Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 15 göngukerfi eru t.d. járnbrautar- lestir ásamt járnbrautum og járn- brautarstöðvum eða flugvélar ásamt flugvöllum og flugstöðvum. Eitt má telja víst: Hvort sem reynt er eða ekki að hafa hemil á fjölgun bifreiða eða bæta aðstöðu hinna bifreiðalausu, þá verður sú krafa gerð til vega- og gatnakerfis í þéttbýli, að kostir bifreiða nýtist sem best, en afleiðingar ókostanna verði sem minnstar. Af þessu mótast kröfur til vega- kerfis: 1. Það þarf að mynda greiðfært samband milli allra helstu bæj- arhverfa eða byggðasvæða. 2. Fullnægjandi flutningsgeta við daglega notkun. 3. Hæfilegt „þjónustustig" á ein- stökum vegum að því er varðar umferðarhraða, þægindi og um- ferðaröryggi. 4. Draga verður sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum bifreiðaumferðar, ónæði, meng- un og umferðarslysum. 5. Heildarkostnaður af vegakerfi og akstri á því verði sem minnstur. Þegar fjallað er um öryggismál í samgöngukerfum, verður alltaf að hafa manninn með sem hluta af kerfinu. I bifreiðakerfinu er þá um að ræða þrjá „aðila": mann, bif- reið og veg. Til þess að allt fari vel í umferðinni, þurfa ekki aðeins maður, bifreið og vegur að vera í lagi hvert um sig, heldur einnig „samspilið" milli manns og bif- reiðar, bifreiðar og vegar, manns og vegar. Með nokkurri einföldun mætti segja þetta sem svo: 1. Að maðurinn þurfi að kunna á bifreiðina og bifreiðin að láta að stjórn hans. 2. Að bifreið og vegur henti hvort öðru með margvíslegu tækni- legu móti. 3. Að maðurinn geti notfært sér veginn eftir aðstæðum, en veg- urinn og umhverfið stýri jafn- framt atferli mannsins, svo sem þörf krefur eftir aðstæð- um. Hér skal nú einkum rætt um þriðja atriðið. Þá ber að hafa í huga, að flestar fóiksbifreiðir eru gerðar til að aka á góðum vegum. Reynsla sýnir, að torvelt er eða ógerlegt að fá ökumenn til að hlíta þröngum hraðatakmörkunum, ef vegur er góður og reiðfær fram- undan. Þetta á þó einkum við, ef ökumaður á langa leið fyrir hönd- um. Þá finnst honum liggja meira á að nýta kosti bifreiðar og vegar. Viti ökumaður hins vegar, að framundan sé aðeins stutt leið, þá hefur hann ekki tilefni til að aka hratt og sættir sig sjálfkrafa við minni ökuhraða. Það er einmitt þetta hugarfar, sem taka þarf til- lit til og færa sér í nyt, þegar gatnakerfi er skipulagt. Um það skal nú fjallað. Einar B. Pílsson er prófessor í byggingaverkfræði. Sérsvið eru greinar sem varða bæjarverkfræði, þar með samgöngutækni. Samvinna Broadway og Flugleiða: Sérstakar ferð- ir á söngskemmt- anir Broadway Veitingahúsið Broadway og Flug- leiðir hafa tekið upp það samstarf að bjóða landsbyggðafólki upp á sér- stakar ferðir til Reykjavíkur á söngskemmtanirnar í Broadway, „Manstu lagið“ og „Rokkhátíð ’84“. Um er að ræða tveggja til fjög- urra daga ferðir, frá fimmtudegi til mánudags, og er innifalið í „pakkanum" flug báðar leiðir, gisting í tvær nætur, sérstakur miði inn á söngskemmtun í Broad- way ásamt kvöldverði. Brottfararstaðir eru Akureyri, Egilsstaðir, Hornafjörður, Húsa- vík, ísafjörður, Norðfjörður, Pat- reksfjörður, Sauðárkrókur, Vest- mannaeyjar, Þingeyri, ólafsfjörð- ur og Breiðdalsvík. Þessar ferðir standa til boða fram til 7. apríl nk. íslendingar nú 237.894: 53,5% landsmanna undír 30 ára aldri ÍSLENDINGAR eru nú 237.894 samkvæmt upplýsingum, sem birt- ust í nýjasta hefti Hagtíðinda, sem Hagstofa íslands gefur út. Þar eru landsmenn síðan aldursflokkaðir. Um 53,5% landsmanna eru undir 30 ára aldri, 39,55% eru á aldrinu 30—70 ára og loks eru 70 ára og eldri 6,95% þjóðarinnar. íslendingar á aldrinum 0—15 ára eru 62.710 talsins. Þá eru landsmenn á aldrinum 15—30 ára 64.571. Samtals eru lands- menn á aldrinum 0—30 ára því 127.281, eða 53,5% eins og áður sagði. Landsmenn á aldrinum 30—40 ára eru 33.743. íslendingar á aldrinum 40—50 eru nú 22.415 talsins og á aldrinum 50—60 eru landsmenn 21.318. Islendingar á aldrinum 60—70 ára eru 16.611. Samtals eru því landsmenn á aldrinum 30—70 ára samtals 94.087 eða 39,55% eins og áður sagði. Loks kemur fram, að að fs- lendingar 70 ára og eldri eru 16.526, eða 6,95% eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.