Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 19 Séð yfir staðinn, þar sem Boeing-747-þotan féll til jarðar skammt frá flugvellinum í Madrid aðfaranótt sunnudags. sím»myndir ap. 183 fórust er Boeing-747-þota hrapaði skammt frá flugvellinum í Madrid: „Flugfreyjur settust eins og allt væri með felldu“ Frá Helgu Jónsdóttur, fréttaritara Morgunblaósins í Burgos, Spáni, 28. nóvember. EITT HUNDRAÐ áttatíu og þrír farþegar létu lífið og 11 komust lífs af þegar Boeing-747-þota í eigu SAS en í leigu hjá kolombíska flugfélaginu Avianca fórst í grennd við Barraja-flugvöllinn í Madrid kl. 01.04 á sunnudag. Veðurskilyrði voru þá ágæt í Madrid. Þetta er annað mesta fiugslys í sögu Spánar og eitt af 10 mestu flugslysum sögunnar. Af þeim 11, sem lifðu slysið af, er m.a. Frakki, kona hans og tvö börn þeirra. Þau sátu öll mjög aftarlega í vélinni. Vélin var á leið frá París, en förinni var heitið til Bogota í Kolombíu með millilendingum í Madrid og Caracas í Venezúela. Hermenn, starfsmenn Rauða krossins á Spáni, slökkviliðs- menn, varaliðsmenn og lögregla hófu þegar björgunarstörf, sem voru þó miklum erfiðleikum bundin, þar sem brak vélarinnar dreifðist um mjög stórt svæði. Engin skýring Engar óyggjandi skýringar á slysinu hafa enn verið gefnar upp enda þótt upplýsingar frá Avianca og vitnisburður eins far- þegans, sem komst lífs af, gefi til kynna, að flugvélin hafi lækkað flugið mjög skyndilega eftir að kviknað hafði í einum fjögurra hreyfla vélarinnar. Virðist öflug sprenging i öðrum vængnum hafa fylgt í kjölfarið. Vélin átti aðeins 8 kílómetra ófarna að flugbrautinni, eða um 45 sek. flug, þegar hún hrapaði. Flaug hún í 600 metra hæð og hraðinn var 330 km/klst. Það er einmitt eiginkona Frakkans sem að því er virðist ein farþega tók eftir því að eldur hafði kviknað í einum hreyfl- anna. „Okkur var aldrei tilkynnt um að eldur hefði kviknað í ein- um hreyflinum," sagði hún í við- tali við spænsk blöð. „Flugfreyj- urnar settust í sæti sín fyrir framan okkur rétt fyrir lendingu rétt eins og allt væri með felldu. Fimmtán sekúndum síðar upp- hófust hörmungarnar." Svarti kassinn svonefndi fannst fljótlega eftir að leit hófst, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvað áhöfn vélarinnar og starfsmönnum flugturnsins á Barraja-flugvelli fór á milli. Starfsmenn hans hafa sagt i við- tali við blöð, að áhöfn vélarinnar hafi ekki gefið til kynna að ekki væri allt með felldu. Tveir bandarískir flugslysasér- fræðingar, lið frá Avianca-flug- félaginu og spænskir sérfræð- ingar eru að reyna að komast að hinum raunverulegu orsökum slyssins. Haft var eftir öðrum sérfræðingum, að líklegast hefði annar vængur vélarinnar rekist í á aðflugsleiðinni með þeim af- leiðingum, að hún skall til jarð- ar. Benda þeir jafnframt á, að hér hafi aðstæður og mannleg mistök hjálpast að. Flugstjórinn var þrautreyndur og hafði yfir 35 ára reynslu í þotuflugi. í vélinni, sem var að koma frá París, voru farþegar af ýmsu þjóðerni: Kolombíumenn, Frakk- ar, Svíar, Þjóðverjar, Danir, ítal- ir, Argentínumenn, Venezúela- búar og Spánverjar. Alls voru farþegar 170 talsins og 24 manna áhöfn. Frá Stokkhólmi hafa bor- ist þær fregnir af 20 Svíar hafi verið á meðal farþega. í þeim hópi voru fimm hjón, sem voru á leið til Kolombíu til að sækja börn sem þau höfðu ættleitt. Þá er vitað, að á meðal fórnarlamba slyssins voru fjórir s-amerískir rithöfundar, m.a. ljóðskáldið Manuel Scorza frá Perú. Enn- fremur ungur spæsnkur píanó- leikari og tveir spænskir augn- sérfræðingar. Óþekkjanleg lík Mjög erfitt hefur reynst að bera kennsl á þau lík, sem fund- ist hafa, þar sem þau eru flest mjög illa brennd. Átta lík eru enn ófundin. Öllum líkunum, sem fundist hafa, hefur verið komið fyrir í einu flugskýla vallarins og er enn verið að reyna að bera kennsl á sum þeirra. Aðeins hef- ur tekist að þekkja 33 fórnar- lambanna. Búist er við að a.m.k. 10 dagar líði áður en því verki verður lokið. Fjölskyldur og önn- ur skyldmenni fórnarlambanna tóku að streyma til Madrid strax í gær. Haldin verður minningar- athöfn um hina látnu síðar í vik- unni og fer hún fram í flugskýl- inu. í farþegalistum Avianca-flug- félagsins er aðeins skráð fyrra ættarnafn þeirra farþega, sem hafa tvö ættarnöfn, svo og ákvörðunarstaður þeirra. Hefur þetta gert mönnum ennþá erfið- ara fyrir við að bera kennsl á líkin. Þó er vitað með vissu, að með vélinni voru 23 ítalir, 20 Sví- ar, 15 Frakkar, 10 V-Þjóðverjar og a.m.k. 3 Spánverjar. Talsmenn Avianca-flugfélags- ins hafa vísað á bug öllum get- gátum um að vélin hafi ekki ver- ið í fullkomnu ásigkomulagi. Þeir benda jafnframt á, að farþegar hafi verið innan við helmingur þess, sem vél af þessu tagi getur mest flutt. Þá hafa talsmenn flugumferðarstjórnar í Madrid alfarið hafnað þeim möguleika, að flugmaðurinn hafi verið að undirbúa nauðlendingu er vélin fórst. Ef svo hefði verið hefði verið drepið á öllum hreyflum vélarinnar. Að sögn þeirra virð- ist sem flugstjórarnir hafi ekki haft hugmynd um að eldur væri í einum hreyflanna. Þetta er í þriðja sinn sem vél á vegum Avianca-flugfélagsiná lendir í erfiðleikum við Barraja- flugvöllinn í Madrid. Árið 1973 fór Boeing-707-þota út af braut- inni og stórskemmdist. Ekkert manntjón varð. I september í fyrra sprakk á hjóli einnar Boeing-747-þotu félagsins án þess að slys hlytist af. Brunnin lík fórnarlamba í forgrunni myndarinnar, en hluti úr vélinni í baksýn. 53 létust í flug- slysi í Nígeríu: Flugmað- urinn villtist í slæmu skyggni Lagos, Nígeríu. 28. nóvember. AP. FARÞEGAÞOTA frá Flugfé- lagi Nígeríu hrapaði í gær 3 kílómetra frá flugvellinum í Enugu. Hér var um F-28-þotu að ræða og voru 74 innan- borðs. 53 létu lífið og aðeins einn hinna slapp án meiðsla, hinir voru meira og minna slasaðir. Breti að nafni Andrew Win- shursh, sá eini sem slapp óskrá- maður, sagði að rétt áður en flug- vélin skall til jarðar, hafi flug- maðurinn tilkynnt farþegunum að skyggni væri afar slæmt vegna þoku. Síðan hafi flugmaðurinn tekið þotuna inn til lendingar en komist að því um seinan að hann var ekki nærri kominn að flug- brautinni. Winshursh sagði ekkert hafa amað að þotunni fyrr en hún hefði brotlent, en þá urðu miklar sprengingar og eldur braust út. „Þeir einu sem áttu möguleika á að bjarga sér voru þeir sem sátu við neyðarútgangana," sagði hann. Meðal þeirra sem komust lífs af, voru flugmaðurinn og yfirflug- freyjan. Er þetta annað mesta flugslys sem orðið hefur í Nígeríu, en árið 1971 fórust 87 manns í flugslysi við borgina Kano. Veöur víða um heim Akureyri -10 úrk. í gr. Amsterdam 9 skýjaö Aþena 17 rigning Barcelona 18 hálfskýjaö BrUssel 10 rigning Buenos Aires 27 bjart Chicago 7 rigning Dublin 11 skýjaö Feneyjar 17 láttskýjaö Frankfurt 14 rigning Genf 16 rigning Havana 31 skýjaö Helsinki -8 heiöskírt Hong Kong 21 heiöskírt Jerúsalem 18 bjart Jóhannesarborg 27 skýjaö Kaupmannahöfn 8 rigning Las Palmas 23 heiöskírt Lissabon 19 skýjaö London 11 skýjað Los Angeles 21 bjart Malaga 20 skýjaö Mallorca 17 láttakýjað Mexíkóborg 22 heiöskírt Miami 27 skýjaö Montreal 1 skýjaö Moskva 3 skýjaö New York 12 bjart Peking 10 bjart Reykjavík -6 léttskýjað Rio de Janeiro 31 sól Róm 19 skýjaö San Francisco 17 bjart Seoul 9 bjart Stokkhólmur 0 heiöríkt Sydney 21 rigning Tókýó 12 heiöríkt Vancouver 8 þoka Vínarborg 13 rigning Varsjá 10 rigning bórshöfn 0 skýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.