Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Matarbúrið
Seinni grein: Fiskur á landi
— eftir Ama Helgason
í fyrri hluta greinarinnar var
fjallað um hvernig mætti minnka
veiðiflotann um meira en fimmt-
ung og auka þannig afla skipanna
sem yrðu eftir um a.m.k. fjórðung,
jafnframt því að togurum lands-
manna yrði breytt í frystiskip.
Sýnt var fram á að slíkt er hægt
að gera án þess að sjómannsstörf-
um fækki og án erlendrar lántöku.
Fjármunirnir, sem þarf til verk-
efnisins, voru áætlaðir 2,1 millj-
arður og einnig var sýnt fram á að
útgerðin getur tekið þá af eigin fé.
Þetta mun óhjákvæmilega leiða
til þess að stór hluti af verkefnum
fiskvinnslunnar verður tekinn af
henni og unninn með einfaldari og
ódýrari hætti um borð í skipunum,
— en með mun betri árangri. Þá
er spurningin hvað geti komið í
staðinn. Því hefur verið svarað áð-
ur í Morgunblaðsgrein er birtist
næstsíðasta dag ársins er leið, en
þennan samsetning ber að skoða
sem framhald þeirrar greinar.
Svarið skal endurtekið: Full-
vinnslan sem í dag er í Banda-
ríkjunum verði flutt heim og einn-
ig aukin framleiðsla á tilþúnum
fiskréttum. Hér verður fjallað um
hvernig það má verða, og án þess
að það leiði til atvinnuleysis.
I stað þríþættrar framleiðslu
eins og nú er, það er fiskveiðar,
frumvinnsla í landi og fullvinnsla
erlendis, verði framleiðslan tví-
þætt. Þá er átt við fiskveiðar og
frumvinnslu um borð annars veg-
ar, en hins vegar fullvinnslu í
landi. Sparnaðurinn sem hlýst af
því að sleppa úr einum þætti af
þremur auk þess að gæði vörunnar
verða miklu meiri, mun nægja til
að koma fullunnum afurðum yfir
tollmúra „frjálshyggjuríkisins"
vestanhafs, en auk þess þarf að
hafa hugfast að stór hluti Evrópu
er enn óplægður akur þegar um er
að ræða sölu á frystum fiskrétt-
um, og þó víðar væri leitað.
Brauðmylsna og frelsi
Á síðasta ári var heildarsala ís-
lensku sölufyrirtækjanna í Banda-
ríkjunum yfir 9 milljörðum króna,
og hefur þá ekki verið tekið tillit
til freðfiskssölunnar í Bretlandi.
Þó ber að hafa í huga að hluti
sölunnar er fiskur frá öðrum lönd-
um en íslandi. Einnig, að talsverð-
ur hluti íslenska fisksins er „full-
unninn" hér heima, þ.e. flökin fá
ekki frekari meðferð vestanhafs
áður en kaupendur taka við þeim
og matreiða fyrir viðskiptavini
sína, sem margir eru þreyttir og
svangir ferðalangar sem stoppa í
útibúum veitingastaðakeðjanna.
Þá vaknar spurningin hvað ráði
þegar fiskur er settur í frekari
vinnslu og falinn í raspi eða látinn
sæta frekari meðferð. Svarið mun
líklega vera að hann þyki ekki
nógu góður á bragðið og slæmur
útlits, en skal samt seljast sem
„gæðavara".
íslendingar eiga að eftirláta
Kanadamönnum og Norðmönnum
sölu á slíkum fiski, og einnig að
láta undan síga á veitingahúsa-
markaðinum, a.m.k. þegar fram í
sækir. Þeir verða að opna augun
fyrir því að þýðing eldhúsa heimil-
anna minnkar stöðugt en meiri
kröfur gerðar um að fáanleg séu
matvæli nær tilbúin til neyslu.
Fólk vill eiga frjálst val um hvort
það notar tíma sinn til að vinna
fyrir heldur meiri launum og taki
hluta þeirra til kaupa á unninni
matvöru eða tilbúnum réttum, eða
hitt, að vinna minna utan heimilis
og gefa sér tíma til að matreiða
sjálft úr ódýrari, minna verkuðum
hráefnum. En á meðan hráefnið,
sem í dag er notað í tilbúnu rétt-
ina eru svo lélegt sem raun ber
vitni, er ekki við því að búast að
auðvelt sé að afla markaða fyrir
þá.
Val fólks verður ekki frjálst
fyrr en það getur treyst því að
hráefnið, sem notað er í þessa
rétti, sé jafn gott og þegar það er
keypt ódýrara og „náttúrulegra".
Þá verður heldur ekki nauðsynlegt
að nota óþarfa krydd til að fela
óbragð, eða rasp til að leyna útliti,
þó hvort tveggja megi vissulega
nota í öðrum tilgangi. Gott bragð
má gera áhrifaríkara á bragðlauk-
ana með ögn af réttu kryddi, og
forða má góðu hráefni frá
skemmdum í steikingu með
brauðmylsnu. Þá fyrst þjónar hún
tilgangi sínum þegar hún myndar
„verndar“-húð um gómsætan fisk
eða kjöt. Og hafa ber í huga að
tilbúnir fiskréttir geta verið jafn
fjölbreyttir að gerð og til dæmis
hinir margvíslegu réttir úr fiski
sem sum reykvísku veitingahús-
anna keppast nú um að bjóða
viðskiptavinum sínum, en hins
vegar talsvert ódýrari ef rétt er á
málum haldið, og fiskiskip sem
fiskhús rekin með hagkvæmustum
hætti og í samræmi við tækni og
rannsóknir hvers tíma.
JafnréttiÖ og fiskimálin
Það athugist að þetta frjálsa val
annars vegar og háþróaður mat-
væla- og matreiðsluiðnaður teng-
ist náið jafnréttisbaráttu kynj-
anna í heiminum. Þvottavélar í
stað tímafrekra handþvotta voru
skref á þeirri leið. Það sem hér er
um rætt miðar einnig að því sama.
Sólarhringurinn er takmarkað-
ur tími. Konur jafnt sem karlar
þurfa að skipta honum í ýmsum
hlutföllum milli svefns, vinnu,
barnagæslu, tómstundamála,
matreiðslu o.fl. Sumir vilja ein-
ungis sofa. Aðrir vilja bara vinna,
en margir verða að vinna meira en
þeir vilja. Sumt fólk gleymir sér í
eldhúsinu af ánægjunni einni
saman, en öðru fólki hundleiðist
matreiðsla og vill frekar sinna
tómstundamálum, börnum sínum
eða starfi utan heimilis. Flestir
hafa ánægju af börnum sínum, en
of margir hafa ekki tækifæri eða
tíma til að sinna þeim. Því auð-
veldara sem fólk á með að velja og
hafna í þessum efnum sem öðrum,
því frjálsara er það, þó sólarhring-
urinn setji takmörk og frelsinu
verði aldrei náð til fullnustu. Þess
vegna eru fiskimál jafn mikilvæg
og önnur mál. En það er hægt að
koma þeim sem öðrum þannig
fyrir, að fólkið, sem þau snerta, fái
á þeim fyrirlitningu og missi virð-
inguna jafnt fyrir starfanum sem
og því er málið snýst um, fiskin-
um.
Sami barmurinn?
Bent hefur verið á hvar sé að
finna hinn margeftirlýsta rekstr-
argrundvöll útgerðarinnar og
hvar útgerðarmenn skuli afla fjár
„Með réttum tækjabún-
aði geta skipin borið sig,
að því tilskyldu einnig
að ekki sé of mörgum
beitt á afréttinn. Þessi
tækjabúnaður leiðir til
þess að fiskafli skip-
anna fer nær allur í yfir-
flokk. Slíkt hráefni ger-
ir kleift, þrátt fyrir
tollmúra erlendis, að
hefja framleiðslu inn-
anlands á 1. flokks fisk-
réttum í neytendaum-
búðum í fjölbreyttu úr-
vali.“
til að koma honum á laggirnar:
Þeir líti í eigin barm en ekki ann-
arra. Og eins og áður er sagt verð-
ur vandi útgerðarinnar vandi fisk-
vinnslunnar. Þó er sá vandi ekki
annar en að skilja að fiskur, sem
er frystur um borð í skipunum
nokkurra stunda gamall, er mun
betra hráefni en það sem hingað
til hefur verið selt undir ýmsum
„ferskum" nöfnum, og hefur þó
stundum verið tilefni í öfugmæla-
vísur. Fiskvinnslan taki því út-
gerðina sér til fyrirmyndar og líti
einnig í eigin barm.
Sölusamtökin í Bandaríkjunum
velta fjármunum á ári hverju sem
eru á við helming alls útflutnings-
verðmæta landsmanna, en þá ber
að hafa í huga eins og áður segir,
að hluti sölunnar er fiskur frá öðr-
um löndum. Útflutningsverðmæti
frystra afurða sem fara á Banda-
ríkjamarkað eru nálægt 5 millj-
örðum króna á ári. Það er nálægt
tveimur fimmtu hlutum af öllu út-
flutningsverðmæti sjávarvöru.
Líklega er ekki fjarri lagi að áætla
að þessir fimm milljarðar vaxi um
50% í meðförum sölusamtakanna,
eða í eitthvað á áttunda milljarð
króna. Hluti af því er beinn aug-
lýsinga- og sölukostnaður, en hluti
er verðmætaaukning vegna full-
vinnslunnar, þ.e. verðhækkun þess
fisks sem er lakari að gæðum,
þegar hann er gerður girnilegri til
átu. Vegna ónógra upplýsinga
verður ekkert fullyrt um hvað
þessi verðmætisaukning vegur
þungt í veltunni, en giskað á lág-
markið tvo milljarða. Og enn verð-
ur að notast við ágiskanir þegar
meta þarf verðmæti framleiðslu-
tækjanna, sem notuð eru til fisk-
réttaframleiðslunnar, þ.e. hús,
vélar o.fl. Hér verður miðað við að
þau séu minnst jafnvirði tvöfaldr-
ar ársveltu, eða u.þ.b. 4 milljarða
kr. virði, og að rúmlega helming-
urinn sé skuldlaus eign.
Sölutækni og tollmúrar
Gert er ráð fyrir að sölusamtök-
in selji eða til að byrja með taki
lán út á væntanlega sölu þessara
eigna, og veiti á þann hátt 2,1
milljarði króna til breytinga á ís-
lenskum hraðfrystihúsum í fisk-
réttahús næstu þrjú árin. Þær
endurbætur haldist í hendur við
fækkun og breytingar á skipaflot-
anum, og framkvæmd allrar áætl-
unarinnar taki mið af atvinnu-
ástandi á hverjum stað og á hverj-
um tíma. Þetta yrðu um 700 millj-
ónir króna á ári. Þá er einnig gert
ráð fyrir að sölusamtökin gjör-
breyti sölutækni sinni. í því sam-
bandi er rétt að minna á niðurlag
fyrri hluta greinarinnar þar sem
vitnað er í ummæli bandarísks
prófessors í viðskiptafræðum þess
efnis, að sjávarafurðir hafi orðið
undir í samkeppni við aðrar mat-
vælategundir. Samkvæmt frásögn
Fiskifrétta segir prófessorinn
einnig, að á árinu 1982 hafi komið
2.442 nýjar matvælategundir í
verslanir í Bandaríkjunum, en að-
eins hafi 45 matvæli verið unnin
úr sjávarafurðum.
Lögð verði áhersla á, og það með
réttu, að íslenskir fiskréttir séu
gerðir úr hráefni sem hafi verið
fryst ferskt aðeins nokkurra
stunda gamalt. Áður hefur verið
bent á, að þó hluti fiskaflans rýrni
lítilsháttar að gæðum í fiskhúsum
vegna þíðingar og síðan endur-
frystingar, verði varla um meira
fall að ræða en úr yfirflokki niður
í 1. flokk. Fiskréttir úr slíku hrá-
efni hljóta að vera talsvert betri
og öruggari söluvara en þeir sem
framleiddir eru úr annars eða
þriðja flokks hráefni.
Sparnaðurinn sem hlýst af tví-
þættingu framleiðslunnar í stað
þríþættingar, auk betri sölumögu-
leika vegna hins góða hráefnis,
mun duga til að gera íslenska fisk-
rétti samkeppnishæfa við þá fisk-
rétti sem eru framleiddir á mark-
aðssvæðunum sjálfum, og þrátt
fyrir tollmúrana sem um þau lykj-
ast. Verði þessu fylgt eftir er ekki
fráleitt að ætla, að er fram líða
stundir verði útflutningsverðmæti
frystrar sjávarvöru tvöfalt meira
en það er í dag. Og hefur þá ekki
verið athuguð verðmætisaukning
sem gæti orðið í annarri sjávar-
vöruframleiðslu ef farnar væru
sambærilegar leiðir til að bæta
vörugæði og úrval tegunda.
Byggðastefnur
Stjórnmálastefnur geta verið
mismunandi þó þær í mörgum til-
vikum stefni að sama markmiði.
Dæmi um þetta geta verið stefnur
Kommúnistaflokksins í Sovétríkj-
unum, Demóblikanaflokksins
bandaríska og íslenska Alþing-
ismannaflokksins. Allir eiga þeir
það sameiginlega markmið að
hafa vald yfir fólkinu sem byggir
löndin þó leiðir að þessum mark-
miðum séu mismunandi. Þetta er
vert íhugunarefni á árinu 1984. En
einnig eru til mismunandi stjórn-
málastefnur og sem stefna að
gjörólíkum markmiðum, þó ekki
verði farið nánar út í þá sálma hér
og nú. Hins vegar verður staldrað
við hugtakið „byggðastefna" sem
mjög oft hefur verið nefnt í sömu
andrá og íslensk stjórnmál hefur
borið á góma.
Flestir íslenskir stjórnmála-
menn hafa tekið sér í munn orðið
byggðastefna og sagst aðhyllast
hana án þess að skilgreina nánar í
hverju þeirra byggðastefna væri
fólgin. Það er svipað og ef menn
segðust aðhyllast „stjórnmála-
stefnu" aðspurðir um skoðanir
sínar, en útskýrðu ekki nánar
hvernig þessi stjórnmálastefna
væri. Tilgangur byggðastefnunn-
ar, sem fylgt hefur verið á þessum
og síðasta áratug, virðist hafa ver-
ið sá einn að ná markmiðinu sem
nefnt var í sambandi við flokkana
þrjá. Ausið var fé í byggðirnar,
sem höfðu af því stundarhag, en
til endurgjalds skyldi fólk byggð-
anna afhenda stjórnmálamönnun-
um vald með atkvæðakrossum sín-
um.
Hér skal ekki gert lítið úr því
sem í sjálfu sér var vel unnið.
Stórátak var gert í vegamálum og
þeim er lúta að sjávarútvegi. Skól-
ar voru byggðir og stjórnsýslu-
stofnanir settar niður í helstu um-
dæmi. En nautn valdsins er meðal
annars fólgin í mildi gagnvart
„skjólstæðingum". Byggðaridd-
arar Alþingismannaflokksins
þeystu um héröð og skildu eftir sig
slóð skuldabréfa, — hinir þakk-
látu þegnar kvittuðu fyrir og tóku
við lánunum.
f dag eru almenn laun svo lág,
og ekki síst í sjávarútvegi, að
kaupmáttur þeirra er rétt rúm-
lega helmingur þess sem var þegar
„byggðastefnan" reis hæst og var
á flestra vörum. Nú er stórum
hluta launanna haldið eftir til að
borga af lánunum. Fyrirtækin
geta það ekki sjálf. Fólk hefur
ekki fjárráð til bensínkaupa, og
fer ekki eftir vegunum nema
brýna nauðsyn beri til. Börnin
ganga í skólana, en þau sem fara
suður til framhaldsnáms snúa
fæst aftur. Umdæmisstofnanir,
sem áttu að miða að „valddreif-
ingu“, hafa í reynd orðið hrein
viðbót við Reykjavíkurvaldið. Sá
marghöfða þurs er bara enn fyrir-
ferðarmeiri en áður, og skýtur upp
nýjum kollum hvenær sem hann
fær því við komið. Núna rang-
hvolfast augun í kollinum Kvóta,
enda nýfæddur og ekki búinn að
átta sig á tilverunni.
Verðbólgutrygging
Það er að koma á daginn að
svokallaður rekstrargrundvöllur
verður að vera fyrir hendi. Enda
er hans leitað ákaft um þessar
mundir. Þegar fé var fest í fram-
leiðslutækjum á „góðu árunum"
var aldrei gert ráð fyrir að þau
skiluðu til baka nema hluta þess.
Verðbólgan tryggði reksturinn og
borgaði það sem upp á vantaði.
Þannig skiluðu framleiðslutækin
hagnaði í bókhaldsskruddum, en á
kostnað þjóðarhags. Erlent lánsfé
var endurlánað á föstu krónuverði
og með mun lægri vöxtum en sem
nam verðbólgunni. Til að erlendu
lánardrottnarnir fengju sitt til
baka var fé tekið af sparifjáreig-
endum og úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna til að borga mis-
muninn, og þegar þeir tæmdust
var borgað af lánunum með nýjum
lánum og koll af kolli.
í staðinn fyrir að endurbæta
framleiðslutækin og gera þau hag-
kvæmari í samræmi við breyttar
rekstrarforsendur, var verð er-
lendra gjaldmiðla hækkað í krón-
um talið. Þannig var tryggt að
verðbólgan héldi fyrirtækjunum
gangandi. Þau fengu „hærra“ verð
fyrir framleiðsluna og því fleiri
krónur í tekjudálk, en útgjaldalið-
urinn „lágvaxtalán á föstu verði"
eða „afborganir af framleiðslu-
tækjum" skipti æ minna máli og
varð ekki til ama. Bókhaldið stóð
fyrir sínu.
Verðtryggingin þrýsti lítið á um
úrbætur í rekstri fyrirtækja. Ým-
ist voru atvinnuvegirnir undan-
þegnir henni og nutu áfram gjafa-
lána, eða ef lánin voru verðtryggð
voru góð sambönd gerð að tryggð-
arböndum, og bara hætt að hugsa
um bókhaldið. Það varð þá að vísu
neikvætt og neikvæðara og van-
skilaskuldir söfnuðust fyrir. Þá
var farin sú leið að minnka kaup-
mátt launa á þriggja mánaða