Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
39
Sá guli gengur
eftir Jón Gunnar
Ottósson og Sigurð
Snorrason
Dr. Jakob Jakobsson, fiskifræð-
ingur og aðstoðarforstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, skrifaði grein
um fiskveiðiráðgjöf og birti í Morg-
unblaðinu og Þjóðviljanum 8.
febrúar. Greinin er skrifuð til að
leiðrétta misskilning „ungra" líf-
fræðinga, og er þar átt við undir-
ritaða. Jakob telur, að hugmyndir
okkar og þær spurningar sem við
höfum borið fram á síðustu vikum,
eigi ekki við nein rök að styðjast,
þegar best lætur séum við að tönnl-
ast á staðreyndum sem fiskifræð-
ingar hafa þekkt árum saman. Þó
má vera, að hans mati, að Haf-
rannsóknastofnun hafi brugðist því
hlutverki að gera fólki grein fyrir
þeirri vitneskju sem fiskifræðingar
búa yfir um auðlindir á íslands-
miðum.
Greinin sem hér fylgir verður
síðasta framlag okkar til dagblaða
um þetta mál. Umræðan á frekar
heima í fræðiritum, t.d. á síðum
Náttúrufræðingsins, enda erfitt að
skýra margt af því sem um er rætt
í blaðagreinum.
Áður en grein Jakobs er svarað,
er rétt að minna á aðalatriðin í
málflutningi okkar. Við höfum sýnt
að ennþá hefur ekki verið gengið svo
á þorskstofninn með veiðum að
endurnýjunargeta hans hafi verið
skert, og því ekki hægt að tala um
ofveiði í líffræðilegum skilningi.
Afturámóti má til sanns vegar
færa, að þorskstofninn sé ekki
nýttur á hagkvæman hátt.
Við höfum einnig fært rök fyrir
því að stór þorskstofn gefur ekki
meiri afla í tonnum talið en lítíll stofn
(t.d. núverandi stofn), líkur benda
til að afrakstur yrði minni af stór-
um stofni miðað við jafnstöðuafla.
Við höfum líka sýnt að það er mjög
erfitt að byggja upp stofn sem gefur
af sér 450 þúsund tonna afla á ári
hverju eins og fiskifræðingar lofa.
Og þótt stofninn næðist upp í
„kjörhæð" (2 milljónir tonna að
mati fiskifræðinga), er óframkvæm-
anlegt að ná úr honum 450 þúsund
tonna afla árlega og halda hrygn-
ingarstofni og heildarstofni uppi um
leið, en þetta er yfirlýst langtíma-
markmið Hafrannsóknastofnunar.
Við spurðum einnig um árangur-
inn af smáfiskafriðun undanfar-
inna ára (möskvabreytingar og
hólfalokanir) og er ástæðan fyrir
þvtsú, að við sjáum engar vísbend-
ingar f gögnum Hafrannsókna-
stofnunar um árangur af þessum
aðgerðum. Þvert á móti eru teikn á
lofti um hið gagnstæða (sjá t.d.
grein Jakobs í blaðinu 8. febrúar).
Friðuðu árgangarnir virðast skila
minni afrakstri en hinir sem ekki
nutu friðunar.
Við höfum áður fært rök fyrir
skoðunum okkar, og sett fram til-
gátu um þá þætti sem ráða mestu
um stærð þorskstofnsins og af-
rakstrargetu. Hér er ekki rúm til
útskýringa, en í stuttu máli má
segja, að veiðistefnan verði að
byggja á haldgóðri þekkingu um
nýliðun (ungfisk), vöxt og náttúruleg
affoll. Einnig þarf að taka samspil
einstakra fiskistofna með í reikning-
inn þegar veiðistefna er mörkuð.
Eins og við bentum á í síðustu
grein hefur breyting á þorskstofn-
inum áhrif á aðra fiskistofna:
breytingin hefur áhrif á þær fisk-
tegundir sem þorskurinn étur, þær
sem deila með honum fæðu, og á
þær sem éta þorsk, hann sjálfur
meðtalinn. Nú er áætlað að þriðj-
ungur af fæðu þorsks við Island sé
loðna. Ef þorskstofninn stækkar
upp í 2 milljónir tonna, eins og
fiskifræðingar vilja, þá mun hann
éta mun meira af loðnu en núna.
Gera má ráð fyrir að hver 100 kg af
loðnu sem þorskur étur, skili sér í
umþaðbil 10—15 kg af þorski. Er
alveg víst að það borgi sig að fórna
öðrum afla, t.d. loðnu, til að
minnka útgerðarkostnað þorsk-
veiðiflotans? Hér er þörf á pólitísk-
um ákvörðunum, á að sækja þorsk í
sjóinn á kostnað loðnunnar?
Forstjórar Hafrannsóknastofn-
unar segja, að hér sé um að ræða
hugmyndir sem þeir hafi þekkt ár-
um saman, en láðst að gera grein
fyrir. Jakob nefnir dæmi um rann-
sóknir Hafrannsóknastofnunar á
síðustu árum máli sínu til stuðn-
ings, og fullyrðir að ókunnugleiki
okkar á störfum stofnunarinnar
valdi því að við þykjumst „komnir í
feitt". Dæmi Jakobs um rannsóknir
samrýmast ekki þeim hugmyndum
sem við höfum sett fram.
Umfangsmiklar rannsóknir hafa
verið stundaðar á Hafrannsókna-
stofnun um áraraðir og niðurstöð-
ur verið birtar í bókum, ritgerðum
og skýrslum. Eðlisfræðingar hafa
fylgst með hitastigi, seltu, straum-
um og fleiri eðlisþáttum sjávar við
ísland, efnafræðingar hafa mælt
styrk næringarefna í yfirborðslög-
um, jarðfræðingar hafa unnið að
jarðfræðirannsóknum á land-
grunninu, þörungafræðingar hafa
fylgst með frumframleiðni á haf-
svæðinu umhverfis landið, dýrasvif
hefur verið mælt árlega, stærð
fiskistofna áætluð, og svo mætti
áfram telja.
Þrátt fyrir allar þessar rann-
sóknir, hefur okkur enn ekki tekist
að finna bók, ritgerð eða skýrslu
þar sem markviss tilraun er gerð
til að tengja þessa þætti saman
með það fyrir augum að öðlast
skilning á afkomu seiða, vaxtar-
skilyrðum og samspili fiskanna í
sjónum.
Eina vfsbendingin i þessa átt er
grein sem Svend Aage Malmberg
haffræðingur birti í Morgunblað-
inu 8. febrúar, sama dag og Jakob
birti þá grein sem hér er til um-
ræðu. Svend Aage reynir að finna
áhrif tíðarfars á þörunga og átu —
og tengja það afkomu þorsk- og
loðnuseiða og nýliðun í þorskstofn-
inum.
Þau sundurlausu gögn, sem
Svend Aage notar, sýna vel að hér
er í fyrsta sinn gerð tilraun til að
skða þessa þætti í samhengi. Björn
Ævar Steinarsson fiskifræðingur
notar sömu tölur til að leita að
sambandi á milli „umhverfisþátta"
og vaxtarhraða þorsks — en finnur
ekki; liklega vegna lélegra gagna?
Þessi tilraun þeirra félaga segir
meira en mörg orð. Varla væru þeir
að vinna með þeim hætti sem
Svend Aage lýsir ef slíkar athugan-
ir hafa verið framkvæmdar áður.
Við erum ekki að gagnrýna þá fé-
laga, þvert á móti. Hér er fyrsta
vísbendingin um skilning á því að
ástæðuna fyrir misstórum árgöng-
um og stofnsveiflum geti verið að
finna i stað- og tímabundnum
breytingum i „ástandi sjávar".
Jakob bendir á svokallaðar
O-grúppu-talningar því til stuðn-
ings að fiskifræðingar hafi fyrir
löngu gert sér grein fyrir mikil-
vægi seiðarannðókna. Hann forðast
þó að nefna árangurinn sem þær
hafa skilað. Þessar mælingar hafa
verið stundaðar frá 1970 (14 ár) og
felast í því að siglt er umhverfis
landið, ein ferð í ágúst ár hvert, og
er reynt að meta þéttleika seiða
(margra tegunda) á því svæði sem
farið er um. Við fengum niðurstöð-
ur úr þessum mælingum í hendur í
byrjun janúar, með þeim fyrirvara
að hér væri um mjög óáreiðanlegar
„Fiskveiðistefnan á að
miða að því að veiða
jafnstöðuafla með sem
minnstum tilkostnaði,
reyna að nýta hvern ár-
gang eins og best verður
á kosið. Þessu mark-
miði verður ekki náð
nema skilningur aukist
verulega frá því sem nú
er á þeim þáttum í sjón-
um sem ráða nýliðunar-
ferlinu, vaxtarskilyrðum
og náttúrulegum affóll-
um.“
tölur að ræða, sem fiskifræðingar
taki lítið mark á. Er ekki kominn
tími til að endurskoða aðferðina?
Síðustu áratugi hafa fiskifræð-
ingar um heim allan einbeitt sér að
beinum áhrifum veiða á einstakar
fiskitegundir, og búið til likön sem
ná aðeins til einnar tegundar
hverju sinni. Hver fiskitegund er
tekin fyrir eins og aðrar lífverur
væru ekki til, ekki er gert ráð fyrir
samspili tegunda, fæðu, né sí-
breytilegu umhverfi. Markmið
fiskifræðinnar hefur verið að ná
hámarksafla úr hverjum stofni, og
aðferðin einkum falist í friðun á
ungfiskum (lágmarksstærð,
möskvi) og veiðistjórn (lokun
svæða, veiðitímabil, kvótakerfi).
Þessar aðferðir hafa ekki skilað
þeim árangri sem vænst var, og
hafa nú leitt til þess að fiskifræðin
er farin að leita á ný mið. Smám
saman er mönnum að verða ljóst að
fiskistofnar eru óstöðug fyrirbæri,
stærð þeirra breytist frá einum
tíma til annars án þess að hægt sé
að kenna veiðum einum um. Meðal-
talsreikningar og jafnvægiskenn-
ingar sem fiskifræðin hefur risið á,
koma ekki heim og saman við þá
reynslu sem fengist hefur. Meðal-
talsreikningar fela stofnsveiflur og
eru því mjög villandi.
Ekki er unnt að útskýra þetta í
smáatriðum í blaðagrein, en fróð-
leiksfúsum lesendum bendum við á
nokkrar erlendar greinar sem
skýra við hvað er átt. í bókinni
„Population dynamics" (The 20th
symposium of the British Ecologic-
al Society; Blackwell, 1979) eru t.d.
greinar eftir J.R. Beddington
(„Harvesting and population
dynamics"), R.M. Peterman, W.C.
Clark og C.S. Holling („The dyna-
mics of resilience shifting stability
domains in fish and insect syst-
ems“) og ekki síst grein eftir J.H.
Steele („Interactions in marine
ecosystems"). Þá má nefna bók eft-
ir D.H. Cushing, sem heitir „Clim-
ate and fisheries", gefin út af Aca-
demic Press, 1982. Og grein eftir
S.L. Pimm, sem birtist í síðasta
hefti Nature (janúar 1984) og fjall-
ar um sambandið á milli fjölbreyti-
leika tegunda (diversity) og stöð-
ugleika (stability) í vistkerfum.
í grein sinni 8. febrúar segir
Jakob að ráðleggingar Hafrann-
sóknastofnunar hafi fyrst og
aftur
fremst miðað að því að koma í veg
fyrir að endurnýjunargeta stofns-
ins yrði skert með veiðum. Aðrir
sérfræðingar Hafrannsóknastofn-
unar hafa afturámóti sagt, og
margendurtekið, að „tillögur Haf-
rannsóknastofnunar miðist við aö
byggja upp hrygningarstofninn á 4—5
árum í 500 þúsund lestir. Til þess að
þorskstofninn gefi af sér varanlegan
hámarksafrakstur, þ.e. 450 þúsund
lestir á ári, þarf að byggja upp heild-
arstofninn úr 1500 þúsund lestum,
sem hann er í dag, í a.m.k. 2 milljónir
lesta og hrygningarstofninn í 500600
þúsund lestir."
Jakob segir að vísu i greininni,
að Hafrannsóknastofnun hafi
„stundum" lagt til að þorskstofn-
inn verði byggður upp svo hann
gefi af sér 450 þúsund tonna afla á
ári. — Þarf að „byggja stofninn
upp“ til að það markmið náist að fá
hámarkaafrakstur úr hverjum ár-
gangi? Af hverju ætti stór stofn
frekar að gefa af sér 450 þúsund
tonna jafnstöðuafla á ári en sá
stofn sem við eigum núna, fyrst
nýliðun er óháð hrygningarstofni?
Jakob útskýrir hugtakið há-
marksafrakstur, öðru nafni jafn-
stöðuafli, í grein sinni, og sýnir
jafnframt hvernig hann er reik-
naður. Hámarksafrakstur er fund-
inn með því að margfalda saman
tvær tölur: meðalnýliðun undan-
farinna ára (milljón 3 ára þorskar)
sinnum 1,55 kg. Meðalnýliðun ár-
anna 1979—1982 (5—8 ára þorskar
núna) er talin 150 milljón þorskar
— hámarksafrakstur er því 233
þúsund tonn um þessar mundir,
eftir þvi sem Jakob segir. Og af
þessu leiðir að nú má veiða rúm 200
þúsund tonn.
Þessi einfaldi reikningur sýnir
vel að þeir þættir sem skipta mestu
máli fyrir veiðistefnuna (aflamark
og friðun) eru nýliðun, vöxtur og
náttúruleg affóll. Tveir síðastnefndu
þættirnir ráða kílóatölunni í jöfn-
unni. Yfir hvaða vitneskju búa
fiskifræðingar um þessa þrjá
þætti? Náttúruleg afföll er föst
tala (18%), notuð á alla aldurshópa
óháð fjölda þorska í stofni og
„ástandi sjávar". Vaxtarhraðinn er
meðaltal undanfarinna ára, en
hann hlýtur að vera breytingum
undirorpinn eins og reynslan sýnir.
í því sambandi er athyglisvert að
gert var ráð fyrir að smáfiskafrið-
unin sem komið var á 1976 myndi
auka afrakstur á hvern nýliða úr
1,7 kg í 2 kg — nú, þegar árangur af
friðuninni á að vera kominn í ljós,
er afrakstur á hvern nýliða aðeins
1,55 kg. Af hverju? Þegar nátt-
úruleg afföll eru fest 18% og gert
ráð fyrir að vaxtarhraði haldist
óbreyttur, hljóta friðunaraðgerðir
alltaf að skila árangri á skrifborð-
inu — þegar komið er útí náttúr-
una lítur dæmið öðru visi út. Um
nýliðunina þarf ekki að orðlengja,
um hana hefur verið fjallað.
Fiskveiðistefnan á að miða að því
að veiða jafnstöðuafla með sem
minnstum tilkostnaði, reyna að
nýta hvern árgang eins og best
verður á kosið. Þessu markmiði
verður ekki náð nema skilningur
aukist verulega frá því sem nú er á
þeim þáttum í sjónum sem ráða
nýliðunarferlinu, vaxtarskilyrðum
og náttúrulegum afföllum. Rann-
sóknir ættu að beinast meira að
litlum takmörkuðum svæðum,
reyna að skilja stað- og tíma-
bundnar breytingar i tíðarfari,
frumframleiðslu og dýrasvifi — og
áhrif þeirra breytinga á fiski-
stofna. Síðan . 4 nota þá vitneskju
sem aflað er til að túlka breytingar
og sveiflur á stærri svæðum. Eins
þarf haldgóða vitneskju um sam-
spil fiskistofna. Rannsóknir Haf-
rannsóknastofnunar verða að bein-
ast að þessum þáttum í ríkari mæli
en nú, og nýta verður betur þá
vitneskju sem þegar hefur verið
aflað.
Á grundvelli slíkra gagna verða
allar pólitískar ákvarðanir um nýt-
ingu auðlinda á íslandsmiðum
markvissari og skila betri árangri.
Jón Gunnar Otlósson og Sigurður
Snorrason eru líffræðingar.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan ............ 20/2
Jan ............. 5/3
Jan ............ 19/3
Jan ............. 2/4
ROTTERDAM:
Jan ............ 21/2
Jan ............. 6/3
Jan ............ 20/3
Jan ............. 3/4
ANTWERPEN:
Jan ............ 22/2
Jan ............. 7/3
Jan ............ 21/3
Jan ............. 4/4
HAMBORG:
Jan ............ 24/2
Jan ............. 9/3
Jan .......... 23/3
Jan ............ 6/4
HELSINKI/TURKU:
Arnarfell ...... 22/2
Arnarfell ...... 23/3
LARVIK:
Hvassafell ..... 27/2
Hvassafell ..... 12/3
Hvassafell ... 26/3
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 16/2
Hvassafell ..... 28/2
Hvassafell ..... 13/3
Hvassafell ..... 27/3
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 17/2
Hvassafell ..... 29/2
Hvassafell ..... 14/3
Hvassafell ..... 28/3
SVENDBORG:
Hvassafell ..... 18/2
Helgafell ...... 25/2
Hvassafell ...... 1/3
Hvassafell ..... 15/3
ÁRHUS:
Hvassafell ..... 18/2
Helgafell ...... 25/2
Hvassafell ...... 1/3
Hvassafell ..... 15/3
FALKENBERG:
Mælifell ....... 20/2
Disarfell ...... 22/2
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ..... 23/2
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ..... 24/2
^SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
...HALDA PÉR VIÐ EFMIÐ!
Fréttir fní f\rstu htndi!