Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Starf ráðgjafarverkfræðinga — eftir Finn Jónsson Starfsemi ráð- gjafarverkfræðinga Nýlega var drepið á starfsemi ráðgjafarverkfræðinga í þættin- um Síðdegisvöku í Ríkisútvarpinu. Undirritaður tók þátt í þeirri um- ræðu, en vegna takmarkaðrar tímalengdar hefur umræðan sjálfsagt vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Einkum var rætt um það, hvort ráðgjafarverkfræð- ingar freistuðust í starfi sínu til að setja fram niðurstöður í skýrsl- um, sem væru að meira eða minna Ieyti pantaðar af verkkaupanum. í annan stað var varpað fram þeirri tilgátu, að ráðgjafarverkfræð- ingar hagræddu niðurstöðum for- athugunar til jákvæðs vegar, til þess að skapa sjálfum sér áfram- haldandi vinnu við nánari athug- un á verkefninu. Að lokum var minnst á ábyrgð ráðgjafarverk- fræðinga á niðurstöðum sínum og afleiðingum þeirra. Vegna mikil- vægis þessa máls tel ég skylt að koma á framfæri meginatriðum er varpað gætu ljósi á starf ráðgjaf- arverkfræðinga og hlutverk þeirra í flóknu samfélagi nútímans. Verkfræðingar Verkfræðingur er lögverndað starfsheiti. Það er því háð leyfi ráðuneytis, að maður með loka- próf frá verkfræðiháskóla fái að nefna sig verkfræðing. Undanfari þessarar leyfisveitingar er um- sögn og viðurkenning Verkfræð- ingafélags íslands á námi um- sækjandans. Störf verkfræðinga eru marg- vísleg. Sumir þeirra fást við opinbera stjórnsýslu, eru for- stöðumenn og starfa við opinberar stofnanir eins og Vegagerð ríkis- ins, Rafmagnsveitu, Póst og síma, Vita- og hafnamálastofnun o.s.frv. Aðrir sinna kennslu, starfa við iðnað, verslun, verktöku eða tækniþjónustu á ýmsum sviðum. Um síðastnefnda hópinn verður fjallað nánar hér á eftir og erum við þá að nálgast kjarna efnisins. Tækniþjónusta { nútíma þjóðfélagi er tækni- þjónustu víða þörf. Flestir hús- byggjendur kannast t.d. við þá þjónustu, sem nauðsynleg er vegna húsbyggingar. Hún er ann- ars vegar á sviði húsagerðarlistar, þ.e. arkitektúrs, og hins vegar hrein tækniþjónusta. Ýmsum öðr- um en verkfræðingum er heimil tækniþjónusta hér á landi, t.d. tæknifræðingum og búfræði- kandidötum eftir atvikum. Sam- kvæmt byggingarreglugerð er í raun ekki krafist annars en 2ja ára viðurkenndrar starfsreynslu til að mega annast slíka tækni- þjónustu. I Reykjavík eru um 90% tækniþjónustu vegna almennra húsbygginga í höndum annarra en ráðgjafarverkfræðinga. Ráðgjafarverkfræðingar og störf þeirra Hverjir eru ráðgjafarverkfræð- ingar? Eins og vikið var að í inn- gangi voru störf ráðgjafarverk- fræðinga til umræðu í þættinum Síðdegisvöku í Ríkisútvarpinu. Starf ráðgjafarverkfræðinga nefnist í daglegu tali verkfræði- ráðgjöf og er sjálfstæð atvinnu- grein. Verkfræði er æðsta fræði- grein tæknisviðsins og spannar það svið allt. Mörg sú ráðgjöf sem þessir verkfræðingar fást við krefst stöðugrar og mikillar þjálf- unar. Þess vegna er orðin til stétt manna, sem hefur verkfræðiráð- gjöf að aðalstarfi, þ.e. ráðgjafar- verkfræðingar. Með aðalstarfi er átt við lífsviðurværi, en oft er þekking þessara manna einnig nýtt við kennslu í háskóla eða tækniskóla þar að auki. Ráðgjafarverkfræðingar hafa með sér félagsskap, Félag ráðgjaf- arverkfræðinga, skammstafað FRV. Ströng skilyrði eru sett fyrir inngöngu í félagið og er markmið- ið að sjálfsögðu það, að tryggja viðskiptavinum ráðgjafarverk- fræðinga eins vandaða og þróaða ráðgjöf og völ er á hverju sinni. Helstu skilyrði fyrir inngöngu í félagið eru þessi: Þekking: Ráðgjafarverkfræðing- ur skal hafa lokið háskólaprófi í verkfræði eða öðlast jafngilda tækniþekkingu. Reynsla: Hann skal að loknu há- skólaprófi hafa starfað minnst í 8 ár í verkfræðigrein sinni, þar af minnst 3 ár að verkfræðiráðgjöf. Njálfstæði: Ráðgjafarverkfræð- ingur má ekki vera fjárhagslega tengdur sölu-, framleiðslu- eða Finnur Jónsson „Það skal staðhæft hér að ráðgjafarverkfræðingar hætta ekki lífsstarfi sínu og jafnvel aleigu með því að gefa óholl ráð.“ verktakastarfsemi á ráðgjafar- sviði sínu. Hann má enga umbun þiggja, sem raskað getur hlut- lausu fræðilegu mati hans í starfi. Telji ráðgjafarverkfræðingur, að sjálfstæði hans við úrlausn verk- efnis kunni að vera dregið í efa ber honum að tilkynna það við- skiptavini sínum. Trúnadur: Fyrsta og síðasta boð- orð ráðgjafarverkfræðingsins er að gæta hagsmuna viðskiptavinar síns í því verki sem hann tekur að sér. Úrlausnir hans skulu vera í samræmi við lög, reglugerðir, við- urkennda tæknilega staðla og al- menna verkfræðiþekkingu eins og hún gerist best á hverjum tíma. Ráðgjafarverkfræðingnum ber að taka tillit til almennra umhverf- issjónarmiða. Hann skal gæta þagmælsku um hagi viðskiptavin- ar síns. Auk ofangreindra skilyrða starfa ráðgjafarverkfræðingar samkvæmt stéttarreglum verk- fræðinga, sem eru viðskiptalegar siðferðisreglur. Með þessum aðdraganda var ætlunin sú, að gera lesendum kleift að leggja nokkurt mat á starfsemi ráðgjafarverkfræðinga og skal vikið nánar að tilefni út- varpsumræðunnar. Ráðgjafarverkfræðingar hag- ræða ekki niðurstöðum Ráðgjafarverkfræðingar eiga alla afkomu sína undir starfi sínu við ráðgjöf. Ef þeir bregðast því trausti sem þeim er sýnt glata þeir umsvifalaust tiltrú og von um frekari verkefni. Oft eru miklir fjármunir bundnir í starfsaðstöðu þeirra og reynslan hefur kennt, að þeim farnast best á því að gefa eins holl ráð og þeim ber gæfa til hverju sinni. Því er ekki að neita, að freistingar verða á vegi ráð- gjafarverkfræðinga eins og ann- arra manna í starfi og reynir þá á hvort ráðgjafinn er trúnaðar- traustsins verður. Það skal stað- hæft hér að ráðgjafarverkfræð- ingar hætta ekki lífsstarfi sínu og jafnvel aleigu með því að gefa óholl ráð. Tilgátan, sem varpað var fram í útvarpsþættinum er því út í hött, a.m.k. hvað ráðgjafar- verkfræðinga varðar. Ábyrgð ráðgjafarverk- fræðinga Ábyrgð ráðgjafarverkfræðinga er mikil, en hún verður sennilega aldrei skilgreind í eitt skipti fyrir öll svo að óyggjandi sé. Ljóst er, að þóknun til ráðgjafans er ekki greiðsla fyrir þær hugsanlegu teikningar eða skýrslur sem verk- kaupi kann að fá. Efnisleg verð- mæti pappirsins eru engin í þessu samhengi. Þóknunin er greiðsla fyrir þá sérfræðiþekkingu sem að baki býr og að sjálfsögðu fyrir þá vinnu sem nauðsynleg er til að nýta þekkinguna í hverju einstöku tilviki og síðast en ekki síst ábyrgð á niðurstöðunum. Ábyrgð ráðgjaf- ans hlýtur því að vera fólgin í því, að hann leiðbeini verkkaupa á sér- fræðilegan hátt að settu takmarki hans, svo framarlega sem báðum er takmarkið Ijóst í upphafi og að ráðjafinn krefjist þeirrar þóknun- ar, sem nauðsynleg er til að axla ábyrgðina. Þetta síðastnefnda atriði er ein- mitt það sem oft vill skorta á. Verklýsingu og gagnkvæmar skyldur ber að skilgreina í samn- ingi milli verkkaupa og ráðgjafa. Sé stuðst við samningsform Fé- lags ráðgjafarverkfræðinga er samningsgerðin einfalt mál. Margir, er veita tækniþjónustu eins og hér er getið að framan, sjá sér leik á borði og láta í té algjör- lega ábyrgðarlausa þjónustu í skjóli þess að hinn almenni verk- kaupi gerir sér ekki grein fyrir ábyrgð þess er þjónustuna veitir. Tækniþjónusta er iðulega seld á hálfvirði gjaldskrár Verkfræð- ingafélags Islands. Ekki er það vegna þess, að þessir aðilar, sem sumir hafa e.t.v. ekki nema tveggja ára starfsreynslu, búi yfir meiri yfirsýn og starfshraða en ráðgjafarverkfræðingar. Raunin er sú að þeir gera sér almennt ekki grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Þeir geta því heldur ekki gert hinum almenna verk- kaupa, t.d. húsbyggjanda, grein fyrir henni. f raun bera slíkir þjónustusalar fulla ábyrgð á göll- um mannvirkja, sem þeir hafa hannað án þeirrar kostgæfni sem til er ætlast af þeim sérfræðing- um. Til að varpa sem skýrustu ljósi á ábyrgðina í stuttu máli að lokum skal vitnað til ritgerðar Eggerts B. ólafssonar, lögfræðings, um ábyrgð arkitekta, ráðgjafar- verkfræðinga og annarra ráðgjafa við mannvirkjagerð: „Ráðgjafi ber ábyrgð á því tjóni, sem verkkaupi eða aðrir verða fyrir og rekja má til þess, að sá fyrrnefndi hefur ekki leyst starf sitt af hendi með þeirri aðgætni og sérfræðilegu kostgæfni, sem með sanngirni er unnt að krefj- ast af slíkum ráðgjafa." Ábyrgð ráðgjafans er sem sagt m.a. fólgin í því að gera sér grein fyrir umfangi þeirrar kunnáttu og vinnu sem nauðsynleg er til að veita sérfræðilega ráðgjöf. Þetta leiðir hugann að því, hverjir í raun ættu að hafa heimild til að starfa sem sjálfstæðir ráðgjafar. Félag ráðgjafarverkfræðinga er um þessar mundir að hefja kynn- ingu á starfsemi félagsmanna sinna. Þess er vænst að það fram- tak megi varpa ljósi á þessi störf, sem eflaust eiga eftir að færast mjög í aukana á komandi árum. Finnur Jónsson er framkvæmda- stjóri hjá Hönnun hf. og formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. Líkams-. heilsuræktín„. Borgartúni 29, sími 28449 H Lisser Frost-Larsen hin þekkta vaxtarræktarkona veröur hér þessa viku 13.—18. febr. ’84 kl. 10—12 og kl.14.30—21.00. Leiðbeinir hún gestum okkar um líkamsrækt — matarræði og rétta notkun vítamína. Meðlimir FRÍ-klúbbs Útsýnar fá sérstakan tíma eða kl. 18—21, fimmtudaginn 16. febrúar. Verið velkomin að líta inn. Landssamtök hjartasjúkra: Gjöf frá Lionsklúbbnum Víðarr til kaupa á hjartasónrita Ljósm. Mbl./KÖE. Landssamtökum hjartasjúkra afhent gjöfin. F.v. Björn Bjarnason, Ingólfur Viktorsson og Ólafur Proppé frá Landssamtökum hjartasjúkra og Þórir Gunnarsson, Egill Thorarensen og Haukur Harðarson frá Lionsklúbbnum Víðarr. Lionsklúbburinn Víðarr færði nýlega Landssamtökum hjarta- sjúklinga gjöf að upphæð kr. 205.000 til að fjármagna kaup á hjartasónrita. Gekkst klúbbur- inn fyrir merkjasölu í desember sl. í þeim tilgangi að safna fé til stuðnings hjartaveikum, en hjartasónritinn kemur, að sögn lækna, að ómetanlegum notum við rannsóknir á hjartasjúkdóm- um. Landssamtök hjartasjúkra keyptu hjartasónritann í nóv- ember sl. eftir ábendingu yfir- manna hjartadeildar Landspital- ans. Hjartasónritinn er mjög dýrt tæki. Settu samtökin því á laggirnar fjáröflunarnefnd og leituðu til velunnara og meðlima samtakanna um aðstoð. Er gjöfin sem Lionsklúbburinn Víðarr færði samtökunum stærsta fram- lag sem þeim hefur borist frá sama aðilanum. Ingólfur Vikt- orsson, formaður samtakanna, sagði m.a., þegar hann tók við gjöfinni, að hjartasónritinn yrði greiddur í þrennu lagi og gengi gjöf Lionsmanna beint upp í aðra afborgun. Væri hún ómetanleg aðstoð. Þakkaði hann síðan Lionsmönnum fyrir hönd Lands- samtaka hjartasjúklinga höfð- inglega gjöf og óskaði þeim bjartrar framtíðar og góðra sigra í baráttunni við þá sjúkdóma sem mannskæðastir eru í dag. Formaður Lionsklúbbsins Víð- arrs er Egill Thorarensen, en formaður fjáröflunarnefndar Þórir Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.