Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Um sam-
félagsfræði
Tólf athugasemdir í tilefni af blaðaskrifum
— eftir dr. Wolfgang
Edelstein
Inngangsorð
Umræður um samfélagsfræði og
íslandssögu bárust mér ekki til
eyrna fyrr en nú um áramót. Þótt
seint sé, langar mig til að leggja
orð í belg þar sem málið er mér
nákomið: ég stóð fyrir vinnuhópi
um gerð námsefnis í samfélags-
fræði á vegum menntamálaráðu-
neytisins þegar verkið hófst af
fullum krafti 1974 og hef tekið
þátt í því síðan. Hér skal þó ekki
rætt sérstaklega um hlutdeild
íslandssögu í námsefni samfélags-
fræðinnar; því efni hafa verið gerð
ágæt skil og ranghermi um afnám
íslandssögu og staðhæfingar um
að hún sé á hrakhólum stödd í
nýju samfélagsfræðinni hrakin
með augljósum rökum. Hins vegar
hafa ýmsir aðrir þættir málsins
ekki hlotið tilhlýðilega athygli. Ég
mun draga nokkra þeirra fram í
upphafi máls míns en fjaila svo
nánar um þá á eftir.
A. Endurskoðun námsefnis í
sögu, landafræði, svo og átthaga-
fræði og fleiri efnisþáttum undir
heitinu samfélagsfræði er hluti af
heildarendurskoðun námsefnis í
öllum námsgreinum og öllum ár-
göngum grunnskólans. Þessi
endurskoðun hefur fylgt reglum
og venjum sem allir geta kynnt
sér.
B. Breytingar á sögu og landa-
fræði, þ.e. efni, gerð og markmið
hinnar samþættu samfélagsfræði
hafa verið margkynntar bæði
kennurum, sérfræðingum og öll-
um almenningi um hartnær 10 ára
skeið.
C. Efni, gerð og markmið sam-
félagsfræði á grunnskólastigi eiga
litla eða enga samleið með því
námsefni sem notað er á félags-
sviði framhaldsskólastigsins og
stundum hefur gengið undir heit-
inu samfélagsfræði.
D. Leitast hefur verið við að fá
valinkunna menn og sérfróða um
íslandssögu, landafræði, mann-
kynssögu, fornleifafræði, mann-
fræði, hagfræði o.s.frv. til liðs við
höfunda samfélagsfræðinnar, til
að fara yfir og gagnrýna allar
námseiningar sem samdar hafa
verið undir merkjum hennar.
E. Þeir sem unnið hafa að þessu
verki hafa gert það í þágu nem-
enda og kennara, með hliðsjón af
þroska þörfum nemendanna á
grundvelli og faglegrar þekkingar
og með tiltæka fræðiþekkingu um
námsefnisgerð að leiðarljósi. Þeir
voru sannfærðir um að þeir væru
að framfylgja yfirlýstri stefnu
lögmætra yfirvalda og að þeir
hefðu að bakhjarli meirihlutavilja
þeirra sem létu sig skólamál
varða.
F. Þai) er hrein firra að halda
að samfélagsfræði sé samsæri eða
tilraun til vinstri innrætingar, svo
sem hverjum verður ljóst á auga-
bragði sem kærir sig um að berja
námsefnið augum. Samfélags-
fræðin er vísvitandi tilraun til að
framfylgja markmiðsgrein grunn-
skólalaganna, og að svo miklu
leyti sem þessi námsgrein er póli-
tísk er hún „borgaraleg“, lýðræð-
issinnuð og tekur mið af velferð
einstaklingsins.
1. EndurskoÖun
námsefnis á
grunnskólastigi
Heildarendurskoðun námsefnis
á grunnskólastigi hefur verið
meginverkefni skólarannsókna-
deildar menntamálaráðuneytisins
síðan um 1970. Þetta er um-
fangsmikið verk á alþjóðlegan
mælikvarða og tekur til allra
námsgreina í öllum árgöngum
grunnskólans. Samfélagsfræðin er
aðeins hluti af þessu heildarverki
og villandi að ræða um hana eins
og ekkert samband væri milli
hennar og annarra þátta þessa
heildarverks.
2. Opinber umræða
um stefnu
Endurskoðun námsefnis á
grunnskólastigi var gerð að for-
gangsverkefni skólarannsókna-
deildar eftir rækilega umfjöllun
bæði innan ráðuneytisins og með-
al fulltrúa allra stiga, stofnana og
starfsstétta menntakerfisins,
kennara- og skólastjórasamtaka
og á þingum um uppeldismál ár
eftir ár allt frá 1966.
Það varð fljótt ljóst að námsefni
grunnskólans var víða úrelt bæði
kennslufræðilega og hvað varðar
inntak og að verulegt átak þurfti
til nýsköpunar á því. Opinber um-
ræða og stefnumörkun um þessi
mál fór m.a. fram á fjölmennum
ráðstefnum. Einkum ber að minn-
ast á tvær ráðstefnur skólamanna
á Laugarvatni árin 1971 og 1972,
og ráðstefnu í Hrafnagili í Eyja-
firði sumarið 1973 þar sem endur-
skoðun námsefnis í öllum helstu
greinum grunnskólans var rædd
ítarlega í ljósi fenginnar reynslu.
Endanlega var nú mörkuð sú meg-
instefna sem fylgja skyldi, m.a.
um tengingu samfélagsgreina og
fylgt hefur verið síðan. Þetta verð-
ur ljóst, m.a. af viðmiðunar-
stundaskrá, sem ráðuneytið gefur
út í auglýsingu með reglugerðar-
gildi á hverju ári og hefur gert um
margra ára skeið.
Það er fráleitt að gefa í skyn að
ákvarðanir um breytingar á stöðu
námsgreina, t.d. sögu og landa-
fræði, hafi farið leynt. Hitt er svo
annað mál að kennarar hafa verið
sjálfráðir um þá ákvörðun hvort
þeir kenndu samþætt efni eða
héldu hefðbundnum hætti. Eftir
sem áður er gamla efnið í fullu
gildi — enda af litlu öðru að taka í
5.-9. bekk enn sem komið er — þó
margir kennarar kvarti yfir því,
en ekki nýjungunum. Þegar öllu er
á botninn hvolft virðist óhætt að
segja: (a) að fáar ákvarðanir í
skólamálum hafi fengið eins ræki-
lega, almenna og lýðræðislega um-
fjöllun og þær sem teknar voru
um endurskoðun og nýskipan sam-
félagsgreina og (b) að fáar ákvarð-
anir hafi veitt kennurum sjálfum
eins mikið svigrúm um fram-
kvæmd. Enginn, sem ekki kaus svo
sjálfur, var skyldaður til að taka
upp nýtt efni eða nýja aðferð.
3. Reglur og venjur
um endurskodun
námsefnis
Til þess að gera mönnum ljóst
hvað liggur að baki ákvörðunum
um endurskoðun eða framkvæmd-
um á þessu sviði er vert að rekja
feril endurskoðunar á námsefni í
hinum einstöku greinum nokkuð
nánar: I framhaldi af hinni al-
mennu umræðu á ráðstefnu fyrir
og um 1970 myndaðist sú hefð í
umfjöllun um endurskoðun náms-
greina á grunnskólastigi, að
menntamálaráðherra skipaði
hverju sinni nefnd kunnra skóla-
manna og sérfræðinga til þess (a)
að gera úttekt á stöðu greinarinn-
ar í íslensku skólastarfi; (b) að
bera saman stöðu hennar við sam-
svarandi grein(ar) í nágranna-
löndunum; (c) að gera tillögur til
úrbóta, ef nefndinni þætti þess
þörf. Nefndarálitin voru birt og
send fjölmörgum aðilum til um-
sagnar. Flestar nefndanna gerðu
einnig framkvæmdaáætlanir um
gerð nýs námsefnis (þ.e. tilrauna-
útgáfur, tilraunakennslu, um
kynningu og námskeið, kostnað og
mannaflaþörf til verksins í heild).
Liggur fyrir safn álitsgerða um
endurskoðun námsefnis í hinum
ýmsu greinum, og er þar saman
kominn mikill fróðleikur bæði um
inntak greina og vinnubrögð
skólarannsóknadeildar, sem
áhugamenn um mennta- og skóla-
mál gætu skoðað sér að meina-
lausu.
4. Nefndarálit um
samfélagsgreinar
Svo sem ofangreind vinnubrögð
gerðu ráð fyrir var nefnd skipuð
árið 1970 til að gera úttekt á stöðu
og ástandi samféiagsfræða á
grunnskóiastigi. í nefndinni sátu
Andri ísaksson prófessor, Haukur
Helgason skólastjóri, Loftur Gutt-
ormsson sagnfræðingur og Stefán
ól. Jónsson deildarstjóri.
Nefndin skilaði áliti og tillögum
í desember 1971. Nefndarálitið var
birt í fjölriti sem siður var og sent
fjölmörgum aðilum til umsagnar
og til upplýsingar. Meginniður-
staða nefndarinnar var að stefna
bæri að samþættingu samfélags-
greina, auka kennsluna, leggja
áherslu á meginatriði, skilning og
virka vinnu nemenda, m.a. í formi
heildstæðra verkefna. Þetta
nefndarálit varð svo umræðu-
grundvöllur á þinginu að Hrafna-
gili sem áður er getið um. Sú um-
ræða leiddi til nokkurra breytinga
þar sem sýnt þótti að tillögur um
inntak hinnar samþættu greinar
bæru að hluta of mikinn keim af
átthagafræðihefðum og stefndu
ekki nógu ljóst að því að skil-
greina þekkingarmarkmið grein-
arinnar í heild.
5. Sérstaða sam-
félagsgreina
Samþætt samfélagsfræði átti
sér ekki svipaða hefð á íslandi og í
nágrannalöndum okkar ef frá er
talin átthagafræði í yngri bekkj-
um bamaskólans og tilraunir fs-
aksskóla ti) að nýta erlenda
reynsiu hérlendis. Það hlaut því
að sumu leyti að verða vandasam-
ara verk að endurnýja samfélags-
greinar og móta í nýrri mynd
heldur en hefðbundnari greinar
eins og stærðfræði eða eðlisfræði,
svo dæmi séu nefnd, en þær höfðu
til viðmiðunar fastmótaðar vís-
indagreinar.
Fræðsla um samfélagið var þó
að flestra dómi ekki síður mikil-
væg en fræðsla um náttúruna, og
það því fremur sem samfélagið
varð margbrotnara og þjóðfélags-
gerðin flóknari. Greinin átti því
allt í senn að miðla þekkingu um
ýmis svið sem iítið hafði verið
fjallað um á þessu skólastigi,
vekja spurningar og hjálpa nem-
endum að átta sig á hinu verka-
skipta og torskilda þjóðfélagi sem
tekið hafði við af „gagnsæju"
bændasamfélagi fyrri tíma.
Fyrstu tilraunir vinnuhóps til
að semja námseiningar voru ítar-
lega ræddar á Hrafnagilsfundin-
um 1973 (ásamt nefndarálitinu).
Samkomulag varð um að stofna
skyldi til vinnuhóps, er mundi
starfa að því veturinn eftir — í
framhaldi af umræðunni og tillög-
um nefndarinnar — að gera heild-
aráætlun um uppbyggingu skipu-
legrar „samfélagsfræði" fyrir
grunnskólann allan og jafnframt
hefjast handa um samningu
námsefnis.
6. Gerö greinarinnar
í
grundvallaratriö-
um
Um veturinn lagði vinnuhópur
reyndra sögu- og landafræðikenn-
ara á barna-, unglinga- og fram-
haldsstigi auk nokkurra ráðgef-
andi sérfræðinga undir stjórn
greinarhöfundar nánari drög að
hinni „nýju“ grein. Jafnframt
hófst vinna að einstökum náms-
einingum, einkum fyrir barnastig-
ið. Námsefnisgerðin átti að taka
mið af þroskasálfræði náms,
möguleikum til að virkja nemend-
ur, og nýta reynslu barna eftir því
sem unnt var. Tengja skyldi land-
fræðilega og sögulega þætti náms-
efnisins mannfræðilegum, hag-
fræðilegum, félagslegum og sál-
fræðilegum þáttum með eftirfar-
andi markmið fyrir augum: nem-
endur skyldu öðlast skilning á
samtíð sinni og sögu; tengslum
einstaklingsins við umheiminn;
mannsins við náttúruna; fslands-
sögu við mannkynssögu. Á ungl-
ingastigi skyldi áhersla lögð á
nútímann — þ.e. iðnbyltingu og
þéttbýlismyndun og afleiðingar
þeirra fyrir einstakiinga og þjóðir,
sérstaklega íslendinga.
Efnisþættirnir eða viðfangsefni
fyrir einstök námsár eru í stórum
dráttum þessi:
1. námsár: Fjölskyldan og skól-
inn.
2. námsár: Líf og umhverfi í sveit,
þorpi og borg á íslandi.
3. námsár: ólíkar lífvistir manna:
líf í köldu landi (Grænland fyrr
og nú); líf í heitu landi (Tanz-
anía fyrr og nú); við sjávarsíð-
una á íslandi fyrr og nú. (Ráð-
gert er og að semja námsein-
ingu um „Líf fólks á íslandi áð-
ur fyrr“ þar sem sjálfsþurft-
arbúskapur íslendinga á fyrri
öldum er meginviðfangsefnið.
Þetta námsefni ætti að geta
nýst frá þriðja námsári til
unglingastigs eftir því hvernig
það er kennt.)
4. námsár: Samskipti, siðir, venj-
ur, reglur, lög; uppruni manna
á jörðinni; steinöld; landnám
fslands; daglegt líf á landnáms-
öld; víkingar: heiðni og kristni;
fyrstu aldir fslandsbyggðar.
5. námsár: fsland og umheimur
þess: drög að landafræði Evr-
ópu.
6. námsár: Landafundir og líf-
vistir manna í útálfum, „út-
breiðsla Evrópu" um heiminn.
7. námsár: ísland: frá fátækt til
framtaks (þ.e. saga íslands,
einkum atvinnu- og menningar-
saga, frá því um 1700 fram til
um 1920). Landafræði íslands,
jarðfræði.
8. námsár: Iðnbylting og stjórn-
bylting: Nútímasagna og áhrif
hennar á íslandi. Islenskt sam-
félag 1920 til vorra tíma.
9. námsár: ísland: nútímaþjóðfé-
lagið og vandamál þess. Einn
heimur: heimssamfélagið.
Þess gefst auðvitað ekki kostur
hér að lýsa því sem liggur að baki
þessum fyrirsögnum, en þó gefa
þær nokkra vísbendingu um
stefnu, inntak og aðferð: Það er
farið frá næsta umhverfi til hins
fjarlægara, frá umhverfiskönnun
til sögunáms, frá heimahögum
heiman, frá einföldum fyrirbær-
um til flókinna. Söguleg fyrirbæri
eru staðsett í umhverfi sínu á yfir-
borði jarðar og í lífvistum hennar
og tengd þeim á skipulegan hátt.
Dr. Wolfgang Edelstein
Stefnt er að því að nemendur verði
virkir, spurulir og forvitnir við
námið. Markmiðið er að nemendur
skilji það sem fjallað er um og þess
vegna er mikil áhersla lögð á
kennsluaðferðir sem stuðla að
þessum markmiðum.
Það er að sönnu hægara sagt en
gert að fylgja þessum markmiðum
í námsefnisgerð og kennslu. Eru
umfangsmiklar kennsluleiðbein-
ingar m.a. til vitnis um það, — og
virðast þó ekki allar hafa tekist
nógu vel. Mörg námskeið hafa ver-
ið haldin um efni og kennsluað-
ferðir, oftast við góðan róm þátt-
takenda. Áhugamönnum um efni
og kennsluaðferðir skal bent á
námskrá um samfélagsfræði og
útkomið námsefni (hjá Náms-
gagnastofnun). Ekkert af þessu
fer leynt. Betur sjá augu en auga.
Ekki sakaði að umræðan færi
fram á grundvelli heimildanna.
7. llpplýsingar um
samfélagsfræðina
Niðurstöður vinnuhóps voru
birtar 1974 í bæklingi sem gefinn
var út í stóru upplagi á vegum
Menntamálaráðuneytisins (Um
samfélagsfræði). Bæklingnum var
dreift til allra skóla landsins, til
stofnana og til fjölmiðla. Þó fjöl-
miðlar gæfu málinu ekki mikinn
gaum (skólamál þykja sjaldan
blaðamatur — og menntamála-
stefna jafnvel enn síður — nema
hægt sé að nýta þessi málefni í
öðru skyni), þá var samfélags-
fræðin nokkuð rædd í sjónvarps-
þáttum á þessum tímum (m.a. í
þætti þar sem Eiður Guðnason
ræddi við höfund þessarar greinar
af skilningi og innsæi); ennfremur
í blaðagreinum, á fundum kenn-
arasamtaka, og ekki síst á kenn-
arastofum þar sem tilraunaefni
var kennt. Rétt er að minnast hér
einnar slíkrar umræðu sérstak-
lega: Vorið 1974 fór fram ágæt
ráðstefna í háskólanum, þar sem
sagnfræðingar ræddu um „sögu og
samfélagsfræði“ sem námsgreinar
og vinnuhópar og höfundar sátu
fyrir svörum.
Eftir því sem verki miðaði
áfram, voru upplýsingar um stöðu
þess og horfur birtar í bæklingum
ráðuneytisins, ræddar á haust-
þingum kennarasamtakanna á ári
hverju vítt um land og við hundr-
uð kennara sem sóttu námskeið í
samfélagsfræði á vegum Kennara-
háskóla íslands. Þá voru kennarar
og skólastjórar beðnir að koma
upplýsingum um samfélagsfræði
til foreldra þegar efni hennar var
tekið til kennslu og mörg verkefni
kröfðust beinlínis samvinnu við
foreldra. Allmargir svonefndir
„verkstæðisskólar" tóku að sér
sérstaklega að fylgjast með sam-
félagsfræðinni og skipuleggja
kerfisbundna tilraunakennslu í
greininni. Tugir kennara kenndu
námsefnið í tilraunaskyni á
hverju ári, gagnrýndu það og
lögðu höfundum ráð.
Taka ber skýrt fram að enginn
kennari eða skóli hefur nokkru
sinni verið skyldaður til að taka
upp samfélagsfræðiefni móti vilja
sínum eða gegn betri vitund. Þvert
á móti: Námstjórar greinarinnar
og vinnuhópar lögðu á það hið
mesta kapp að enginn kenndi efn-
ið sér þvert um geð og að efni
hinna hefðbundnu greina héldi
Iöggildi sínu óskertu. Hitt er ann-