Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 35
Orfá orð um starfs-
reglur fréttastofu sjónvarps
- eftir Sigurberg
Sveinsson
Hvað er frétt? Og hvað er ekki
frétt? Einu sinni heyrði ég þá
skýringu blaðamanns, að það væri
frétt, þegar maður bítur hund.
Aftur á móti væri það ekki frétt ef
hundur bítur mann! Raunar hefur
annað mátt sjá á blöðum landsins
núna í haust, þegar hundsbit fékk
heimsstyrjaldarfyrirsagnir í sum-
um þeirra og umfjöllun í útvarpi
og sjónvarpi.
Nú ætla ég mér ekki að gerast
svo djarfur að fara að leiðbeina
fréttamiðlum um val á fréttum
sínum, né heldur um umfang
þeirra eða fyrirsagnastærð.
Ástæða þess að ég skrifa grein í
Morgunblaðið nú er sú, að ég vil
fyrir alla muni benda á alvarlegt
misræmi, sem ég hef orðið var við
hjá fréttastofu sjónvarpsins og
get með engu móti skilið eða fellt
mig við.
Þannig var að verslun okkar fé-
„Nú eru reglur auðvitað
ágætar. Ekki síst ef
menn halda þær. En svo
er nú ekki í þessu til-
felli. Að undanförnu
hefur sjónvarpið a.m.k.
þrívegis greint frá
opnun nýrra verslana.
Kom þetta mér talsvert
á óvart, þar sem ég var
nú orðinn svo nákunn-
ugur áðurnefndum
starfsreglum fréttastofu
sjónvarpsins.“
laga, Fjarðarkaup, flutti fyrir
rúmu ári í nýbyggt verslunarhús
við Hólshraun (við Keflavíkurveg-
inn nálægt Engidal). Þarna var
allt upp á það besta, 2000 fermetra
rými fyrir verslunina og vel að
öllu staðið að allra dómi.
Við hringdum í fréttastofu sjón-
varps og ræddi ég við einn besta
fréttamanninn þar. Sagði hann
mér í allri einlægni að frétta-
stofan hefði þær starfsreglur að
segja ekki frá opnun verslana.
Rættum við þetta eitthvað og
skildist mér að fréttatíminn yrði
þá lítið annað en fréttir af opnun-
um verslana víða um land, ef ekki
væri þessi regla að fara eftir.
Nú eru reglur auðvitað ágætar.
Ekki síst ef menn halda þær. En
svo er nú ekki í þessu tilfelli. Að
undanförnu hefur sjónvarpið
a.m.k. þrívegis greint frá opnun
nýrra verslana. Kom þetta mér
talsvert á óvart, þar sem ég var nú
orðinn svo kunnugur áðurnefnd-
um starfsreglum fréttastofu sjón-
varpsins.
Að vísu varð mér hugsað til
samtalsins við fréttamanninn. Þá
sló ég því fram í gamni að líklega
þyrfti að drepa mann við opnun-
ina til að frétt birtist í sjónvarp-
Sigurbergur Sveinsson
inu. Hló fréttamaðurinn við og
sagði að það væri trúlegt. Og
vissulega eru fréttir sjónvarpsins
ófriðlegar að sjá, en e.t.v. minna
um þær fréttir, sem gleðja hugann
og veita ró heima í stofunni. Allir
keppast um að birta sem æsilegast
efni og sjónvarpið þá ekki undan-
skilið.
I sjálfu sér fannst mér ánægju-
legt að sjónvarpið skyldi þó hafa
breytt starfsreglum sínum ári eft-
ir að ég reyndi að vekja athygli á
nýrri þjónustu í verslun okkar fé-
laga. En það sem mér fannst e.t.v.
einkennilegt, var sú staðreynd að
allar þessar verslanir voru settar
á stofn á vegum kaupfélaga eða
samvinnuhreyfingarinnar. Að
sjálfsögðu hlýtur þetta að stafa af
breytingum á starfsreglum. Ég
ætla mér ekki þá dul að ætla að
þarna komi til pólitík í gegnum
útvarpsráð eða þvíumlíkt. En í
sjálfu sér er þetta ánægjuleg
breyting og án efa munu sjón-
varpsskoðarar kunna að meta
þessa fréttamennsku, enda hlýtur
ný verslun, ný þjónusta, að vekja
athygli fólks, jafnvel enn meiri en
átakafrétt utan úr heimi.
Vil ég að endingu vona að sjón-
varpið sýni nú hinum frjálsu
kaupmönnum sama áhuga. Er
nokkur ástæða til að efa það?
Sigurbergur Sveinsson er kaup-
maður í Fjarðarkaupi í HafnarFirði.
Borgfirzk blanda
í sjöunda sinn
Borgfirzk
blonda
SJÖUNDA bókin í safnritinu Borg-
firzk blanda er nýkomin út. Efni er
meó sama sniði og í fyrri bókunum,
þ.e. þjóðlífsþættir, persónuþættir og
gamanmál úr byggðum Borgarfjarð-
ar.
Bragi Þórðarson hefur safnað
efni bókarinnar, en margir höf-
undar auk hans hafa lagt hönd að
verki. Þeir eru Guðmundur Jóns-
son, Jórunn Bachmann, Helga
Jónsdóttir, Daníel Ágústínusson,
Guðmundur Kristinn Ólafsson,
Sólmundur Sigurðsson, óskar
Þórðarson, Helga Björnsdóttir,
Bjarnfríður Leósdóttir, Jón Magn-
ússon, Björn Jakobsson, Þorsteinn
Matthíasson, Valgarður L. Jóns-
son, Sveinn Guðmundsson og Jón
Gíslason.
Fordæma
innrásina
í Grenada
í bókinni kennir margra grasa,
og má þar m.a. nefna frásöguþátt
af síðasta fátækraflutningi á
Akranesi, matreiðslunámskeið í
Deildartungu 1910, sjóslys við Sel-
sker og um revíurnar á Ákranesi.
Borgfirzk blanda 7 er 248 blað-
síður, prýdd fjölda mynda. Prent-
verk Akraness annaðist setningu,
prentun og bókband. Káputeikn-
ing er eftir Ragnar Lár. Útgefandi
er Hörpuútgáfan.
í fréttatilkynningu frá Æsku-
lýðsfylkingunni og Vináttufélagi
Islands og Kúbu er innrás Banda-
ríkjanna í Grenada harðlega for-
dæmd. Segir í tilkynningu vin-
áttufélagsins, að margt sé á huldu
um morðið á Maurice Bishop, fyrr-
um forsætisráðherra landsins, en
ljóst sé að morðið hafi verið fram-
ið án vitundar og þátttöku Kúbu-
manna, „enda hafa þeir aldrei not-
að valdarán og morð til að auka
áhrif sín á alþjóðavettvangi og þar
að auki naut Bishop stuðnings
þeirra og virðingar".
I tilkynningu Fylkingarinnar
segir að árásin á Grenada sé hót-
un um aukna íhlutun í E1 Salva-
dor, hótun um árás á Nicaragua,
sem aftur sé hótun um árás á
Kúbu.
Auglýsing
frá Launasjóöi rithöfunda
Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir
árið 1984 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt
lögum nr. 29/1975 og reglugerö gefinni út af
menntamálaráðuneytinu 19. október 1979.
Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöf-
undar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að
greiða laun úr sjóönum fyrir þýðingar á íslensku.
Starfslaun eru veitt í samræmi viö byrjunarlaun
menntaskólakennara skemmst til tveggja og
lengst til níu mánaöa í senn.
Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá
mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna
ekki fastlaunuðu starfi meöan hann nýtur starfs-
launa. Slík kvöö fylgir ekki tveggja mánaða starfs-
launum, enda skulu þau einvöröungu veitt vegna
verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan.
Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann
vinnur nú að skal fylgja umsókninni.
Umsóknum ber aö skila á sérstökum eyðublöðum
sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er
aö spurningum á eyðublaöinu sé svarað og verður
farið með svörin sem trúnaðarmál.
Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1983 til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja-
vík.
Reykjavík, 25. nóvember 1983.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda.
Iðnneinoo<\mband íslands:
Kristinn H. Einars-
son kjörinn formaður
KRISTINN H. Einarsson var kjörinn
formaður Iðnnemasambands fslands
á 41. þingi sambandsins, sem haldið
var 28.—30. október sl. Varaformað-
ur var kjörinn Hafdís S. Valdimars-
dóttir.
Ritstjóri Iðnnemans var kjörinn
Jón Garðar Ögmundsson og
fræðslustjóri Pálmar Halldórsson.
Þingið sendir frá sér ýmsar
ályktanir. f sambandi við
iðnfræðslumál var meðal annars
lögð áherzla á, að samfara aukn-
ingu iðnnáms i verknámsskólum sé
nauðsynlegt að tryggja náið sam-
spil iðnfræðsluskóla og atvinnulífs.
Þingið fordæmdi bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar frá 27. maí sl.
Þá samþykkti þingið stuðning við
baráttu framreiðslunema fyrir
bættum kjörum.
Þingið ályktaði um námslán og
var þess krafist að stoðum væri
ekki kippt undan Lánasjóði ís-
lenzkra námsmanna.
GEís
Stæröir
34—46
F
Þessir margeftirspurðu
kuldaskór aftur fáanlegir
opið til sjö í kvöld Vorumorkaðurinn ht. e/ð/storg/h
.mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga