Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Þorsteinn Pálsson um ráðningu nýs bankastjóra Búnaðarbanka: Sjálfstæðisflokkurinn einn heill og óskiptur — Ljóst að meiriháttar vandamál voru hjá hinum flokkunum „ÞAÐ VAR full sarastaða í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál og þingflokkurinn og fulltrúar hans í banka- rádinu voru samstiga í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sera stóð hetll og óskiptur um sína afstöðu til málsins. Það er Ijóst að það hafa verið meiriháttar vandamál hjá öðrum flokkum varðandi þetta mál. Þingflokkar og bankaráðsmenn hafa ekki átt samleið en það er vandamál þeirra flokka, en ekki Sjálfstæðisflokksins/'sagði Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er blm. Mbl. spurði hann hvort niðurstaða bankastjóraráðningarinnar í Búnaðarbankanum væri áfall fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, þar sem hann hefði tilnefnt Lárus Jónsson alþing- ismann til stöðunnar. Þorsteinn sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkur- inn er eini flokkurinn sem verið hefur einhuga í þessu máli og hans afstaða var ljós og klár og við getum í sjálfu sér ekki haft áhyggjur af vandamál- um annarra flokka. Það er þeirra forustumanna að hafa áhyggjur af sínum innri málum. Það er auð- vitað ljóst að við vorum ekki með meirihluta í ráðinu og til þess að okkar sjónarmið hefðu náð fram að ganga hefðu fleiri flokkar þurft að fylgja því og það var ekki. Ég held að bankinn sé full- sæmdur af þeim manni sem valinn hefur verið. Hann er öndvegismaður og þetta mál er þar með úr sögunni." Þá sagði Þorsteinn: „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ærin ástæða til að draga úr pólitískum afskiptum af bankakerfinu og ég vil gjarnan vinna að því að það yrði meirihluti á Alþingi fyrir slíkum viðhorfum, sem því miður er ekki í dag. — Kemur þessi niðurstaða til að hafa áhrif á afskipti Sjálfstæðisflokksins af bankastjóraráðn- ingum í framtíðinni? „Mín skoðun er sú, að pólitíkin eigi að hafa sem minnst afskipti af bönkum, en meðan ríkið á þessa banka er það skylda handhafa ríkisvaldsins að bera ábyrgð á vali stjórnenda bankanna. Og ég tel það alveg fráleitt, að handhafar rikisvaldsins skjóti sér undan þeirri ábyrgð og láti bankastjór- ana sjálfa mynda einhvern klúbb, sem útnefnir sína eftirmenn. Það tel ég vera fráleitt fyrirkomu- lag og óeðlilegt í hæsta máta. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið alveg samkvæmur sjálfum sér í þessu. Hann er reiðubúinn að axla þá ábyrgð, sem á honum hvílir sem stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu á meðan bankakerfið er ríkisrekið, en hann er jafnframt reiðubúinn að vera í fylk- ingarbrjósti fyrir því að koma málum þannig fyrir að það dragi úr opinberri stjórn á bankakerfinu." Búnaðarbanki íslands: Jón Adolf Guðjónsson ráðinn bankastjóri Á FUNDI bankaráðs Búnaðar- banka íslands sem haldinn var laust fyrir hádegi í gær var kjörinn bankastjóri Búnaðarbankans í stað Magnúsar heitins Jónssonar. Hlaut Jón Adolf Guðjónsson, aðstoðarbankastjóri Búnaðarbank- ans, kosningu með þremur at- kvæðum, en Lárus Jónsson alþing- ismaður hlaut tvö atkvæði. Jón Adolf Guðjónsson er 44 ára viðskiptafræðingur. Hann hóf störf í Búnaðarbanka ís- lands árið 1970, sem forstöðu- maður hagdeildar bankans, en hún var stofnuð á sama tíma. Hann var ráðinn aðstoðarbanka- stjóri 1977, en á námsárum starfaði hann meðfram námi í ýmsum deildum Landsbanka ís- lands. Jón Adolf er kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Jún Adolf Guðjónsson. Lárus Jónsson um ráðningu nýs bankastjóra: Oska þeim farsældar í starfi „BANKARÁÐIÐ hefur tekið sína ákvörðun, henni verður ekki breytt og menn verða að sætta sig við hana," sagði Lárus Jónsson alþingismaður aðspurður um ráðningu nýs bankastjóra í Búnaðarbankann. Lárus var tilnefndur til stöðunnar af Sjálfstæð- isflokknum. Hann hlaut tvö atkvæði í bankaráð- inu, en Jón Adolf Guðjónsson þrjú. Lárus kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið, „en ég óska öllum þessum mönnum farsældar í starfi," sagði hann að lokum. Jón Adolf Guðjðnsson bankastjóri: Þakka traust það sem mér er sýnt „ÉG ÞAKKA það traust sem mér hefur verið sýnt. Sérstaklega vil ég þakka traust það sem samstarfsfólk mitt hefur sýnt mér og fjólmargir viðskiptavinir," sagði Jón Adolf Guðjónsson, nýráðinn bankastjóri í Búnaðarbankanum, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær. Jón var spurður álits á þeim pólitísku svipting- um sem átt hafa sér stað í kringum ráðninguna. Hann svaraði því til, að það væri sín skoðun að bankastjóri í ríkisbanka ætti aldrei að tengja störf sín stjórnmálaskoðunum, hvorki í lánveitingum né öðru. Bókaklúbburinn Veröld býður bækur á allt að hálfvirði: Bóksalar samþykkja að end- ursenda forlögum 20 bækur FÉLAG bóksala hefur samþykkt að selja ekki í verslunum félagsmanna 20 bækur, sem fjögur bókaforlög hafa gefið út, en forlög þessi eru aðil- ar að bókaklúbbnum Veröld. Ástæða þessarar ákvörðunar, sem tekin var á fundi í félaginu, er sú að bókaklúbb- urinn býður bækurnar á mun lægra verði en er í verslununum og er mun- urinn allt upp í 50%. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Jóni Kristjánssyni, formanni Félags bóksala, myndu bóksalar trúlega endursenda um- ræddar bækur, þó það væri undir hverjum og einum bóksala komið. Fjögur forlög standa að bóka- klúbbnum Veröld, en það eru Vaka, Iðunn, Setberg og Fjölvi. Jón sagði að í samskiptum bók- sala og bókaklúbba giltu þær regl- ur að mismunur á verði bókar, sem boðin væri í klúbbi og í bókaversl- unum mætti ekki vera meiri en 30%. Ætti bók að vera á tilboðs- verði í bókaklúbbi ætti að innkalla hana eða láta bóksala vita um að bókin yrði á sérstöku tilboðsverði. Væru þessi ákvæði til þess að bók- salar gætu komist hjá að bjóða til sölu bækur á mun hærra verði en væri í bókaklúbbunum, en Jón tók fram að bókaverð í bókabúðum væri ákveðið af forlögunum sjálf- um. Morgunblaðið/ Haukur Gislason Brúnastaðabændur róa um tún sín innan um íshellurnar Loðnuveiðin enn í fullum gangi: Hvergi útgefið þróar- rými nema fyrir norðan — segir Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd „LOÐNUVEIÐIN gengur enn mjög vel og hvergi er útgefið þróarrými á svæðinu frá Langanesi réttsælis um landið norður að Horni. Það er sem sagt hvergi útgefið pláss nema á Norðurlandi; Siglufirði, Krossanesi og Raufarhöfn. Bátarnir eru nú við Vest- mannaeyjar og hafa landað á Aust- Viðræður ASÍ og VSÍ: Línurnar að skýrast? VIÐRÆÐUM Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands fs- land var haldið áfram af fullum krafti í gær og verður fundarhöldum einnig haldið áfram í dag. Viðræður hafa ver- ið á sömu nótum og undanfarið. Rætt er um heildarsamning og einnig hvernig bæta megi kjör hinna lægstl- aunuðu. Þar sem fiskverð hefur nú verið ákveðið og annað sem meðal annars var beðið eftir, svo sem niður- stöðu af láglaunakönnun kjara- rannsóknarnefndar, ættu línur að skýrast innan tíðar í samningaviðræð- unum. fjörðum og Vestfjörðum, en meðal- stím norður gæti verið um einn og hálfur sólarhringur," sagði Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Einn bátur, Skarðsvík SH, bætt- ist við á löndunarlistann á mánu- dag, en hún var með 500 lestir. Til klukkan 17 í gær tilkynntu eftirtalin 24 skip um afla samtals 14.990 lestir: Húnaröst ÁR, 590, Júpíter RE, 1.200, Gullberg VE, 570, Hilmir II SU, 540, Guðmundur Ólafur ÓF, 540, Skírnir AK, 430, Víkingur AK, 750, Hrafn GK, 610, Sigurður RE, 1.330, Kap II VE, 170, Víkurberg GK, 550, Orn KE, 550, Albert GK, 500, Sighvatur Bjarna- son VE, 650, Heimaey VE, 450, Er- ling KE, 430, Magnús NK, 500, Rauðsey AK, 530, Guðmundur RE, 900, Hákon ÞH, 750, Helga II RE 490, Börkur NK, 1.000, Ljósfari RE 560 og Óskar Halldórsson RE 400 lestir. Nafn misritaðist í frétt frá Dalvík í Mbl. í gær misritaðist nafn látins manns. Hann hét Sveinn Jóhannsson, ekki Sveinn Jóhannesson. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. Agnar Klemens Jónsson látinn Agnar Klemens Jónsson fyrrum sendiherra lést í Reykjavfk í gær á 75. aldursári. Hann fæddist í Reykjavík 13. október 1909, sonur Klemensar landritara Jónssonar og Önnu Maríu Schiöth, síðari konu hans. Agnar varð ritari í danska utan- ríkisráðuneytinu 1. febrúar 1934, síðar attaché við danska sendiráð- ið í Washington og vararæðismað- ur á dönsku aðalræðismannsskrif- stofunni í New York. Hann fékk lausn að eigin ósk úr dönsku utan- ríkisþjónustunni 1. júní 1940 og gekk í hina nýstofnuðu íslensku utanríkisþjónustu, fyrst ræðis- maður í New York en síðar varð hann deildarstjóri og skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneyti ís- lands. Hann var skipaður sendiherra í Bretlandi og Hollandi 1951. Fimm árum siðar var hann skipaður ambassador í Frakklandi, sendi- herra á Spáni, Portúgal, ítalíu og Belgíu; ambassador í Grikklandi 4. desember 1958. Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu 1. janúar 1961 en fékk lausn 1. september 1969 og var sama dag skipaður ambassador í Noregi; hann var skipaður ambassador í Israel, ítalíu, Pól- landi og Tékkóslóvakíu 27. janúar 1970. Agnar Klemens var ritari utanríkismálanefndar 1943—51 og Agnar Klemens Jónsson 1961—69. Hann sat í fjölmörgum nefndum fyrir hönd rikisins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, átti m.a. sæti í sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í tvö ár. Hann var sæmdur heiðursmerkj- um margra þjóða. Ýmis rit liggja eftir Agnar Klemens Jónsson, m.a. Lögfræð- ingatal og Stjórnarráð Islands 1904—1964, margvísleg rit um utanríkismál og lögfræði. Eftirlifandi kona hans er ólöf Bjarnadóttir vígslubiskups Jóns- sonar. Þau eignuðust fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.