Morgunblaðið - 08.02.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Stríðsletursfrétt
Þjóðviljans
PJOÐVIIIINN
<tSk«<Nakrrf
■nuM.A
mrnn<kjo<>
fehrúar 1984
fimmludagur
49. árgangur
27. lölublað
Sjá3
LAUNAFOLKII
ISTORI3S1
I • Auglýsingabceklingur ríkis-
stjórnar sendur til útlanda
| • Lokka til sín auðhringa med
þvíad benda á lágu launin hér
|* Ríkisstjórnin og Rockefeller
hrósa landinu fyrir óhóflegan
vinnutíma
I • Bjóda raforku á svipudu verði
og Alusuisse hringurinn fær
nú!
» ódýrari raforka en í Ástralíu
og Brasilíu segir ríkisstjórnin!
I • Fáheyrð óskammfeilni gagn-
vart launafólki í landinu
I • Ríkisstjórnin býður erlendum
auðhringum blygdunarlaust
uppá viðvarandi lág laun í
landinu!
"■ »— """" "'...T, iemhugunlciihefoulhun> 1 rckuKiMlm.lmvr.k mur
lllu tmtð|una á RryA.rl.r* l*rir irm h.U áhuf. rni |yfll
mrSnum It m.ll- (H orkufrrk. .nnutur um ,núJ -f „| B.rgn lUciH Gunnurxvmur ork.
__ ■ ■ L.........■ r 1 'i-v tum r.rfc tuu . . : ____ .____.. .... .... _
< h»v Munhuilun Bunk . H..nildMk|unum Ihrtlurlvr
irmkHI mun *rr« ráagiulurlv.rU'k.. I|irmulum. h-1'
vrm háur upphcAir rru I huf.
I hirkl.nitnum veg.r m « k.Mlm.ilmvifk-ni.O|..n
utluAur \.Orlyr.ruk |um |*r mHBuA ralmugn. fru l.umKv irk.un Kjl..rku\tr.'..k
1—“------**■ mun \rrAu \umn.ng\uir..k. mill. I und\v.ik|una. ..y
fv..rlu,k.\in\ ►»* cr l.klryl IH u* \cr»a undif þ\. raí- I
n annarv vlaAur a NofAurkmdum
orfcunu é ■vlpuAuvrrBI o* MhwAorráAufKVII* nu hv
„V.nnulaun á Itlund. eru hagtinA . vumanhurA. \
laun I Skund.navlu og m|6g hag»l*A I vamanhurA. v
laun I Banda«(k|unum , teg.r i uugiy»ingah*klingi rlk
iMl)érnatmnat og dðllurfynrl«k.\ Rockefellrrv hank
— f lAnaAarféAuneyt.___
KhilmélmverkuniAiunnar HofAahakka VI Rcyk|a\ik
Auglyv.ngahakl.ngur.nn her he.nA „Tck.fa
fjármagnrndur . Ki\.lmálmvrrk\m.A|u á Idanu. .•
aA hann v< gcrAur á vegum iAnaAarr*Auni-yl.\.n\ a
Klvilverk\m.A|unn. og Chave ttonomclrav wm mu.
vera dóllurfyr.rt*ki h.nv vfAfrcga hanka Roekefcllcr
.Aaf llindirvir.kun þ(.»V.I|anM
Baklingur [x\v hcfur vrraS wndu
lA kikka auAhnnga lil f|.irlr\lingar
)u ■•* annarv orkufrrk\ <#n I
Fyrirlitning atvinnurek-
segir Magnús
E. Sigurðsson
- . | formaður bóka-
enda er takmarkalaus
ErSwS swr sssr:
íSrSss -------------
SrasríSi-ir ssssasassuK t6
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
I stefnuyfirlýsingu núverandi
ríkisstjórnar segir í kaflanum um
orkumál og orkufrekan iðnað:
„Nýjum aðilum verði gefinn kost-
ur á eignaraðild í Kísilmálmverk-
smiðjunni." Þetta er fráhvarf frá
stefnu iðnaðarráðherra Alþýðu-
bandalagsins, sem stefndi að því
að Kísilmálmverksmiðjan yrði al-
gjört ríkisfyrirtæki, hvað sem það
kostaði.
Kynningarbæklingur
Til að hrinda þessu í fram-
kvæmd fól iðnaðarráðherra
tveimur fulltrúum úr stóriðju-
nefnd og tveimur fulltrúum úr
stjórn Kísilmálmverksmiðjunnar
að annast verkefnið. Fyrsta skref-
ið í þá átt var að láta útbúa kynn-
ingarbækling um fyrirhugaða
verksmiðju ásamt ýmsum upplýs-
ingum um land og þjóð. Þessi
bæklingur hefur ýmist verið send-
ur völdum fyrirtækjum, sem hugs-
anlegt væri að vildu slíkt samstarf
eða bæklingurinn afhentur á
kynningarfundum sem haldnir
hafa verið með fulltrúum ein-
stakra fyrirtækja. Til aðstoðar við
samningu bæklingsins og til að ná
sambandi við einstök fyrirtæki
var fengið þekkt ráðgjafarfyrir-
tæki í Bandaríkjunum, Chase Ec-
onometrics. Þessi aðferð er þekkt
víða um heim og mikið notuð þeg-
ar líkt stendur á.
Þjóðviljinn gerir þennan bækl-
ing að umtalsefni sl. fimmtudag í
forsíðugrein með stríðsletursfyr-
irsögn. Frétt blaðsins er mjög
óheiðarleg, svo að vægt sé til orða
tekið, og því skulu hér tekin til
meðferðar þau helstu atriði, sem
Þjóðviljinn gerir að umtalsefni.
Hjörleifur og
Rockefeller
Gagnrýnt er í blaðinu að fyrir-
tækið Chase Econometrics skuli
fengið til aðstoðar í þessu efni. í
blaðinu segir, að fyrirtækið muni
„vera dótturfyrirtæki hins víð-
fræga banka Rockefellers, Chase
Manhattan Bank í Bandaríkjun-
Birgir ísl. Gunnarsson
„Hér skal hvorki borið
blak af Chase Econo-
metrics né Rockefeller,
enda vafalaust óþarfi á
þessum vettvangi. Á hitt
verður hins vegar að
benda að fyrirtækið
Chase Econometrics
hafði þegar starfað fyrir
Kísilmálmvinnsluna all-
lengi áður en núverandi
ríkisstjórn var sett á
laggirnar og stóriðju-
nefnd hóf afskipti af
málinu. Það var fyrri
stjórn Kísilmálmvinnsl-
unnar undir forystu
Halldórs Árnasonar,
fulltrúa Hjörleifs Gutt-
ormssonar, sem réð
Chase Econometrics til
ráðgjafarstarfs í þágu
Kísilmálmvinnslunnar.“
um. Dótturfyrirtækið mun vera
ráðgjafarfyrirtæki í fjármálum,
þar sem háar upphæðir eru í
húfi.“
Hér skal hvorki borið blak af
Chase Elconometrics né Rockefell-
er, enda vafalaust óþarfi á þessum
vettvangi. Á hitt verður hins veg-
ar að benda að fyrirtækið Chase
Econometrics hafði þegar starfað
fyrir Kísilmálmvinnsluna alllengi
áður en núverandi ríkisstjórn var
sett á laggirnar og stóriðjunefnd
hóf afskipti af málinu. Það var
fyrri stjórn Kísilmálmvinnslunn-
ar undir forystu Halldórs Árna-
sonar, fulltrúa Hjörleifs Gutt-
ormssonar, sem réð Chase Econo-
metrics til ráðgjafarstarfs í þágu
Kísilmálmvinnslunnar. Þeir
Hjörleifur og Rockefeller voru
góðir saman meðan það var og hét
og við sem síðar komum að málinu
fengum ágætan arf, þar sem voru
viðskiptin við Chase.
Raforkuverðið
Annað gagnrýnisatriði Þjóðvilj-
ans er að í bæklingnum sé raforka
boðin „á svipuðu verði og Alu-
suisse-hringurinn fær nú“. Um
raforku er sérstakur kafli í bækl-
ingnum. Þar er þess getið, hversu
mikil orka sé virkjanleg á íslandi í
samræmi við sameiginlegt álit
Landsvirkjunar og Orkustofnun-
ar. Síðan segir: „Kísilmálmverk-
smiðjan mun fá rafmagn frá
Landsvirkjun. Raforkuverðið mun
verða samningsatriði milli Lands-
virkjunar og fyrirtækisins og er
líklegt að það verði lægra en það
rafmagnsverð, sem nú fæst í lönd-
um eins og Ástralíu og Brasilíu og
öðrum löndum, sem bjóða upp á
tiltölulega ódýra raforku og helst
koma til greina fyrir staðsetningu
nýrra kísilmálmverksmiðja og
annars orkufreks iðnaðar." Þetta
kallar Þjóðviljinn að verið sé að
bjóða orku fyrir 10 mills.
Brasilía og Ástralía
í fyrsta lagi er rétt að benda á
að hér er ekki um neitt samnings-
tilboð að ræða, heldur aðeins al-
mennar upplýsingar byggðar á
staðreyndum. í öðru lagi, þá eru
Ástralía og Brasilía sérstaklega
nefnd vegna þess, að þegar bækl-
ingurinn var skrifaður lágu fyrir
upplýsingar um rafmagnsverð til
nokkurra kísilmálmverksmiðja í
Ástralíu og Brasilíu. Þessar upp-
lýsingar voru frá tveimur ráðgjaf-
arfyrirtækjum, sem bæði voru
fengin til starfa meðan fulltrúi
Hjörleifs var stjórnarformaður.
Þessi fyrirtæki eru Chase Econo-
metrics, sem fyrr er nefnt og Com-
modities Research Unit I Bret-
landi. í Ástralíu var vitað um verð
til nýrra verksmiðja og var það
allt að 28 mills. í Brasilíu var vit-
að um verð til kísilmálm- og járn-
blendiverksmiðja og var það
25-26 mills.
Sveiflur í Brasilíu
Rétt er að taka fram að miklar
sveiflur eru í rafmagnsverði í
Brasilíu, þegar það er reiknað í
bandarískri mynt (1 mill = 1/1000 úr
Bandaríkjadollara). Ástæðan er
gífurleg verðbólga í Brasilíu og
tíðar gengisfellingar, en raf-
magnsverðið til stóriðjufyrirtækja
þar er uppgefið og reiknað í mynt
þeirra Brasilíumanna. Þegar verð-
ið er reiknað í Bandaríkjamynt,
getur það því skipt máli, hvoru
megin við gengislækkun menn
lenda. Svo að vitnað sé til fleiri
landa má nefna að rafmagnsverð í
Bandaríkjunum og víðast í Evrópu
er mun hærra, t.d. býður Noregur
nýjum fyrirtækjum 20 mills. Að
lokum skal á það bent varðandi
þennan þátt málsins, að í þeirri
skýrslu, sem Hjörleifur Gutt-
ormsson lagði fyrir Alþingi á sín-
um tíma, reiknaði hann með raf-
magnsverðinu 17,5 mills og við það
voru allar áætlanir hans miðaðar.
Vinnuafl á íslandi
Þriðja gagnrýnisatriði Þjóðvilj-
ans er kafli í bæklingnum, sem
fjallar um vinnuafl, og finnst
Þjóðviljanum þar „launafólki
storkað". Svo að menn fái svart á
hvítu, hvað í þessum kafla segir er
rétt að birta hann hér orðréttan:
„Vinnuafl á íslandi er sér-
staklega vel menntað hvernig
sem á málið er litið og ekkert
þeirra stóriðjufyrirtækja, sem
stofnsett hafa verið á íslandi
Vestmannaeyjar:
Stanslaus loðnulöndun
hjá bræðslunum tveimur
Vestmannacvjum, 6. febrúar.
FRÁ ÞVÍ fyrir helgi hafa drekk-
hlaðnir loðnubátar streymt hingað af
loðnumiðunum og stanslaus löndun
hefur verið hjá bræðslunum tveimur,
sem hér eru starfandi.
Er vinnslan hjá þeim komin í full-
an gang og ilmandi peningalyktin
blæs hressilega yfir bæinn. Um miðj-
an dag í dag hafði FÍVE tekið á móti
11.000 tonnum og FES 4.000 tonnum
og hjá báðum verksmiðjunum voru
bátar í biðröðum við löndunardæl-
urnar.
Vitað var um níu skip sem voru
á leið til Eyja, flestum með full-
fermi. Hér er þróarrými fyrir um
20.000 tonn og vinnsluafköst verk-
smiðjanna mikil. Að sögn Viktors
Helgasonar, yfirverkstjóra hjá
FÍVE, er loðna sú sem borist hefur
til verksmiðjunnar í sérlega góðu
ásigkomulagi og óvenju feit miðað
við árstíma. Sjómenn segja
óhemju mikið magn af loðnu í
sjónum og ljóst að margir bátar
munu verða fljótir að fylla kvóta
sinn með slíkri veiði, sem verið
hefur undanfarna daga. Enn eru
um þrjár vikur áður en loðnan
verður hæf til hrognatöku.
Skipverjar á netabátnum Valdi-
mar Steinssyni VE 22 hafa aflað
sérlega vel að undanförnu. í janú-
ar landaði báturinn níu sinnum
alls 303 tonnum og á föstudag
landaði hann 37 tonnum til viðbót-
ar. Er þá meðalafli í löndun 34
tonn. Þetta eru þau mestu afla-
brögð netabáts á þessum árstíma,
sem elstu menn hér minnast. Afli
bátsins er að mestu ufsi, en einnig
nokkuð af þorski.
Fjörkippur er nú að færast í
vertíðina eftir rólegheit lengst af
janúarmánuð. Er ekki annað að
heyra á mönnum hér en töluverðr-
ar bjartsýni gæti með verðtíðina.
Menn telja ótíðina í janúar og
rótfiskeríið hjá Valdimar Sveins-
syni vita á góða vertíð og þorskur
sá sem veiðst hefur er stór og
vænn.
Togarar hafa aflað ágætlega að
undanförnu og er afli þeirra frá
áramótum þessi: Breki 328 tonn í
tveimur veiðiferðum, Sindri 308
tonn í þremur veiðiferðum, Klakk-
ar 204 tonn í tveimur veiðiferðum,
Bergey 208 tonn í 4 veiðiferðum og
Vestmannaey 73 tonn í einni veiði-
ferð.
Hkj.
Ljósm.: Sigurgeir.
Mikil loðnuveiði hefur verið að undanförnu og koma bátarnir inn með
fullfermi hver á eftir öðrum. Þessi mynd var tekin í Eyjum um helgina og eru
það Helga II RE og Þórður Jónasson EA, sem bíða hér drekkhlaðnir eftir
löndun.