Morgunblaðið - 08.02.1984, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
42
Steinunn G. Guðna-
dóttir — Minning
Fædd 19. september 1924
Dáin 30. janúar 1984
Mér er ljúft að minnast Stein-
unnar frænku minnar, sem ég hef
haft kynni af allt frá æskudögum
mínum. Hún lést í Borgarspítalan-
um 30. janúar sl., eftir nokkurra
daga legu. Enda bar lát hennar
brátt að, án nokkurs undirbún-
ings.
Foreldrar hennar voru Lovísa
Svava Jónsdóttir í Hvítadal í
Saurbæ, Halldórssonar og Guðni
Jóhannesson, sjómaður, Pálssonar
formanns í Bolungarvík, Össur-
arsonar í Hnífsdal.
Steinunn missti móður sína 1.
janúar 1933, rúmlega átta ára
gömul, og tvístraðist þá systkina-
hópurinn til ættingja og vanda-
manna. Þá voru börnin orðin sjö.
En þau voru: Þóra, Kristrún,
Steinunn, Markúsína (sem ólst
upp hjá foreldrum mínum), Jó-
hannes og Svavar, en 7. barnið,
Lovísa, lést tveimur árum eftir lát
móðurinnar. Steinunn ólst upp frá
þeim tíma hjá föðursystur sinni
Guðrúnu Jónu Jóhannesdóttur og
manni hennar Guðjóni Sveinssyni,
Jónssonar, Sigurðssonar í Neðri-
húsum í Ónundarfirði, einnig ólu
þau upp frænda Steinunnar, Guð-
jón Kristján Þórarinsson, sem
búsettur er í Svíþjóð. Þau Jóna og
Guðjón eru látin fyrir nokkrum
árum. Þau voru barnlaus. Stein-
unn giftist eftirlifandi manni sín-
um Guðmundi Jónassyni, skipa-
smið, Jónssonar skipasmiðs í
Reykjavík, Guðmundssonar á
Hrauni. Þau eignuðust tvö mann-
vænleg börn, Guðjón smið, kvænt-
an Karen Christensen, og eiga þau
einn son, Snorra Stein, og Marg-
réti sagnfræðing.
Áður en Steinunn giftist Guð-
mundi vann hún við verslunar-
störf hér í borg. Kom sér þá vel
hennar prúða framkoma og
snyrtimennska, sem henni var í
blóð borin. Enda bar heimili henn-
ar glöggt vitni um góðan smekk og
sérstaka snyrtimennsku, sem þau
hjónin voru svo mjög samtaka um.
Henni var annt um systkini sín og
gerði mikið til að hafa samband
við þau. Minnist ég gleðistunda á
heimili þeirra Steinunnar og Guð-
mundar með þakklæti. Einnig
minnist ég er faðir Steinunnar,
Guðni Jóhannesson, varð 90 ára og
öll fjölskyldan kom saman sem
hafði tvístrast, vegna fráfalls
móðurinnar, fyrir 50 árum. Mjög
svo hugljúf gleðistund, sem seint
mun gleymast.
Við hið ótímabæra fráfall Stein-
unnar er mikill harmur kveðinn
að eiginmanni og börnum. Vinir
hennar og aðrir unnendur sakna
hennar einnig sárt — og allir þeir
mest, er þekktu hana best.
Garðar Sigurðsson
Að kvöldi 30. janúar siðastliðins
lést í Borgarspítalanum Steinunn
Guðrún Guðnadóttir, langt um
aldur fram.
Steina, eins og við kölluðum
hana, fæddist í Reykjavík 19. sept-
ember 1924, dóttir Guðna Jóhann-
essonar sjómanns og konu hans
Svövu Lovísu Jónsdóttur, næstelst
sjö barna þeirra. Árið 1932 deyr
Svava móðir Steinu frá barna-
hópnum. Systkinunum var komið í
fóstur hjá vandamönnum. Steina
fóstraðist hjá Jónu Jóhannesdótt-
ur föðursystur sinni og manni
hennar, Guðjóni Sveinssyni, en
þau tóku einnig að sér annað
frændsystkini Jónu, Guðjón Þór-
arinsson, sem nú býr í Svíþjóð.
Jóna og Guðjón Sveinsson eru nú
bæði látin.
Hinn 23. febrúar 1952 giftist
Steina eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Guðmundi Jónassyni skipa-
smið. Þau eignuðust tvö börn,
Guðjón húsasmið og Margréti sem
stundar háskólanám. Guðjón er
kvæntur Karen Christiansen og
eiga þau soninn Snorra Stein, en
Margrét býr enn í foreldrahúsum.
Steina og Guðmundur hófu
snemma að reisa sitt eigið hús að
Básenda 7 hér í borg. Á þeim árum
átti ungt fólk eins og þau fátt ann-
að að veganesti til húsbyggingar
en bjartsýnina og samheldnina.
En með elju og þolinmæði hefur
þeim tekist að byggja upp fallegt
heimili.
Steina hafði unun af því að
fegra og prýða heimili sitt og naut
smekkvísi hennar sín þar til fulls.
Hver hlutur vandlega valinn og
svo haganlega fyrir komið að þeir
gáfu heimilinu hlýlegt yfirbragð.
Það er erfitt að ímynda sér Bás-
enda-heimilið án Steinu, en við
fáum að njóta handbragðs hennar
sem þar er á öllu.
Hún var mikil atorkumanneskja
og vann af miklum krafti að því
sem hún tók sér fyrir hendur. Ber
ekki aðeins heimilið þessu vitni
heldur og umhverfi þess, garður-
inn sem hún snyrti af alúð þá fáu
mánuði ársins sem færi gafst.
En Steina og Guðmundur létu
þar ekki við sitja. Síðasta sumar
hófu þau byggingu sumarbústaðar
á eigin landi við Þingvallavatn.
Hver frístund var notuð til að
koma honum upp.
Þegar við lítum yfir farinn veg
minnumst við margra ánægju-
stunda í Básenda, ekki síst er við
hittumst þar um hver áramót.
Kom þá vel í ljós hin mikla hlýja
og alúð sem einkenndi viðmót
Steinu. Hún var höfðingi heim að
sækja, gestrisin og rausnarleg.
Með sinu hlýja viðmóti laðaði
hún að sér litla frænda sinn,
Ragnar. Áttu þau saman margar
skemmtilegar stundir, einkum
þegar hann átti að „hjálpa" henni
í garðinum, en eflaust fór þó meir
fyrir spurningum hjá Ragnari.
Það var mikil ánægjustund í lífi
Steinu þegar fyrsta barnabarnið
fæddist fyrir aðeins tveimur árum
síðan. Augasteinninn hennar,
Snorri Steinn, sem hún síðan
gætti hluta dags.
Ríkur þáttur í fari Steinu var
hjálpsemin, kom það vel í ljós er
Sína systir hennar og vinkona átti
um sárt að binda vegna fráfalls
manns síns. Reyndist þá Steina
hennar stoð og stytta á þeim erf-
iðu tímum.
Þakklæti er okkur efst i huga
þegar við nú kveðjum Steinu, sem
gaf okkur svo mikið af sjálfri sér.
Einnig flytjum við sérstakar
þakkir frá Sínu fyrir allt.
Elsku Guðmundur, Magga, Guð-
jón og Karen, við biðjum guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Minningin um Steinu lifir.
Helena, Jón Ingvar,
Sigurður og Bryndís
Halldóra Þórðar-
Minning:
Ólafur Þorsteins-
son Akranesi
dóttir —
Fædd 14. maí 1891
Dáin 25. janúar 1984
Halldóra Þórðardóttir var fædd
í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, dótt-
ir hjónanna Þórðar Jónssonar út-
vegsbónda og hafnsögumanns þar,
og konu hans, Þórunnar Jónsdótt-
ur.
Halldóra ólst upp í Ráðagerði
yngst í stórum systkinahópi. Hún
settist í Kvennaskólann í Reykja-
vík og að loknu prófi þaðan kenndi
hún hannyrðir við Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi um tíma. Á
þessum árum voru tímar mikilla
breytinga á atvinnuháttum þjóð-
arinnar. íslendingar voru að hefja
för sína af skútuöld til þeirrar
tæknialdar, sem við þekkjum í
dag.
I Ráðagerði eins og annars stað-
ar á Seltjarnarnesi var skútuút-
gerð að leggjast niður og með til-
komu vélskipa fluttist útgerð að
meira eða minna leyti til Reykja-
víkur. Á Seltjarnarnesi voru eins
og allir vita engin hafnarmann-
virki og með bættri höfn í Reykja-
vík var ekki nema eðlilegt að út-
gerðin af nesinu flyttist þangað.
Halldóra Þórðardóttir fylgdist vel
með þessum breytingum og hún
átti eftir að taka mikinn þátt í
þeirri tækni- og iðnaðarbyltingu
sem var að hefjast hér á landi, þó
ekki snerti sú þátttaka útgerð.
Halldóra lét ekki staðar numið
þegar skólaverunni í Kvennaskól-
anum lauk, heldur hélt hún áfram
námi og lagði nú stund á tungu-
málanám, má þar nefna dönsku,
ensku og þýzku jafnframt frekara
hannyrðanámi. Á þessum árum
hefur það sennilega ekki verið al-
gengt að konur legðu fyrir sig
tungumálanám, en það sýnir að
hún hefur verið óvenju framsýn
kona.
Árið 1912 steig Halldóra sitt
mesta gæfuspor þegar hún giftist
Minning
Gísla Guðmundssyni gerlafræð-
ingi, miklum mannkostamanni.
Við kynni af Gísla hófust jafn-
framt kynni Halldóru af þeirri
iðnaðarbyltingu sem hér var að
hefjast. Gísli Guðmundsson var
ekki síður framsýnn maður en hin
unga eiginkona hans. Hann hafði
numið gerlafræði í Danmörku og
farið til frekara náms í Austur-
ríki, Þýzkalandi og Frakklandi.
Hann hafði áður stofnsett fyrstu
gosdrykkjagerð á íslandi, „Sani-
tas“. Hann hóf fyrstur manna hér
á landi að gerilsneyða mjólk og
stuttu síðar stofnsetti hann
Smjörlíkisgerðina „Smára" en þá
var fyrst hafin framleiðsla á
smjörlíki hér. Gísli var einnig
einn af stofnendum Mjólkurfélags
Reykjavíkur og átti þátt í stofnun
fjölmargra fyrirtækja. Hann var
forstöðumaður Rannsóknarstofu
Ríkisins, formaður framfarafélags
Seltirninga og í skólanefnd Mýr-
arhúsaskóla.
Halldóra tók mikinn þátt í
störfum manns síns jafnframt því
sem hún stýrði heimilishaldinu af
mikilli röggsemi. Halldóra varð
fyrir þeirri miklu sorg að missa
mann sinn þegar hann var aðeins
44 ára gamall. Stóð hún þá uppi
ein með tvö börn þeirra, Guðrúnu
og Guðmund, og Björgu bróður-
dóttur Gísla, sem alist hafði upp
hjá þeim frá 3ja ára aldri, en hún
lézt aðeins 21 árs gömul.
Halldóra lét ekki deigan síga
þrátt fyrir mótlætið, hún bjó
áfram í húsi þeirra Gísla á
Smiðjustíg 11 í Reykjavík og hélt
heimili sitt áfram af mikilli reisn.
Börnum sínum kom hún til
mennta, Guðmundur nam hús-
gagnasmíði og fór til framhalds-
náms í Svíþjóð, en Guðrún hélt til
náms í Leipzig í Þýzkalandi. Það
hefur verið mikið átak að senda
börn sín til náms erlendis á árun-
um fyrir stríð, enda ekki eins al-
gengt þá eins og nú tíðkast.
Guðrún giftist síðar Þorvarði R.
Jónssyni verzlunarmanni og eign-
uðust þau eina dóttur, Eddu, sem
Halldóra annaðist unga í langvar-
andi veikindum Guðrúnar. Þor-
varður og Guðrún slitu samvistir
eftir 12 ára hjúskap.
Guðmundur kvæntist Guð-
björgu Sigurbergsdóttur frá Eyri
við Fáskrúðsfjörð og eignuðust
þau þrjár dætur, þær Dóru,
Oddnýju og Ernu. Langömmu-
börnin hennar eru nú 10 talsins.
Halldóra Þórðardóttir var
glæsileg kona og tíguleg og hún
átti allt það til, sem bezt prýðir
hverja konu. Hún var kona vel les-
in og heima i flestum hlutum og
mátti hvergi vamm sitt vita. Hún
var trúuð kona og hógvær og hall-
mælti aldrei nokkrum manni. Hún
hafði mikinn áhuga á spiritisma
og las mikið um þau mál.
Halldóra gerðist ung félagi í
Oddfellowreglunni í Reykjavík og
voru henni falin þar ýmis trúnað-
arstörf.
Sá sem þetta ritar kynntist
Halldóru þegar hún var komin á
efri ár. Hún bjó þá enn yfir mikilli
reisn og tíguleika. Mér verður
lengi minnisstætt hvað faðir minn
bar mikla virðingu fyrir Halldóru
og svo held ég að hafi verið um
alla er henni kynntust. Hún varð,
eins og áður segir, þátttakandi er
iðnbylting var að hefjast á íslandi
og fylgdist vel með þeim málum
alla tíð síðan, hún var og unnandi
góðra lista og miðlaði gjaman af
þekkingu sinni.
Um leið og ég þakka henni fyrir
samfylgdina færi ég þakkir frá
börnum mínum, sem hún var svo
mikils virði. Megi góður Guð
geyma hana.
Hálfdán Henrýsson
Fæddur 10. aprfl 1910.
Dáinn 2. febrúar 1984.
Ólafur Þorsteinsson, frændi
minn af Akranesi, hefur dvalið á
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund í svo fjöldamörg ár, að það
er sjónarsviptir að honum, þegar
hann er nú fallinn frá. Hann var
góður og hjálpsamur við vistfólk
og þægilegur í umgengni við
starfsfólkið. Hann var hlédrægur
og óágengur við hvern mann, enda
fór v'nn talsvert einförum. Hann
kom á bókasafn Grundar nærri
því á hverjum opnunardegi til
þess að lesa þar — sá eini á öllu
heimilinu sem það gerði. Einnig
sótti hann messur á heimilinu á
hverjum einasta sunnudegi, árið
um kring. Það er óhætt að halda
því fram, að slíkur maður sé fyrir-
mynd í framkomu á elliheimili.
Ólafur fæddist á Krossi á Akra-
nesi 10. apríl 1910. Foreldrar hans
voru Þorsteinn ólafsson frá
Stóru-Fellsöxl, föðurbróður minn
og Kristín Eyjólfsdóttir, ættuð af
Skaga. ólafur leitaði á sjóinn, fór
í smiðju hjá Héðni en fór síðan í
Vélstjóraskólann. Síðan var hann
á ýmsum togurum, þ.á m. með tog-
aranum „Gulltoppi" sem annar
vélstjóri og á stríðsárunum var
hann á „Súðinni". Eftir veru hans
á Súðinni tók heilsu hans að
hraka. Varð hann brátt óvinnufær
og fór hann þá sem vistmaður á
Grund, í marsmánuði 1963. Þar
hefur hann átt heima síðan.
Árið 1931 giftist Ólafur Ingiríði
Guðmundsdóttur og áttu þau þrjú
börn: Baldur og Óskar, sem báðir
eru sjómenn og verkamenn í
Straumsvík, og Sigrúnu, sem gift
er íslendingi og búsett í Svíþjóð.
Þetta er myndar- og dugnaðar-
fólk. Móðir þeirra, Ingigerður, dó
fyrir aldur fram 1951.
Vistmenn og starfsfólk Grundar
sakna þessa góða vinar og senda
honum ljúfar kveðjur. Guð veri sál
hans náðugur og veiti honum góða
heimkomu.
Á.Ó.E.
t
Þökkum öllum þelm er sýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát og
jaröarför móöur okkar og systur,
PÁLÍNU GUNNLAUGSDÓTTUR,
Áshamri 34,
Vestmannaayjum.
Börn, systkini
og aörir vandamenn.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.