Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 33 Bók um furð- ur veraldar Nemendur í kröfugöngu. Hveragerði: Umferðarmál í skólunum Anna Geirsdóttir flytur erindi um öryggismál. Hveragerði, 25. nóvember. Grunnskólafræðsla í Hveragerði fer enn þá fram í tveimur skólum, það er barna- og gagnfræðaskóla, en þegar nýja skólabyggingin kemur í gagnið verða þeir sameinaðir undir eitt þak. Dagana 21. til 23. nóv. voru þema-dagar í báðum skólunum og málaflokkurinn sem tekinn var til meðferðar að þessu sinni var um- ferðarmál, en eins og flestir vita er nú norrænt umferðaröryggisár. Foreldrar barna í gagnfræða- skólanum önnuðust kennslu í einn dag meðan kennarar unnu undir- búningsvinnu. Þá kom leiðbein- andi frá SÁÁ og fræddi ungmenn- in um áfengi og aðra vímugjafa. í báðum skólunum unnu nemendur verkefni um umferðar- og örygg- ismál og var síðan opin sýning á þeim fyrir foreldra og aðra vel- unnara barnanna. ' Klúbburinn JC-Hveragerði tók þátt í þemadögunum með mynd- arlegum hætti, en JC hefur sýnt þessum málum mikla athygli og m.a. gefið glitmerki í skólana og á Dvalarheimili Ás — Ásbyrgi. Síðasta daginn gengu nemendur beggja skólanna kröfugöngu frá gagnfræðaskólanum að Hótel Hveragerði undir kjörorðinu „Spennið beltin" o.fl. í hótelinu voru sýndar kvikmyndir um um- ferðarmál í boði JC. Forseti JC ávarpaði hina ungu gesti og Tryggvi Jakobsson, sem annast útbreiðslustörf fyrir Umferðarráð flutti erindi og kynnti rétta notk- un endurskinsmerkja. Að lokinni athöfn í hótelinu var gengið til íþróttahússins, en þang- Anna Geirsdóttir læknastúdent. að kom í heimsókn Anna Geirs- dóttir, læknanemi í Reykjavík, og sagði hún frá slysi sem hún varð fyrir með þeim afleiðingum að hún er lömuð í fótum. Augljóst var að frásögn Önnu hafði djúp áhrif á tilheyrendur hennar og aldrei hef ég séð þennan hóp svo hljoðan, sem þessa stund í íþrótta- húsinu. Anna svaraði síðan mörg- um fyrirspurnum og var mikill fengur að heimsókn hennar. Fylgdu henni innilegar kveðjur og framtíðaróskir þegar hún ók ein til baka í þokunni. Sesselja Valdimarsdóttir, formaður nem- endafél. gagnfræðaskólans, af- henti henni rósavönd og Ragn- heiður H. Jónsdóttir færði henni blóm og fána JC með þakklæti fyrir komuna. f barnaskóla Hveragerðis eru 240 börn og 19 kennarar í heilum og hálfum stöð- um, skólastjóri er Trúmann Christiansen. f Gagnfræðaskólan- um eru 72 nemendur og 11 kennar- ar, skólastjóri er Valgarð Run- ólfsson. Sigrún BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent frá sér bókina Furður veraldar. Bók- in er unnin úr efni samnefndra sjón- varpsþátta, sem sýndir voru hér á landi fyrir rúmu ári. Efniviðurinn kemur frá hinum þekkta rithöfundi og verkfræðingi, Arthur C. Clarke. Hann hefur um árabil helgað sig rannsóknum á illskiljanlegum fyrir- bærum, en er ekki síður þekktur fyrir skáldsögur sínar, svo sem „2001, geimferðaævintýrið mikla“, sem hann samdi bæði frumtexta og kvikmyndahandrit að. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: „Furður veraldar er viða- mesta bók, sem út hefur komið á íslensku um undarleg fyrirbæri og atburði, sem erfitt hefur reynst að skýra. Víða er komið við enda af mörgu að taka. Fjallað er um fljúgandi furðuhluti, tröllauknar tákn- myndir, kristalshauskúpur og magnþrungin, ævaforn mannvirki, sem vakið hafa margar spurn- ingar. Furðulegar skepnur og - Ný unglingasaga eftir Andrés Indriðason FJÓRTÁN ... bráðum flmmtán, heitir unglingasaga eftir Andrés Indriðason sem komin er út hjá Máli og Menningu. Hún er sjálf- stætt framhald sögunnar Viltu byrja með mér, sem kom út í fyrra. Söguhetjan er Elías sem býr í Breiðholtinu, fjórtán ára — bráð- um fimmtán, og sagan gerist sumarið áður en hann byrjar í ní- unda bekk. Það verður viðburða- ríkt sumar og skiptast á skúrir og skin. Það besta sem gerist er að hann kynnist Evu, aðalhlaupa- spírunni á landinu, eins og Lási bróðir hans segir, fallegri stelpu af Akranesi. Hún er líka góður fé- lagi þegar á reynir. Fjórtán ... bráðum fimmtán er skrímsli á landi, í sjó og vötnum koma við sögu, allt frá apa- manningum í hlíðum Himalaya- fjalla til Lagarfljótsormsins á Is- landi. Sagt er frá froska- og fiska- regni af himnum ofan og mögnuð- um risasteinum, sem hreyfast úr stað með óskýranlegum hætti. Dularfull fyrirbæri eins og sprengingin mikla í Síberíu 1908 er athuguð gaumgæfilega og birt- ar eru lýsingar sjónarvotta á eld- kúlunum óhugnanlegu, sem nefnd- ar hafa verið urðarmánar í ís- lenskri þjóðtrú." Furður veraldar er á þriðja hundrað blaðsíður og í stóru broti, skeytt miklum fjölda litmynda. Þýðandi bókarinnar er Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur. Bókin Furður veraldar var valin sem bók október-mánaðar í bókaklúbbnum Veröld. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist setningu og filmuvinnu, en bókin er prentuð og bundin í Singapore. 177 bls., prýdd mörgum myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Hún er að öllu Ieyti unnin í Prentsmiðj- unni Hólum hf. Fjórtán ... bráð- um fimmtán smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VERÐBRÉFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SÍMI 8 33 20 KAUP OG SALA VEGSKULOABRÉFA Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur. Hafnarstræti 11, síml 14824. Víxlar og skuldabréf í umboössölu. Fyrirgreiöslustotan, Vesturgötu 17, sími 16233. Þorlelfur Guö- mundsson, heima 12469. . ýmislegt j ; félagslíf j Ljós i leiði Sími 23944. I.O.O.F. 8 = 16511308VÍ = 9 I. Arinhleósla Upplýsingar í sima 84736 □ Edda 598311297 = 2 □ Edda 598311297 — 1 Atkv. □ Hamar 598311298 — 1 Atkv. Frt. Ad. KFUK Amtmannsstíg 2B Aöventutundur i kvöld kl. 20.30. Esther og Guöni Gunnarsson sjá um efniö. Veitingar. Allar konur velkomnar. handmenntaskolinn 91 - 2 76 44 FÁICI KYWmWGARRIT SKlU ANS SEWT HEIM ) HMÍ er bréfaskóli nemendur okkar um allt land.lxra teikningu.skrautskrift og fl.i sinum tima mtt:ódvrt harnanámskeió Biblíuleshringur í kvöld kl. 20.30. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Ftæöumaöur Einar J. Gislason. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Selfoss — Selfoss Aöalfundur Sjálfstæöisfélagsins Óöins, veröur haldinn flmmtudaginn 1. desember, kl. 20.30, aö Tryggvagötu 8, Selfossi. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Hveragerði — Hveragerði Sjálfstæöisfélagiö Ingólfur heldur aöalfund sinn þriöjudaginn 29. nóv- emþer kl. 8.30 í Hófel Hveragerðl. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Katfihlé. 3. Ræöumaöur kvöldsins Árni Johnsen alþingismaöur. 4. Fyrirsþurnlr. 5. önnur mál. Félagar eru hvattlr til aö fjölmenna. Stjórnin. Félög sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi og Háaleitishverfi SPILAKVÖLD — FÉLAGSVIST. Spiluö veröur felagsvist þriöjudaginn 29. nóvember í Valhöll, Háaleit isbraut 1 kl. 20.30. Húsiö opnaö kl. 20.00. Góö verölaun. Kaffiveilingar — Hlaöborö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.