Morgunblaðið - 29.11.1983, Page 28

Morgunblaðið - 29.11.1983, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Skyldur okkar mestar nú við þá sem við kröppust kjör búa - sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Garðabæ „Við erum ekki að skipta ágóða. Við þurfutn að jafna niöur tapi. — Það er það grimma og harða verk- efni sem við stöndum frammi fyrir. Og við megum ekki gefast upp við það, ef við ætlum að byggja hér upp jafnvægi og skapa grundvöll til þess að byggja upp atvinnulífið og gera það möguiegt að hefja fraraleiðslu- aukningu, aukningu verðmætasköp- unar sem síðar getur leitt til bættra lífskjara," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins m.a. á fundi hjá Sjálfstæðisfélagi Garða- bæjar og Bessastaðahrepps sem haldinn var ( Garðabæ nýverið. Fundinn sátu hátt á annað hundrað manns, en þetta var fyrsti almenni opni félagsfundurinn sem hinn ný- kjörni formaður mætti til. — O — Þorsteinn sagði í upphafi ræðu sinnar að tvö mál væru efst á blaði hjá flokksforustunni. Ann- ars vegar að fylgja eftir þeirri miklu einingu sem náðst hefði á landsfundi flokksins og þeim mikla sóknarhug sem þar hefði komið fram hjá fólki til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn. Á hinn bóginn að fylgja fram og halda áfram því mikla verkefni á þjóð- málasviðinu sem sjálfstæðismenn hefðu tekist á hendur með þátt- töku í ríkisstjórn og landsfundur- inn ákvað að áfram skyldi haldið. Þá fjallaði Þorsteinn um inn- anflokksmál og sagði m.a. að hann og varaformaður flokksins ætluðu eftir áramótin að fara út í kjör- dæmi landsins og ræða við for- ustumenn flokksins og til að halda almenna stjórnmálafundi. Annað mikilvægt verkefni sagði hann vera að treysta stöðu og áhrif kvenna innan flokksins og efla pólitísk áhrif þeirra. Undirbún- ingsvinna hvað það varðar væri þegar hafin og hefði tillaga verið lögð fyrir miðstjórn um skipun nefndar til að vinna að skýrslu um stöðu og áhrif kvenna í flokknum. - O - Þorsteinn ræddi síðan lands- málin og rakti í upphafi stöðu þjóðmála þegar núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa kannað möguleika á samstarfi við ýmsa aðra stjórnmálaflokka, en komið hefði í íjós að ekki var kostur á myndun meirihlutaríkisstjórnar nema með Framsóknarflokki. Auðvitað sýndist sitt hverjum um ágæti þessa samstarfs, en höfuð- skylda Sjálfstæðisflokksins væri að víkja sér ekki undan ábyrgð. Hann kvað stjórnarmyndunarvið- ræðurnar hafa leitt í ljós að mjög víðtæk samstaða hefði verið milli allra stjórnmálaflokkanna um að fyrstu aðgerðir hlytu að vera á sviði launamála, en flokkana hefði hins vegar greint á um með hvaða hætti skyldi að því staðið. Hann sagði síðan: „Alþýðubandalagið lagði til eins og aðrir flokkar að það yrði gripið til aðgerða á sviði launamála. Tillögur þess fólust í því að fresta útborgun vísitölu- bóta 1. júní um einn mánuð og nota þann tíma til að ná samning- um við verkalýðshreyfinguna. Það er óhætt að fullyrða að þessi til- laga var með öllu óraunhæf; -þó markmið Alþýðubandalagsins hafi verið það að ná fram nýju kerfi sem drægi úr víxlhækkunum kaupgjalds og launa, þá var ljóst að Alþýðubandalagið hafði í ríkis- stjórn í eitt og hálft ár þrotlaust setið að samningaborði með aðil- um vinnumarkaðarins í þessu skyni án þess að ná árangri. Það var og alveg ljóst eftir að Alþýðu- bandalagið hafði í allan þennan tíma unnið að samningum við verkalýðshreyfinguna, án þess að ná árangri, að útilokað var að ætla að það myndi takast á einum mán- uði undir forustu Alþýðubanda- lagsins, eins og það lagði til.“ - O - Formaðurinn kom síðan að þeirri gagnrýni sem stjórnvöld hafa sætt vegna efnahagsaðgerð- anna. Hann sagði gagnrýnina í að- alatriðum vera í fimm liðum. f fyrsta lagi hefði verið gagnrýnt að samningsréttur hefði verið af- numinn um nokkurra mánaða skeið og rétt væri að sú ráðstöfun bryti í bága við grundvallarhug- sjónir sjálfstæðismanna. Hann kvað ákvörðun um þetta tekna vegna neyðarréttaraðstæðna í þjóðfélaginu. Aftur á móti hefði verið reiknað með niðurfellingu þessa ákvæðis um leið og aðstæð- ur leyfðu, og nú þegar lægi fyrir að það yrði gert á næstu dögum. I öðru lagi hefði stjórnarand- staðan haldið því fram að ríkis- stjórnin hefði með aðgerðum sín- um lækkað kaupmátt meira en sem næmi lækkun þjóðartekna. Sannanlega væri rétt að ganga hefði þurft lengra í kjaraskerðing- um en sem næmi þjóðartekjum, en ástæðan væri sú að við hefðum eytt um efni fram á undanförnum árum. Hér væri því um sama dæmið að ræða eins og þegar launafólk tæki fyrirfram af laun- um sínum. Þjóðin væri nú að greiða slíka fyrirframgreiðslu til baka. í þriðja lagi sagði Þorsteinn því haldið fram að kaupmáttarskerð- ingin myndi leiða til svo mikillar minnkunar á eftirspurn á vöru og þjónustu, að það kæmi til með að leiða til atvinnuleysis, þrátt fyrir yfirlýsingar um að tryggja ætti atvinnu í landinu. Auðvitað væri það rétt að kaupmáttarminnkun leiddi til minni eftirspurnar eftir vöru og þjónustu, en aðgerðirnar hefðu verið miklu víðtækari. Hann sagði: „Þær fólust meðal annars í styrkingu atvinnulífsins, nýrri blóðgjöf inn í framleiðsluatvinnu- vegina og iðnaðarstarfsemi með því að breyta gengisskráningunni, hverfa frá útsölustefnu á gjaldeyri til skráninga í samræmi við kostn- aðarþróun innanlands. Þetta var í öðru lagi gert til að stemma stigu við viðskiptahalla og óhóflegum innflutningi. Þessi hlið gerði það að verkum að minni eftirspurn bitnar fyrst og fremst á innflutn- ingi, en ekki innlendri framleiðslu. Þetta staðfesta tölur og yfirlýs- ingar forustumanna íslensks iðn- aðar um að hann búi nú við hag- stæðari skilyrði en áður og líkur séu á að störfum muni fjölga í iðn- aðarframleiðslu." í fjórða lagi sagði formaðurinn að gagnrýnt hefði verið að ekki hefði verið gripið til sparnaðar og aðhaldsaðgerða í opinberum rekstri. Þessi fullyrðing ætti held- ur ekki við rök að styðjast, því mörkuð hefði verið ákveðin stefna sem verið væri að vinna að í því efni. Þrátt fyrir minnkun þjóðar- framleiðslu sagði Þorsteinn að út- gjöld ríkisins myndu lækka á næsta ári í hlutfalli við þjóðar- framleiðslu. Þá yrði heildar- skattheimtan, beinir og óbeinir skattar, mun minni eða sem næmi um 10 þús. kr. minnkun á hvert mannsbarn. Þar að auki væri unn- ið að ýmsum ráðstöfunum til sparnaðar hjá opinberum fyrir- tækjum. I fimmta og síðasta lagi sagði Þorsteinn það vera eina höfuð- gagnrýni stjórnarandstöðunnar að ríkisstjórnin skyldi hafa valið kaupmáttarskerðingarleið í stað þess að fara svonefnda leið fjár- festingarstefnu. Sagði hann talsmenn stjórnarandstöðu hafa lýst því yfir að í stað kaupmátt- arskerðingar hefði átt að vinda ofan af fjárfestingarmistökum undangenginna ára. Þegar litið væri nánar á það mál hefði fjár- festingarstefnan kallað á að stöðva hefði þurft a. m. k. 30 tog- ara og jafnmörg fiskvinnslufyrir- tæki og í framhaldi af því þjón- ustustofnanir o. fl. Það hefði ein- vörðungu þýtt að hluta launþega hefði verið tryggður fullur kaup- máttur en í mót hefði mikill fjöldi launafólks verið dæmdur til atvinnuleysis. Þorsteinn sagði síð- an: „Ég held þess vegna að ef menn brjóta til mergjar það sem á bak við þessa kenningu liggur, þá sé alveg ljóst að við höfum valið rétta leið. Auðvitað er hún þung- bær, hún leggur þungar byrðar á allt fólk í landinu en mest á þá sem við kröppust kjör búa. Þess vegna eru skyldur okkar nú mest- ar við það fólk.“ - O - Varðandi fjárfestingardæmið sagði hann: „Hinu er ekki að leyna að það er rétt að við höfum ekki fengið þann afrakstur af fjárfest- ingarfjármagninu á undangengn- um árum sem við þurfum á að halda. Alþýðubandalagið hefur Óstjórn í peningamálum - eftir Kristin Péturs- son, Bakkafirði Efnahagsaðgerðirnar í maí sl. fólu m.a. í sér „fastgengisstefnu", þ.e. gengi ísl. krónunnar yrði hald- ið stöðugu. Síðan þá hefur íslenska krónan verið sterkasti gjaldmiðill í Vestur-Evrópu og fjórði sterkasti gjaldmiðill í heimi. Vestir á almennum sparisjóðs- bókum voru 42% í maí og voru Iækkaðir um 10% í sept. og okt. og nú síðast í dag þegar þetta er skrifað um 5% þannig að nú eru þeir 27%. Algengt er erlendis, að vextir á sparisjóðsreikningum séu 6%. Vextir hér á landi urðu því sjöfalt hærri hér en víða erlendis þegar fastgengisstefnan var ákveðin og eru nú eftir síðustu vaxtaákvörð- un 4,5 sinnum hærri eða 4,50% og er þá viðmiðunin fastgengisstefnan og erlendur lánamarkaður sem er eina rökrétta viðmiðunin. Að áliti undirritaðs, áttu vextir að lækka það hratt eftir ákvörðun um fastgengisstefnu, að þeir áttu að vera komnir í svipað og í helstu viðskiptalöndum okkar í júlí sl. Sú vaxtastefna sem nú er rekin samrýmist ekki fastgengisstefn- unni og verður að teljast stór- furðulegt og jafnframt skelfilegt að stjórnendur peningamála í landinu skuli vera að eyðileggja möguleikana til þess að ná tökum á heilbrigðri efnahagsstefnu með þessari skammsýni. Hvernig í ósköpunum á atvinnu- lífið hér í harðri erlendri sam- keppni að geta greitt margfalt hærra fyrir lánsfé en gert er á alþjóða lánamarkaði. Það má með nokkrum rétti halda því fram, að efnahagsöng- þveitið hér á landi megi rekja beint til óstjórnar í peningamál- um. Stjórnendur peningámála vinna eftir ónothæfum upplýsing- um. í dag telja þeir rétt að miða vexti við útreiknað verðbólgustig hér á íslandi. Vísitölur sem notað- ar eru við ákvarðanatöku í efna- hagsmálum í dag eru algerlega ónothæf viðmiðun, nema þá sem sagnfræði. Vísitölur eru mæling á breytingu verðlags í fortíðinni, það er mæling hvernig til tókst. Verðhækkanirnar frá gengisfell- ingunni í vor eru enn að koma fram t.d. gegn um aðföng á hrá- efni til framleiðslu. Þannig er mælingin lengi að virka. Hvaða gagn er fyrir lækni að vita hita- stig sjúklings fyrir mánuði varð- andi lyfjagjöfina í dag? Vísitölur á laun voru bannaðar í vor. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þær eru ekki nothæfar sem við- miðun til „launahækkana". Af sömu ástæðu eru þær ekki nothæfar við ákvörðun vaxta. Auk þess eru vísi- tölurnar margfalsaðar eins og all- „Framleiðslufyrirtækin í sjávarútvegi verða að fá fyrir framleiðslukostnaöi. I dag framleiða þau með tapi að jafnaði upp á ca. •f 10. Hefðu vextirnir verið lækkaðir í 10% í júlí, væri staðan 0 í dag.“ ir vita. Hvaða gagn er í falsaðri mælingu? # Hvenær kemst þjóðarskúta að landi úr hafi storma og stórsjóa þar sem yfirmennirnir um borð fyrirskipa undirmönnunum að hafa loftvogina á „smukt" hvernig sem viðrar, rugla kompásinn, skekkja sextantinn og hafa niður- talningu á logginu? Yfirmennirnir um borð eru síð- an ekki betri í reikningi en það (þrátt fyrir tölvuöld) að þeir eru minnst hálfan annan mánuð að reikna „stöðu" skipsins og sann- færa svo sjálfa sig um eigið ágæti og mæliaðferðanna um borð. Hvenær kemst þessi skúta að landi? Þessi fíflagangur getur alls ekki gengið lengur. Nútíma hagfræð- ingar eru í raun aðeins sagnfræð- ingar í hagsögu og eru þó ekki hæfari til að reikna út hagsöguna en það, að hún er margfölsuð, skökk og skrumskæld. Slíkir menn eru algerlega óhæfir til upplýs- inga eða ráðgjafar í peningamál- um eins og reynslan sýnir. Þá kemur spurningin: Hver ræður í peningamálum þjóðarinnar? 1 lögum um Seðlabanka íslands segir m.a.: „Seðlabanki íslands skráir stofngengi íslensku krón- unnar að höfðu samráði við ríkis- stjórnina," ennfremur „Seðla- banki íslands ákveður vexti að höfðu samráði við ríkisstjórnina." Hvað þýðir, „að höfðu samráði"? Eitt símtal? Tvö símtöl? Hádegis- verðarfundur? Síðdegisteboð? Sú skrípamynd sem blasir við af stjórnendum peningamála á ís- landi er í raun óslýsanleg. Hvort á maður að gráta eða hlægja? Minnsta kosti verður ekki lengur orða bundist. Á síðasta ári framleiddi útgerð- arfyrirtæki til dæmis eina vöru- einingu fyrir kostnaðinn 120. Á þeim tíma sem varan var fram- leidd, var gengið skráð þannig að fyrirtækið fékk fyrir vörueining- una 100. Vörunni var síðan afskip- að einum og hálfum mánuði síðar og greidd til landsins mánuði eftir afskipun. Þegar varan var greidd hafði gengið „sigið" þannig að fyrirtækið fékk 117 fyrir vöruein- inguna og slapp fyrir horn með +3. Svona hefur þetta gengið hin síð- ustu ár. Framleiðslufyrirtækin í sjávar- Kristinn Pétursson útvegi verða að fá fyrir fram- leiðslukostnaði. í dag framleiða þau með tapi að jafnaði upp á ca. -10. Hefðu vextirnir verið lækkaðir í 10% í júlí, væri staðan 0 í dag. Það skal tekið fram að afurða- lán Seðlabankans breyttust í erl. gjaldeyri 20. sept. og skánaði stað- an lítillega við það, en afurðalán Seðlabankans eru bara brot af vaxtagreiðslum framleiðslunnar eftir langtíma skuldasöfnun. Stjórnendur peningamála hafa þrjá valkosti í dag. 1. Skella við skollaeyrunum og sigla efnahags- og atvinnulíf- inu í strand. 2. Fella gengið og hefja aftur sama fíflaskapinn með gengis- sigi, launahækkunum, ríkis- stjórnarskiptum og öngþveiti. 3. Lækka vexti nú þegar I 7% og endurgreiða lántakendum okrið frá því f júlí og láta bankana og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.