Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
45
Minning:
Kristinn Jóns-
son Laugalandi
Fæddur 26. nóvember 1903
Dáinn 6. janúar 1984
Á þrettánda dag jóla barst mér
sú fregn vestur um heiðar að lát-
inn væri að Kristnesi í Eyjafirði,
Kristinn Jónsson, sem lengst af
mun hafa verið kenndur við Syðra
Laugaland, og af vinum og sam-
ferðamönnum oftast kallaður
Kiddi á Laugalandi.
Þessi helfregn kom vissulega
ekki svo mjög á óvart, því að
vinnudagurinn var orðinn býsna
langur, og sól tekið að halla í vest-
ur.
Ungur var hann, aðeins á þriðja
ári, þegar hann fluttist að Syðra
Laugalandi með móður sinni,
Bergþóru Stefánsdóttur, sem þar
var þá kaupakona, en eftir lát
hennar, ári síðar, ólst hann upp á
Laugalandi ásamt börnum þeirra
Þóru Árnadóttur og Jóhanns
Helgasonar, ábúenda þar, og
dvaldist á Laugalandi að mestu
frá því ásamt föður sínum, Jóni
Gunnlaugssyni, sem var þar til
æviloka.
Kiddi var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn, liðlegur og léttur í
spori, snyrtimenni í útliti og
klæðaburði, og í öllum þeim verk-
um sem hann sinnti. Hann var
ekki átakamaður, en skilaði ótrú-
legum afköstum við vinnu, án þess
að nokkru sinni væri unnt að
merkja að hann beitti kröftum eða
flýti.
Snemma gekk hann til liðs við
ungmennafélagshreyfinguna og
var alla tíð mjög virkur í félagi
sínu, Ársól, og þar sem annars-
Minning:
Þorbjörg Brynjólfs-
dóttir frá Bæjum
Fædd 13. september 1884.
Dáin 21. október 1983.
Þó nokkuð sé umliðið langar
mig til að minnast þessarar fyrr-
um nágrannakonu minnar nokkr-
um orðum.
Þorbjörg var fædd að Brodda-
dalsá í Strandasýslu hinn 13. sept-
ember 1884. Ekki er mér neitt
kunnugt um æsku hennar, en hún
ólst upp hjá foreldrum sínum,
Brynjólfi Jónssyni og Ragnheiði
Jónsdóttur er þar bjuggu þá.
Árið 1913 má segja að þáttaskil
verði í lífi Þorbjargar. Þá ræðst
hún í kaupavinnu vestur að Djúpi,
að Rauðamýri til Halldórs og Jak-
obínu er þar bjuggu og má segja
að þar hafi ráðist örlög hennar.
Þar kynntist hún Halldóri Hall-
dórssyni frá Hamri í sömu sveit
og gengu þau í hjónaband á nýj-
ársdag 1914. Þau voru í lausa-
mennsku það ár, en árið 1915
flytjast þau að Bæjum í Snæ-
fjallahreppi þar sem þau bjuggu
upp frá því eða til ársins 1946 er
Halldór missti heilsuna. Hann lést
í desember árið 1947 mjög um ald-
ur fram.
Á ísafirði dvaldist Þorbjörg í
tvö ár, en flutti þá til Reykjavíkur
til dætra sinna, Brynfríðar og
Guðbjargar, og hjá þeim dvaldi
hún þar til hún varð fyrir slysi í
umferðinni og varð að fara á
sjúkrahús.
Seinustu árin dvaldi hún á Sól-
vangi í Hafnarfirði og þar lést hún
hinn 21. október sl. á 100. ári. Hún
var flutt hingað vestur og jarð-
sungin í Unaðsdal við hlið manns
síns hinn 28. október s.m.
Þeim hjónum varð 6 barna auð-
ið og komust 5 til fullorðinsára,
allt mesta myndar- og dugnaðar-
fólk, eins og þau eiga kyn til. Þau
eru: Rannveig Jensína, gift Mar-
geiri Guðmundssyni. Þau eru bú-
sett á ísafirði. Brynfríður Ragn-
heiður, ógift en bjó með móður
sinni eins og áður segir. Kjartan,
kvæntur Kristínu Þorsteinsdótt-
ur, þau eru búsett í Reykjavík.
Halldór Tryggvi, var kvæntur
Kristínu Kristjánsdóttur.' Þau
slitu samvistir. Núverandi kona
hans er Svanhildur Árnadóttir,
þau eru búsett í Reykjavík. Guð-
björg Seftíma, gift Guðmundi
Guðmundssyili, þau eru búsett í
Reykjavík. Sigríður, er lést á öðru
ári og var mesta efnisstúlka.
Þorbjörg var myndarleg kona. Á
sínum yngri árum mun hún hafa
verið lagleg. Hún var í hærra með-
allagi á vöxt og frekar grönn, vel
farin í andliti og með þykkt, dökkt
ár, sem gránaði nokkuð snemma.
Hún var hreinskilin og hispurs-
laus í allri framkomu og lét gjarn-
an álit sitt í ljós með vel völdum
orðum, hver sem í hlut átti. Henni
var allt slór og leti mjög ógeðfellt,
enda sjálf hamhleypa til allrar
vinnu. Mér er í minni þegar verið
var að rýja féð á vorin, en þá var
það okkar krakkanna verk að
halda í ærnar á meðan rúið var;
hvað hún var handfljót við það
verk.
Ég hygg, að þau hjón hafi búið
við fremur rúman fjárhag á þeirr-
ar tíðar mælikvarða, enda þegar
Halldór hafði náð eignarhluta á
þeim parti jarðarinnar er hann
bjó á, byrjaði hann þegar að bæta
hana, bæði með túnasléttun og
einnig hin seinni árin að færa út
og stækka túnið. Einnig byggði
hann upp öll peningshús.
Árið 1930 reistu þau myndarlegt
3ja hæða timburhús og rýmkuðust
þá svo húsakynni, að við krakk-
arnir fengum stundum að halda
dansleiki í stofunni hjá þeim. Þau
hjónin tóku ævinlega þátt í þeim
leik með okkur og sérstaklega
Halldór með sinni alkunnu glað-
værð og léttlyndi.
Það var mikil gestrisni á heimil-
inu, enda lá þjóðvegurinn um
hlaðið, og voru þau hjón mjög
samhent í því. Þorbjörg var kona
vinföst en vinvönd og munu þeir
er hún batt vinfengi við meta það
að verðleikum. Ævinlega átti ég
góðu að mæta hjá henni enda á ég
ótal góðar, en enga slæma minn-
ingu um hana.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samuö og vinarhug viö andlát
og útför
ÓLAFS JÓNSSONAR,
rltstjóra,
Hagamel 27.
Sigrún Steingrímsdóttir,
Jón Ólafssson,
Halldór Ólafsson,
Valgeröur Ólafsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir.
staðar var hann góður liðsmaður.
Alltaf starfaði hann af þeirri
trúmennsku sem honum var í blóð
borin, undir kjörorðunum: „Rækt-
un lýðs og lands", og „íslandi allt“.
Hann var ágætur íþróttamaður,
— fyrst og fremst hlaupari — og
oft keppti hann fyrir félag sitt í
þeirri grein. Eftirminnilegastur
mun honum hafa verið góður
árangur þriggja manna sveitar frá
Ársól, í víðavangshlaupi á sumar-
daginn fyrsta á Akureyri vorið
Hin síðustu árin var henni mjög
farið að förlast og mun hún mikið
hafa lifað í eigin heimi og gæti
manni þá dottið í hug, að hún hafi
löngum dvalið í Bæjum í hugan-
um, þar sem hún átti öll sín bestu
ár.
Oft dvöldu á heimilinu hjá
henni að sumri til vandalaus börn
og hygg ég að þau eigi um hana
góðar minningar.
Ég kveð svo þessa öldnu vin- og
nágrannakonu mína og bið henni
velfarnaðar á landi hins ókunna,
þar sem hún mun vera búin að
hitta ástvini sína, sem farnir voru
á undan henni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Ásgeir G. Sigurðsson
1929, en þar varð hann í öðru sæti,
en félagið átti sigurvegarann, Ing-
ólf Pálsson, og fimmta mann,
Valtý Jónsson, en keppt var við
marga af bestu hlaupurum lands-
ins, sunnan og norðan heiða.
Oft minntist hann þessara góðu
daga, og hafði gaman af því að
rifja upp ýmis atvik þeim tengd.
En hann stundaði fleiri íþróttir
sér til gamans. Hann var góður
glímumaður, og naut þar lipurðar
sinnar og léttleika, þegar hann
átti við sér öflugri menn. Hann fór
bæði á skíðum og skautum, þá orð-
inn harðfullorðinn maður, þegar
jafnaldrar hans höfðu löngu lagt -
það af að leika sér t.a.m. á skaut-
um, með þeim börnum og ungling-
um sem oft gripu til þeirra þegar
skyggð svell, spegilslétt lágu ná-
lega yfir öllum Staðarbyggðar-
mýrum.
Þar sem annarsstaðar var hann
glaður með glöðum, þar sem Kiddi
var þekktist ekkert sem kallast
kynslóðabil.
En honum lét einnig vel einvera
og kyrrð, og hennar naut hann
sérstaklega við sín eftirlætis störf,
við hirðingu fjárins. Það var nota-
leg stund í húsunum, þegar gefið
hafði verið á garðann, þá leið öll-
um vel, mönnum og skepnum. Það
ríkti friður og gagnkvæmt traust
milli hjarðar og hirðis.
Inni í húsi jafnt sem úti, gat
hann gengið innan um fjárhópinn
án þess að nokkur skepna styggð-
ist við, og þótti ekki umtalsvert.
„Þær vita það ærnar, að ekki geri
ég þeim neitt," svaraði hann
gjarna ef um þetta var rætt.
Eins og áður er að vikið var
Kiddi hið mesta snyrtimenni í út-
liti og framgöngu og í öllum hans
daglegu störfum var þessi þáttur
ríkjandi, hann fór vel með hey, og
þeir sem komu í húsin til hans
tóku til þess hve allt var þar vel
um gengið, það var sjálfsagt.
Rúmlega tvítugur settist Kiddi í
Hólaskóla, lauk þaðan prófi með
ágætum, og útskrifaðist búfræð-
ingur árið 1926.
Ekki átti það þó fyrir honum að
liggja að standa fyrir eigin búi, en
hins vegar vann hann öðrum allt
sitt líf, fyrst Jóhanni Helgasyni,
en síðar Birni syni hans, er tók við
búinu að föður sínum látnum.
Þegar svo Björn brá búi 1966 og
Óttar sonur hans tók við, var
Kiddi þar enn, óaðskiljanlegur
hluti þeirrar fjölskyldu sem þarna
bjó. Með Óttari fluttist hann svo
að Garðsá í sömu sveit og átti þar
heima til 1979 er hann af heilsu-
farsástæðum vistaðist að Krist-
nesi, þar sem hann dvaldi til ævi-
loka.
Svo sem sjá má, var lífshlaup
Kidda ekki stórbrotið eða átaka-
mikið, engin afgerandi þáttaskil,
lítið sem braut upp hversdagsleik-
ann. Hann kvæntist aldrei, og átti
ekki börn, en hann átti sér öll börn
að vinum sem honum kynntust, og
hans manngildishugsjón birtist í
því að leysa hvert verk af hendi
svo sem best mátti verða.
Þannig fylgdi Kiddi, og tengdist
þrem kynslóðum í starfi og leik,
vann húsbændum sínum alltaf
a.m.k. fullan vinnudag, en yngra
fólkinu á heimilinu var hann vinur
og félagi og hjálparhella þegar
ljúka þurfti heimaverkefnum, og
honum mátti trúa fyrir öllum
leyndarmálum.
Kiddi var hógvær maður og
hæglátur, en hann hafði gaman af
því að blanda geði við aðra, og
naut þess að vera með sér yngra
fólki, vera með. Hann lét sig aldrei
vanta ef t.a.m. ungmennafélagið
kallaði menn til starfa, hvort sem
var í sjálfboðavinnu við gróður-
setningu, eða vinnu við íþrótta-
völlinn eða þegar beðið var um
nokkur dagsverk vegna þess að
unnið var að byggingu félagsheim-
ilis, og hann svaraði hæglátur ef
hann var kvaddur til leiks eða
starfs: — „Já, ég gæti vel hugsað
mér að fara, ef einhver fer.“
Þeim fækkar nú óðum, sem kall-
aðir hafa verið aldamótakynslóð-
in, — það fólk sem hreifst af hug-
sjón og eldmóði þeirrar þjóðern-
isvakningar sem um landið fór
með stofnun ungmennafélaganna,
það fólk sem ekki spurði hvað
fengist í aðra hönd fyrir hvert við-
vik, heldur lagði af mörkum
ómælda fyrirhöfn og jafnvel fjár-
muni, til þess að leggja sinn hlut
fram svo að ísland yrði betra land,
og það sjálft betri og nytsamari
einstaklingar, trúrri þegnar þeirri
fósturjörð sem þeir áttu. Slíkur
maður var Kiddi.
Ég er þakklátur fyrir þau árin
sem við áttum saman heima á
Laugalandi, þakklátur fyrir að
hafa átt að vini mann sem hafði
þá hugsjón æðsta að níðast aldrei
á neinu því sem honum var til trú-
að, og því einnig að ekkert verk
væri svo smátt í sjálfu sér, að það
væri ekki þess virði að gera það
vel.
Ég trúi því, að þeir menn sem
hvarvetna leggja gott til mála,
bæta og laga fyrir samferðamenn-
ina og taka á sig krók til þess eins
að grípa stein úr götu þeirra sem á
eftir koma, þeir sem með græsku-
lausu gamni lífga upp gráan
hversdagsleikann, — þeir eigi
góða heimvon.
Kiddi var jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju fimmtudaginn 12.
janúar að viðstöddu fjölmenni,
sveitunga og vina.
Ég votta aldraðri systur hans,
Guðrúnu, ásamt öðrum vanda-
mönnum og vinum samúð mína.
Trúr þjónn hefur verið kallaður
til ábyrgðarmeiri starfa. Guð
blessi hann.
B.B.
Halldóra Þórðar-
dóttir — Minning
Fædd 14. maí 1891
Dáin 25. janúar 1984
Mig langar til með fáum línum
að þakka Halldóru Þórðardóttur
fyrir allt sem hún gerði fyrir
okkur systur í æsku. Halldóra,
sem við frændsystkinin kölluðum
alltaf Dóru, var gift föðurbróður
mínum, Gísla Guðmundssyni
gerlafræðingi, og var einkar kært
með þeim bræðrum öllum, Gísla,
Lofti ljósmyndara og föður mín-
um, Guðmundi. Sama var að segja
um systur þeirra og mágkonur,
sem voru nánast eins og bestu
systur. Það stafaði alltaf fannst
mér svo mikilli hlýju og gleði frá
þeim öllum, að ég tali nú ekki um
föðurömmu mína, en afi og hún
bjuggu í mörg ár í sama húsi og
Dóra og Gísli, að Smiðjustíg 11.
Þegar faðir minn lést árið 1919
stóð móðir mín uppi með þrjár
ungar dætur, þá var fjölskyldan á
Smiðjustíg 11 ekki að velta því
fyrir sér hvað gera skyldi. Þau
Dóra og Gísli tóku Björgu systur
mína þriggja ára í fóstur og áttu
þau þá fyrir tvö ung börn, Guð-
rúnu jafngamla Björgu, og Guð-
mund, tveimur árum yngri, svo
það segir sig sjálft að Dóra hefir
haft í mörg horn að líta. Guðbjörg
föðursystir mín og Páll V.G. Kolka
læknir fóstruðu mig fram yfir
fermingu. Eðlilega áttum við
krakkarnir mörg sporin upp á
Smiðjustíg og lékum okkur þá hjá
Dóru ýmist úti eða inni og man ég
aldrei að hún hafi hastað á okkur,
enda fannst mér hún alltaf sérlega
stillt og prúð.
Borðstofan hennar Dóru var
eitthvað alveg sérstakt. Dökkur
viður var upp á miðja veggi sem
gaf svo hlýlegt andrúmsloft. Þar
minnist ég hennar og móður
minnar sitjandi við að sauma
kjóla, húfur eða annað á okkur
fjórar telpurnar og var þetta oft
haft eins á okkur allar. Borðstofan
hennar Dóru var líka falleg og hlý
þegar þau Gísli og hún héldu
fermingarveislu fyrir okkur tvö
systkinabörn Gísla, Magnús og
mig, sem bæði höfðum misst feður
okkar með nokkurra ára millibili.
Svona var heimili þeirra alltaf
opið öllum í fjölskyldum þeirra
beggja.
Dóra var falleg kona. Ég man
hvað mér fannst hún drottn-
ingarleg í íslenska búningnum
sínum, enda bar hún sig sérlega
vel. Mér fannst hún einnig ein-
staklega stillt og prúð í allri fram-
komu. Margt fleira geymi ég í
minninganna óskrifuðu bók um
heimilið á Smiðjustíg 11. Blessuð
sé minning Dóru og Gísla.
Ingibjörg Guðmundsdóttir