Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
5
Fundur framkvæmdastjóra biblíufélaga:
500 milljónum biblía dreift ár-
lega á vegum 99 biblíufélaga
Frá fundi framkvæmdastjóra biblíufélaga Norðurlandanna með fréttamönnum sl. mánudag. Fréttamenn eru
vinstra megin á myndinni en standandi er Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, við hlið hans situr Þorkell G.
Sigurbjörnsson í stjórn biblíufélagsins, þá Odd Telle, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, Daninn Niels
Jörgensen Cappelörn, Ebbe Arvidson frá Svíþjóð og loks Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri íslenska
biblíufélagsins. Morpinbl»6i4/KEE.
Framkvæmdastjórn
biblíufélaganna á Norður-
löndum og framkvæmda-
stjóri Evrópuskrifstofunnar
hittust í Norræna húsinu í
Reykjavík fyrir nokkrum
dögum í því skyni að undir-
búa sig undir ársfund
biblíufélaga í Evrópu, sem
fram fer í London á næst-
unni. Var ákveðið að hittast
á íslandi í þetta sinn í til-
efni af ári biblíunnar hér á
landi og 400 ára afmælis
Guðbrandsbiblíu. Fram-
kvæmdastjórarnir áttu fund
með fréttamönnum á mánu-
daginn, þar sem þeir
kynntu starfsemi og hlut-
verk biblíufélaga víðs vegar
um heim.
„Biblíufélög eru meðal elstu
félaga í hverju landi, hið
breska var stofnað árið 1804,
en á Norðurlöndunum voru fé-
Iögin stofnuð á árunum 1814
gil 1816,“ sagði Hermann Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
Hins íslenska biblíufélags.
„Þessi félög hafa aðeins eitt
mál á stefnuskrá sinni, bibl-
íuna, en markmið félaganna er
að stuðla að útbreiðslu hennar
með ráðum og dáð, sjá til þess
að hún sé fáanleg hvar sem er
í heiminum á verði sem hver
einstaklingur ræður við,“ sagði
Hermann.
Það kom fram í máli Odds
Telle, framkvæmdastjóra Evr-
ópuskrifstofunnar, að í Evr-
ópudeildinni, sem tekur yfir
Mið-Austurlönd og hluta
Norður-Afríku einnig, eru 39
biblíufélög, en í öllum heimin-
um eru félögin 99 talsins. Það
standa vonir til að það hundr-
aðasta bætist í hópinn fljót-
lega, á Möltu. Arlega er dreift
um 500 milljónum biblía eða
biblíuhluta út um allan heim á
vegum félaganna.
Sagði Odd Telle að það
mætti greina starfsemi félag-
anna í þrennt: Þýðingar á
texta biblíunnar, framleiðslu á
bókinni og dreifingu hennar.
Nú þegar hefði biblían verið
þýdd á 1800 tungumál og væru
700 þýðingarverkefni í gangi.
Þá hefði mikið verið unnið að
endurskoðun á gömlum þýð-
ingum, einkanlega á Evrópu-
málum, en auk þess að leið-
rétta beinar þýðingarvillur,
væri nauðsynlegt að endur-
skoða þýðingar vegna merk-
ingarbreytinga sem óhjá-
kvæmilega verða á einstökum
orðum yfir langan tíma.
Svíinn Ebbe Arvidson
nefndi skemmtilegt dæmi í því
sambandi úr sænsku þýðing-
unni á Faðir vorinu. I gömlu
þýðingunni var setningin „eigi
leið þú oss í freistni" þýdd
þannig: „inled oss inte í frist-
elser". Taldi Arvidson að
þarna væri orðið „fristelse"
ónákvæm og villandi þýðing
miðað við notkun orðsins í
daglegu sænsku máli nú. Það
hefði hins vegar gengið á sín-
um tíma þegar orðið merkti
þolraun eða áreynslu. En nú
væri merking orðsins frekar í
ætt við lokkun eða tælingu,
þar sem höfðað er til mannlegs
veikleika. 1 nýju þýðingunni
stendur því „prövning" í stað
„fristelse" og öll setningin er
„och utsátt oss inte för prövn-
ing“.
Það vakti nokkrar umræður
á fundinum hvort íslenska orð-
ið „freisting" væri ekki á sama
báti statt og sænski ættingi
þess. Forðum merkti orðið það
sama og „raun“, þolraun,
mannraun eða prófraun, sam-
anber „að freista þess að gera
eitthvað“ og „mín freista fír-
ar“. Nú er hins vegar sá merk-
ingarþáttur meira áberandi
sem kemur fram í orðasam-
bandinu „að falla í freistni",
m.ö.o. láta undan veikleika
sínum.
Annað vandamál sem þýð-
endur biblíunnar hafa löngum
þurft að glíma við er notkun
líkingamáls. Það er mikilvægt
að þýða líkingar þannig að þær
verði lifandi í reynsluheimi
þjóða á hverjum tíma. Þannig
hafði það til dæmis litla
merkingu fyrir Grænlendinga
hér áður fyrr að tala um „guðs
lömb“ og því var orðið „lamb“ í
gömlum þýðingum leyst af
hólmi með „kópur" eða „litli
selur“, og í stað þess að segja
„sjá guðs lambið" sagt „sjá
guðs litla sel“.
En það kom einmitt fram á
fundinum að engin viðunandi
þýðing er til á biblíunni á
grænlensku, né heldur sam-
ísku. Þær sem eru til, eru mjög
villandi og ónákvæmar. Biblíu-
félögin í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi hafa nú sameinast
um að þýða biblíuna á samísku
og unnið er að grænlenskri
þýðingu á vegum Dana.
í Svíþjóð er það sérstök
nefnd á vegum ríkisins sem sér
um þýðingu biblíunnar. Árið
1981 var gefin út ný þýðing á
Nýja testamentinu þar í landi.
Ebbe Arvidson sagði að á að-
eins fjórum mánuðum hefði
ein milljón eintaka selst og
hefði ríkið þénað í formi sölu-
skatts um 6 milljónir sænskra
króna.
En það er einnig hlutverk
biblíufélaga að koma boðskap
biblíunnar til skila á aðgengi-
legan hátt, einkanlega fyrir
börn og unglinga. Danir hafa
gengið lengst í því efni og
sagði danski framkvæmda-
stjórinn Niels Jörgen Cappel-
örn, að þar í landi hefði biblíu-
félagið staðið fyrir útgáfu
teiknimyndabóka í anda Ást-
ríks og Tinna um efni biblí-
unnar. Sagði hann að almenn-
ingur hefði ekki litið við þess-
um bókum fyrstu tvö til þrjú
árin, en nú nytu þær mikilla
vinsælda. Þá hafa Danir feng-
ið þekkta rithöfunda eins og
Ebbe Klövedal Reich til að
skrifa sögulegar skáldsögur
fyrir unglinga um efni biblí-
unnar og njóta þær bækur
einnig mikilla vinsælda, að
sögn Cappelörn.
Tryggid ykkur mida
SÖNGVARARNIR
FRAM ERU:
SEM KOMA
O Erla Trausladótfír
O Þuriöur S»guröardóltir
0 Emar Júlíusson
Ha,|dórsson
□ S^r9U;AuðtJnsson
O Sigurður Ólafsson
n^f9!rAs,va,dsson
Jr6urJol>nnie
O Ómar Ragnarsson
DHaraWG. Haralds
D Sverrir Guðiónsson
Heiöur sgestur
,ns veróur hlnn
°9 eldhressi e
t»narsson.
í GEGNUM TÍÐINA
CIPCAID
Hinir stórgóðu tónleikar meö 27. frá-
bærum listamönnum sem rifja upp öll
vinsælustu lög síðustu áratuga._
Matseöill:
Rjómalöguð rósinkálssúpa.
Lambabuffsteik með ristuðum sveppum,
papriku, lauk, bökuðum jarðeplum.
blómkáli m. ostabráð, hrásalat og krydd-
smjör._______
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur
undir hjá söngvurunum af sinni alkunnu
snilld.
Það byrjar í Boröapantanir í simum 77-500 og 68-73-70.
Þaö
f er
íunaðstegtil-
^finning að
Wf heyra öll
W þessi frá-
w bæru lög
'fflutt af stór-
góðum lista-
mönnum.