Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 5 1929 wl'hjálmsson hf. iFlllAlT á Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 f 1983 X SVONA FÆRÐU 12 RETTA Nú vilja allir selja þér bíl, þess vegna er áríðandi að vanda valið og hitta á réttu úrslitin í bílagetrauninni. Við bjóðum þér FIA T, einn með örugga tólf rétta. Getraunasérfræðingar okkar mæla sér- staklega með UNO i þessari umferð, og nefna tólf ástæður fyrir því að hann er einmitt rétti bílinn fyrir þig. OPIÐ VIRKA DAGA TIL SJÖ - LAUGARDAGA 10-17 Unöl Háskólatónleik- ar í hádeginu FJÓRÐU Háskólatónleikarnir á þessu misseri verða haldnir í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 30. nóv- ember og hefjast kl. 12.30. í frétt frá Tónleikanefnd Há- skóla íslands segir, að þar komi fram Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari. Þeir flytja tónlist eftir Frakkana Gabriel Pierné og Camille Saint-Saéns, en auk þess „Þrjá söngva án orða“ eftir ísraelska nútímaskáldið Paul Ben-Haim. Tónleikarnir vara u.þ.b. hálftíma. Af hverju, afi? — heitir jólabók handa börnum eftir Sigurbjörn Einarsson biskup AF HVERJU AFI? — Talað við böm í jólahug, heitir bók eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem kemur út hjá forlaginu Skálholti innan tíðar. Bók- in byggist upp á samræðum afa og barnabarna hans þegar þau koma í heimsókn. Börnin era spurul og á þau leita spurningar um trúna og tilveruna. Afi svarar spurningum þeirra og segir sögur. Þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð börnum er hún ekki skrifuð á barnamáli „enda tala ég aldrei barnamál eða tæpitungu við börn,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Morgunblaðið. „Strax eftir að þau hætta að hjala tala ég við þau eins og fullorðið fólk, og ég held að þau kunni best við það.“ Inntur eftir nafni bókarinnar, sagði Sigurbjörn: „Nafnið byggist á þeirri staðreynd að börnum er gjarnt að spyrja „af hverju?" um allt milli himins og jarðar. Það er einkenni á greindum börnum og þeim börnum sem venjast því að vera eitthvað sinnt að spyrja í sí- fellu. Trúarlegar spurningar leita mjög á börn — það kannast allir við sem gefa sér tíma til að tala við þau og þau hafa ánægju af því að rætt sé við þau um alvarleg málefni. Ég fór út í að skrifa þessa bók vegna tilmæla annarra. Þess var farið á leit við mig að ég skrifaði bók þar sem rætt væri við börn um jólin og fleira sem kemur í hugann trúarlegs eðlis. Það hefur skort nokkuð á slíkt efni hér á landi, þar sem reynt er að svara Sigurbjörn Einarsson biskup ýmsum algengum spurningum barna á skiljanlegan hátt, með því að vera samstiga þeim í hugsun. Það er ýmislegt sem ber á góma. Það er mikið rætt um jólahátíðina og jólaguðspjöllin, en einnig vakna spurningar um baráttuna í náttúrunni, sem börn hugsa mikið um, um dauðann og fleira. Þá er nokkuð rækilega farið í sálminn „Heims um ból“, sem flest börn kunna, en eiga erfitt með að skilja. Það er reynt að gera þeim textann aðgengilegan með því að fara nákvæmlega í hann, orð fyrir orð. „Hvaða ból er verið að tala um?“ spyrja börnin. „Er það bólið sem við sofum í á nóttunni?" Það er mín von að þessi bók nýt- ist bæði börnum og fullorðnum; að hún geti komið að gagni í heimilis- uppfræðslu og heimilisguðrækni, til dæmis með því að hjálpa full- orðnum að tala við börn sín um trúarlega hluti." í lok bókarinnar er kvöldvers eftir Sigurbjörn, sem sonur hans, Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, hefur gert lag við. Eru nótur lags- ins prentaðar í bókinni einnig. Litli leikklúbburinn sýn- ir ímyndunarveikina LITLI leikklúbburinn á ísafirði frum- sýndi á sunnudaginn gamanleikinn „ímyndunarveikin“ eftir Moliére. Leikstjóri er Thomas Ahrens. Með hlutverk í leiknum fara Reynir Sig- urðsson, Hanna Lára Gunnarsdóttir, María Maríusdóttir, Margrét Geirs- dóttir, Guöbjörg Halla Magnadóttir, Guðbergur Isleifsson, Guðjón Olafs- son, Viðar Konráðsson, Hallgrímur Axelsson, Jón St. Ragnarsson og Pét- ur Svavarsson. Leikmynd gerði Pétur Guðmundsson, Ivsingu Sveinbjörn Björnsson og hljóðfæraleik annast Jónas Tómasson, Kristinn Nielsson og Kristján Þór Bjarnason. Imyndunarveikin er 39. verkefni Litla leikklúbbsins sem stofnaður var 24. apríl 1965. Um vetrarstarf Litla Leikklúbbsins er annars það að segja að t febrúar er ráðgert að vera með barnaskemmtun og í vor dagskrá með blönduðu efni, segir í frétt frá klúbbnum. I fréttinni er vakin athygli á þeirri nýbreytni Félagsheimilisins í Hnífsdal, að boðið verður upp á þríréttaðan kvöldverð í tengslum við leiksýningarnar. „Verður þetta haft með svipuðu sniði og hjá Þjóðleikhúsinu, þ.e. að fólk getur fengið eftirréttinn í hléinu. Vonum við að ísfirðingar og nágrannar kunni vel að meta þessa framtaks- semi,“ segir í fréttinni. FRAMHJÓLADRIFINN HÁÞRÓUÐ HÖNNUN RÚMBESTUR FIATER MESTSELDI BÍLL í EVRÓPU SPARNEYTINN (3,7 L.) FRÁBÆRT VERÐ AFBURÐA GALVANISERAÐUR AKSTURSEIGINLEIKAR ÍTÖLSK FEGURÐ BESTU KJÖRIN LÍKLEGUR SEM BÍLL ÁRSINS 1984 FIAT ENDURSÖLU- ÖRYGGINÚMER EITT Metsö/uhhdú hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.