Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 31 Svavar Friðrik Jón Baldvin Albert Ólafur Ragnar Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Árás Alþýðubandalags á samvinnuhreyfínguna Viðskiptahallinn varð til á ráðherraferli Svavars og Ragnars, sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins Eftir fímm ára setu í ríkisstjórn, þar á meðal sem viðskiptaráðherra, flytur formaður Alþýðubanda- lagsins frumvarp til breytinga og þrenginga á lögum um verzlunaratvinnu, sem hann „rökstyður“ með fimm ára gamalli og úreltri skýrslu verðlagsstjóra. Hversvegna hafðist flokksformaðurinn ekkert að meðan hann sat í ríkisstjórn, var ráðherra viðskiptamála? Þannig komst Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, efnislega að orði, í harðri umræðu í neðri deild Alþingis í gær. • SVAVAR GESTSSON, for- maður Alþýðubandalagsins, mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur og fjallar m.a. um að leyfi til smá- söluverzlunarrekstrar gildi í 5 ár og til inn- og útflutningsverzlunar aðeins í 3 ár. Verzlunarleyfi skal endurnýjað ef Verðlagsstofnun mælir með endurnýjun þess. Flutningsmaður ræddi einkum um innflutingsverzlun, sem hann kvað nánast engar reglur gilda um eða gagnslitlar — á sama tíma og útflutningsverzlun væri háð þröngum leyfisskilyrðum. Vandi þjóðarbúsins væri mikill og vel réttlætanlegt að takmarka eitt- hvað aðgang að þröngri gjaldeyr- iseign. Flutningsmaður gagnrýndi verzlunarhætti innflutningsaðila og vitnaði til skýrslu Verðlags- stjóra frá í janúar 1979, sem fjall- aði um samanburð á innflutnings- verði hér og í nágrannalöndum og nauðsyn þess að koma á strangari reglum um umboðslaun og um- boðslaunaskil sem og fyrirbyggja upphækkun innkaupsverðs. Enn- fremur vitnaði hann til áfanga- álits Þórðar Friðjónssonar og Ragnars Árnasonar, hagfræðinga, frá 11. marz 1983, um leiðir til að draga úr viðskiptahalla þjóðarinn- ar út á við. • FRIÐRIK SOPHUSSON, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á, að Svavar Gestsson hefði í fimm ár setið í ríkisstjórn og verið ráðherra viðskiptamála um sinn. Ekki hefði hann séð ástæðu til að flytja frumvarp af þessu tagi meðan hann hafði að- stöðu til að fá það samþykkt. Það segði sitt um sýndarmennskuna nú. Bæði Svavar og annar ráð- herra Alþýðubandalags, Ragnar Arnalds fyrrv. fjármálaráðherra, hefðu stuðlað að stórauknum inn- flutningi, langt umfram aukningu útflutnings, m.a. með útsölu gjald- eyris (rangri skráningu), til að auka tekjur ríkissjóðs í tollum og vörugjaldi. Þetta hafi verið ein af meginorsökum viðskiptahalla okkar við útlönd (sem var 435 m.kr. 1979, 1538 m.kr. 1980, 3326 m.kr. 1981 og 5847 m.kr. 1982). Friðrik sagði fimm ára skýrslu verðlagsstjóra úrelta, þó það stæði enn, að verðmyndunarkerfið, er þá var, hafi sízt kvatt til hagstæðari innkaupa. Það væri einnig eftir- tektarvert að í lokaorðum þeirra hagfræðinga, sem Svavar hefði vitnað til, stæði: „ítreka ber að lokum að innflutningstakmarkan- ir af því tagi, sem um hefur verið rætt, eru tvíeggjað vopn. Með- fylgjandi tillögur helgast fyrst og fremst af þeim erfiðu aðstæðum, sem þjóðarbúið og vissar iðngrein- ar búi nú við“. Þessar erfiðu að- stæður hafi m.a. verið verðbólga, sem sigldi hraðbyri upp annað hundraðið. Aðstæður væru nú breyttar og það væri flestra álit að stefna bæri í frjálsræðisátt í verzlunarháttum en ekki hið gagnstæða. • JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON (A) minnti á greinaflokk sinn í framhaldi af fimm ára skýrslu verðlagsstjóra, sem sýnt hefði 26,7% hærra innkaupsverð hér en í Noregi. Ég beindi þá fyrirspurnum til Svavars Gests- sonar, en svörin vóru engin, frem- ur en aðgerðir af hans hálfu í embætti viðskiptaráðherra. Það, að hann dregur nú slíkt frumvarp upp úr pússi sínu, kominn úr emb- ætti, er sorglegt dæmi um skort á pólitískum heilindum, sem orsak- að hefur trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings hér á landi. JBH minnti og á að í skýrslu verðlagsstjóra hefði verð- myndunarkerfi hér verið fyrst tal- ið sem orsakaþáttur hærra inn- kaupsverðs. Jón Baldvin vék að meintri hækkun umboðslauna erlendis, sem hann sagði hafa verið brot á skattalögum og lögum um gjald- eyrisskil. Engu að síður viðgekkst þetta, sagði ræðumaður efnislega, en skýrslugjafar töluðu fremur kerfisbreytingu verðmyndunar en lagabreytingu til að ná fram betri viðskiptaháttum. Jón Baldvin sagði Svavar ekki taka afstöðu til kjarna máls með frumvarpi sínu, heldur fjalla um aukaatriði. • ALBERT GUÐMUNDSSON, fjármálaráðherra, taldi frumvarp og málflutning formanns Alþýðu- bandalagsins fyrst og fremst árás á samvinnuhreyfinguna. Sam- vinnuhreyfingin keypti og kaupir inn vörur í samfloti við hliðstæðar samsteypur á Norðurlöndum, fiyt- ur inn á eigin vegum, með eigin skipum, tryggir hjá eigin félögum, skipar upp í eigin geymslur og dreifir í eigin verzlunum. Engu að síður var endanlegt verð vöru sízt lægra en hjá þeim „milliliðum" í einkaverzlun, sem Svavar teldi maka krókinn óeðlilega á inn- flutningi og sölu nauðsynja. Þessi árás Alþýðubandalagsins væri því ekki sízt á samvinnuhreyfinguna. En tilgangur upphlaupsins væri að fela algert getuleysi Alþýðu- bandalagsins í stjórnarandstöðu. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMS- SON (Abl.) sagði rangt hjá fjár- málaráðherra að frumvarpið væri flutt í áróðursskyni. Hann spurði ráðherra hvar tollkrítarfrumvarp hans væri sem og frumvörpin öll um sölu ríkisfyrirtækja. Vóru fyrirheitin þar um gefin í áróð- ursskyni? Umræðunni iauk ekki. Spurt á Alþingi: Eru bændur vinnuveit- endureða launþegar? • Alþingi hefur afgreitt tvenn lög. Hin fyrri fjölguðu fjárveit- inganefndarmönnum úr 9 í 10, svo allir þingflokkar mættu þar fulltrúa hafa. Þau síðari, sem samþykkt vóru í gær, heimiluðu ríkisstjórninni að auka hlutafé Islands í Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum um 4.400 SDR (sér- stök dráttarréttindi) og leggja m 10% þeirrar fjárhæðar. • Frumvarp um „fjármála- ráðstafanir til verndar lífs- kjörum" (bráðabirgðalög frá í vor) var afgreitt frá efri til i deildrar með 10:2 at- tum. • Nokkrar umræður urðu í efri deild um stjórnarfrum- varp um lífeyrissjóð bænda. Árni Gunnarsson og Eiður Guðnason, þingmenn Alþýðu- flokks, spurðu fjármálaráð- herra og landbúnaðarráð- herra, í tilefni af frumvarpi þessu, 1) hvort líta eigi á bændur sem vinnuveitendur eða launþega, 2) hvort rétt- lætanlegt sé að bændur, ein starfsstétta, fái fé í sérstakan sjóð til að kosta afleysingar þeirra frá störfum? Ráðherrar svöruðu því efn- islega til að bændur væru, a.m.k. að hluta til, vinnuveit- endur, þ.e. hefðu forsjá búa á hendi, en hefðu um margt sér- stöðu. Afleysingasjóður væri hugsaður til að leysa bændur af í veikindum en umsýsla bú- stofns krefðist viðveru alla daga árs. • Frumvarp til breytinga á áfengislögum (hliðarfrum- varp með frumvarpi um tolla- mál), sem fjallar um með- höndlun tollskylds varnings í skipum, gekk til þingnefndar, sem og stjórnarfrumvarp tií breytinga á lögræðislögum. • I neðri deild vóru frumvörp um ríkismat sjávarafurða, af- nám álags á ferðagjaldeyri, niðurfellingu stimpilgjalda af íbúðarlánum, tollskrá og byggingarframkvæmdir Seðlabanka afgreidd til þing- nefnda. Fundartíminn fór annars allur í umræðu um frumvarp Svavars Gestssonar (Abl.) um verzlunaratvinnu, sem frá er sagt nánar hér á þingsíðunni. ... Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis, ræóir við Eyjólf Konráð Jónsson, formann fjárhags- og vióskiptanefndar þingdeildarinnar. (L>6*in. Mbl. RAX). Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, gluggar í skjöl í höndum Geirs Gunnarsson- ar, fyrrv. form. fjárveitinganefndar. (LjAon. mm. rax.) Svipmyndir frá Alþingi -r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.