Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 23 Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Hussein Jórdaníukonungur ræðast við í Hvíta húsinu á mánudag. AP/Simamynd. Reagan ræðir við Hussein og Mubarak: jr Israelar uggandi vegna fundanna Jerúsalem, 14. rebrúar. AP. Norðurlandabúar í Svíþjóð fái atkvæðisrétt í þingkosningunum Stokkhólmi, 14. febrúar. Frá Olle Ekström, fréttaritara Mbl. KOSNINGALAGANEFND sænska þingsins lagði í dag til, að öllum Norður- landabúum, sem búsettir hefðu verið í Svíþjóð í þrjú ár eða lengur, yrði veittur kosningaréttur í þingkosningum í landinu. ísraelskir embættismenn sögðust í dag óttast að fundir Ronald Reag- ans Bandaríkjaforseta með Hussein Jórdaníukonungi og Hosni Mubarak forseta Egyptalands yrðu til að blása nýju lífi í friðaráætlun Reagans fyrir Mið-Austurlönd, sem ísraelar væru andvígir. „Það læðist að okkur sá grunur að þeir séu að reyna að koma aft- an að okkur," sagði náinn sam- starfsmaður Shamirs forsætis- ráðherra. David Levy aðstoðarfor- sætisráðherra ítrekaði andstöðu ísraela við tillögur Reagans og sagði að friður við Araba yrði ekki saminn eftir „einstefnugötum". Reagan hefur þegar átt viðræð- ur við Hussein, og eru fundir hans með Hussein og Mubarak taldir hafa mikla þýðingu varðandi þróun mála í Mið-Austurlöndum. FJÓRIR.frusu í hel í hríðarbylnum, sem geisað hefur í Ungverjalandi síðustu fjóra dagana. Rafmagn er nú alls staðar komið á aftur og vegir hafa verið opnaðir. Að því er segir í ungverskum fjölmiðlum, lést bílstjóri nokkur, sem hafði yfirgefið bíl sinn og Nefndin lagði einnig til, að Sví- ar búsettir erlendis misstu kosn- ingarétt sinn eftir 10 ára eða lengri dvöl utan heimalandsins. „Við erum þeirrar skoðunar, að allir eigi að hafa kosningarétt í því landi, sem þeir búa í,“ segir Hilding Johansson, einn nefnd- armanna. Er hann var spurður að því af hverju nefndin vildi takmarka kosningaréttinn við þá 110.000 íbúa frá öðrum Norðurlöndum, sem búa nú í Svíþjóð, svaraði hann því til, að fara yrði varlega í sakirnar til þess að byrja með. „Ég held að, allir útlendingar í Svíþjóð fái að endingu kosningarétt," sagði Johansson. Þótt nefndin leggi til að útlend- ingar fái kosningarétt verða þeir ekki gjaldgengir til þingmanns- starfa. Kosningalaganefndin klofnaði í afstöðu sinni til þessa máls og er reynt að komast til nálægs þorps. Þrír aðrir létust þegar þeir börð- ust við ófærðina. Bylurinn er ein- hver sá versti sem um getur í Ungverjalandi á þessari öld. Fólk varð að yfirgefa þúsundir öku- tækja og í suðurhluta landsins voru flestir vegir ófærir. atkvæði voru greidd féllu þau 4—3. Það voru fulltrúar hægri- manna, sem voru andvígir því að tillagan yrði lögð fram. Almennt er við því búist, að til- lagan verði tilefni grimmilegra pólitískra deilna. Svipuð tillaga kom fram fyrir sex árum, en hlaut þá ekki náð fyrir augum þingsins. Þó var útlendingum veittur kosn- ingaréttur í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum eftir umræð- una þá. Jafnframt voru þau ákvæði, að brottfluttir Svíar misstu kosningaréttinn^ eftir sjö ára samfellda búsetu erlendis, felld niður við sama tækifæri. Sérstök herdeild sett í kafbátaleit Stokkhólmi, 14. rebrúar. Frá Olle Ekström, fréttaritara Morgunblaósins. Á SAMA tíma og leit að óþekktum kafbáti, sem talinn er halda sig fyrir utan sænsku ströndina við Karlskrona, stendur sem hæst til- kynnti Bror Stefenson, yfirmaður sænska herins, að framvegis yrði herinn stöðugt á varðbegi gagnvart óþekktum kafbátum. Leitinni verður stjórnað af ingum og þær hafðar eins raun- sérstakri deild innan hersins, sem hefur það höfuðverkefni að koma upp um óþekkta kafbáta, sem eru á siglingu í sænskri landhelgi. Verður starfsemi deildarinnar þannig hagað, að hægt er að hefja umfangsmikla leit með afar litlum fyrirvara. Þá daga, sem ekki er vitað um ferðir óþekktra kafbáta við strendur Svíþjóðar, verður þessi sérstaka deild á stöðugum æf- verulegar og kostur er til þess að undirbúa hermennina sem allra best. Grunurinn um að óþekktur kafbátur væri á ferli í sjónum undan Karlskrona aðfaranótt föstudags í síðustu viku hefur enn ekki fengist staðfestur. Að sögn Stefenson telur hann allar líkur á, að úr því verði skorið innan fárra daga hvort þar var í raun kafbátur á ferð. Fjórir farast í Ungverjalandi Búdape.st 14. Tebrúar. AP. Aðeins í Vörumarkaðnum getur þú keypt GAGGENAU ofn, helluborð, grill eða viftu með 1000 króna útboigun Vikuna 30. janúar - 4. febrúar gerum við þér til- boð sem ekki ér hægt að hafna. . : Örbylgjuofn kr. 27.500. Einfaldir- og tvöfaldir ofnar frá kr. 16.900 til 27.700. Helluborð m/4 hellum, emelerað, stál/ eða keramik frá kr. 7.900 til 16.900. Helluborð m/2 hellum, stál/ eða keramik frá kr. 4.400 til 10.900. Grill í borð kr. 7.900 í vagni kr. 15.900. Viftur 60 og 90 cm kr. 7.400 til 9.900 Viftur í borð kr. 12.990 Aðeins 1000 kr.útborgun í hverju tæki fyrir sig. Eftirstöðvar lánum við til allt að 6 mánaða á skuldabréfi. Ath. þetta tilboð gildir aðeins vikuna 30. jan.-^l. feb.- eða meðan birgðir endast. Tilboðið gildir um land allt Hringdu strax í síma 86117 Þér er sendur umsvifalaust myndalisti þú gerir tækjapöntun í síma 86117, við sendum þér skulda- bréfið í pósti til undiritunnar. Þegar okkur berst það aftur ásamt útborguninni-, sendum við tækin samdægurs til þín. I I ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA I Yörumarkeöurinnhí. ÁRMÚLA 1a SÍMI: 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.