Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Minning: Guðrún Kristjáns- dóttir Marteinstungu Fædd 11. desember 1889 Dáin 26. janúar 1983 Þó að nokkuð sé um liðið síðan amma mín Guðrún Kristjánsdótt- ir lést, langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Guðrún Kristjánsdóttir var fædd og uppalin í Marteinstungu í Holtu, dóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar frá Litlu-Tungu í Holt- um og Ólafar Sigurðardóttur frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, en hún var dóttir Sigurðar ísleifssonar og Ingibjargar Sæmundsdóttur (syst- ur sr. Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólstað). Skyldfólkið sem tengdist Barkarstaðahjónunum var fjölmennt og dreifðist vítt og breitt um sveitir Rangárvallasýslu og víðar. Kristján og Ólöf bjuggu allan sinn búskap í Marteinstungu, þau áttu 5 börn, yngst var Guðrún, hin voru Jón Ágúst, bankagjaldkeri í Reykjavík, Ólafur, klæðskeri í Reykjavík, Kristín, húsfrú í Hafn- arfirði og Sigurður, verslunar- maður í Hafnarfirði, sem öll eru látin. Guðrún átti heima allt sitt líf í Marteinstungu. Hún var ung að árum, þegar hún gekk að eiga mann sinn, Gunnar Einarsson frá Köldukinn í Holtum, en þau keyptu jörðina af Kristjáni, föður Guðrúnar. í Marteinstungu var rekinn myndarbúskapur í tíð Guðrúnar og Gunnars á þeirra tíma mæli- kvarða. Árið 1930 var byggt nýtt íbúðarhús, sem þótti rúmgott og fínt í þá daga, líklegt er að nýja húsið hafi komið sér vel, því það má segja að á tímabili hafi í Mart- einstungu verið miðstöð félags- legra samskipta í sveitinni. Stað- urinn er kirkjustaður og hefur verið það um aldir, um skeið var samkomuhús sveitarinnar þar, þar var skólinn til húsa um tíma og þar var Póstur og sími. Þar að auki dvöldu oft frændur og vinir daga og vikur í sumarleyfum sín- um í Marteinstungu, ekki var óalgengt að upp undir tuttugu manns sætu til borðs, enda var oft glatt á hjalla á bænum. Af þessu má sjá að erill og gestagangur hefur verið mikill og hefur það ekki hvað síst hvílt á herðum húsmóðurinnar að við- bættum hennar daglegu skyldu- störfum. En Guðrún var sköruleg húsmóðir og ég hugsa að henni hafi þótt þessi aukavinna fremur ljúf en leið, allt heimilishald Guð- rúnar var í mjög föstum skorðum og myndarskapur í hvívetna. Ég var ung að árum þegar ég var send í sveit til ömmu og afa í Marteinstungu og margar minn- ingar eru tengdar þeim hjónum frá þeim tíma, en ég hef löngum talið, að þau hafi haft heillavæn- leg áhrif á uppeldi mitt og þroska. Guðrún var mikil mannkosta- og sómakona, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Hún hafði jafna og létta lund, en þegar hún skipti skapi sagði hún meiningu sína af- dráttarlaust og var síðan fljót að jafna sig aftur. Þegar ég lít til baka bregður ýmsum minningum fyrir hugskot mitt, svo sem þegar ég stóð yfir henni og hún var að baka kleinur eða flatbrauð niðri í eldhúsi og auðvitað fékk maður bita af „bakelsinu" af og til. Oft átti amma í miklum erfiðleikum með kolaeldavélina, sem stundum var seinvirkari en skyldi, þegar mikið lá við, en það var aðeins einn þáttur í erfiðleikum liðins tíma sem nú er að baki. Ég minn- ist hennar líka þegar hún stóð við þvottabalann og brettið heilu og hálfu dagana og einnig þegar við rökuðum saman á túnum og engj- um og hún talaði við mig, krakk- ann, eins og jafnöldru. Ég man að amma var sívinnandi frá morgni til kvölds og þá sjaldan hún settist greip hún í prjónana. En af öllum störfum sem Guð- rún innti af hendi, hugsa ég, að henni hafi verið hugleiknast, það sem hún lagði af mörkum til Marteinstungukirkju. Guðrún og Gunnar voru mjög trúuð og kirkjurækin og lögðu mikla rækt við kirkju sína og söfnuð, töldu þau ekkert eftir sér í þeim efnum. Allan sinn búskap gáfu þau kirkjugestum kaffi að lokinni messu og litu á það sem sjálfsagð- an hlut. Þá var ætíð messað þriðja hvern sunnudag. Þau voru ströng með það, að allt heimiiisfólk hefði fataskipti og færi í kirkju þegar messað var, skipti þá ekki máli þó að brakandi þurrkur væri um há- sláttutímann. Guðrúnu og Gunnari varð fjög- urra barna auðið, þau eru: Ölöf Kristjana, húsmóðir í Reykjavík, kvænt Tómasi Jochumssyni sjó- manni, sem er látinn, þau áttu eitt barn; Dagbjartur Kristin, bóndi í Marteinstungu, nú vistmaður að Ási í Hveragerði, ókvæntur; Gutt- ormur Ármann, bóndi í Marteins- tungu, kvæntur Elke Gunnarsson, 45^ þau eiga sex börn, og Kristján, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Kristjánsdóttur hjúkrunarkonu, þau eiga fimm börn. Barnabörnin urðu tólf, öll höfðum við dvalið með ömmu okkar um lengri eða skemmri tíma. Ég hugsa að ég mæli fyrir munn okkar allra, þegar ég segi að sú samvera hafi haft góð áhrif á uppeldi okkar og þroska. Eins og títt var fyrr á tímum fóru börnin í Marteinstungu snemma að hjálpa til og síðan að vinna um leið og þau höfðu aldur til. Guttormur og Dagbjartur unnu alla tíð heima við búið með foreldrum sínum og tóku síðan við búinu. Nokkur ár eru síðan Dag- bjartur settist að í Ási í Hvera- gerði sakir heilsubrests, en Gutt- ormur hefur búið í Marteinstungu allan sinn búskap af miklum myndarskap. Gunnar lést árið 1961, en Guðrún lifði fram á árið 1983, háöldruð og farin heilsu. Ég minnist þess að Guðrún óskaði sér að fá að búa heima hjá sér sem lengst og helst til æviloka. Við, afkomendur Guðrúnar, stönd- um því í mikilli þakkarskuld við Guttorm og Elke fyrir að þau skyldu geta haft hana svo heilsu- litla heima til hinstu stundar, og veitt henni bestu aðhlynningu. Einnig minnist ég, að hún hafi óskað þess að mega sofna út af svefninum langa þrautalaust. Hvað báðar þessar óskir varðar, var hún bænheyrð. Ég veit að minning Guðrúnar mun lifa í hug- um allra sem henni kynntust. Unnur Tómasdóttir. Kveðjuorð: Snorri Halldórsson byggingameistari Engar breytingar á reglum verðlagsráðs Þann 18. nóv. sl. lést Snorri Halldórsson, byggingameistari, 72 ára að aldri, og forstjóri Húsa- smiðjunnar hf., Reykjavík. For- eldrar hans voru Halldór Guð- mundsson, bóndi, og Ingibjörg Jensdóttir úr Hvammssveit í Dalasýslu. Það má með sanni segja að Snorri væri með hugann bundinn við æskustöðvarnar og mikið hafði hann gaman af að rifja upp atburði úr foreldra- húsum og uppvexti sínum í Dala- sýslu. Ég kynntist Snorra heitnum Halldórssyni mjög vel um 25 ára skeið og var hann einn af mínum bestu vinum. Fyrst kynnumst við gegnum timburviðskipti og síðar var ég lögfræðingur hans í rösk 15 ár. Fylgdist ég því mjög vel með störfum hans á þessu tímabili og kynntist því, hvernig hann á nokkrum árum gerði Húsasmiðj- una að einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins. Húsasmiðjan seldi aðallega móta- og smíða- timbur svo og alls konar bygg- ingarefni. Var hægt með sanni að segja að þar væri hægt að kaupa á einum stað bæði smátt og stórt til húsbygginga. Öll þjónusta við við- skiptavini er þar til fyrirmyndar og lipurð og hjálpsemi einkennir allt starfsfólkið, enda mun Snorri heitinn með sinni framkomu hafa markað stefnuna. Mjög merkur og mikilvægur þáttur í rekstri Húsa- smiðjunnar er smíði einingahúsa úr timbri, sem hafa reynst frá- bærlega vel og þurfti aldrei að auglýsa þau, þar sem viðskipta- vinirnir héldu heiðri þeirra á loft. Var Snorri kunnur um allt land, enda má sjá hús frá Húsasmiðj- unni í öllum héruðum landsins. Nokkrar nýjar verksmiðjur með svipaða framleiðslu hafa risið með góðum orðstír og tel ég það ekki síst að þakka brautryðjandanum, sem aðrir hafa tekið sér til fyrir- myndar Snorri vildi þessum yngri framleiðendum allt gott og fagn- aði samkeppninni, enda vissi hann um þá möguleika, sem framundan voru á þessu sviði byggingariðnað- arins. Fyrir tíu árum var keypt ný verksmiðja, sem framleiddi hús úr steinsteyptum einingum og geng- ur starfsemin með ágætum. Það var mikið lán fyrir Snorra heitinn að börn hans þrjú hafa tekið virkan þátt í stjórnun fyrir- tækisins og hafa þau öll sýnt mikla stjórnunarhæfileika, sem þau hafa erft frá foreldrum sín- um. Snorri Halldórsson var einn mesti athafna- og framkvæmda- maður þessa lands og hafði óvenjulega og sérstaklega farsæla fjármálagáfu. Hann barst aldrei á í daglegu lífi og var oftast hægt að finna hann við afgreiðslu úti i porti fyrirtækisins. Fjölmörg dæmi sýna það, að það var engu líkara en hann sæi atburði fram í tímann. Hann átti til að hætta við framkvæmdir eða innkaup, en síð- ar reyndust þessar ákvarðanir hárréttar, þótt fæstir skildu þær í fyrstu. Læt ég nú útrætt um fram- kvæmdamanninn Snorra Hall- dórsson, en ræði nánar um hann sjálfan, lífsviðhorf hans, dreng- lyndi og velvilja. Snorri kom oft í heimsókn á heimili mitt og gerði aldrei boð á undan sér, en hann var mikill au- fúsugestur, enda mikill vinur all- rar fjölskyldunnar. Var mikið gaman að heimsóknum hans og hafði hann frá mörgu að segja og óftast gleymdum við tímanum og áttuðum okkur ekki fyrr en áliðið var nætur. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og glögga yf- irsýn yfir þau mál og átti alltaf úrræði út úr vandanum. Hann var mjög glöggur mannþekkjari og fylgdist náið með stjórnmála- mönnum landsins. Við fyrstu sýn virtust skoðanir hans og lausnir ekki raunhæfar, en fljótlega lærð- ist mér að meta þær og er þess fullviss að hann var mjög djúpvit- ur á þessum sviðum og framsýnn, líkt og á sviði fjármála almennt. Hann var einarður sjálfstæðis- maður af bestu gerð og vann heils- hugar að framgangi flokksins, enda var honum sýndur mikill trúnaður. Það er samt bjargföst trú mín, að hæfileika hans á sviði stjórnmála hefði mátt hagnýta betur. Eitt lítið atvik kom fyrir í Húsasmiðjunni í síðasta skipti, sem ég hitti hann þar, ég ætla að segja frá, enda lýsir það honum vel. Snorri sagði mér að daginn áður hefði maður komið í af- greiðsluna, en hann kannaðist við hann í sjón og vissi að hann hafði að ósekju lent í vandræðamáli. Af- greiðslumaðurinn vildi vita nánari deili á manninum og greiðslu- möguleikum. Snorri sagðist þá hafa sagt: Þessi maður fær allt sem hann biður um og þarf engar tryggingar eða víxla að selja, en greiðir skuldina, þegar hann get- ur. Síðan bætti hann við: Það er búið að hundelta þennan mann nógu lengi, mér er sama þó við fáum þetta aldrei borgað. Þannig veit ég að Snorri hefur reynst mörgum vel um ævina við að koma þaki yfir höfuðið. Snorri Halldórsson var mikill heimilisfaðir og unni konu sinni og börnum heitt og fjölskyldu sinni. Hann kunni vel að meta samstarfsmenn sína. Ég og kona mín vottum þeim öllum dýpstu samúð, en höfum hugfast að minningin um hann er huggun harmi gegn. Guð blessi ykkur öll og styrki, svo og blessuð sé minning Snorra. Sigurður Helgason ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast í í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. „ÞAÐ ER engin ný regla hjá verð- lagsráði sjávarútvegsins að afhend- ingarstaður loðnu sé í löndunartæki verksmiðju, eins og skilja hefði mátt á orðum Björns Dagbjartssonar í Mbl. í dag,“ sagði Sveinn Finnsson hjá verðlagsráði sjávarútvegsins, en hann hafði samnband við Mbl. í gær og óskaði eftir að gera athugasemd við yfirlýsingar Björns, sem hann sagðist telja að gætu valdið mis- skilningi. Björn bendir á það í viðtalinu í Mbl. í gær, í tilefni af kröfum sjó- manna um að loðnusýnataka fari fram um borð í skipunum, að sýnatakan fari nú fram í löndunartækjum verksmiðja sam- kvæmt kröfu verðlagsráðs sjávar- útvegsins, en sjómenn og út- vegsmenn eigi þar sjálfir sæti. Sveinn sagði að sú regla hefði gilt allt frá árinu 1977 að afhend- ingarstaður væri í löndunartækj- um verksmiðju. Hann sagði einnig að það hefði alltaf verið litið svo á, að sýnatökustaður væri sá hinn sami og afhendingarstaður. Eina breytingin sem orðið hefði á hvað varðar sýnatöku væri sú, að nú væri hún framkvæmd af fram- leiðslueftirliti sjávarafurða í sam- ráði við Rannsóknastofnun fiski- ðnaðarins, en áður hefði hún verið framkvæmd af fulltrúa veiðskips og fulltrúa verksmiðju. Sveinn sagði í lokin, að hitt væri aftur á móti sjálfsagt rétt hjá Birni Dagbjartssyni, að fram- kvæmdin hefði ekki alltaf verið í samræmi við þessar reglur undan- farin ár, en hann vildi að það kæmi skýrt fram, að engar breyt- ingar hefðu verið gerðar af hálfu verðlagsráðs hvað varðar sýnatök- una. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR HAUKS EINARSSONAR, blikksmíöameistara, Sunnubraut 20, Kópavogi. Elín Áróra Jónsdóttir, Jón Svavar Jónasson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, Ásthildur Jónasdóttir, Jónbjörn Björnsson, Einar Páll Jónasson, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Sturla Mór Jónasson, Sigrún Hlíf Gunnarsdóttir, JónasJónasson og barnabörn. t Þökkum samúö og hluttekningu viö andlát móður minnar og mágkonu, GUOMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 28. Sérstaklega viljum viö þakka ibúum á Kleppsvegi 28, svo og hjúkrunarfólki kvennadeildar Landspítalans. Andviröi þakkarkorta svo og eignir búsins renna í Áshildarsjóö, sem stofnaður hefur verið til styrktar vangefnum. Áshildur Harðardóttir, Snasbjörn Ásgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir, Ebenezer Ásgeirsson, Sigríöur Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.