Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 t Eiginkona mín, ÞÓRLEIF EIRÍKSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfiröi, andaöist laugardaginn 26. nóvember sl. Siguröur Sigfinnsson. t Maöurinn minn, stjúpfaöir og bróðir, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, lést á heimili sínu Miklubraut 16, sunnudaginn 27. nóvember. Pauline Karlsdóttir, Sigrún Linda Kvaran, Ævar Ragnar Kvaran, Silja Kvaran, Örlygur Kvaran, Guörún Stewart, Inga Guðmundsdóttir, Bryngeir Guömundsson, Siguröur Þ. Guömundsson, Ólafur Kr. Ólafsson. Maöurinn minn. t JÓN ALBERTSSON, Hóholti 27, lést sunnudaginn 20. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þakka sýnda samúö. Elínborg Sigurdórsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, GUÐMUNDUR GEIR JÓNSSON, skipstjóri, Nesbala 80, lést af slysförum 28. október. Jaröarförin ákveöin síöar. Guórún B. Eggertsdóttir og börn. Erna Olsen, Jón Ólafsson. t Faöir okkar og tengdafaöir, SVAVAR GÍSLASON bifreiöarstjóri, Skipasundi 62, lést laugardaginn 26. nóvember. Gíslí Svavarsson, Guðlaug Bjarnadóttir, Ólöf Svavarsdóttir, Víöar Bjarnason, Millý Svavarsdóttir, Ríkharó Óskarsson. Faöir okkar. t JULÍUS J. HALLDÓRSSON, físksali, Spóahólum 2, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. desember kl. 10.30. Edvard Júlíusson, Brynjar Júlíusson, Hildur G. Júlíusdóttir. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Vilborg Magnús- dóttir - Minning Þann 21. þ.m. lést að Hrafnistu Vilborg Magnúsdóttir í hárri elli. Hún fæddist á Ytri-Ásláksstöðum, Vatnsleysuströnd, 2. apríl 1892. Foreldrar hennar voru þau Magn- ús Magnússon, sjómaður þar, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, bæði fædd á Vatnsleysuströnd- inni. Börn þeirra hjóna urðu 7 og komust 6 þeirra á fullorðinsaldur, en nú er aðeins Guðrún eftir, en hún var yngst systkinanna. Vilborg mun fljótlega eftir fermingaraldur hafa byrjað að vinna utan foreldrahúsa allt þang- að hún giftist Ólafi Kristni Teits- syni (hann var líka fæddur á Vatnsieysuströndinni) 11. október 1913, hann lést 27.7. 1974. Þau hjón hófu búskap að Hverfigötu 58, en árið 1917 eignuðust þau hús- eignina nr. 20A við Skólavörðustíg og upp frá því var þar heimili þeirra meðan líf og heilsa entist. Börn þeirra urðu 7, talin í ald- ursröð: Ingibjörg, Gróa, ólafur, lést ungur, Vilborg, Hlöðver, fórst með b/v Max Pemberton, Haf- steinn, bifreiðastjóri, séra Eggert, lést á besta aldri af slysförum. Eiginmaðurinn sótti sjóinn í áraraðir, en Vilborg gætti bús og barna en brá sér oft i sveit til vinafólks með yngsta barnið að sumarlagi meðan bóndinn sótti sjóinn fast á síldveiðum á sumrum fyrir norðan og eldri börnunum var komið fyrir í sveit. Vilborgu og ólafi fannst ekki annað koma til greina en að mennta börn sín og var það gert þrátt fyrir krappan efnahag, en mennt er máttur. Afkomendur þeirra eru nú 109 að tölu og allt fram undir það síð- asta fylgdist gamla konan vel með hópnum sínum, einkum þó þeim eldri. Hún vann mikið um dagana en heilsuhraust og andlega hress Guðjón Kr. Þor- geirsson - Kveðja Fæddur 13. nóvember 1905 Dáinn 13. nóvember 1983 Var ekki einhver að deyja í Landakotsspítala 13. nóvember sl. Jú, það slökknaði á skari hjá Guð- jóni Þorgeirssyni til heimilis að Sundlaugavegi 26 í Reykjavík. Eftir stutta legu. Dauða hans bar við á 78. afmælisdeginum. Á sömu stundu og hann sá ljós heimsins. Það verður sjaldan héraðsbrestur þó skorið sé á silfurþráðinn hjá mönnum eins og Guðjóni Þor- geirssyni, sem aldrei voru í þykj- ustunni. Unnu bara störfin þegj- andi og hljóðalaust á meðan stætt var og drógu dýr föng í þjóðarbúið án þess að segja frá. Eftir að Guð- jón andaðist hefi ég verið að bíða eftir því að einhver honum ná- kominn stingi niður penna og segði frá lífi hans og starfi. Hvað- an kom hann, hvar vann hann öll sín manndómsár. Þetta hefur Logi sonarsonur hans sagt okkur frá í fallegri minningargrein. Og þarf ég þar engu við að bæta. Ég vissi engin deili á Guðjóni, hafði aldrei séð manninn fyrr en hann kom í kjallarann að Hrafnistu, Hafnar- firði í endaðan apríl sl., með vorið í fanginu og glettni í pírðum aug- um sem gaf von um málhreifan og skemmtilegan félaga. Ég er þann- ig gerður að mér er ekki hægt að vera í kallfæri við mann sem ég ekki þekki nema að fá nafn og númer. Og svo gerðist hér, því ég var þar fyrir þegar Guðjón kom. En ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með blessaðan gamla manninn sem að vísu var yngri í árinu en ég. Hann átti svo bágt með að tjá sig. Fyrir nokkrum árum varð Guðjón fyrir þeirri sáru reynslu að fá heilaáfall sem sljóvgaði svo bæði mál og minni að hann varð eins og svefngengill miðað við það sem áður var. Mikilvirkur og verk- hagur. Líkamsþróttur hans var samt í góðu meðallagi. Gæddur stálvilja og svo miklu vinnuþreki að furðu sætti með svo slitinn, ellimóðan og stormhrakinn lang- ferðamann. Hér á þessu ágæta heimili er reynt að hafa vinnu eða föndur fyrir þá sem hafa vilja og getu til þess. Vinnutíminn er 4—5 stundir á dag og að sjálfsögðu ókeypis kennsla. Guðjón var búinn að vera hér tvisvar áður og því kunni hann öðrum fremur til verka. Hann var með þeim fyrstu í vinnusalinn. En sá tími sem ætl- aður var til kennslu dugði Guðjóni ekki, heldur kom hann með verk- efnið með sér niður í herbergi og vann stundum fram í vökulok. Einstakt ljúfmenni var Guðjón í öllu dagfari og ekki þó síst við mig. Slíkt umburðarlyndi. Sú ró- semi. Henni get ég ekki lýst. Oftast hlustaði hann á fréttir frá sjónvarpinu, en var samt vandur að myndefni. Því var það oft að ég glápti á skerminn meðan Guðjón var að vinna. Stundum afsakaði ég hávaðann. Uss, allt mátti vera eins og ég vildi. Mig minnir að það hafi verið annað kvöldið sem við deildum kjörum. Klukkan var að ganga eitt, og glansandi birta um allan salinn og ég eins og áður eitthvað að rissa. Ég sé að Guðjón er vak- andi og strýkur augun nokkuð þreytulega. Ég spyr hann hvort ég eigi ekki að slökkva. Það stóð ekki á svarinu. Hann segir: Ef þú hefur t Eiginkona min og móöir okkar, GUÐRÚN HINRIKSDÓTTIR, Sunnubraut 35, Kópavogi, lést í Landspitalanum aöfaranótt 25. nóvember. Jónas Runólfsson og börn. t Jaröarför móöur minnar, SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR PETERSEN, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. nóvember kl. 10.30. Martin Peteraen. var hún allt fram undir það síð- asta. Vilborg var mjög vel látin af öll- um sem kynntust henni og var hús hennar eiginlega í þjóðbraut opið öllum og þá sérstaklega vinum úr heimabyggðinni, Vatnsleysu- ströndinni. Hún rak engan frá sér, sú vinstri vissi ekki alltaf hvað sú hægri gjörði. Hún var trúuð kona, barngóð og tryggðatröll. Guð blessi góða tengdamóður. Guðm. Kristjánsson gagn af ljósinu þá skal ég hafa aftur augun. Eins og leiftur kom það í hugann sem sagt er að meist- arinn frá Nasaret hafi sagt við skólasveinana forðum. Það sem þið gerið þessum manni það gerið þið mér. Ég skammaðist mín og slökkti Ijósið og gerði þetta ekki aftur. Ekki þarf að orðlengja, að þessi framkoma, svona viðbrögð, sögðu mér eins mikið um Guðjón Þorgeirsson og þykk bók í stóru broti. Hanna dóttir mín kenndi mikið í brjósti um Guðjón þegar hún vissi hvað mikið frá honum var tekið heilsusamlega. Hún bað mig að vera honum góður og sýna hon- um tillitssemi. Mig langaði oft að gera Guðjóni greiða og rétta hon- um hjálparhönd. En þess þurfti aldrei. Hér er valinn maður í hverju rúmi. Vinnustúlkurnar svo elskulegar við hann, svo og alla aðra, að þjónustu er ekki vant. Krakkarnir mínir komu í heim- sókn og fóru með okkur félagana í keyrslutúra um höfuðborgarsvæð- ið. Farið heim til þeirra. Drukkið kaffi, spjallað, spilað, sungið og hlegið. Dóttir mín heilsaði og kvaddi Guðjón með kossi eins og mig. Ég sá að það var honum gott innlegg. Enda þótt Guðjón ætti erfitt með málið þá leyndi sér ekki á andlitssvip og augnatilliti að hann var í hjarta sínu þakklátur með allt sem fyrir hann var gert. Guðjón átti marga góða vini. Börnin hans og makar þeirra og systur komu oft og sýndu honum elskusemi og hlýju. Enginn kom þó eins oft og tengdadóttirin Jón- ína. Hún kom á öllum tímum dagsins, og umvafði gamla mann- inn eins og ástrík móðir. Að lokum þakka ég góð kynni og óska þessum skyndivini mínum til hamingju með nýju vistina. Ég skrifa og segi, þegar ég heyri góðs manns getið, þá kemur Guðjón í hugann. Eg kveð minn ágæta vin. Það er skammt til endurfunda. Bjarni M. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.