Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 „Þjóðviljinn“ og friðarumræðan eftir Jón Val Jensson Svo fjarri sem það er sanni, að Morgunblaðið hafi stungið undir stól málfutningi þeirra, sem fylgja einhliða afvopnun, þá er frétta- þjónusta blaðsins í þeim málum svo alhliða og víðtæk, að jafnvel Þjóðviljinn getur leitað þangað og fundið margt til stuðnings eigin stefnu. Væri betur, að nokkur gagnkvæmni ríkti um þessi mál hjá blöðunum í stað þess, að les- endur Þjóðviljans verði að gera sér að góðu þann einhæfa áróður, sem þeir eru mataðir á. í seinni hluta þáttarins „Klippt og skorið" í Þjóðviljanum 29. des- ember er einmitt gripið til frétta- skrifa Morgunblaðsins sjálfs til að bæta upp það, sem greinilega vantaði á um málefnalegt áróð- ursgildi fyrri hluta þess sama Þjóðviljaþáttar (eins og við höfum nú þegar séð í tveim greinum hér í blaðinu). Þjóðviljinn vitnar þarna í stórmerkt viðtal — að hans eigin sögn — við Olof Sundby, fyrrver- andi erkibiskup Svía, í aðfanga- dagsblaði Morgunblaðsins. Það mun reynast fróðlegt að rýna í, hvernig Þjóðviljinn meðhöndlar þá grein og hvaða ályktanir hann kýs að draga af orðum erkibisk- upsins — eða öllu heldur af sínum eigin geðþóttatúlkunum á orðum hans. Enn krítar hann liðugt Fyrsta fullyrðing Þjóðviljans um viðtal þetta er sú, að þar sé „vel grundvölluð andstaða krist- inna manna og trúfélaga við gjör- eyðingarvopnin". Orðin „vel grundvölluð" er tæpast unnt að skilja öðruvísi en sem vel rökstudd eða reist á skýrum og öruggum for- sendum. Eg hef leitað logandi ljósi í viðtalinu að slíkum rökum eða öðrum þeim grundvelli, sem „and- staða kristinna manna" eigi að vera byggð á, en hvorugt er þar að finná. Með þessu er ekki sagt, að slík rök kunni ekki að vera til, en þau koma a.m.k. ekki fram þarna. Það eina, sem erkibiskupinn gerði, var að geta um andstöðu og for- dæmingar vissra kirkjusamtaka í kjarnorkuvopnum, án þess að rök- in, sem að baki hljóta að búa, hafi varið talin fram. Hugsandi fólk á því auðvitað óhægt með að sam- þykkja þau rök að óséðu sem „vel grundvölluð", þótt Þjóðviljinn láti sig hafa það! En svona ruglingskennd hugsun er varla nein tilviljun hjá blaða- manni Þjóðviljans, heldur er sen- nilegt, að þarna hafi verið valin sú leið að gefa annað í skyn en efni stóðu til. í fyrstu staðhæfingu sinni um þennan erkibiskupsboð- skap er því Þjóðviljinn þegar far- inn að kríta liðugt. Tökum nú næstu fullyrðingu Þjóðviljans fyrir: „Sú afstaða (þ.e. „andstaða kristinna manna og trúfélaga við gjöreyðingarvopnin", innskot JVJ) er í hrópandi mót- sögn við málflutning Morgun- blaðsins í ritstjórnargreinum, nær færi gefst." Hér skal því ekki neitað, að mik- ið ber á milli um afstöðu Sundbys erkibiskups og skoðanabræðra hans annars vegar og Morgun- blaðsins hins vegar, hvað snertir friðarmálin. Og enginn taki orð mín svo, að ég sé þar alfarið á bandi Morgunblaðsins og hafni að öllu leyti þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram gegn kjarnorku- vopnum og að nokkru leyti beinzt gegn Vesturveldunum. En hér er sá ágreiningur ekki á dagskrá, heldur skulum við vinda okkur að því að gera upp málin við grein- arskrif Þjóðviljans, — því að fals- túlkanir hans eru hindrun á leið kristinna manna til vel upplýstrar umræðu og réttra ályktana um þessi mál. Síðasta tilvitnun okkar þaðan virðist rökfræðilega standast. En það er einungis vegna þess, að þar er gengið út frá forsendu, sem allt er byggt á, en er þó ekki sannleik- anum samkvæmt heldur er henni lævíslega bætt í frásögn Þjóðvilj- ans. Sú forsenda er, að „kristnir menn og trúfélög" séu jafn-greini- lega „í andstöðu við gjöreyðingar- vopnin" eins og Þjóðviljinn lætur í veðri vaka. Með sláandi alhæfingu þykist blaðið lýsa viðhorfum kristinna kirkna, sem lengi hafa rætt þessi mál og velt fyrir sér ýmsum hliðum þeirra en komizt að mörgum ólíkum niðurstöðum. Nú vita lesendur Morgunblaðs- ins, af Olof Sundby sór sig í viðtali þessu í hóp þeirra Alkirkju- ráðsmanna, sem neita blákalt að fordæma Sovétríkin vegna þreng- inga kristinna bræðra og annarra trúflokka í því kúgunarríki. Vörn Sundbys fyrir þeirri afstöðu Al- kirkjuráðsins að beita sér mun meir gegn Vesturveldunum en Austantjaldsríkjum var í senn dæmi um hneykslanlegan mál- flutning og hróplega hugsanavillu þessa erkibiskups. Það er vitað mál, að kirkjuleiðtogar úr Sovét- ríkjunum fá ekki að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum nema því aðeins, að þeir fari að kröfum valdhafanna um að gera ekkert til að gagnrýna ástandið í eigin landi. Er þeim þvert á móti ætlað að mæla gegn öllum fordæmingum á trúarbragðaofsóknum í Sovét- ríkjunum. Að „taka tillit til“ slíkr- ar „afstöðu" fulltrúa orþódoxu kirkjunnar í Rússlandi lýsir bæði viljaleysi til að setja sig inn í að- stöðu þeirra og argasta tillitsleysi við þjakaða meðbræður í landi þeirra (ekki þó sízt á þá kristna menn, sem standa utan hinnar opinberlega „viðurkenndu" orþód- oxu kirkju). Þvert á móti áliti Sundbys væri ekki unnt að gera þessum múlbundnu fulltrúum rússnesku kirkjunnar á alþjóða- þingum meiri og betri greiða en þann að draga sem mest athygli heimsins að harðræði kristinna manna í Sovétríkjunum og lepp- ríkjum þeirra, með hvassri, hisp- urslausri fordæmingu á ástand- inu, sem þar ríkir. En í staðinn vill Sundby fara einhverja kurteisis- leið að Sovétmönnum! Ef einhver hefur þarfnazt þeirrar ádrepu Arnórs Hannibalssonar, sem birt- ist bæði í Víðförla og í Stakstein- um Morgunblaðsins fyrir áramót- in, þá var það Sundby þessi. Afstaða Sundbys í þessu efni var kannski ein skýringin á því, hversu stórmerkilegt Þjóðviljan- um þótti þetta viðtal. En voru þá fullyrðingar erkibiskupsins um af- stöðu kirkjunnar til friðarmála jafn- einhæfar og einlitar eins og þær komu út í Þjóðviljanum? — NEI. Þrátt fyrir greinilega hneigð Sundbys til að beina spjótum sín- um frekar I vesturátt en austur, gaf hann ekki tilefni til þeirra freklegu falsana, sem Þjóðviljinn spann upp í kringum þetta viðtal við hann. Falstúlkun afhjúpuö Hyggjum nú að, hvernig orð Sundbys um afstöðu kristinna manna til kjarnorkuvopna litu út, eins og Þjóðviljanum þóknaðist að tilfæra þau (eftir að hafa haft hann inngang, sem áður gat, að í þessu viðtali sé „vel grundvölluð andstaða kristinna manna og trúfélaga við gjöreyðingarvopn- in“): „Sundby segir: Að framleiða, geyma og beita þessum vopnum er andstætt kristnu siðgæði.“ Af þessu verður ekki annað ráð- ið en hér sé í stuttu og meitluðu máli skýrt frá „hinni kristnu af- stöðu" eða almennu áliti kristinna trúfélaga á kjarnorkuvopnum. Engar aðrar upplýsingar, sem rek- ist á þessi samhengislausu orð erkibiskupsins, er að finna um af- stöðu kristinna manna í nefndri Þjóðviljagrein. En mælti Sundby þessi orð til að lýsa eins og í hnotskurn áliti „krist- inna manna og trúfélaga"? Nei, það var aldrei meining hans, heldur var hann að skýra þarna frá áliti margra þátttakenda á aðeins 150 manna ráðstefnu kirkjulegra aðila í Uppsöl- um á sl. vori. Sundby gat þess í viðtalinu, að þeir þátttakendur, sem ráðstefnuna sóttu, hafi verið fengnir þangað „ekki sem formleg- ir fulltrúar kirkjudeildanna, heldur sem einstaklingar með áhuga og þekkingu á málinu með möguleika til að hafa áhrif f sínum heima- löndum“ (auðkennt hér, JVJ). Hér var því engan veginn um eiginlegt kirkjuþing að ræða, og m.a.s. sendi stærsta trúfélag kristin- dómsins, kaþólska kirkjan (með um 58% kristinna manna innan sinna vébanda) ekki reglulega fulltrúa til ráðstefnunnar, heldur áheyrnarfulltrúa, sem ekki greiddu atkvæði um tillögur og ályktanir. Ljóst er, að ráðstefna sem þessi getur ekki gefið neina marktæka hugmynd um almenn sjónarmið kristinna manna í friðarmálum. Á ráðstefnu þessari varð ofan á ein- dregin fordæming á kjarnorku- vopnum, og fyrrgreind setning erkibiskupsins, „að framleiða, geyma og beita þessum vopnum er andstætt kristnu siðgæði," var tjáning á því áliti. En Sundby þegir ekki um, að fleiri sjónarmið hafi ver- ið uppi meðal ráðstefnugesta, því að hann bætir strax við þessum orð- um sem Þjóðviljinn sleppti úr í frá- sögn sinni: „En hér vorum við ekki allir sammála. Nokkrir tóku að þessu leyt svipaða afstöðu og kaþ- ólsku biskuparnir í Bandarfkjunum. Hún er sú, að við núverandi aðstæð- ur geti kjarnorkuvopn sem ógnun verið réttlætanleg.“ Það, sem Þjóðviljinn lætur líta út sem afdráttarlausa heimild um hið almenna kristna viðhorf í þessu efni, á sér því alls enga stoð í viðtalinu við erkibiskupinn, held- ur hefur blaðið klippt og skorið til orð hans og hagrætt þeim á þá lund, að nota mætti þau til að sýna og sanna hið algera samræmi milli friðarstefnu kristinna manna og kommúnista! Falstúlkun Þjóðviljans verður þeim mun greinilegri sem uppvíst verður, hversu ólíkar niðurstöður hafa komið út úr umræðum innan kirknanna um friðarmálin á síð- ustu árum. Hér skal engin fjöður yfir það dregin, að sumar þeirra niðurstaðna hafa verið afar hvass- yrtar og iðulega freistað þess að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi. Þar má nefna alls- herjar-fordæmingar á notkun kjarnorkuvopna sem slíkra, jafn- vel á því að geyma og nota þau sem fráfælingar-ógnun til þess að koma í veg fyrir, að óvinaland hefji kjarnorkustríð. En það er fjarri lagi, að kirkjulegar ályktan- ir um kjarnorkumál hafi jafnan verið af þessu tagi eða að þær myndu ávallt verða til að auka kæti Þjóðviljans. T.a.m. hafa fáar kirkjur hingað til gert kröfur um einhliða afvopnun Vesturveldanna — eða einhliða frumkvæði þeirra til afvopnunar. Og sú róttæka stefna, sem um sinn virtist njóta vaxandi fylgis kirkjunnar manna — ekki sizt kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum — að jafnvel það að geyma eða eiga kjarnorkuvopn til að fæla frá óvinaárás væri and- stætt kristnu siðgæði, varð um síðir minnihlutaálit, sem var m.a.s. fellt hjá þessum kaþólsku biskupum. Hér er ekki rúm til að rekja til hlítar þær ályktanir, sem komið hafa frá helztu kirkjum Vestur- landa um kjarnorkumál. Það verð- ur að bíða betri tíma, þegar tök verða á því að gera grein fyrir þeim sjónarmiðum í allri þeirra breidd, enda er ekki vanþörf á að gera því máli skil, svo lítið sem friðarumræðan hérlendis hefur snúizt um siðferðisleg spursmál í tengslum við kjarnorkuvarna- kerfið. Viðfangsefni okkar í þess- ari grein er annað og smærra í sniðum (þótt ærið sé!): að vekja athygli á lævíslegri áráttu Þjóð- viljans til að falsa svo fréttaflutn- ing af kristnum viðhorfum í frið- armálum, að úr þeim verði lesið eindregið fylgi kirkjunnar við „friðarstefnu" sósialista. Hér skulu því dregin fram nokkur at- riði, sem afsanna þessa falstúlkun Þjóðviljans, þannig að ekki verði um villzt. Kristin viðhorf, sem samrýmast ekki falstúlkun ÞjóÖviljans 1) Þótt kaþólskir biskupar í Bandaríkjunum hafi tekið upp af- ar harða friðarstefnu og m.a. gengið til liðs við það sjónarmið, að stöðva beri framleiðslu og upp- setningu nýrra kjarnorkuvopna, þá viðurkenna þeir siðmæti þess, að kjarnorkuvopn séu notuð sem fráfæling til að hindra stríð. Kem- ur þetta fram í umburðarbréfi þeirra sl. sumar, en það sam- þykktu þeir með 238 atkvæðum gegn 9 (sjá textann í The Tablet 4/6/83). — Hin tíu umdæmi kristsmunkareglunnar í Banda- ríkjunum hafa lýst einhug sfnum með þessu umburðarbréfi, og ennfremur hafa biskupar meþó- dista þar í landi tekið undir við- horf kaþólsku biskupanna (Tablet 25/6 og 14/5/83). 2) Kaþólsku biskuparnir í Vestur-Þýskalandi hafa (í 70 bls. bók um efnið) samþykkt, að nota megi kjarnorkuvopn til að fæla óvinaríki frá því að gera árás (The Times 28/4/83). 3) Á Irlandi samþykktu kaþ- ólskir biskupar afar harðorða gagnrýni á kjarnorkuvopnakerfið, en fordæmdu þó ekki, að þau væru notuð f fráfælingarskyni — með vissum skilyrðum (The Times 29/7/83). 4) Á hinu sögulega kirkjuþingi ensku biskupakirkjunnar í fyrra- vetur, þar sem bæði klerkar og leikmenn áttu fulltrúa (þ.á m. all- ir biskuparnir) var vísað frá með 338 atkvæðum gegn 100 þeirri til- lögu biskupsins í Salisbury, að Bretland ætti með einhliða frum- kvæði að losa sig við öll sín kjarn- orkuvopn. I meginályktun þings- ins, sem samþykkt var með 387 atkv. gegn 49, segir m.a.: „Það er skylda ríkisstjórnar hennar há- tignar og bandamanna hennar að halda uppi nægilegum vopna- mætti til að vera á varðbergi gegn þvingun annars kjarnorkuveldis (to guard against nuclear black- mail) og til þess að fæla frá árás- araðila, sem búa yfir kjarnorku- vopnum eða öðrum vopnum" (The Times 11/2/83). 5) Þrátt fyrir nokkurn ágrein- ing meðal kaþólskra biskupa í Bretlandi virðist meirihluti þeirra aðhyllast siðmæti þess að nota kjarnorkuvopn f fráfælingarskyni, ef ströng skilyrði eru uppfyllt. Kom þetta fram í bréfi þeirra til fyrrv. utanríkisráðherra Breta, Francis Pym (The Times 13/12/18, Tablet 11/12/82). Kardínáli enskra kaþólikka, Basil Hume, erkibiskup í Westminster, hefur lýst yfir, að umbera verði fráfæl- ingarnotkun kjarnorkuvopna, en lagt áherzlu á, að sú varnarleið sé ekki fullkomin trygging friðar og verði að skoðast sem skref, er leiða eigi til afvopnunar og geri hana mögulega (Tablet 17/9/83). 6) Á fundi franskra biskupa í Lourdes var samþykkt ályktun með stuðningi 93ja af 103 biskup- um landsins. Þar segir m.a., að „fráfæling með kjarnorkuvopnum sé ennþá leyfileg", ef strangra skilyrða sé gætt. „Það er til þess að afstýra stríði, sem menn verða að sýna það, að þeir séu færir um að heyja stríð.“ Þá hafna þeir ein- hliða afvopnun, vegna þess að hún geti „hvatt til árásar nágranna- Jón Valur Jensson „Hvar, spyr ég, hefur Mbl. sagt, aö kirkjan sé handbendi Kremlverja? Ég hef ekki einu sinni rekizt á slíkar aö- dróttanir þar um kristna friðarsinna. “ 3. grein ríkja með því að ala á þeirri freist- ingu að hremma of auðvelt fórnar- lamb. Þótt einstaklingar geti tekið þá áhættu að hafna allri valdbeit- ingu, „geti menn ekki neitað rétti hvers lands til að verjast ytri hættu“ (Tablet 19/11/83). 7) Loks er þess að geta, að höf- uðbiskup kristninnar, páfinn í Róm, hefur með orðum sfnum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 11. júní 1982 staðfest það álit að „fráfælingarnotkun" kjarnor- kuvopna, byggð á jafnvægi stór- veldanna, sé ennþá siðferðislega leyfileg, auðvitað ekki sem markmið í sjálfri sér, heldur sem skref á leið til stigvaxandi afvopn- unar. En hann sem aðrir kirkju- leiðtogar leggja ríka áherzlu á ströng skilyrði, sem fylgja verði slíkri fráfælingarnotkun. (Hér skal að lokum ítrekað, að ofangreint mál má alls ekki skoða sem tilraun til yfirlits um heild- arviðhorf nefndra kirkna í frið- armálum, heldur eru aðeins dreg- in fram nokkur atriði, sem ekki samrýmast fullyrðingum Þjóðvilj- ans um stefnu kirkjunnar í af- vopnunarmálum. Þögn mfna um önnur atriði þessara kirkjulegu samþykkta ber heldur ekki að skoða sjálfkrafa sem andstöðu mína við þá skeleggu afstöðu, sem þar kemur fram; en þau mál þarfnast sérstakrar útlistunar.) Fleira tínt til Nú skal farið hraðar yfir sögu. Þjóðviljinn bætir því við ofan- greinda mistúlkun sína á orðum Sundbys („Að framleiða, geyma og beita þessum vopnum er andstætt kristnu siðgæði"), að hann tali hér um „grundvallarlífsviðhorf" — án frekari skýringa. Þetta kann að vera grundvall- arlífsviðhorf hans sjálfs, en hann var sér fyllilega meðvitandi um, að stór hluti kristinna manna er ekki sammála honum um þetta efni. I Þjóðviljanum kemur við- horf Sundbys og skoðanabræðra hans í Uppsölum hins vegar út sem einhver allsherjardómur kristninnar í heiminum, enda haft þar undir millifyrirsögninni: And- stætt kristnu siðgæði. í næstu tilvitnun Þjóðviljans í orð þessa fyrrverandi erkibiskups Svía segir hann svonefnt Al- kirkjuráð hafa lagt til algjöra stöðvun vígbúnaðar, en þessari leið hafi verið „vfsað frá af Vest- urveldunum með uppsetningu Pershing-kjarnorkuelfdlauganna í V-Þýzkalandi“. Ég spyr: Hvað gerði þá Alkirkjuráðið til and- mæla gegn uppsetningu SS20- flauga Rússa, sem raskað hefur öllu vopnajafnvægi í Evrópu? Ber að kiína sökinni á Vesturveldin þegar orsök vandamálsins er í austri? í 3. tilvitnun Þjóðviljans í orð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.