Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Ljósmyndaramir kepptust um að ná sem bestum myndum af Jeanette í keppninni. Kvikmyndatilboðin berast á færibandi „Gæludýr ársins“ hjá Penthouse, Jeanette Dyrkjær, hefur í mörg horn að líta Kaupmannahöfn, 28. nóvember. „ÉG ÆTLA bara að vona að Jean- ette fari sér að engu óðslega í ráð- stöfun verðlaunafjárins," sagði móð- ir dönsku stúlkunnar Jeanette Dyr- kjær eftir að Ijóst varð, að dóttir hennar hafði borið sigur úr býtum í keppninni um „Gæludýr ársins" á vegum tímaritsins Fenthouse. Fyrir sigurinn í keppninni hlaut Jeanette sem svarar tæplega 30 millj. ísl. kr. í verðlaun. Auk þess hafa tilboð um að leika í kvik- myndum streymt til hennar eftir sigurinn. Eitt tilboðið freistar að hennar sögn meira en önnur þessa Móðirin er ekki allt of ánægð með myndir af dótturinni á borð við þessa, sem þó er lykillinn að vel- gengni hennar. stundina, en það er hlutverk í næstu mynd um James Bond. Sigurinn kom Jeanette að eigin sögn stórkostlega á óvart. „En þeg- ar tilkynnt var, að ég hefði orðið hlutskörpust réð ég mér ekki fyrir kæti, stökk upp um hálsinn á Andy Gibb, sem afhenti verðlaunin, og faðmaði hann og kyssti. í ofanálag átti ég tvítugsafmæli þennan sama dag. Hvers er frekar hægt að óska sér?“ sagði Jeanette í spjalli við danska blaðið B.T. Jeanette hefur staðið í ströngu eftir útnefninguna. Bandarískar sjónvarpsstöðvar og dagblöð biðu í röðum eftir að fá að tala við hana og auðvitað mynda í bak og fyrir. Við tekur nú strangt þriggja mán- aða tímabil, þar sem hún þarf að sitja fyrir hjá ljósmyndurum Pent- house, klæðalítil eða nakin með öllu. Slíkt er hluti af kvöðunum, sem fylgja sigurvegaranafnbót- inni. Þegar hefur verið ráöinn fram- kvæmdastjóri til þess að annast hin ýmsu mál fyrir fegurðardísina. Sjálf segist Jeanette ætla að fara varlega með verðlaunaféð og fjár- festa í arðbærum fyrirtækjum. Peningavit segist hún hafa ágætt og ekki flana að neinu. „Ég veit sosum mætavel, að ég þarf ekki að hafa af því áhyggjur hvernig hún Jeanette fer með fjár- muni sína,“ sagði móðir hennar við B.T. „Hins vegar vildi ég gjarnan að hún hefði fleiri spjarir á kroppnum þegar hún er að sýna sig um allan heim.“ Ellemann-Jensen í vanda: Fannfergi og stormar kostuðu 64 manns lífíð BriÍN8el oj{ ('hicago, 28. nóvember. AP. ÁTTA manns létu lífið í mikl- um stormi, sem gekk yfir Belgíu í gær. í tveimur tilvik- um var um þaö að ræða, að tré brotnuðu og féllu á bíla á þjóðvegum. Þar létust 7. Átt- unda fórnarlambið lést einn- ig í svipuðu atviki. Þegar vindhraðinn var mestur náði hann 140 kílómetrum á klukkustund. Allar lestarferðir lágu af þeim sökum niðri, sömu- leiðis flestar aðrar samgöngur. Annasamt var hjá slökkviliði og björgunarsveitum og sem dæmi um atganginn má nefna að slökkviliðið í Brússel var kallað út 600 sinnum á einum sólar- hring, frá laugardagskvöldi og fram á sunnudagskvöld. Mikill bylur gekk yfir mið- hluta Bandaríkjanna um helg- ina og kippti öllum samgöngum úr skorðum á stórum svæðum. Fannfergið var sums staðar slíkt, að skaflar eru víða á fjórða metra á hæð. Þetta er í annað sinn á einni viku að bylur gengur yfir miðríkin og hafa 56 manns látist af völdum snjó- komunnar, ýmist beint eða óbeint. Að sögn veðurstofunnar var ástandið verst í Wyoming, Col- orado, Kansas og Nebreaska í gær, sunnudag, en í dag hafði bylurinn lagt Iowa og Minnesota undir sig. Slíkt var ástandið í Denver í Colorado-ríki í gær, að þar var lýst yfir neyðarástandi. Þar lokaðist flugvöllurinn, sem er sá fimmti í röðinni í Banda- ríkjunum hvað umferð varðar, algerlega í gær og ekki var búist við að hægt yrði að opna hann fyrr en síðdegis í dag. Mótmælaaðgerð- um spáð í Póllandi Varsjá, 28. nóvember. AP. EINN helzti leiðtogi „Samstöðu" í Póllandi, Zbigniew Bujak, spáir því í viðtali, sem birt var vestrænum fréttamönnum í dag, að pólskir verkamenn efni til verkfalla til að mótmæla verðhækkunum á matvæl- um í janúar, sem talsmenn stjórnar- innar segja að valdi um 7% hækkun framfærslukostnaðar. í viðtalinu segir Bujak, að brýn- asta baráttumálið i dag sé að koma í veg fyrir þessar boðuðu verðhækkanir. Bujak, sem er þekktastur fjög- urra fulítrúa í framkvæmdastjórn „Samstöðu“, sagði einnig að helzta framtíðartakmark samtakanna væri að fá alla pólitíska fanga leysta úr haldi, og að koma á frjálsum verkalýðssamtökum. Staða „Samstöðu" hefur verið í nokkurri óvissu undanfarið, en á sunnudag prédikaði faðir Jerzy Popieluszko yfir 7.000 kirkjugest- um í St. Stanislaw Kostka-kirkj- unni í Varsjá, og lýsti þeirri vissu sinni að „Samstaða" yrði sigursæl í lokin. „Enginn skyldi halda því fram í dag að „Samstaða" hafi tapað,“ sagði faðir Popieluszko, og var orðum hans útvarpað um há- talara til mannfjölda utan kirkju- dyra. „Hún stefnir fram til sigurs. Hún fer hægt, en hún nær tak- markinu." Andropov ritar sendibréf: Rússar tilbúnir að taka upp þráðinn Bonn, 28. nóvember. AP. HELMUT KOHL, kanslari Vestur- I»ýskalands greindi frá því í gær, að hann hefði fengið bréf frá Juri Andropov, forseta Sovétríkjanna, þar sem forsetinn gæfi í skyn að til greina kæmi að Sovétmenn settust við samningaborðið í Genf á nýjan leik. Kohl sagði eftir að hafa lesið bréfið að orð Andropovs yrðu ekki misskilin og líta bæri svo á að Sov- étmenn væru reiðubúnir til frekari viðræðna á næstunni þrátt fyrir að þeir hafi gengið einhliða frá við- ræðunum í Genf á dögunum. Sagði Kohl að Andropov hefði í bréfinu gagnrýnt ákvörðun vestur-þýska þingsins að hvika ekki frá niður- setningu meðaldrægu eldflaug- anna, en hins vegar væri ljóst að sovéski leiðtoginn vildi ekki líta þannig á stöðuna nú að hún væri óbreytanleg. Háttsettir embættismenn og ráðherrar í Rúmeníu, Póllandi og Tékkóslóvakíu sögðu í gær, að þeir væru bjartsýnir á að Bandaríkja- menn og Sovétmenn myndu setjast við samningaborðið á ný innan skamms og raunar væri það alveg bráðnauðsynlegt. En NATO hefur þrátt fyrir þetta ekki dregið úr vígbúnaðinum. Fyrstu meðal- drægu kjarnorkuflaugarnar sem setja á niður á Ítalíu komu þangað um helgina og í gær. Alls verða 112 meðaldrægar flaugar á Ítalíu, flestar á Sikiley. Á yfír höfði sér vantrauststillögu Kaupmannahofn, 28. nóvember. Frá lb Björnbak fréttar. Mbl. FERILL Uffe Ellemann-Jensen í embætti utanríkisráðherra I)an- mörku er hugsanlega senn á enda, en það fer eins og oft áður eftir því hvaða afstöðu hinn róttæki vinstri flokkur tekur er vantraust verður horið fram á Ellemann-Jensen á danska þinginu innan skamms. Forsaga málsins eru ummæli sem höfð voru eftir ráðherranum í ERLENT dönskum blöðum í kjölfarið á flokksþingi í Árósum. Þar sagði Jensen að sér væri oft skapi næst er hann færi til annarra NATO- landa, að draga úr fáránlegum skuldbindingum sem Sósíaldemó- krataflokkurinn, Róttæki flokkur- inn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn hafa komið sér í einungis til að tryggja friðinn í samsteypustjórn- inni. Ummæli Jensens komu í kjöl- farið á stöðu sem kom upp fyrr á árinu, er stjórnin stóð skyndilega uppi í minnihluta á danska þing- inu hvað varðaði hinar margum- töluðu meðaldrægu kjarnorku- flaugar NATO. Ellemann-Jensen segir blöðin hafa rangtúlkað orð sín, en Anker Jörgensen forsætis- ráðherra telur að svo sé ekki. Á fimmtudaginn verða eldflauga- málin rædd fram og aftur á danska þinginu og þá verður einn- ig lögð fram vantrauststillaga á hendur Ellemann-Jensen og treystir enginn sér til að spá um úrslitin í báðum málefnum. Þessi mynd er úr sjónvarpsmyndinni „The Day After", eða „Daginn eftir" sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu og vakið mikla athygli. Fjallar hún um afleiðingar kjarnorkuárásar á Bandaríkin. Á næst- unni verður myndin sýnd víðar á Vesturlöndum. Símamynd AP. Gífurlegar óeirðir í Bangladesh Dhaka, Banjfladesh. 28. nóvember. AP. ÞÚSUNDIR MANNA tóku um helg- ina þátt í mótmælaaðgerðum gegn herlagastjórn Hossains Mo- hammads Ershads i Bangladesh. Mikið lið lögreglu greip til hrotta- legra aðgerða gegn fólksfjöldanum og mikill fjöldi varð sár af. Mótmælaaðgerðirnar voru eink- um og sér í lagi í nágrenni stjórn- arráðsins í Dhaka og voru þær friðsamlegar. Lögreglumer.nirnir voru vopnaðir háþrýstivatnsdæl- um, táragasi og kylfum og var ekkert til sparað er þeir gerðu áhlaup á fólkið. Þegar átökin höfðu staðið yfir í 90 mínútur var vopnað herlið hvatt á vettvang og færðist þá mikið fjör í leikinn. Voru götubardagar fram í myrkur á laugardaginn, en þá réðust einn- ig hermenn inn í byggingu blaða- mannafélags Bangladesh og börðu þar nokkra blaðamenn til óbóta, þar á meðal formann blaða- mannafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.