Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Kfnisskrá:
J.8. Bach Svíta nr 4.
Vivaldi Fiðlukensert nr. 5
Stravinsky Dumbarton Oaks-
konsertinn
Mozart Litla næturljóðið, Kv. 526.
Kinleikari: Einar Grétar Svein-
björnsson
Stjórnandi: Klauspeter Seibel.
Fjórða svítan er sjaldnast
leikin af þeim fjórum verkum er
Bach samdi í þessari verkgerð.
Aðalþáttur verksins er „forleik-
Kinar Grétar Sveinbjörnsson
Klauspeter Seibel
Kammertónleikar
urinn" og er oft vitnað til þessa
kafla þegar fjallað er um rithátt
Bachs fyrir hljómsveit, sem
þrátt fyrir að vera eitt allra
mesta tónskáld í vestrænni
menningu, virðist ekki hafa neitt ,
hugsað um blæbrigði hljóðfær-
anna, eða hvort einhver sérstak-
ur ritháttur ætti bætur við ein-
stakar hljóðfæragerðir en aðrar,
eins og t.d. hvað færi vel fyrir
trómpett og hvað ætti betur
heima hjá fiðlunum, óbóunum
eða fagottunum. Það virðist svo
sem oftlega hafi Bach látið
hljóðfærin meira og minna leika
„beint af augum“, en minna hug-
að að blæstöðu hljóðfæranna,
sem þó var farið að fjalla nokkuð
verulega um í óperunni á þessum
tíma. Forleikinn að fjórðu svít-
unni notaði Bach í einn af kant-
ötum sínum, Unser Mund seivol
voll Lachens, en síðasti þáttur
svítunnar er einstaklega
skemmtilegt „gleðiverk" og
oftlega leikið sem dæmigerður
viðauki við formskipan barokk-
svítunnar. Annað verkið á efn-
isskránni var konsert í D-dúr,
eftir Vivaldi. Fyrir utan að
semja fjörutíu óperur, eitt hundr
að meiriháttar kórverk, tuttugu
og fimm kantötur, sjötíu og
þrjár sónötur og grúa smærri
verka,‘samdi hann rétt yfir fjög-
ur hundruð konserta, sem sér-
staklega voru samdir fyrir stúlk-
urnar í Konservatóríunni, sem
hann hafði umsorgan með. Á
þessum tíma og reyndar framyf-
ir 1750, var konsertform Corellis
mest í tísku en þar er formskip-
anin að mestu hægur — hraður —
hægur — hraður, með einstaka
frávikum, sem rekja má til
danssvitunnar. Hjá Vivaldi kem-
ur fram hinn þrískipti konsert er
hefst á hröðum þætti með hæg-
an og oft ljóðrænan annan þátt
og síðan fjörugan og mjög hrað-
an lokaþátt. Það er ekki fjarri
lagi að hinn þrískipti konsert
Vivaldis sé enn í dag fyrirmynd
manna í konsertgerð, þó enginn
vilji viðurkenna sig gamaldags
og margir þykist sjá listræn
markmið sín í því að gera eitt-
hvað nýtt og áður ógert. Einar
Grétar Sveinbjörnsson lék kon-
sertinn vel á köflum, þó hraðinn
virtist vera stundum við efri
mörkin. í hæga þættinum var
leikur Einars mjög fallegur. f
tveim síðustu verkunum, í kons-
ert Stravinskys og næturljóði
Mozarts, var leikur Sinfóníu-
hljómsveitarinnar hreint frábær
og þar er kominn til sögunnar
nýr stjórnandi, Klauspeter Sei-
bel, sem auðheyrilega er frábær
stjórnandi og verður sannarlega
spennandi að heyra hversu hon-
um tekst að spenna bogann á
næstu tónleikum, en þar verða
leikin eingöngu verk eftir
Brahms. Það er sannarlega feng-
ur í slíkum ágætisstjórnanda
sem Seibel. í næturljóði Mozarts
náði Seibel að laða fram alls
konar falleg og viðkvæm atriði
og í Dumbarton-konsertinum
var sérlega góð hrynræn spenna,
en hélst út allt verkið.
Hamrahlíðarkórinn
Antonio da Tempo, yfirdómari
í Padúa, ritar árið 1332 um tón-
list og segir þar: „Og í þessu
sambandi er rétt að geta þess að
„mandrialis" er sú gerð söngva
sem venjulega eru kallaðir
„marigalis". Merking mandrialis
er dregin af orðinu mandra er
þýðir fjárhópur, sem gætt er af
fjárhirði og er hér því um söng
fjárhirða að ræða, enda er fyrst
vitað um þess konar söng meðal
fjárhirða." Til er yngri skýring á
orðinu og er þá rithátturinn
„matricale", sem er dreginn af
orðinu „madre" og merkir þá
söng sunginn á móðurmálinu.
Sú tegund tónlistar, sem nú-
tímamenn kalla madrigal, verð-
ur rakin til sextándu aldarinnar
og er önnur en samnefnd tónlist
frá þeirri fjórtándu, sem að
mestu er í tvíraddaðri gerð. í
sextándu aldar gerðinni er
minna lagt upp úr ljóðunum en
áður var og varð því nýi madri-
galinn frjálsari tónsmíð og olli
eins konar endurvakningu í
tónsmíði. Fyrstu madri-
galistarnir voru Verdelot, Festa
og Arcadelt en klassíski madri-
galinn, aðallega í fimmradda
gerð, var verk manna eins og
Willaert, de Rore, Andrea
Gabríeli, Orland di Lasso, de
Monte og Palestrína. Síð-madri-
galistarnir, Marenzio, Gesualdo
og Monteverdi gerðu madrigal-
inn að meiriháttar tónsmíð, þar
sem krómantík, textatúlkun,
leikur með blæbrigði, leikræn
túlkun og sönghæfni einsöngv-
ara var útfærð með meiri leikni
en fyrr þekktist.
Enski madrigalinn stendui
svolítið sér og er William Byrd
sá sem fyrst hugar að madrigal-
gerð fyrir alvöru þar í landi. Það
sem veldur mestu um sérkenni
ensku madrigalanna liggur fólg-
ið í mismun enskrar og ítalskrar
tungu. Árið 1588 var gefið út
safn ítalskra madrigala með
enskum texta og þeir, er tóku
upp merki ítalskrar madrigal-
gerðar, voru Weelkes og Wilby.
Aðrir merkir meistarar á þessu
sviði voru Gibbons og Tomkins,
en með þeim tekur madrigalgerð
að hnigna í Englandi.
Tónleikarnir hófust á Musica
eftir Johann Jeep (1582—1634),
er var aðallega þekktur fyrir
skólasöngva sína, Studenten-
gártlein, sem gefnir voru út 1605
og 1614. Næst kom Nun fanget
an, eftir Hans Leo Hassler, er
var nemandi Andrea Gabrieli.
Hann samdi í fyrstu ítalska
tónlist en söðlaði síðar um og
lagði hornsteininn að þýskri
sönglagagerð. Madrigala sína
kallar hann gjarnan dansa og
notar, eins og Gastoldi, mikið
fa-la-la-texta í viðlögunum. Gio-
vanni Gastoldi átti eitt lag á efn-
isskránni, en það var Speme am-
orosa. Eftir Orland di Lasso
hinn mikla voru sungin tvö lög,
bæði mjög fræg, Bonjour mon
cæur og Matona mia cara. Fyrri
hluti tónleikanna náði námarki
með Lasciatemi morire, sorgar-
söngnum úr Arianna, annarri
óperu Monteverdis. í þessu lagi
er sársaukinn tónsettur og var
gæddur sérkennilegum og þung-
lyndum undirtóni í fallegum
söng kórsins.
Pétur Jónsson gítarleikari lék
fjögur lög, fyrst tvo pavan-dansa
eftir Luis Milan og þá söngdans
eftir Gaspar Sanz og tilbrigði
eftir Loys de Narváes. Mjög
snemma var tekið upp á því að
slá saman tveimur dönsum, þ.e.
pavan í hægum tvískiptum takti
oggalliarde í hraðari þrískiptum
takti. Þessi samsetning, sem var
í tísku fram á miðja 16. öldina,
er talin frumhugmyndin að
danssvítunni. Narváes er einn af
frumsmiðum tilbrigðaformsins,
sem talið er hafa þróast í tengsl-
um við flutning söngtónlistar.
Til að skapa tilbreytni i lútuund-
irleik við langa ljóðabálka voru
gerðar smábreytingar á undir-
leiknum við hverja vísu, sem er
tímar liðu urðu æði margbrotnar
og svo um síðir að sjálfstæðum
tónsmíðum fyrir lútueinleik.
Eitt elsta tilbrigðaverkið er talið
vera Vindmyllurnar frá París,
einstætt verk að allri gerð og
talið samið á 14. öld. Tilbrigða-
formið blómstrar svo með til-
komu lútu- og hljómborðstón-
listar snemma á sextándu öld-
inni. Pétur lék þessi gömlu lög
frábærlega vel.
Gullöld enskrar tónsmíði nær
yfir 16. öldina og fram á miðja
þá 17., en síðan tekur heldur að
verða hljótt í sögu enskrar tón-
smíði. Síðustu lögin á tónleikum
Hamrahlíðarkórsins eru eftir
nokkur stórmenni þessa tímabils
í enskri tónlistarsögu, þá Benn-
et, Morley, Dowland, Tomkins,
Gibbons og Purcell og söng kór-
inn hverja perluna eftir aðra.
Það þarf í raun og veru ekki að
nota nema eitt orð um söng kórs-
ins, undir meistarastjórn Þor-
gerðar Ingólfsdóttur, og það er
„stórkostlegt“. Vonandi tekst
Þorgerði að halda saman þessum
kór í mörg ár, því fróðlegt verður
að heyra í kórnum er raddir
söngfólksins fullorðnast og
þroskast. Helsti munurinn í dag,
frá því sem var fyrrum, er í vax-
andi hljómþrótti karlaraddanna.
Það er í rauninni alveg maka-
laust hversu Þorgerði tekst að
samæfa söngfólk með svo skýrri
tónmyndun, að raddirnar sund-
urgreinast jafnvel og þær falla
saman. Það er engum vafa und-
irorpið, að fyrir utan að vera
menntandi leiðtogi er hún frá-
bær listamaður og þar í liggur
galdurinn varðandi gæði
Hamrahlíðarkórsins.
Sýnishorn
manneðlis
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Ríkisútvarpið:
TÓLFKÓNGAVIT
Leikrit eftir sögu
Guðmundar Friðjónssonar.
Leikgerð: Páll H. Jónsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Tónlist, útsetning: Höfundur
og Reynir Jónasson.
Tæknimenn: Þorbjörn Sigurðsson
og Pálína Hauksdóttir.
Tólfkóngavit, saga Guðmundar
Friðjónssonar, birtist í fyrsta sinn
á prenti í smásagnasafni skálds-
ins: Tíu sögum (1918). í aðfaraorð-
um höfundar leikrits segir að í að-
alatriðum virðist efni sögunnar
vera frá 1904—1980. Páll H. Jóns-
son segir ennfremur:
„Þótt sagan, Tólfkóngavit, sé
allgömul, má mikið vera ef hugs-
anlegir hlustendur leikritsins
kannist ekki við slagorð, kosn-
ingaloforð og kosningaáróður, sem
tekinn er beint úr sögunni. Sé svo,
er það sönnun þess, sem löngu er
viðurkennt, að sagan er sígild. Að
pólitískt skop hennar með þung-
um undirstraumi alvöru, fjöl-
breyttar mannlýsingar og þjóð-
lífslýsingar eiga erindi við
nútímafólk."
Við þetta er nú reyndar ekki
miklu að bæta. Hér er dreginn
saman kjarni verksins. Guðmund-
ur r ’jór ' -n var dugmikið skáld
og orðh. K.. prósaisti og er hollt
að hlýða á málfar hans eins og
Páll H. Jónsson teflir því fram.
Umræður bændanna voru hinar
ísmeygilegustu og leiddu oft í ljós
ýmsa mannlífsþætti, sögur í
sjálfri sögunni. Dramatísk var
leikgerðin ekki, heldur eins trú
sagnaskáldinu og unnt var. Sam-
ræður Bjarna Jónssonar sýslu-
nefndarmanns og óðalsbónda á
Hjalla við Árdísi húsfreyju sína
og fólk í sveitinni sem hann fiskar
eftir atkvæðum hjá til að komast
á þing, eru að vísu full háfleygar
til að vera samstíga því sem nú-
tímafólk á að venjast, en vitna um
töluverða mannþekkingu og gam-
ansamt viðhorf. Bak við alvöruna
fer skopið sínu fram og vegur
einna þyngst í verkinu. Höfundur-
inn er mishittinn, en Páli H.
Jónssyni tekst að vekja áhuga
hlustanda á þessum sýnishornum
manneðlisins, ef svo má að orði
komast.
Það er glæsisveit leikara sem
Hallmar Sigurðsson hefur fengið
til að túlka hina gömlu sögu: Jón
Hjartarson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Valur Gíslason, Sig-
urveig Jónsdóttir, Guðmundur
—
Jean Bennett
Tónlist
Egill Friöleifsson
Gamla bíó 25.11. ’83.
Um síðustu helgi urðu manna-
skipti í titilhlutverki óperunnar La
Traviata eftir Verdi, sem íslenska
óperan sýnir um þessar mundir.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sem
sungið hefur hlutverk Violettu og
hlotið einróma lof fyrir, dvelst er-
lendis þessa dagana, en við hefur
tekið ung amerísk söngkona, Jean
Bennett að nafni. Jean Bennett
nam söng á Italíu og starfar nú þar
að list sinni. Meðal kennara hennar
var Lina Pagliughi, en hún hefur
einnig veitt tilsögn þeim Ólöfu
Kolbrúnu og Garðari Cortes. Jean
Bennett er góð söngkona og fór
snoturlega með hlutverk Violettu.
Hún býr yfir góðri söngtækni og
fór léttilega með hin erfiðustu
stökk og trillur. Þannig naut hún
sín sérlega vel í glæsiaríum eins og
t.d. „Sempre libera" en gerði veika
söngnum í lokaþættinum einnig
sannfærandi skil. Jean Bennett féll
vel inn í söngvarahópinn án þess að
bera af eða stela senunni og er
verðugur fulltrúi hins ítalska bel
canto-söngstíls.
Hér í blaðinu hefur áður verið
fjallað um uppfærslu Islensku
óperunnar á La Traviata og því
ástæðulaust að skrifa langt mál að
sinni. Það sakar þó ekki að geta
þess að sýningin á föstudagskvöld-
ið gekk um flest vel og hnökralítið
fyrir sig. Samvinna hljómsveitar
og söngvara var í góðu jafnvægi
með einni undantekningu þó. í síð-
asta þætti, þar sem Violetta fár-
sjúk og máttlítil gefur sínum elsk-
aða Alfredo nistið, var leikur
hljómsveitarinnar alltof sterkur og