Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 21 Könnun framkvæmdanefndar um launamál kvenna: 5,5% kvenna náðu meðallaun- um karla 1982 „Atvinnuþátttaka kvenna hefur tvöfaldast frá árinu 1960, en með- altekjur þeirra eru allt að 100% lægri en karla. Samkvæmt skatta- framtali 1982 náðu aðeins 5,5% kvenna meðaltekjum karla. Með- allaun kvenna á ársverk það ár (eitt ársverk samsvarar fullu starfi í 52 vikur) voru hæst hjá ógiftum konum 25—44 ára og samsvara laun þeirra meðallaunum 15—19 ára pilta, 65—69 ára ókvæntra karla og 70—74 ára kvæntra karla,“ sagði Guðrún Sigríður Vil- hjálmsdóttir, félagsfræðingur, er hún rakti niðurstöður könnunar- innar Kjör kvenna á vinnumark- aði, á blaðamannafundi fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna. Könnunina gerði Guðrún Sig- ríður ásamt Esther Guðmunds- dóttur, félagsfræðingi, fyrir til- stuðlan framkvæmdanefnd- arinnar. Verða helstu niðurstöð- ur hennar, upplýsingar um kjör kvenna og kaupmisrétti kynj- anna, birtar í bæklingi sem framkvæmdanefndin sendir væntanlega frá sér í næstu viku undir heitinu „Nokkrar stað- reyndir um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum". Á fundinum kom fram að framkvæmdanefnd um launamál kvenna hyggst beita sér fyrir fræðslu um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, vera bakhjarl fyrir konur í samninganefndum og hvetja konur á vinnumark- aðnum til virkari þátttöku í því skyni að ná fram launajafnrétti kynjanna. Boðaði framkvæmda- nefndin í þvi skyni til sameigin- legs fundar í janúar sl. með kon- um í samninganefndum innan aðildarfélaga ASÍ, BSRB, BHM og SÍB. Þá verða haldnir fundir á átta stöðum á landinu nk. laugardag, þar sem niðurstöður könnunarinnar verða kynntar, kjaramál kvenna rædd og leitað leiða til úrbóta. Fundirnir verða haldnir á Akureyri, ísafirði, Þrettán konur af nítján sem sæti eiga í framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Ljósm. mu./kke. Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Keflavík og Stykkishólmi. Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna var stofnuð í októ- ber 1983, en upphaf hnnar má rekja til ráðstefnu Alþýðu- flokksins um launamál kvenna mánuði áður. I framkvæmda- nefndinni eiga sæti 19 konur. Eru þær fulltrúar allra stjórn- málaflokka og samtaka á Al- þingi, svo og frá starfsmannafé- laginu Sókn, verkakvennafélag- inu Framsókn, Snót í Vest- mannaeyjum, Verslunarmann- afélagi Reykjavíkur, Kvenna- framboði, Bandalagi kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasambandi íslands, Kvenréttindasambandi íslands, Bandalagi háskóla- manna, Alþýðusambandi ís- lands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Sambandi ís- lenskra bankamanna. Framkvæmdanefndin hefur í fjáröflunarskyni látið gera bók- armerki, sem nefndarmenn segja táknrænt fyrir baráttuna. Á bókarmerkinu er mynd af karli og kerlingu á bát, merktum vinnumarkaðnum, undir slag- orðinu „Róum jafnt á bæði borð". Tap ÍSAL tæplega 326 milljónir króna 1983: Verulega minni rekstur en árið Svipuð framleiðsla, en mun meiri útflutningur Tap íslenska álfélagsins hf. á síð- asta ári var tæplega 326 milljónir króna, eða um 13 milljónir dollara umreiknaö á meöalgengi ársins. Til samanburðar var tap fyrirtækisins á árinu 1982 tæplega 407 milljónir króna, eöa um 32 milljónir dollara á meðalgengi, þannig að verulega hef- ur dregið úr hallarekstri fyrirtækis- ins, enda hækkaði verð á áli um- talsvert á síðasta ári og sala gekk betur en árið 1982. Heildarsala fyrirtækisins á síð- asta ári var um 2.736 milljónir króna, eða um 109,3 milljónir doll- ara, en var til samanburðar um 1.139 milljónir á árinu 1982, eða 89,7 milljónir dollara. Söluaukn- ingin milli ára er liðlega 140%. Sölukostnaður var um 139 milljón- tap- 1982 ir króna, eða 5,56 milljónir doll- ara, en til samanburðar um 61 milljón króna á árinu 1982, eða 4,8 milljónir dollara. Aukning á sölu- kostnaði milli ára er því um 129%. Hreinar sölutekjur ÍSAL á síð- asta ári voru 2.597 milljónir króna, eða 103,7 milljónir dollara, en til samanburðar um 1.078 millj- ón króna á árinu 1982, eða um 85 milljónir dollara. Aukningin milli ára er því um 141%. Framleiðsla ÍSAL á síðasta ári nam samtals 77.011 tonnum, sem er svipað og árið 1982, þegar heild- arframleiðslan var 77.400 tonn. Á síðasta ári flutti fyrirtækið út 107.028,0 tonn, borið saman við 61.531,5 tonn á árinu 1982, en þess ber að geta, að birgðir voru óeðli- lega miklar um áramótin 1982/1983. Borgarfjörður eystra: Óstöðug tíð og lítil atvinna Blásarakvintett á háskólatónleikum ÞRIÐJl) háskólatónleikar á síðara misseri þessa árs verða miðvikudag- inn 15. febrúar í Norræna húsinu. Þar leikur Blásarakvintett Reykjavíkur verk eftir enska tón- skáldið George Onslow, sem uppi var á 19. öld, og landa hans, nútímatónskáldið Paul Patterson. 1 Blásarakvintett Reykjavíkur eru: Bernard Wilkinson, Daði Kol- beinsson, Einar Jóhannesson, Haf- steinn Guðmundsson og Joseph Ognibene. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. Borgarrirdi eystra, 27. janúar. ÞAÐ ER víst venja, þegar um fréttir er að ræða, að fyrst sé minnst á tíðarfar. Hér í Borgarfirði er ekki hægt að segja, að veturinn hafi verið harður það sem af er, og við höf- um að mestu sloppið við þessi rok, sem víða hafa gengið yfir og er það óvenjulegt, að við fáum ekki okkar skammt af þeim, vel útilát- inn. Hins vegar hefur tíðin hér verið óskaplega óstöðug og um- hleypingasöm og má segja, að oft hefi verið þrennskonar veður sama daginn. Annars er ekki mikill snjór til fjalla en nokkur í byggð, svellalög og hálka þeim mun meiri og jarð- laust með öllu. Hér hefur atvinna verið lítil frá áramótum, enginn fiskur og engin teljandi vinna við frystihúsið, enda nokkrir ungir menn farnir á vertíð. Þó eru hér þrjú einingahús í smíðum og má geta þess sem ný- lundu, að nú hefur byggingarfé- lagið okkar, Vagl sf., tekið að sér í fyrsta skiþti að smíða einingar eins hússins hér heima, en áður hefur þurft að fá þær gerðar á Egilsstöðum og jafnvel suður á Selfossi. Sverrir í STI TTI MÁI.I 4500 ára gamalt egg Peking, 13. febrúar. AP. KÍNVERSKIR fornleifafræð- ingar hafa fundið 4500 ára gamalt egg i mannvistarleifum frá nýsteinöld. Er fundarstað- urinn í Henan-fylki í Mið- Kína. Eggið er nokkru minna en hænuegg en auk þess voru þarna leifar af öðrum eggjum, fægðar steinaxir, sköfur og pottabrot. Segja vísindamenn- irnir, að á nýsteinöld hafi þarna búið fólk, sem kennt er við yangshao- og Longshan- menninguna. Tveir játa á sig tölvusmygl Los Angeles, 13. febrúar. AP. TVEIR kaupsýslumenn í Kali- forníu hafa játað að hafa smyglað tölvum til Búlgaríu að því er bandarískir embættis- menn sögðu í dag. Fluttu þeir tölvurnar fyrst til Hollands til að eftirleikurinn væri auðveld- ari. Edward F. King og Louis R. Clement ásamt tveimur Búlg- örum og einum Hollendingi voru í fyrra kærðir fyrir að hafa smyglað til Búlgaríu hlut- um úr mjög dýru samsetn- ingarkerfi en til stóð að koma því öllu úr landi á tveimur ár- um. Báðir eiga langa fangavist í vændum og miklar sektir. Fellibyljir og þrumuveður New York, 13. febrúar. AP. FYRSTU fellibyljirnir á árinu létu í dag til sín taka í ríkjun- um Texas, Kansas og Louis- iana og í Mississippi-dal olli þrumuveður gífurlegri úr- komu. Mikill veðurhamur fylgdi fellibyljunum og varð víða tjón af. Fylgdu þeim ýmist eða hvorttveggja mikil rigning eða ákaft haglél. Annars staðar í landinu snjóaði hins vegar og lokuðust margar þjóðbrautir sökum ófærðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.