Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 47 Hannes Baldvinsson og Kolbeinn Friðbjarnarson, þungur á brún, á miðjum fundi, innar sést i Óttar Proppé, bæjarstjóra. 250 milljóna króna skuldum," sagði Höskuldur. „Hver getur breytt þessari stöðu? Ekki al- menningur hér á Siglufirði. Sá eini, sem getur það, með miklum harmkvælum þó, er ríkissjóður. Það er því eðlilegt að við endur- skipulagningu á fjármálum fyrirtækisins séu settir í stjórn- ina menn, sem standa nær þeim stofnunum, er skipta máli... Fráfarandi stjórn er á engan hátt frábrugðin öðrum stjórnum fyrirtækja í þessu landi. Það er ekkert vantraust á þá stjórn að þessu leyti, hér er við að etja tímabundna erfiðleika, sem ætla má að verði betur leystir í Reykjavík en hér á Siglufirði.“ Ráðuneytisstjórinn vék því- næst að rekstri Þormóðs ramma á Siglósíld og sagði, að árlega hefði ríkissjóðour (sem á fyrir- tækið 100%) lagt til rekstrarfé til viðbótar 70% lánum banka. „Ríkissjóður þurfti þó á fyrstu mánuðum þessa árs að strika út 10 milljónir af skuldum Sigló- síldar. Þær gáfu til kynna, að eignastaða fyrirtækisins væri undir núlli," sagði hann. „Sigló- síld er ekki bætandi á Þormóð ramma eins og staðan er nú. Ef hins vegar verður hægt að sanna, að Siglósíld sé til góðs fyrir rekstur fyrirtækisins, þá efa ég ekki að hinir nýju stjórnarmenn munu breyta afstöðu sinni hvað þetta varðar. En fullyrðingar og fögur orð duga skammt hér.“ ... lent í skessuleik bankanna Hannes Baldvinsson, vara- stjórnarmaður í Þormóð ramma og framkvæmdastjóri sauma- stofu á Siglufirði, kvaddi sér hljóðs og sagðist ekki sjá betur en að „menn fyrir sunnan" hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisrekstur væri besta fyrir- komulagið á Siglufirði. „Við, sem vorum hvött til að leggja fram hluta af launum okkar í hlutafé í þessu fyrirtæki, erum nú sett til hliðar af stóra bróður,“ sagði Hannes og var þungt í honum. „Það er ekkert á hreinu um það hvað á að gera í sambandi við framtíð Þormóðs ramma. Ég skora á menn að benda á aðrar leiðir en þær sem núverandi stjórn var að fara. Þessi stjórn var pólitískt skipuð, allir helstu flokkar áttu í henni fulltrúa. Hún hefur sameinast um það sem þurft hefur að gera, enda verður engin búseta hér á Siglu- firði sem heitið getur nema Þor- móður rammi haldi áfram sinni starfsemi og bæti heldur við sig. En í stað þess að styrkja þessa stjórn sem hér er og veit alltaf hvað er að gerast, hvar skórinn kreppir hverju sinni, á að fara að fjarstýra fyrirtækinu sunnan úr Reykjavík og það af mönnum sem þekkja ekkert til. Ég full- yrði, að það er óheppilegasta stjórn sem hugsast getur." Hannes sagði, að of lítið hefði verið gert úr þætti bankanna í sambandi við vanda fyrirtækis- ins og vitnaði til bréfa Lands- bankans og Útvegsbankans, þar sem vísað var til „samkomulags" bankanna að tilhlutan Seðla- bankans og mótbára Útvegs- bankans gegn því „samkomu- lagi“. Of langt mál væri að rekja þau bréf hér, enda hafa efnis- atriði þeirra áður komið fram. „Þetta sýnir," sagði Hannes Baldvinsson, „að Þormóður rammi hefur lent í skessuleik bankanna í Reykjavík. Það þarf ekkert að tíunda hér hve mikla vinnu og fé þessi skessuleikur hefur kostað Þormóð ramma ... Ábyrgðin liggur hjá öðrum en stjórn félagsins. Það hefur skort vilja til að fara þær leiðir sem hafa verið færar, jafnvel þótt sveitamenn norður í landi hafi margsinnis bent á þær leiðir ... Þegar ríkissjóður loks útvegaði fé í byggingu frystihússins, var það of seint. Þá var vitað að upp- hlaðinn vaxtabaggi væri orðinn slíkur, að aldrei yrði hægt að standa undir honum ... Og hvað varðar Siglósíld og framlag ríkis- ins til þess fyrirtækis, þá hefur K. Jónsson á Akureyri fengið tvær krónur fyrir hverja eina, sem hingað hefur komið. Og skyldi það vera tilviljun, að Landsbankinn veitir því fyrir- tæki alla þá fyrirgreiðslu, sem óskað er eftir?“ Hver var sá glæpur? Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku, minnti á að hlutabréf í fé- laginu hefðu enn ekki verið af- hent, þótt hann hefði margsinnis óskað eftir að það yrði gert. Hann varaði við „fjarstýringu að sunnan" og sagði Siglfirðinga hafa af því dýrkeypta reynslu, sem Síldarverksmiðjur ríkisins væru lýsandi dæmi um. „Ég fæ ekki séð, að stjórnarskiptin í fé- laginu hafi verið nauðsynleg til að koma fram þeim breytingum á rekstrargrundvellinum, sem þarf að gera. Ef þessi fjarstýring á að standa lengi, þá er það vís leið til glötunar," sagði Kolbeinn. Jón Dýrfjörð, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, tók undir það með Kolbeini og beindi nokkrum spurningum til Höskuldar Jóns- sonar: hverjar væru framtíðar- ætlanir stærsta eigandans í Þormóði ramma; hver væri sá glæpur, sem fráfarandi stjórn hefði framið — hvað hefði hún gert eða ekki gert, að hún verð- skuldaði þá meðferð er hún þyrfti nú að sæta. „Þetta sem við horfum uppá nú, er sjónarspil, þar sem Siglfirðingar eru látnir leika aðalhlutverkið," sagði Jón. „Þeir, sem að því standa nú, munu gjalda fyrir það, þótt síðar verði." Hinrik Aðalsteinsson svaraði því til um hlutabréfaútgáfuna að bréfin væru tilbúin að öðru leyti en því, að þau væru enn óstimpl- uð, en frágangur þess máls yrði væntanlega léttur leikur fyrir nýju stjórnina. „Ég er mjög á sama máli og aðrir hér um að fjarstýring getur ekki gengið til langframa,“ sagði Höskuldur. „Stjórnarmenn hafa allir tekið fram, að þeir tækju þetta verkefni að sér aðeins til næsta aðalfundar. Markmiðið er að fjármálin verði sett í það horf, að forræði yfir fyrirtækinu geti aftur flust í heimabyggð þess ... ... Það er ljóst," hélt hann áfram í lok fundarins, „að versta staða fyrirtækis er sú, að eigandi þess hiki við að eiga það. Þetta er spurningin um að eiga eða eiga ekki. Og ég skal játa það hrein- skilnislega, að þótt ég sé búinn að vera ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu nær óslitið síð- an 1974, var þetta fyrirtæki hvergi í hólfi í minni vitund fyrr en bankavandamálin komu upp nú í sumar. Það var náið sam- starf milli fráfarandi stjórnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, en ég er ekki viss um að það sé heppilegt, að tengslin séu á þann veg, að aðaleigandinn viti sem minnst af fyrirtækinu. Ég held að heimamenn hafi fengið að ráða flestu því, sem þeir vildu ráða. Ef til vill liggur vandinn í því, að það hefur aldrei verið svo að fyrirtækinu búið, að það næði að skila skynsamlegum arði. Hvað framtíðarhugmyndir nýju stjórnarinnar varðar, þá færist ég heldur undan að ræða þær. Nýja stjórnin er væntanleg hingað til Siglufjarðar næstu daga — ófærð hamiaði því að þeir menn gætu verið hér í dag — en bæjarstjórn verður gerð grein fyrir áformum stjórnar- innar...“ Á hluthafafundinum, sem haldinn var í kaffistofu frysti- húss Þormóðs ramma hf., voru mættir handhafar yfir 99% hlut- afjár í félaginu. Höskuldur Jónsson var handhafi yfir 70% atkvæðamagns og gat því ráðið fundinum þegar kom til at- kvæðagreiðslu um fækkun stjórnarmanna og kjörs nýrrar stjórnar og fleiri tæknilegum at- riðum í því sambandi. Enda fór svo, að allt var það samþykkt mótþróalaust — utan að Hannes Baldvinsson greiddi atkvæði gegn því, að stjórnarmönnum yrði fækkað úr sjö í þrjá og að kosnir yrðu jafnframt þrir vara- stjórnarmenn til aðalfundar 1984. Allmargir hluthafar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, enda átti í rauninni enginn leik á þess- um hluthafafundi nema fulltrúi „stóra bróður", eins og Hannes Baldvinsson kallaði ríkissjóð, Höskuldur Jónsson. ÓV Orkuniðurgreiðslurnar verði notaðar til átaks í orkusparnaði — segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra Borgarnesi, 28. nóvember. „ÉG MUN beita mér af alefli fyrir því að við komumst út úr því kerfi sem nú er, það er að lagðir eru skatt- ar á orkuneytendur og þeim síðan borgað til baka. Við komumst að vísu skammt í þessu á þessu ári en ég mun beita mér fyrir þessu,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, í rsðu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi sem haldinn var í Borgarnesi um helgina. Sagði Sverrir að þessir fjár- munur yrðu notaðir til annarra en jafn gagnlegra hluta svo sem til orkusparnaðar, meðal annars til að hjálpa húseigendum við að ein- angra hús sín betur. Sagði iðnað- arráðherra að gera þyrfti alveg sérstakt stórátak í orkusparnaði og taldi að þeim fjármunum sem varið væri til niðurgreiðslna væri vel varið til slíkra verkefna. - HBj. Leiðrétting í spjalli við meðlimi Hamrahlíð- arkórsins í Morgunblaðinu 25. nóvember sl. misritaðist nafn eins viðmælandans, Sigfúsar Nikulás- sonar. Hann var nefndur Sófus Nikulásson, sem er ekki rétt. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. NÁMSTEFNA Notkun ársreikninga Ársskýrslu verðlaun 1983 Haldin að Hótel Loftleiðum, Kristalssal, 30. nóvember 1983. ki. 14 00 Námsstefnan sett Sigurður R. Helgason, formaður SFÍ. HVAÐA UPPLÝSINGAR ÞURFA ÁRSREIKNINGAR AD FLYTJA MED TILLITITIL ÞARFA OG HAGSMUNA EFTIRFARANDI HÓPA?: ki. 14:05 SJÓNARMIÐ EIGENDA Gunnar H. Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags íslands. ki. 14 20 SJÓNARMIÐ STJÓRNENDA Þorkell Sigurlaugsson, forstöðumaður áætlunardeildar Cimskip. ki. 14 35 SJÓNARMIÐ LÁNASTOFNANA Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri, Iðnaðarbanka íslands. ki. 14:50 SJÓNARMIÐ SKATTAYFIRVALDA Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík. ki. 15:05 SJÓNARMIÐ HAGTÖLUVINNSLUNNAR Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri, Célags fsl. iðnrekenda. ki. 15 20 SJÓNARMIÐ ENDURSKOÐENDA Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, Cndurskoðun h/f Kl. 15:35 Kaffihlé ki. 16:00 Álit dómnefndar um bestu ársskýrslu ársins 1982 og afhending verðlauna. Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður árs- skýrslunefndar SFÍ Veitingar. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU Í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉIAG ÍSLANDS i«23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.