Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
19
saman gömlu og nýju, austri og
vestri, kyrrð og hávaða, hversdags-
leika og því óvenjulega. En kannski
er Bangkok þekktust fyrir síkin,
sem liggja um hana þvera og endi-
langa og þeirra sérkennilegu báta
sem á þeim sigla. Enda hefur borg-
in oft verið nefnd Feneyjar Austur-
landa. Síkin hafa þó mörg hver ver-
ið fyllt upp til að þjóna kröfum nú-
tímans.
Það er margt merkilegt að sjá í
Bangkok, en óneitanlega ber hæst
hið forna musteri, Wat Phra Keo,
hof smaragðsbúddans, og kon-
ungshallarinnar þar við. Þessar
byggingar eru ekki lengur notaðar
sem bústaður konungsins, en eru þó
alls engir safngripir, því þarna
dvelja gjarnan góðir gestir kon-
ungsfjölskyldunnar. íburðurinn er
hreint ótrúlegur og hvergi er til
sparað, en gull og marmari eru al-
geng byggingarefni."
Undurfagrar stúlkur stráðu
blómum yfir hópinn
„Eyjan Balí var okkar næsti
áfangastaður. Þangað komum við
að kvöldi dags áttunda nóvember,
eftir að hafa flogið frá Bangkok um
morguninn og millilent í Jakarta,
höfuðborg Indónesíu. Þegar við
gengum inn á hótelið okkar á Balí,
Nusa Dua Beach Hotel, var tekið á
móti okkur með danssýningu og
undurfagrar stúlkur stráðu blóm-
um yfir hópinn. Ég held eiginlega
að við höfum öll fallið í stafi, þetta
var svo stórkostlegt.
Á Balí höfðum við aðsetur í tíu
daga, og á hverjum degi stóð til
boða að fara í einhverja kynnisferð
um eyjuna eða tveggja daga ferð til
Jogykarta á miðhluta Jövu, sem er
hin forna höfuðborg Jövumenning-
arinnar.
Flestallar kynnisferðirnar á Balí
voru til að skoða musteri, sem mik-
ið er af á eyjunni og mörg hver afar
falleg. Við verðum að hafa það í
huga að allt lff á Balí er viðkomandi
trú, og saga eyjarinnar er framhald
þess að hindúamenningin ieið þar
ekki undir lok þegar áhrif mú-
hameðstrúar flæddu yfir Indónesíu
á þrettándu og fjórtándu öld. Þegar
Majapalí-konungsríkið á Jövu féll
árið 1520, flúði mikið af furstum og
listafólki yfir til Balí þar sem það
fékk að vera í friði. Hin forna
hindúamenning hélst þvi við á Balí,
þótt hún hafi vissulega þróast og
tekið breytingum.
Það er mjög þéttbýlt á Balí og
flestir búa í tvö til fjögur þúsund
manna þorpum í frjósömum suður-
hlíðunum. Það er ekki meira en um
fimmtán minútna gangur á milli
þorpanna, en þorpið hefur frá fornu
fari verið burðarás þjóðfélagsins,
eins konar stórfjölskylda. Það er
merkilegt við þessi þorp, mörg hver,
að þar er einhver ákveðin listgrein
ríkjandi. I einu þorpinu er það
tréskurður, í öðru batík, enn öðru
málaralist, gull- og silfursmíði, og
svo framvegis.
Þá eru dansarnir á Balf afskap-
lega þróaðir og sérkennilegir. Dans-
arnir eru þrungnir merkingu, hver
hreyfing handa og augna er ákveðið
tákn, og með þessum táknrænu
dönsum eru sagðar sögur úr göml-
um indverskum helgiljóðum. Yfir-
leitt snúast dansarnir um baráttu
góðs og ills, en þessi barátta er
aldrei til lykta leidd, því hvorki hið
góða eða illa sigrar. Lífið snýst um
það að halda jafnvægi á milli þess-
ara afla.
Hótelið sem við bjuggum á er
byggt eins og musteri og er ekki
síður stórkostlegt en Hilton-hótelið
í Bangkok."
250 dollara sekt fyrir að
henda rusli í götuna
„Þann átjánda nóvember yfirgáf-
um við Balí og flugum til Singa-
pore, þar sem við gistum á Mandar-
in Hotel, sem er eitt af fremstu hót-
elum í heiminum. Mér hefur verið
tíðrætt um hótelin, en það er ekki
að ástæðulausu, þvi öll eru þau
mjög sérstök og sambærileg hótel
finnast ekki í Evrópu eða Banda-
ríkjunum.
Singapore er merkileg eyja. Þar
búa fjögur þúsund manns á hverj-
um ferkílómetra að meðaltali.
Landið er 617,9 ferkílómetrar að
stærð, en íbúar alls 2,5 milljónir.
Til samanburðar má nefna að stærð
íslands er 103 þúsund ferkílómetr-
ar, svo það lætur nærri að hér séu
tveir íbúar á ferkílómetra. Ég hefði
ekkert á móti því að eiga gott lyftu-
umboð í Singapore, því þar byggist
allt á háhýsum.
En þrátt fyrir þennan mikla
fólksfjölda er Singapore einhver
hreinlegasta borg veraldar. Enda er
mikil áhersla lögð á það af stjórn-
völdum að halda öllu hreinu og
snyrtilegu. Til dæmis geta menn
fengið allt að 250 dollara sekt fyrir
að henda rusli á götuna!
í Singapore hefur átt sér stað
stórkostlegt efnahagsundur undan-
farin ár. Hagvöxturinn á síðast-
liðnu ári var 7,9 prósent, hvorki
meira né minna. Velgengnin bygg-
ist fyrst og fremst á verslun,
einkanlega með ýmiss konar raf-
eindavörur. Auk þess er túrisminn
mjög þróaður í borginni.
Við fórum í eina kynnisferð um
Singapore þann 20. nóvember, en
kvöldið eftir var lagt af stað heim-
leiðis, og við komum til Islands
þann 24., eftir tveggja daga við-
komu í Amsterdam."
Þrífst ekki nema anda aó mér
stórborg einu sinni á ári
— segir Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur
Balíbúar trúa i anda, góða sem illa, og færa þeim fórnir á hverjum einasta degi til að hafa þá góða. Fórnirnar
eru færðar í sérstökum andahúsum, en myndin er af einu slíku. Við andahúsið standa, frá vinstri, Sigurlaug
Arnórsdóttir, Jón Lárusson og Þóra Björk Ólafsdóttir.
helst viljað vera þar miklu leng-
ur.
En ég má til með að hrósa Út-
sýnarmönnum fyrir frábært
skipulag á ferðinni: Það var eig-
inlega hvergi hrukka. Eins sýndi
ferðahópurinn mikinn þroska,
var samstilltur og stundvis, sem
er óvenjulegt þegar íslendingar
eru annars vegar.
Fyrir ferðalagið fengu allir
möppu með nokkuð ítarlegu yfir-
liti um sögu og aðstæður þeirra
staða sem ferðinni var heitið til,
og á meðan á ferðalaginu stóð
var gefið út fréttabréf, Vitinn,
þar sem voru fréttir að heiman
og eins úr heimspressunni,
ásamt upplýsingum i sambandi
við ferðalagið. Þetta var mjög
virðingarvert framtak hjá farar-
stjórunum.
Það eina sem hefði kannski
mátt færa til betri vegar voru
innbyrðis tengsl ferðafólksins
sjálfs. Þau hefðu mátt vera
meiri. f rauninni kynntist maður
allt of fáum í ferðinni, það var
alltaf sama fólkið sem sat saman
til borðs, í rútu, og svo framveg-
is. Að mínu viti hefði verið
skemmtilegra ef fararstjórarnir
hefðu reynt að stuðla að meiri
innbyrðis kynningu, stokkað
spilin svolítið upp,“ sagði Kristín
Guðmundsdóttir.
„Það sem er mér eftirminni-
legast úr ferðinni er vingjarnleik-
inn sem maður mætti hjá Austur-
landabúum almennt, en þó sér-
staklega á Balí. Þar er fólkið alveg
sérlega yndislegt, góðmennskan
uppmáluð og alltaf með bros á vör.
Og það er svo sannarlega ekkert
falsbros," sagði Kristín Guð-
mundsdóttir híbýlafræðingur
starfsmaður hjá Húsnæðisstofiiun
ríkisins. Þetta er önnur heimsreis-
an hennar, hún fór áður í Brasilíu-
ferðina árið 1981.
„Það er ekki að marka mig; ég
er sjúk í ferðalög. Ég gæti ekki
þrifist nema anda að mér stór-
borg að minnsta kosti einu sinni
á ári,“ sagði Kristín þegar blaða-
maður gerði ferðagleðina að um-
talsefni.
„Það þarf alls ekki að vera svo
dýrt að ferðast. Þetta er spurn-
ing um það hvernig menn fara
með peninga. Ég fór í ferðina
með eina tösku og kom með eina
til baka. Ég fór með öðrum orð-
um til að sjá og upplifa en ekki
til að versla. Og það var nóg að
skoða í þessari ferð. öll dýrðin í
Bangkok, musteri úr gulli og
gimsteinum, fornar minjar á
Balí og nútíminn í sinni skær-
ustu mynd í Singapore.
Annars hef ég alltaf mestan
Kristín Guðmundsdóttir með konu
sem hún kynntist í Singapore.
áhuga á fólkinu sjálfu, að kynn-
ast því innan frá og sjá hvernig
það lifir lífinu. Ég átti kost á því
að skoða nokkur heimili á Balí
og það fannst mér geysilega
skemmtilegt, að sjá hvernig
fólkið býr.
í Singapore komst ég í sam-
band við foreldra stúlku sem
dóttir mín kynntist í skóla í
Bretlandi. Þetta fólk bar mig á
höndum sér og sýndi mér ýmis-
legt sem ég hefði ella farið á mis
við. Singapore er ákaflega
skemmtileg borg og ég hefði
Uns þrjár kómu þursameyjar úr jötunheimum. Nei, þetta er frá
hárgreiðslusýningu á hótelinu á Balí.
„guð minn góður, að fara alla
þessa leið til þess eins að liggja
inni á hótelum". Auðvitað lágum
við ekki inni á hótelum allan tím-
ann, en það hefði verið vel þess
virði að fara í ferðina þó svo hefði
verið. Það segir sína sögu að það
tók fimm þúsund manns þrjú ár
að byggja hótelið á Balí.“
„Þá fannst okkur athyglisvert
hvað fólkið var almennt vingjarn-
legt og skemmtilegt. Sérstaklega á
Balí. Eitt sinn vorum við til dæmis
á gangi um þorp í Balí með einum
hávöxnum ferðafélaga okkar,
Pétri Sveinssyni lögregluþjóni í
Kópavogi. Þegar fólkið sá Pétur
þusti það út á göturnar tístandi og
skrækjandi og mældi sig við hann
og hafði af hina mestu skemmtan.
Ég skal nefna annað dæmi. Þeg-
ar við komum um borð í flugvél
Garuda-flugfélagsins í Amster-
dam á leiðinni út spurði thailensk
flugfreyja okkur hvað væru marg-
ar milljónir á íslandi. Við sögðum
sem satt var að á íslandi byggju
aðeins 230 þúsund manns. Þá rak
hún upp stór augu, leit yfir hópinn
og sagði, „nú hvað, þið eruð þá öll
hérna!" “
„Og ekki má gleyma nuddkon-
unum,“ segir Colin. „Þær voru á
hverju strái á Balí. Þær höfðu
þann háttinn á að senda litlu sætu
skvisurnar á ströndina til að veiða
kúnna. Þær gengu að karlmönnum
þar sem þeir voru að baka sig á
ströndinni og spurðu hvort ekki
mætti bjóða þeim upp á nudd. (Ég
tek það fram innan sviga að þetta
var mjög saklaust nudd sem þarna
var í boði). Ef menn þáðu voru
þeir leiddir á bak við pálmatré,
þar sem beið þeirra herskari af
mömmum og ömmum — gamlar
vöðvastæltar nuddkerlingar með
hendur á lofti. Þær gömlu gengu
síðan i skrokk á manni, en þær
litlu sætu héldu aftur út á strönd
til að veiða. Mjög árangursrík að-
ferð til að afla sér viðskiptavina.
Annars er það sérkennilegt
hvað allir virðast vera ánægðir
með lífið á Balí. Landið er að vísu
mjög gjöfult, en launin hjá þeim
sem eru svo heppnir að hafa vinnu
eru ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Þjónustufólkið á hótelinu
okkar fékk 60 krónur á dag fyrir
tíu tíma vinnu! Og þá er unnið alla
daga vikunnar fyrir utan einn frí-
dag í hverjum mánuði. Það er ekki
víst að menn sættu sig við slíkt
með bros á vör hér á íslandi,"
sagði Colin.
„Það er töluverður munur á
fólkinu á Balí og til dæmis Singa-
pore,“ tók Hekla upp þráðinn. „Á
Balí lifir fólk lífinu frá degi til
dags og gerir sér litla rellu út af
framtíðinni. I Singapore er lífs-
viðhorfið allt annað. Þar er hvert
tímabil í ævi manns fyrirfram
skipulagt af ríkinu. Við röbbuðum
svolítið um lífið og tilveruna við
afgreiðslustúlku í Singapore. Hún
sagðist vera að vinna fyrir ríkið
núna og því mætti hún ekkert vera
að því að hugsa um að gifta sig og
stofna heimili. Það kæmi að því
síðar þegar hún hefði lokið störf-
um sínum í þágu ríkisins. Þá væri
henni úthlutað íbúð og mætti fara
að sbúa sér að einkalífinu. Þannig
er allt skipulagt ofanfrá og menn
lifa og hrærast samkvæmt hugs-
uninni „hagsmunir ríkisins og
mínir hagsmunir eru eitt“. Og una
því bara vel, að því er virðist."