnu þeirra á Kjarvalsstöðum þessa dag- ana. Messína er með brúðu- leikhús en Ingunn með mál- verkasýningu, sem hér verður fjallað um. Ingunn Eydal er löngu þekkt nafn sem grafík-listamaður en hins vegar með öllu óþekkt stærð sem málari. Að sjálf- sögðu hlaut hún starfslaunin fyrir dugnað sinn og orku á þeim vettvangi. Hún hefur tekið þátt í nærri 50 samsýn- ingum heima og erlendis en aðeins haldið eina einkasýn- ingu áður, á ísafirði árið 1980. Það hefur komið mönnum mjög á óvart að Ingunn skyldi söðla yfir í málverkið í stað þess að nota starfslaunin til að dýpka enn frekar kunnáttu sína á sínu sérsviði m.a. vegna þess að hún mun hafa komið sér upp fullkominni starfs- aðstöðu á heimili sínu. Það lá því beinast við að nýta tímann til fulls til markvissra átaka á hinum krefjandi vettvangi grafík-listarinnar. Það hefur lengi verið kunn- ugt, að það felst nokkur áhætta í því að skipta yfir á gjörólíkt svið myndlistar fyrirvaralaust. Til þess að geta slíkt þurfa menn að meistra grundvallaratriði myndlistar- innar til hlítar og er það þó jafnvel ekki einhlítt. Má hér nefna að hinn mikli snillingur teiknilistarinnar Toulouse- Lautrec söðlaði yfir í mál- verkið einvörðungu í tvö ár að ég held, — er hann svo ætlaði að fara að teikna aftur nokkru fyrir andlát sitt gekk það eng- an veginn. Lautrec varð svo mikið um þetta, að hann brast í grát og var óhuggandi, — sagði sig hafa misst teiknigáf- una ... Þetta er eitt skýrasta dæmi þess hve grundvallaratriðin eru mikilvæg og hversu hættu- legt það er að taka hliðarstökk frá sínu sérsviði um lengri tíma. Hinir stóru meistarar aldarinnar gerðu slíkt enda ekki nema i nokkra mánuði í senn og gættu þess að missa aldrei sjónar á sérsviði sínu, vel minnugir þess hvað kom fyrir Lautrec. Allir málarar þekkja það er þeir vinna að einhverju öðru af illri nauð- syn, hve mikilvægt það er að líta inn á vinnustofu sína dag- lega og sýsla þar eitthvað til að missa ekki þráðinn. Sá spotti er vandfundinn ef hann týnist, — finnist hann þá nokkurn tíma ... Þótt fram komi augljósir málunárhæfileikar í verkum Ingunnar Eydal er þessi frum- raun hennar ekki nægilega sannfærandi. Til þess er hún of hikandi og treystir um of á áunnin vinnubrögð á gerólíku tæknisviði. Einmitt þar sem hún færist mest í fang t.d. í hinum stóru níu eininga myndum svo sem „Örlög" (5), „Alla étið hafa þá“ (21) og „Fuglalíf" (22) nær hún svip- mestum árangri. Þar er hún og einnig sjálfri sér samkvæmust. Annars vilja myndir listakon- unnar minna óþægilega mikið á annan íslenzkan málara, sem einnig hefur fallið í þá gryfju að treysta of mikið á stöðluð Ingunn Eydai grafísk vinnubrögð og mynd- vörpuna. Þetta með myndvörpu- vinnubrögðin í íslenzkri myndlist á seinni tímum er saga út af fyrir sig og íslenzk- um myndlistarmönnum til takmarkaðs sóma. Hér er of mikið verið að auðvelda sér verkið og forðast átök er kosta gerandann ómældar svipt- ingar og örvæntingu, — en sem einmitt fæða af sér mikla list. í stuttu máli þá eru myndir Ingunnar velflestar ekki nægi- lega mikil málverk og ei held- ur teiknuð málverk. Miklu frekar grafískar myndir þar sem tæknibrögð listgreinar- innar skortir, svo sem sýru- baðið, nálina og ótal margt fleira. Hér skortir tilfinnan- lega pensilförin, sköfuförin, — og maður gæti jafnvel einnig sagt „fingraför málarans". — Annars er það dálitið merkilegt til umhugsunar hve þeir sem eru hreinræktaðir málarar eiga miklu auðveldara með að tileinka sér hliðargeira myndlistarinnar með mark- verðum árangri en hinna, að fara inn á svið málverksins — um það eru ótal dæmi. En hvort heldur er, þá prýðir það engan málara, að ætla sér að fjölfalda málverk sín í grafísk- um aðferðum — án þess að sökkva sér niður í séreinkenni tækninnar. Á sama hátt þýðir það lítið að ætla sér að vinna í málverki út frá grafískum hugsunarhætti einvörðungu. Hér þarf í báðum tilvikum miklu meira til. — Hér hefur einungis verið fjallað um nokkur almenn sannindi, sem vilja því miður stöðugt vera að vefjast fyrir, jafnvel bestu myndlistar- mönnum þótt listasagan segi hér skýra og ótvíræða sögu. Ég hygg, að Ingunn Eydal eigi eft- ir að láta miklu meira að sér kveða í málverkinu er fram líða stundir, færist hún meira í fang í leit að innri lífæðum málverksins. Þá munu nýir landvinningar fljótlega kom- ast í sjónmál. Örlög, 1983, olía, 158x173 cm. íslenski dansflokkurinn 10 ára Ballett Lilja Hallgrímsdóttir ÞjóðleikhúsiA: Danshöfundar: Ingibjörg Björns- dóttir, Nanna Ólafsdóttir og ís- lenski dansflokkurinn. Leikmyndir og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Aðstoð við búninga: Guðrún Svava Svavarsdóttir. „Þolinmæði þrautir vinnur allar". Þessi orð eiga vel við um íslenska ballettsögu. íslenski dansflokkurinn hélt upp á 10 ára afmæli sitt með sérstakri afmælissýningu sl. fimmtu- dagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Þrjár sýningar munu vera fyrirhugaðar á þessari afmæl- isdagskrá. í 10 ár hafa dansarar flokksins þraukað. En flokkur- inn hefur líka notið ómetanlegr- ar aðstoðar frá fáum en góðum vinum íslenskrar danslistar, bæði innlendum og erlendum. Flokkurinn hefur átt tryggan hóp áhorfenda sem hefur átt margar ánægjustundir með honum. Þessi hópur áhorfenda hefur vaxið jafnt og þétt, sú staðreynd er náttúrlega bezta gagnrýni sem dansararnir geta fengið. Fyrst á dagskránni var „La Reperition" unnið af dans- flokknum undir stjórn Þórhild- ar Þorleifsdóttur. Þórhildur er landsmönnum löngu kunn fyrir uppsetningar sínar á hinum ólíkustu leikhúsverkum, en sjálf er hún gamall ballettdansari. Henni tekst mæta vel við þetta verkefni sem er sýnishorn af daglegri þjálfun dansara, sem endurtaka sömu æfingarnar með mismunandi útfærslu allan sinn dansferil. Glæðir hún at- riðið mátulegri kímni og gerir það svo eðlilegt að það er sem maður sé kominn upp á „sal“ að horfa á „tíma“. Ekki spillti skemmtilegur píanóundirleikur (og leikur) Jóhanns G. Jó- hannssonar né kennarinn, Nanna Ólafsdóttir, þessu skemmtilega atriði. Þá var Sálumessa (Requiem) við tónlist eftir György Ligeti eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Ingibjörg ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í vali á tónlist. Verkið er mjög áhrifa- mikið og vandi að fylgja því með dansi enda tókst það ekki að mínu mati. Dansararnir komu misjafnlega út, sumir mjög vel en aðrir, því miður, nánast ömurlega. Dansarar verða eins og aðrir að þekkja sinn vitjunartíma. Ingibjörg hefur gert marga góða hluti og ber þar hæst að mínu mati ball- ett hennar, Sæmundur Klem- enzson. Þriðja atriðið var Turangalila (þættir úr Turangalila-sinfóní- unni) eftir Olivier Messiaen eft- ir Nönnu Ólafsdóttur. Verkið gefur mörg góð tækifæri fyrir dansarana. Én mér fannst það ekki nógu stílhreint — of mikið úr sitt hvorri áttinni. Auður Bjarnadóttir er komin aftur til starfa hjá flokknum og ' ber að fagna því. Einar Sveinn Þórðarson kemur sem gestur en hann starfar með The Penn- sylvania Ballet. Hann sýndi mikla framför. Sumir af döns- urunum hafa dansað með flokknum frá byrjun og átt sín- ar góðu stundir. Á þessari sýn- ingu brást Ásdís Magnúsdóttir ekki frekar en áður. Birgitta Heide hefur sjaldan verið í eins góðu formi og síðast en ekki síst vil ég nefna ólafíu Bjarnleifs- dóttur, sem sýndi frábæran dans á fimmtudagskvöldið. Það verður að segjast eins og er að ég er ekki ánægð með sýn- inguna í heild. Mér finnst hún ekki gefa rétta mynd af 10 ára starfi flokksins. Hefði ég óskað eftir meiri breidd í sýningu á þessum tímamótum íslenska dansflokksins. Ég minntist á þolinmæði í upphafi greinarinnar. Gagnrýn- endur hafa sýnt íslenska dans- flokknum þolinmæði og um- burðarlyndi frá upphafi. Sjálf hef ég ekki sparað hrósið þegar það hefur átt við en reynt að dylja það þegar mér hefur mis- líkað eitthvað; sem betur fer hefur það verið sjaldnar. Þar sem ég hefi nú stundað þessa iðju í lengri tíma en dansflokk- urinn hefur starfað og finnst hann eiga skilið að fá að heyra nýja rödd, mun ég óska eftir því að hverfa af þessum vettvangi. Ég óska íslenska dansflokkn- um til hamingju með afmælið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.