Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 48
EITT KORT ALLS STAÐAR MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Hljóp undan 100 hektara jakastíflu „Flóðbylgjan úr Hvítá, vatnið og jakarnir, kom í fótspor mín og það mátti ekki tæpara standa að ég slyppi," sagði Gísli Agústsson í samtali við Mbl., en hann var hætt kominn er 100 hektara jakastífla brast í Hvítá við Brimastaði. Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, í gær þegar Brúnastaðamenn í Hraungerðishreppi fóru á árabát í fjárhúsin, en Brúnastaðir eru umflotnir vatni og ís eftir flóð í Hvítá og einn staðarmanna átti fótum fjör að launa undan flóðbylgjunni. Sjá bls. 27. Kjaradeila ISALs og starfsmanna: ÍSAL býður 3%, starfe- menn hafa boðið 7,5% Samningsaðilar í kjaradeilu ís- lenzka álfélagsins hf. og stéttarfé- laganna, sem fara með samnings- rétt starfsmanna álversins, munu koma saman til fundar klukkan 9 árdcgis í dag. Er menn stóðu upp frá samningum í fyrradag stóðu boð þannig að starfsmennirnir höfðu lagt fram tilboð úm 7,5% hækkun á kauplið, en ÍSAL hafði boðið 3% grunnkaupshækkun. Áður hafði náðst samkomulag um sérstakar bónusgreiðslur, sem tengdar eru framleiðslu og framleiðni. Rætt er m.a. um samning með einni upp- hafsprósentu, er nái fram til vors, samning með upphafsprósentu og áfangahækkun, er nái fram á sumar, og samning með upphafs- prósentu, áfangahækkun og gengis- tryggingu, er nái fram til hausts. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var straumur minnkaður á öðrum kerskála ál- versins í fyrradag. Var hann þá lækkaður úr 103 kílóamperum í 96 kílóamper og er síðan fyrir- hugað að stigminnka strauminn og er búist við því að hann verði kominn í 80 kílóamper í næstu viku. Þá verður, ef ekki nást samningar, einnig farið að minnka straum í hinum kerskál- anum úr 103 kílóamperum í 80 kílóamper. Þegar semst milli deiluaðila tekur nokkurn tíma að ná fullum afköstum á ný, því að nauðsynlegt er að auka straum að nýju í áföngum, líkt og gert er þegar straumminnkun á sér stað. Þá mun og hvert ker mjög við- kvæmt fyrir öllum slíkum breyt- ingum, þannig að straumtruflun getur valdið langvarandi truflun- um í framleiðslu og jafnvel eyði- lagt ker að fullu. Allt slíkt getur komið niðri á bónus starfsmann- anna, sem bundinn er framleiðslu og framleiðni eins og áður er sagt. Til viðbótar því, sem hér hefur verið upplýst um samningsstöð- una, má geta þess, að starfsmenn ÍSAL hafa haft fram þá kröfu, að gangi ÍSAL í samtök vinnuveit- enda, líti þeir svo á að fallin sé úr gildi grein, er skyldar starfs- mennina til þess að sjá svo um í verkfalli að framleiðslutæki verði ekki fyrir tjóni. Þar sem framleiðslutæki ál- verksmiðju eru eins og áður er vikið að mjög viðkvæm fyrir öll- um breytingum, geta afleiðingar stöðvunar orðið lengur varandi en við annan atvinnurekstur. Hins vegar mun vera unnt að minnka það tjón, sem af stöðvun hlýst, með vönduðum undirbún- ingi hennar. Þetta gerðu samn- ingsaðilar sér grein fyrir, er fyrst var samið við ISAL árið 1969, og var því fyrirtækinu ætlað 4ra vikna frestur til að stöðva fram- leiðsluna, ef til verkfalls kæmi. Hliðstæð ákvæði hafa verið í kjarasamningum vélgæzlumanna í frystihúsum frá árinu 1955, þar sem reynt er að forðast skemmd- ir á birgðum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu meðallaun fyrir reglulega vinnuviku í álverinu í Straumsvík nema 27.700 krónum og eru þá meðtalin vaktaálög. Með yfirvinnu munu meðallaun í álverinu vera um 31 þúsund krón- ur. Þá munu hinir nýju bónus- samningar, sem þegar er samkomulag um, geta gefið við hámarksframleiðslu 6,2% af launum. Ákvörðunin um að minnka strauminn á kerskálum álversins í Straumsvík hleypti illu blóði í starfsmenn ÍSAL, eins og fram kemur í frásögn af heimsókn í álverið á miðsíðu Mbl. í dag. Þar er einnig birt orðsending til allra starfsmanna fyrirtækisins frá framkvæmdastjórn þess, sem dreift var á vinnustað í gær. Frumvarp um virðisaukaskatt: Verðhækk- un matvæla 18—19%? Fram hefur verirt lagt frumvarp um 21% virðisaukaskatt sem taka á gildi, verði frumvarpið samþykkt, í ársbyrj- un 1985. Virðisaukaskatt ber að greiða af viðskiptum innanlands á öll- um stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu. Samkvæmt frumvarpinu greiðir ríkissjóður jöfnunarsjðði sveitarfé- laga 6,8% þessa skatts. Virðisauka- skattur leysir núgildandi söluskattskerfi af hólmi. Upptaka slíks virðisaukaskatts, án lækkun- ar tolla eða afnáms uppsöfnunará- hrifa söluskatts, gæti þýtt allt að 3,8% hækkun á verði einkaneyzlu. Mest yrði verðhækkun matvæla eða 18—19%, enda leggst núver- andi söluskattur aðeins á 7—8% matvælaútgjalda. Útgjöld vegna húsnæðis, ljóss og hita hækka einnig, eða um 2—3%. Flestir aðrir útgjaldaliðir lækka í verði vegna lægra skatthlutfalls. Sjá nánar á miðopnu. Hvatt til sam- komulags við Grænlendinga TÓLF þingmenn úr öllum flokk- um lögðu í gær fram tillögu til þingsályktunar þar sem ríkis- stjórninni er falið að kanna „til fullnustu möguleika á samkomu- lagi við Grænlendiga um sameig- inleg hagsmunamál, sérstaklega að því er snertir verndun fiski- stofna og fiskveiðar“. Tillaga þessi er lögð fram í framhaldi af umræðum um væntanleg kaup Efnahags- bandalags Evrópu á veiðileyf- um í grænlenskri lögsögu, en Grænlendingar ætla að hefja sölu á veiðileyfum frá 1. janúar 1985 þegar þeir ganga úr bandalaginu. f tillögunni er ríkisstjórn- inni jafnframt falið að leita eftir nánari samvinnu þeirra ríkja, sem liggja að fiskimið- unum norðanlega í Atlants- hafi, um verndun og nýtingu fiskistofna og önnur sameigin- leg hagsmunamál. Eyjólfur Konráð Jónsson í Sjálfstæðisflokki er fyrsti flutningsmaður. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 26. Borgarleikhús: 17 millj. til uppsteypu BORGARRÁÐ samþykkti í gær viðbótarsamning um uppsteypu á Borgarleikhúsi, en samkvæmt samn- ingnum á húsið að vera fulluppsteypt fyrir apríllok 1985. Hljóðar samning- urinn upp á 17 milljónir kr. Þá var samþykkt að taka tilboði Byggðaverks í 3. áfanga Hóla- brekkuskóla, en samningsupphæð- in er 12 milljónir, sem er um 85% af kostnaðaráætlun. Davíð Olafsson seðlabankastjóri: Vextir lækka ekki 21. febrúar næstk. „ÞAÐ STENDUR ekki til að vextir lækki 21- febrúar næstkomandi," sagði Davíð Olafsson, seðlabanka- stjóri, í gær í tilefni af frétt Morgun- blaðsins um að vextir lækkuðu væntanlega um 3—4% þennan dag. Davíð Ólafsson sagði: „Undan- farna fimm mánuði hafa vextir lækkað mánaðarlega og fylgt verðbólgunni að verulegu leyti. Það hefur ekki staðið til að lækka vextina frekar núna þrátt fyrir lækkun verðbólgunnar heldur at- huga nánar stöðu peningamála í ljósi þess sem gerst hefur undan- farna mánuði." Þegar Davíð Ólafsson var spurður um stöðuna á lánamark- aðnum sagði hann: „Útlánaþróun- in hefur verið mjög óhagstæð undanfarna mánuði þrátt fyrir að verðbólgan hefur lækkað hröðum skrefum. Það bendir til þess að enn sé mikil eftirspurn eftir lánsfé. Til þess að verðbólgan sé hamin er nauðsynlegt að hafa hemil á útlánum, áframhaldandi þensla á því sviði hlýtur að hafa þau áhrif að kynda undir verð- bólgu. Auk þess hefur gjaldeyrisstað- an versnað undanfarna mánuði, sem bendir einnig til þenslu í pen- ingakerfinu m.a. af þessum ástæðum og þeirri óvissu sem nú er í iaunamálum er talið skyn- samlegast að bíða nokkuð með frekari ákvarðanir um vaxta- breytingar," sagði Davíð Ólafs- son, seðlabankastjóri, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.