Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Matvöruverslunin Kjarabót á Húsavík. Fyrstu viðskiptavinirnir, hjónin Halla Loftsdóttir og Völundur Hermóðs- SOn í Amesi. Ljósm.: G.Berg. Matvöniverslunin Kjarabót opnar á Húsavík: Kjarabót er svo sannarlega kjarabót — sögðu fyrstu viðskiptavinirnir Akureyri, 25. nóvember. Matvörumarkaðurinn Kjarabót var opnaður á Húsavík klukkan eitt í dag. Það er ión Þorgrímsson, sem um tuttugu ára skeið hefur rekið bifreiðaverkstæði á Húsavík auk bílaverslunar og húsgagna- verslunar undanfarin tvö ár, sem er eigandi hinnar nýju verslunar. Tíðindamaður Mbl. átti leið um Húsavík einmitt þegar verslunin var opnuð og spurði Jón Þorgr- ímsson um tilurð þcssarar verslun- ar: „Ég hef verið að byggja upp fyrirtæki mitt um tuttugu ára skeið og svo er nú komið að hús- næði fyrirtækisins er alls um 1900 fermetrar. Nú hefur á und- anförnu borið töluvert á sam- drætti í bifreiðaviðgerðum, þannig að nýting á húsnæði okkar var ekki nógu góð að mínu mati. Nú, fyrir lá að Kaupfélag Þingeyinga vantaði húsnæði fyrir matvöruverslun sína, sem rekin er á tveim stöðum í bæn- um, í þröngu og óhentugu hús- næði. Mér kom því til hugar að leita samninga við kaupfélagið um að leigja því þetta húsnæði undir matvöruverslun sína og jafnframt að kaupfélagið mundi draga úr bifreiðaviðgerðum sem það hefur haft með höndum sem aðaleigandi Vélaverkstæðisins Foss hf., en það fyrirtæki hefur verið í erfiðleikum með að sinna nægilega vélaviðgerðum fyrir útgerðina vegna aðstöðuleysis og þess tíma sem fer í bifreiðavið- gerðir. Nú, það er skemmst frá því að segja, að samningar tók- ust ekki milli mín og kaupfélags- ins, svo að ég stóð uppi með hús- næðið illa nýtt. Því ákvað ég að fara út í rekstur matvörumark- aðar. Ég leitaði til Bjarna Bjarnasonar, kaupmanns á Ak- ureyri, og bað hann að aðstoða mig við uppsetningu verslunar- innar og hefur hann séð algjör- lega um innkaupaþátt þessarar nýju verslunar auk þess að vinna að heita má nótt og dag undan- farnar vikur að því að unnt yrði að opna verslunina í dag. Starf hans er ómetanlegt og þetta hefði aldrei tekist án hans hjálp- ar. Húsnæði verslunarinnar skiptist í 400 fermetra verslun- arpláss og 200 fermetra lager- pláss. Allar innréttingar eru ein- faldar og ódýrar og þjónusta við viðskiptavini höfð eins einföld og unnt er án þess að það komi að sök, við höfum tekið okkur stór- markaði ýmsa til fyrirmyndar. Við höfum leitað víða fanga til að afla okkur ódýrra en þó góðra vörutegunda. Einnig höfum við reynt að gera stærri innkaup en þekkst hafa áður hingað til Húsavíkur. Með þessu móti hef- ur okkur tekist að fá vöruverð mikið niður og ætti það að koma viðskiptavinum okkar til góða.“ Nú segir Víkurblaðið frá því að Kaupfélag Þingeyinga hafi þegar ákveðið allt að 20% afslátt á þeim vörutegundum, sem þið komið til með að versla með. Er verðstríð í uppsiglingu á Húsa- vík? „Það er af og frá að af okkar hálfu verði um nokkurt verðstríð að ræða. Verðlagsstefna verslun- arinnar hefur verið ákveðin og frá henni verður ekki hvikað. Hvað kaupfélagið treystir sér til að gera er alfarið þeirra mál. Ég hef í sjálfu sér ekkert nema gott eitt um það að segja að þeir lækki vörur sínar, en því voru þeir ekki búnir að því fyrir löngu ef það er mögulegt? Verð vöru í verslun okkar er miðað við það að fyrirtækið borgi sig. Því verð- ur ekki breytt. Hvað svo KÞ ger- ir er alfarið þeirra mál. Við för- um ekki út í verðstríð." Húsvíkingar og nærsveitar- menn fjölmenntu til hinnar nýju verslunar strax eftir hádegi á opnunardegi og var ekki annað að sjá en allir væru ánægðir með það sem fyrir augu bar. Fyrstu viðskiptavinir Kjara- bótar voru hjónin Halla Lofts- dóttir og Völundur Hermóðsson, sem búa í Árnesi, um 20 km frá Húsavík. Þau lýstu bæði mikilli ánægju með hina nýju verslun og höfðu á orði að svo sannar- lega ætlaði þessi nýja verslun að standa undir nafni. „Nú þegar hefur kaupfélagið ákveðið allt ^ð 20% lækkun á þeim vörutegund- um, sem nýja verslunin býður upp á. Ef það er ekki kjarabót á þessum síðustu tímum að al- gengustu neysluvörur lækki um 20%, þá vitum við ekki hvað kjarabót er. Að auki er hér risin verslun með matvörur sem býð- ur upp á nægilegt rými og ýmis- legt annað sem matvöruverslan- ir í dag eiga að bjóða upp á. Við erum í sjöunda himni yfir þess- ari nýju verslun og óskum Jóni Þorgrímssyni alls hins besta í sambandi við rekstur hennar. Við erum sannfærð um að Hús- víkingar og nærsveitarmenn eiga eftir að hafa mikil og góð skipti við nýju verslunina," sögðu Halla og Völundur. Jón Þorgrímsson ásamt starfsfólki sínu í hinni nýju verzlun. G.Berg. Séð yfir hina nýju verzlun Kjarabót á Húsavík. Landssamtök hjartasjúklinga: Afla fjár til kaupa á hjartasónartæki Fanny Hill í Austurbæjarbíói „í SAMRÁÐI við hjartasérfræð- inga Landspítalans hafa Lands- samtök hjartasjúklinga nú form- lega tekið að sér að afla fjár til kaupa á hinu bráðnauðsynlega Andlegt þjóóarráð Bahá’ía: Ofsóknir á hendur * Hahá’íum í Iran ANDLEGT þjóðarráð Baháía á ís- landi hefur nú gefíð út skýrslu um ofsóknir á hendur Baháíum í íran. Skýrslunni fylgir einnig bæklingur, scm ber heitið Hvað óttast íran? í frétt frá Andlega þjóðarráðinu hér á landi, segir að þetta sé gert til að vekja athygli ráðamanna og almennings á ofsóknunum í íran. hjartasónartæki fyrir Landspít- alann, sem nú er í tímabundnu láni frá Bandaríkjunum. Kostn- aður er áætlaður um fjórar millj- ónir króna með öllum aðflutn- ingsgjöldum. Öll fjárframlög til samtaka okkar eru því ákaflega vel þeg- in, og þess er allra vinsamleg- ast vænst, að tekið verði vel á móti sendiboðum okkar, sem munu heimsækja fyrirtæki víða um land næstu daga í þessu tilefni. Einnig viljum við vinsamlega minna á gíróreikn- ingsnúmer samtakanna sem er 23700-0,“ segir m.a. í frétt sem Morgunblaðinu hefur bor- ist frá stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga. AUSTURBÆJARBfÓ hefur byrj- að sýningarta kvikmyndinni Fanny Hill, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu, sem komið hef- ur út á íslenzku. Aðalhlutverkin eru í höndum Lisu Raines, Shelley Winters og Oliver Reed, en leik- stjóri er Gerry O’Hara. Myndin fjallar um unga sveita- stúlku, Fanny Hill, og ævintýri hennar í stórborginni London og víðar um heimsbyggðina. Margt drífur á hennar daga, sumt miður dygðugt, en sú saga verður ekki rakin frekar hér. Fræðafundur um sjópróf FRÆÐAFUNDUR í Hinu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember nk. kl. 17.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Á fundinum flytur Jón H- Magnússon, lögfræðingur erindi, er hann nefnir „Um sjópróf — hugleiðingar um nýskipan reglna um sjópróf o.fl.“. Að loknu framsöguerindi verða almennar umræður. Fundur um heimilislýsingu Ljóstæknifélag íslands heldur í kvöld klukkan 20 fund um lýsingu á hcimilum í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í Reykjavík. Þar munu þeir Asgrímur Jón- asson rafv. og Finnur Fróðason innanhúsarkitekt flytja erindi og Daði Ágústsson tæknifræðingur mun stýra umræðum. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á lýsingu á heimilum, segir í frétt frá Ljóstæknifélagi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.