Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Holmes ekki lengi að afgreiða Frazier: Dómarinn stöðvaði keppnina í fyrstu lotu „ÉG HEF þráð aö heyra hann segja þetta,“ sagði Diane Holm- es, eiginkona Larry Holmes, heimsmeistara í þungavigt í hnefaieikum, og ánægjan Ijómaöi af henni. Larry Holmes var aö klæða sig upp á föstudagskvöld- ið eftir að hafa sigrað Marvin Frazier í fyrstu lotu hnefaleika- keppni þeirra, og nokkrir frétta- menn voru að spjalla við hann. „Ég mun samþykkja að berjast við Gerrie Coetzee fyrir mikla peninga og síðan er ég hættur," sagöi Holmes. „Ef ég fæ ekki að berjast viö Coetzee hætti ég í mars.“ Coetzee þessi er Suöur-Afríkubúi, og hann telst heimsmeistari í þungavigt hjá WBA, Alþjóöa hnefaleikasam- bandinu, en Holmes aftur á móti hjá WBC, Alþjóöa hnefaleikaráö- inu, sem er virtara. Holmes beindi oröum sínum til forráöamanna hnefaleikaráösins þeir yröu aö finna annan heims- meistara, þar sem titilinn veröur mjög líklega tekinn af honum berj- ist hann ekki viö Greg Page í febrúar eöa mars. Holmes var ósattur viö þá ákvörðun ráösins aö neita aö viðurkenna tólf lotu bar- dagann viö Frazier á föstudaginn sem titilvörn, jafnvel þó hann heföi tekiö áhættuna sem fylgdi. Heföi Frazier unniö heföi titillinn talist „á lausu" þar sem forráöamönnum ráösins fannst Frazier ekki nógu góöur mótherji. Aldrei spurning En þaö fór aldrei á milli mála hver ynni á föstudagskvöldiö í Las Vegas. Strax í fyrstu lotu geröi Holmes haröa hríö aö Frazier og höggin buldu á honum. Holmes hrakti Frazier út aö, „og næstum í gegnum“ kaölana, eins og sagöi í skeyti frá AP. Yfirburöir Holmes voru miklir og eftir vel útilátiö hægrihandar högg hans í andlit Frazier lá sá síöarnefndi. Hann stóö þó upp er dómarinn haföi tal- iö upp t átta. Holmez hrakti hann þá í hans eigiö horn og þrívegis fór hann fram á þaö viö dómarann, Mills Lane, aö stööva leikinn. Þaö geröi hann svo að lokum. „Larry er frábær í því aö binda endahnútinn á bardaga, þiö veröiö aö trúa því,“ sagöi þjálfari hans, Eddie Futch, eftir keppnina, en Futch þessi þjálfaöi Joe Frazier, fööur Marvins, lengst af meðan hann var heimsmeistari. „Lendir þú í vandræöum gegn Holmes ertu sannarlega í vandræöum," sagöi Eddie um Holmes. „Stolt mitt sært“ „Ég tel aö stolt mitt hafi veriö sært meira en nokkuö annaö hér í kvöld,“ sagöi hinn 23 ára Marvin Frazier eftir keppnina, en hann haföi sigraö í öllum tíu keppnum síöan hann varö atvinnumaöur. Holmes hefur nú sigraö í 44 keppnum, þar af í 32 með rothöggi — frábær árangur. Page og Coetzee voru báöir í Las Vegas á föstudagskvöldiö og fylgdust meö keppninni. Holmes sagöi aö í boöi heföu veriö tvær og hálf milljón dollara fyrir aö berjast við Page — en þaö væri ekki nógu vel boöiö þegar hann gæti fengiö mun meira fyrir bardaga fyrir Coetzee. Þrír milljarðar! Stór spurning varöandi Holm- es-Coetzee bardagann er hvort Holmes sé tilbúinn til aö fara til Suöur-Afríku og berjast þar, vegna aöskilnaöarstefnu stjórnvalda þar í landi í kynþáttamálum. En Holmes hefur sagt, ætíö meö bros á vör, aö hann muni gera þaö fyrir eitt hundraö milljónir dollara (100. 000.000 dollara). Á laugardag setti hann fram nákvæma upphæö: 100.000.027,95 dollara. Það eru um 3.000.000.000 íslenskra króna; þrír milljaröar! Fyrir bardaga viö Page eru honum boönar um sjötíu milljónir ísl. króna. Coetzee sagöi á föstudaginn i Las Vegas aö hann væri tilbúinn aö berjast viö Holmes fyrir minni upphæö en hann fengi. „Mun minni uppphæö, vegna þess aö ég vil vera meistari. Mér er sama þó Holmes sé almennt álitinn meist- ari," sagöi hann. • Það var eins gott að Ijósmyndararnir voru mættir á réttum tíma á viöuri Baö dómarann reyndar aö hætta keppninni, þar sem hann vildi ekki slai berjast einu sinni og leggja síöan hanskana á hilluna. Þrátt fyrir vann FH tíu FH-INGAR nældu sér í tvö ódýr stig í íslandsmótinu þegar þeir fengu Þróttara í heimsókn á sunnudaginn. Þrátt fyrir að hafa sýnt mikið kæruleysi undir lok leíksins skildu tíu mörk þegar flautað var til leiksloka, en þá var staöan 39—29. Eins og sést á hinu mikla markaskori FH var mótstaðan lítil sem engin. Þaö er hins vegar ekkert grín að sækja FH-inga heim um þesar mundir og voru Þróttarar þess fullkom- lega meðvitaðir. Fyrir FH-inga var þessi leikur varla meira en létt æfing. Þorgils Óttar gaf félögum sínum tóninn meö þremur fyrstu mörkun- um, og voru þau öll sérlega vel útfærö eins og megniö af þeim mörkum sem FH-ingar áttu eftir að skora i leiknum. Þróttarar héldu í viö Hafnfiröinganna framanaf og á 10. mínútu var staöan 6—5 fyrir kæruleysi marka sigur FH — Þróttur 39:29 FH. Þá fór að draga í sundur meö liöunum og um miöjan fyrri hálf- leikinn var staöan 12—6. Sex Páll Björgvinsson: „Þetta Islandsmót er hrein og bein della“ PALL Björgvinsson þjálfari Þrótt- ar var myrkur í máli í garð stjórn- ar HSÍ þegar blm. Morgunblaðs- ins ræddi stuttlega viö hann eftir leik Þróttar og FH á sunnudaginn: „Þetta íslandsmót er hrein og bein della, þaö er ekki nema von að nokkur maður komi á leikina þegar þeir eru ekki auglýstir. Maður má eiginlega þakka fyrir aö leikmenn séu látnir vita hve- nær þeir eiga að spila, og sem dæmi um það þá vissi ég ekki fyrr en í morgun að þessi leikur ætti að vera klukkan fimm í dag. Svona slóðaskapur á ekki aö líð- ast.“ Aöspuröur sagöi Páll aö hann heföi ekkert á móti fyrirkomulag- inu á mótinu sjálfu, „en mót sem fram fer í felum getur aldrei oröiö skemmtilegt. Þvi er hins vegar ekki aö neita aö viss lægö er í handboltanum hérna, sem ég tel alveg eölilega. Öll liöin hafa misst menn, nema þá FH og meöan verið er aö byggja upp ný lið skapast millibilsástand. Ég held aö viö þurfum ekki aö kvíöa neinu, þetta kemur fyrir á 5—6 ára fresti,“ sagði Páll Björg- vinsson. — BJ. • Páll Björgvinsson marka munur hélst út fyrri hálfleik- ilnn og þegar leiktíminn var aö renna út skoraöi Atli nítjánda mark FH og staðan var í hálfleik 19—12. Á fyrstu 10 mínútum síöari hálf- leiks skoruöu FH-ingar 11 mörk gegn aöeins þremur mörkum Þróttar og var því 15 marka mun- ur, 30—15, ótrúlegt en satt. Eftir þessa syrpu tóku FH-ingar aö slaka verulega á og kæruleysiö fór að segja til sín. Þróttarar minnk- uöu muninn niöur í tíu mörk og þegar 10 mínútur voru eftir var staöan 32—22. Páll Ólafsson, sem varla haföi sést í leiknum, tók þá mikinn sprett og skoraöi 5 mörk í röö fyrir liö sitt, en allt kom fyrir ekki, FH-ingar svöruöu Páli jafnan meö marki á móti. Lokatölurnar 39—29. Liö FH var gott í þessum leik en þrír menn voru þó í sérflokki, þeir Kristján, Þorgils Óttar og Hans en auk þeirra átti Sverrir í markinu ágætan leik. Páll Ólafsson og Gisli Óskars- son voru atkvæöamestir í liöi Þróttar aö þessu sinni og áttu ágætan leik ásamt Páli Björg- vinssyni. Mörk FH: Kristján Arason 13 (5 v), Hans Guömundsson 10 (2 v), Þorgils Óttar 7, Valgarö Val- garösson og Atli Hilmarsson 3 hvor, Guðjón Árnason 2 og Pálmi Jónsson 1 mark. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 9 (2 v), Gísli Óskarsson 7, Konráö Jónsson 5, Páll Björgvinsson 3, Birgir Sigurösson 3 (2 v) og Magn- ús Magnússon 1 mark. — BJ. • Hans inn. Páll Guðmundsson si Björgvinsson og »kir hér að Þróttar- Konráð Jónsson ná

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.