Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 27 Rétt fyrir ofan miðja mynd eru Brúnastaöir í Hraungerðishreppi umflotnir vatni, en myndin sýnir vel umfang jakanna á Hvítá. Ljósmynd Mbi. rax. Jakaflóðbylgjan í Hvítá við Brúnastaði: „Atti fótum fjör að launa 300 m vegalengd undan flóðbylgjunni“ „EINN af sonum mínum, Gísli, átti fótum fjör að launa þegar jaka- fellingarnar ruddust fram með nokkurra metra hárri flóðbylgju fyrir túnin sem hann var staddur á er jakastíflan í Hvítá brast og satt best að segja var óþægilegt að horfa á þetta, en Gísli varð að hlaupa um 300 metra undan flóð- bylgjunni og rétt slapp á bæjarhlið- ið þegar mannhæðarhátt vatnsfall- ið skall yfir túnin með jakaburði," sagði Ágúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum í Hraungerðishreppi í Ár- nessýslu, fyrrverandi alþingismað- ur, í samtali við Mbl. í gærdag, en Morgunblaðsmenn flugu þá í 10 vindstigum yfir Brúnastaði og aðra bæi á Hvítársvæðinu sem eru meira og minna umflotnir vatni og ís. „Ég geri ráð fyrir að það séu um 100 ha af ánni með miklum jakaburði," sagði Ágúst, “en ruðningurinn verður til þegar ána leggur vatnslitla á haustin, þá er oft hætta á ferðum. Þegar allt helv. draslið lyftist í nokk- urra metra hæð á 100 hektara svæði, varð mikil alda sem braust yfir landið og bar með sér jaka og braut girðingar, en það er eins gott að Gísli sonur minn er frískur maður, ég hefði drep- ist ef ég hefði verið þarna stadd- ur.“ „Gaf mér nú ekki tíma til að líta á klukkuna“ „Þetta skeði mjög skyndilega og ég hefði ekki mátt vera mikið seinni upp á hlaðið við bæinn, ég gaf mér nú ekki tíma til að líta á klukkuna, en þegar ég sneri við á bæjarhlaðinu kom fljóðbylgjan með það sama í fótspor mín, fyrst vatnið og jakarnir á eftir,“ sagði Gísli Ágústsson í samtali við Mbl., en hann kvaðst samt sem áður ekki hafa verið neitt hræddur, því hann hefði fyrr þurft að hlaupa undan Hvítá, en á hinn bóginn hefði allt túnið, hólar og lægðir, verið umflotið stundarkorni eftir að hann var sloppinn úr hættunni „undan ís- hellunni sem kom skríðandi heim á tún.“ — á.j. Bátur Brúnastaðamanna á miðju vatnasvæðinu milli Brúnastaða og fjárhúsanna á Brúna- Þessum hrossum á hlaði Brúnastaða var í gær bjargað úr hóima sem var umflotinn vatni og staðaholti. jökum, en þar höfðu hrossin verið lokuð inni í sólarhring. í forgrunni myndarinnar sjást Brúnastaðamenn á leið úr fjárhúsunum á árabát. Ljósmyndir Mbl. Ragnar Axelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.