Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Frumvarp að lánsfjárlögum:
Erlend lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs 1640 m.kr.
— Heildarskuldir fari ekki yfir 60% af þjóðarframleiöslu
„I mfjöllun fjárveitinganefndar um
fjárlagafrumvarpiö leiddi til breyt-
inga sem jafnframt hafa áhrif á
lánsfjárlagafrumvarpið. Nauðsynleg
heimild til erlendrar lántöku A- og
B-hluta ríkissjóðs er nú metin alls
1641 m.kr. í stað 1708 m.kr. eins og
er í frumvarpi til lánsfjárlaga." Þetta
kemur fram í nefndaráliti meirihluta
fjárhags- og viðskiptanefndar efri
deildar Alþingis, sem Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson (S), formaður nefndar-
innar, mælti fyrir sl. mánudag.
Hér fer á eftir hluti úr nefndar-
álitinu. Undir það rita, auk for-
manns, Lárus Jónsson (S), Valdimar
Indriðason (S) og Tómas Árnason
(F).
• Ákvörðun ríkisstjórnar frá sl.
ári um að hækka lán Húsnæðis-
stofnunar um 50% jók útgjöld
stofnunarinnar um 280—290 m. kr.,
þar af koma 122 m.kr. til greiðslu á
árinu 1984. Er því lagt til að heim-
ild til innlendrar lánsfjáröflunar
hækki um þá upphæð, þ.e. í stað
478 m.kr. er leitað heimildar til 600
m.kr. lántöku. Innlenda lánsfjár-
öflunin deilist þannig að ríkissjóði,
A- og B-hluta, eru ætlaðar 278
m.kr. og Byggingarsjóði ríkisins
322 m.kr. Þess skal getið að á árinu
1983 hækkuðu lánveitingar Hús-
næðisstofnunr vegna þessa verk-
efnis um 160 m.kr. og var það fjár-
magnað með 43 m.kr. skuldabréfa-
sölu og um 120 m.kr. fjárútvegun
ríkissjóðs. Þá er jafnframt í frum-
varpinu heimild til 200 m.kr.
skuldabréfaútgáfu vegna sérstakr-
ar fjáröflunar til Byggingarsjóðs
ríkisins eins og fram kemur í at-
Fylgiskjal I.
I.ansfjaröflun 1984 — Heildaryfirlit (i m. kr.)
Sfiariskirtcini
\cr«>hrclakaup Onnur innicnd 1 tcildarUns
Kink.ikcrlr o II l.ilc\nss|o«>ir lánsfiaroflun I rlcnd l.in f|ár<«nun
1 RikissjoAur A-hlutÍ hfth.7) 120.0 I5K.0 605.7 1 550.4
H-hluti Fynrtæki mcð cignaraAild ríkis- 1 065.4 1 065.4
sjtWV. Svcitarfclop 1 064.0 1.36.3 1 064.0 1.36.3
hhh.7 120.0 I5K.0 2 K7I.4 3 KI6.I
2. Hushsggingasjoflir
Bvggin)!.irs|«>«>ur rikisins 45.IF) 525.4 437.0) - 1 007.4
B%ggin|íars|in>ur vcrkamanna Iis4.fl 164.6
45.0 690.0 4.37.0 1 172.0
3. 1 anastofnanir
FramkvxmdasjtWVur íslaniK 250.0 ) 110.0 — 652.0 1 012.0
l«>nþrounars)«M>ui — — 5tl.O 50.0
Stofnlánadcild landhúna<>arms IX.O — IK.O
250.0 I2M.0 702.0 1 0X0.0
4 Afvinnufsrirfæki
Sjá lánsf)árá;ctlun IVX4 ' — — — 1 000.0 1 000.0
Alls Ú6I.7 93K.O 595.0 4 573.4 7 06K.I
1) Þar af 200 m. kr. nv úlgáfa spariskirivina.
2) Skyldusparnaöur ungmcnna
3) Sírsiok spariskírlcinaúlgáfiT' 2fMI m. kr . f|árof1un vcgna viöhótarlána IÚK.1 122 m kr ng lánlaka h)á
Alvinnulcysisiryggingasj«M>i Il5m kr
4) Vcröhrcfakaup hankakcrfis
hugasemdum við frumvarpið. Tak-
ist ekki að afla þess lánsfjár, sem
lánsfjárlögin gera ráð fyrir, er
óhjákvæmilegt að útlánaáform
Húsnæðisstofnunar komi til endur-
skoðunar.
• Við afgreiðslu fjárlaga urðu þær
breytingar að lánsfjáröflun til
vegagerðar lækkaði um 87 m.kr.,
m.a. vegna hækkunar á mörkuðum
tekjum til vegagerðar. Á móti
hækkaði fyrirhuguð lantaka Bygg-
ingarsjóðs rannsóknastofnana at-
vinnuveganna um 2.0 m.kr. og
stefnt er að lántöku hjá Póst- og
símamálastofnuninni, alls 30,0
m.kr., en heimild til þeirrar lán-
töku liggur fyrir í sérlögum. í með-
förum fjárhags- og viðskiptanefnd-
ar er að auki gert ráð fyrir lántöku
vegna kaupa á flugleiðsögutækjum
flugmálastjórnar að andvirði allt
Ný þingmál:
Orka fallvatna ríkiseign
— lágmarkslaun lögbundin
Könnun á orsökum hins háa raforkuverðs
ORKA FALLVATNA —
EIGN RÍKISINS
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
(Abl.), GUÐMUNDUR EINARS-
SON (BJ), KRISTÍN HALLDÓRS-
DÓTTIR (Kvl.) og SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON (A) hafa lagt
fram frumvarp til laga um orku
fallvatna og nýtingu hennar, og
um breytingu á vatnalögum.
Fyrsta grein frumvarpsins kveður
á um að „orka fallvatna landsins
er eign íslenzka ríkisins sem eitt
hefur heimildir til nýtingar henn-
ar, sbr. þó 2. grein“. í þeirri grein
eru tíundaðar undantekningar: 1)
óskertar skulu heimildir þeirra
sem þegar hafa virkjað fallvötn, 2)
Heimildir skulu haldast til
raforkuframleiðslu allt að 200 kW,
3) Þeirra' sömuleiðis, sem þegar
hafa hafið virkjunarframkvæmd-
ir, 4) Einnig þeirra sem virkjað
hafa fallvötn til orkuframleiðslu
innan 10 ára frá gildistöku frum-
varpsins, ef að lögum verður.
ORSAKIR HINS HÁA
RAFORKUVERÐS
ALLSHERJARNEFND Samein-
aðs þings leggur til að tillaga um
„könnun hins háa raforkuverðs til
almennings“ hljóói svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa nefnd þriggja
óháðra sérfræðinga til að kanna
gaumgæfilega orsakir verðmynd-
unar á raforku til almennings og
almenns atvinnurekstrar og gera
samanburð á verðmyndun raforku
hérlendis og í nálægum löndum.
— Nefndin ljúki störfum fyrir
næsta reglulegt Alþingi".
FRUMVARP TIL LAGA
UM LÁGMARKSLAUN
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
(A) hefur lagt fram frumvarp til
laga um lágmarkslaun. f fyrstu
frumvarpsgrein er kveðið á um að
„óheimilt er að greiða lægri laun
fyrir dagvinnu eins og hún er
ákveðin í kjarasamningum vinnu-
markaðarins en svo að laun til út-
borgunar nemi 15 þúsund krónum
á mánuði og samsvarandi fyrir
hluta úr mánuði“. Með launum
skv. þessari grein er „átt við
grunnlaun að viðbættum ákvæð-
is-, álags- og bónusgreiðslum".
Endurskoða skal fjárhæð lág-
markslauna 1. desember ár hvert
„þannig að kaupmáttur lág-
markslauna verði sá hinn sami og
við gildistöku laga þessara", segir
í 3. frumvarpsgrein. Þá segir í
frumvarpinu: „Launagreiðendum
er óheimilt að draga af kaupi
starfsmanna sinna fyrir útborgun
hærri fjárhæð en svo að lág-
markslaun skv. ákvæðum 1. gr.
komi ávallt til greiðslu, þó að frá-
dregnum iðgjaldagreiðslum til líf-
eyrissjóðs. Launagreiðendur eru
eigi ábyrgir gagnvart innheimtu-
mönnum ríkissjóðs, sveitarsjóða
og öðrum, sem lögum samkvæmt
geta gert kröfur í launagreiðslur,
fyrir hærri fjárhæðum en þeim er
heimilt að halda eftir af launum
starfsmanna, samkvæmt ákvæð-
um þessara laga“.
að 17,4 m.kr., en ekki var ætluð
fjárveiting vegna þessa í fjárlögum
1984.
• Fyrir Alþingi liggur frumvarp
um lántöku o.fl. vegna byggingar
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
(140. mál.). Þar er gert ráð fyrir að
árlega verði lántökur til flug-
stöðvarframkvæmda ákveðnar í
lánsfjárlögum. Hér er miðað við,
eins og fram kemur í athugasemd-
um með lánsfjárfrumvarpinu, að
lántaka verði 88,3 m.kr. Á þetta er
bent vegna umfjöllunar um frum-
varp um flugstöð í Keflavík.
• Fjárhags- og viðskiptanefnd
taldi nauðsynlegt að gefin yrði
nánari sundurliðun en fram kemur
í lánsfjáráætlun um ráðstöfun
lánsfjár Landsvirkjunar til fram-
kvæmda. Að höfðu samráöi við iðn-
aðarráðuneytið er lagt til að fram-
kvæmdum verði hagað í samræmi
við þá skiptingu sem fram kemur í
breytingartillögu meiri hl. við 3. gr.
Á 4. gr. frumvarps er gerð eftir-
farandi breyting: Fyrirhuguð er
lántökuheimild til grænfóðurs-
verksmiðju í Skagafirði, alls 9,0
m.kr. Ráðgert er að þetta lán
endurgreiðist með auknu hlutafé
eignaraðila. Þá er lántaka vegna
sjóefnavinnslu á Reykjanesi hækk-
uð um 11,0 m.kr., eða í 45 m.kr., og
er þetta nauðsynlegt vegna vaxta
og afborgana af eldri lánum.
Við gerð áætlunar fyrir Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar
láðist að taka tillit til fjármagns-
kostnaðar vegna skuldbreytinga á
lánum hitaveitunnar. Því er lögð til
viðbótarlánsheimild að fjárhæð
14,0 m.kr. Þannig nemur lánsfjárh-
eimildin alls 22,5 m.kr. Þá er fallist
á ósk Hitaveitu Kjalarness um
heimild til 25 m.kr. lántöku til
stofnframkvæmda við lagningu
hitaveitu í hreppnum.
í aths. við 7. gr. frumvarpsins er
greint fra 32 m.kr. hækkun lánveit-
inga og lánsfjáröflunar Fram-
kvæmdasjóðs. Gert var ráð fyrir að
6 m.kr. rynnu til Landflutninga-
sjóðs, en það á að vera til Útflutn-
ingslánasjóðs og leiðréttist hér
með.
Við fjárlagaafgreiðslu á Alþingi
fyrir árið 1984 var framlag ríkis-
sjóðs til Iðnrekstrarsjóðs hækkað
úr 5 m.kr. í 15 m.kr. í samræmi við
þá afgreiðslu er nauðsynlegt að
breyta 22. gr. frv. til samræmis við
þetta.
Bætt er við nýrri grein í frum-
varpið þar sem frestað er gildis-
töku ákvæðis um lánveitingar
Lánasjóðs ísl. námsmanna á árinu
1984. Gert er ráð fyrir að 95% af
umframfjárþörf námsmanna verði
Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður
fjárhagsnefndar.
mætt á árinu 1984, eins og var á
árinu 1983.
Lagt er til að 28. gr. frv. breytist
með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi
þarf viðbótarheimild til erlendrar
lántöku vegna lánsfjárlaga fyrir
1983. í ljós hefur komið að fjár-
magnsútgjöld vegna Kröflu og
Byggðalínu reyndust verulega
hærri en áður var talið og því er
sótt um heimild til 400 m.kr. við-
bótarlántöku í stað 340 m.kr. í öðru
lagi er leitað heimildar til ríkis-
ábyrgðar vegna lántöku Hitaveitu
Vestmannaeyja og Hitaveitu Rang-
æinga á árinu 1983, alls 39,2 m.kr.
Ekki er gerð brtt. við 29. gr., en
rétt er að gera grein fyrir því að
yfirdráttarskuld ríkissjóðs í árslok
1983 reyndist um 1220 m.kr. Heim-
ildar til þess að mæta þessari fjár-
þörf er að hluta til leitað í 28. gr.,
120 m.kr., en að öðru leyti í 29. gr.
Fyrir áramót var gengið frá láni í
Seðlabankanum, alls 20 m. SDR,
eða um 600 m.kr., en eftir er að
ganga frá eftirstöðvum yfirdrátt-
arskuldarinnar.
I athugasemdum við frumvarp
til laga um innlenda lánsfjáröflun,
nú lög nr. 79/1983, var þess getið að
markaður hinna hefðbundnu spari-
skírteina ríkissjóðs hefði þrengst,
en með lögunum er ríkissjóði gert
kleift að bjóða fjölbreyttara form
skuldarviðurkenninga. 1 samræmi
við ákvæði þessara laga öfluðust 43
m.kr. á árinu 1983 sem ríkissjóður
endurlánaði sfðan Byggingarsjóði
ríkisins. Þessi fjárútvegun kom í
kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar-
innar í október 1983 um 50% hækk-
un lánveitinga til húsbyggjenda
sem lán höfðu fengið 1982 og 1983.“
Stuttar þingfréttir:
Lántökur vegna Kvfslar-
veitu og Blönduvirkjunar
25% raforku til almenningsnotkunar niðurgreidd
13% af húsnæði kynt með raforku
l^ndsvirkjun er heimilt að taka
lán á árinu 1984 að fjárhæð
900.000.000.- krónur, eða jafn-
virði þeirrar fjárhæðar í erlendri
mynt, samkvæmt breytingartil-
lögu sem meirihluti viðkomandi
þingnefndar flytur við frumvarp
til lánsfjárlaga 1984.
Stærsli hluti framangreindrar
lántöku er vegna Kvíslarveitu og
Þórisvatns, 350 m.kr., Blöndu-
virkjunar 200 m.kr., Suðurlínu
143 m.kr. og minni upphæðir
vegna Sultartangastíflu, að-
veitustöðva, línurannsókna,
virkjanarannsókna o.fl.
í svari iðnaðarráðherra við fyrir-
spurn frá Stefáni Benediktssyni
(BJ) um niðurgreiðslur á raforku
kemur fram að þær námu rúm-
lega 49 m.kr. frá upphafi liðins
árs til októberloka þess.
1982 voru hituð með raforku og
svipað hlutfall landsmanna bjó í
rafliituðum húsum og naut
niðurgreidds rafmagns.
Bein sala raforku til húshitunar
þetta ár nam 292 Ghw og að auki
keyptu rafkyntar hitaveitur
50Ghw. Um 25% raforku til al-
menningsnotkunar voru þannig
niðurgreidd 1982.
Landsvirkjun yfirtók 132 kV
byggðalínukerfi af RARIK í upp-
hafi liðins árs. Meðalverð raf-
orku hækkaði frá Landsvirkjun
um 7,5% vegna aukins rekstr-
arkostnaðar sem af yfirtökunni
hlauzt.
Landsvirkjun hefur ekki yfirtek-
ið Kröfluvirkjun. Ef af því yrði
þyrfti „samansöfnuð hækkun
gjaldskrár Landsvirkjunar til og
með 1. janúar 1986 að nema 27%,
og þá miðuð við yfirtöku 1. janú-
ar 1984 og fast verðlag á grund-
velli byggingarvísitölu".
Guðmundur Einarsson (BJ) spyr
fjármálaráðherra, „hver eða
hverjir tilnefna menn í eftirlits-
nefnd fjármálaráðuneytis og
fjárveitinganefndar með fram-
kvæmd fjárlaga? Hverjir eru í
nefndinni? Hvert er verksvið,
vald og ábyrgð nefndarinnar?
Liggur fyrir samþykkt fjárveit-
inganefndar um þessa tilhögun
við eftirlit með framkvæmd fjár-
laga?“